Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Sveitarfélagið Múlaþing hefur minnt íbúa sína og fleiri á að Ísland er réttarríki, vegna atviks í Fellabæ á dögunum. Atvikið varðar árás á mann sem hefur hlotið dóm fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Innlent 12.9.2025 17:06
Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Karlmaður um fertugt hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps að Skyggnisbraut í Úlfarsárdal í maí síðastliðnum. Innlent 12.9.2025 16:29
Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Plötusnúðurinn Silja Glömmi hefur verið sett í straff á Kaffibarnum og mun ekki þeyta þar skífum framar fyrir að hafa skrifað „Free Palestine“ á veggfóðraðan vegg á staðnum. Framkvæmdastjórinn segir veggjakrot viðvarandi vandamál og að þeim sem gerist uppvísir að slíku sé ekki boðið aftur inn á staðinn, allavega tímabundið. Innlent 12.9.2025 15:19
Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Innlent 12.9.2025 14:29
Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Fangelsismál á Íslandi eru í langvinnri kerfislægri krísu, boðunarlistar í fangelsi lengjast og á sama tíma fyrnast dómar. Þetta segja forstöðumenn tveggja fangelsa, öryggisstjóri Fangelsismálastofnunar, Fangavarðafélag Íslands og Afstaða sem gagnrýna öll stefnu stjórnvalda eftir að fram kom að lækka eigi stofnfjárframlag til byggingar á nýju fangelsi tímabundið um 400 milljónir króna á þessu ári. Innlent 12.9.2025 13:59
Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Í annað sinn á rúmum mánuði þurfa íbúar Stöðvarfjarðar að sjóða neysluvatn eftir að E Coli sýking kom upp. Íbúi á svæðinu segir bresti í upplýsingagjöf sveitarfélagsins og að traustið gagnvart vatnsbólinu sé lítið. Innlent 12.9.2025 13:31
Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins biðlar til stjórnvalda um að gefa Ylju neyslurými þær 12-15 milljónir sem upp á vantar til að hægt sé að reka neyslurýmið alla daga ársins. Það sé samfélagslegt verkefni að bjóða þeim sem leita til þeirra upp á öryggt rými sjö daga vikunnar. Innlent 12.9.2025 13:26
Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Fjórtán lykiláherslur Íslands í öryggis- og varnarmálum voru kynntar í nýrri skýrslu samráðshóps þingmanna í morgun. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir þessi mál hafa setið á hakanum síðustu ár og skortur á rýningu á fjárfestingum erlendra aðila hafa verið ákveðinn akkílesarhæl. Innlent 12.9.2025 13:04
Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Donald Trump Bandaríkjaforseti segir „með nokkuð góðri vissu“ að búið sé að handsama grunaðan banamann hægrisinnaða áhrifavaldsins Charlie Kirk. Hinn grunaði er sagður vera karlmaður fæddur árið 2003 að nafni Tyler Robinson. Faðir Tyler hafi komið yfirvöldum á snoðir um son sinn. Boðað hefur verið til blaðamannafundar sem átti að hefjast klukkan eitt að íslenskum tíma, en hefur nú verið seinkað um að minnsta kosti þrjátíu mínútur. Erlent 12.9.2025 12:22
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Að óbreyttu stefnir í að Ísland þurfi að kaupa losunarheimildir fyrir að minnsta kosti ellefu milljarða króna til að geta staðið við skuldbindingar í loftslagsmálum, þar sem ekki hefur tekist að halda í við markmið á síðustu árum. Ráðherra hefur gert tillögu að nýju landsákvörðuðu framlagi Íslands til Parísarsamningsins fyrir árið 2035, þar sem meðal annars er stefnt að 50-55 prósenta samdrætti í samfélagslosun og umtalsverðum samdrætti í losun frá landi. Innlent 12.9.2025 11:54
Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Í hádegisfréttum fjöllum við um starfsmannafund sem boðað var til í morgun hjá flugfélaginu Play. Innlent 12.9.2025 11:36
Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Hæstiréttur Íslands hefur samþykkt að taka til meðferðar mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi fyrir að ráða sex ára syni sínum bana og reyna að svipta ellefu ára son sinn lífi í janúar í fyrra. Innlent 12.9.2025 10:42
Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Jóhann Páll Jóhannsson, mun í dag kynnar áherslur og forgangsaðgerðir ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum og landsákvörðuðu framlagi Íslands gagnvart Parísarsamningnum. Innlent 12.9.2025 10:31
Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Til viðbótar við þau 400 börn 12 mánaða og eldri á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík hafa 786 börn fengið boð um leikskólapláss en ekki hafið leikskólagöngu. Oddviti Sjálfstæðismanna í borginni segir meirihlutann beita gamalkunnum brellum í umfjöllun um stöðu leikskólamála. Innlent 12.9.2025 10:09
Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Fjórtán lykiláherslur Íslands í öryggis- og varnarmálum eru skilgreindar í nýrri skýrslu samráðshóps þingmanna sem lagt er til að hafðar verði að leiðarljósi við mótun varnar- og öryggisstefnu fyrir Ísland. Raunveruleg og aðkallandi öryggisógn steðji að Íslandi sem beri að taka alvarlega. Meðal annars er lagt til að ráðist verið í endurskoðun varnarlaga og skoðað hvort setja eigi sérstaka öryggislöggjöf á Íslandi. Innlent 12.9.2025 09:51
Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Bandaríkjastjórn hefur látið farga getnaðarvörnum sem metnar voru á 9,7 milljónir dala og voru ætlaðar til dreifingar í fátækjum ríkjum. Ákvörðunin var tekin þrátt fyrir að ýmsir aðilar hefðu boðist til að kaupa birgðirnar og dreifa þeim. Erlent 12.9.2025 08:55
Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Landsréttur staðfesti í gær tveggja og hálfs árs fangelsisdóm yfir tvíburabræðrunum Elíasi og Jónasi Shamsudin vegna stórfellds fíkniefnabrots. Dómur yfir Samúel Jóa Björgvinssyni í sama máli var hins vegar mildaður úr þriggja og hálfs árs fangelsi í þriggja ára fangelsi. Innlent 12.9.2025 08:40
Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Ný skýrsla samráðshóps þingmanna um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum verður kynnt á opnum fundi á verum utanríkisráðuneytisins og Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu hér á Vísi. Innlent 12.9.2025 08:01
Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Bandaríkjastjórn hefur höfðað mál á hendur Uber og saka bílstjóra fyrirtækisins um að mismuna fötluðum einstaklingum. Segja þau fötluðum oftsinnis neitað um far, til að mynda þegar þeim fylgja þjónustudýr eða hjálpartæki. Erlent 12.9.2025 07:37
Dálítil rigning og lægðir á sveimi Lægðir eru á sveimi í kringum Ísland í dag og verður áttin áfram norðaustlæg – stekkingur á Vestfjörðum en annars hægari. Veður 12.9.2025 07:06
Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo í tengslum við húsbrot í gærkvöldi eða nótt, í tveimur aðskildum málum, og þriðja sem er grunaður um að dvelja ólöglega á landinu. Innlent 12.9.2025 06:35
Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Alríkislögreglan hefur birt myndskeið sem sýnir einstaklinginn sem grunaður er um að hafa banað Charlie Kirk hlaupa eftir þaki byggingar, stökkva niður, og ganga í burtu. Erlent 12.9.2025 06:26
Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Stærsta sprengjueyðingaræfing sinnar tegundar fer nú fram hér á landi. Yfirliðsforingi frá Bretlandi segir Íslendinga í fremstu röð þegar kemur að slíkum aðgerðum, og danskur majór segir engu máli skipta þótt Íslendingar séu herlaus þjóð. Innlent 11.9.2025 23:02
Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur verið sakfelldur fyrir valdaránstilraun og dæmdur í 27 ára og þriggja mánaða fangelsi. Hinn sjötugi Bolsonaro er sekur um að hafa ætlað að snúa úrslitum forsetakosninganna 2022, sem hann tapaði, með aðstoð fyrrverandi embættismanna og hermanna. Erlent 11.9.2025 21:05
Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Verkefnastjóri neyslurýmisins Ylju segir starfsfólk hafa miklar áhyggjur af skjólstæðingum sínum um helgar, þegar rýmið er lokað. Þá sé meiri hætta á að fólk setji sig í hættulegar aðstæður, og noti vímuefni á víðavangi. Aðsókn í rýmið hefur stóraukist að undanförnu Innlent 11.9.2025 22:03