Í beinni: Vestri - Breiðablik | Toppliðið gegn meisturunum Vestri er óvænt á toppi Bestu deildar karla í fótbolta en á erfitt verkefni fyrir höndum gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks í dag. Íslenski boltinn 27.4.2025 13:18
Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, segir að eftir tapið gegn Vestra í síðustu umferð Bestu deildarinnar hafi hann í fyrsta skiptið í mjög langan tíma verið virkilega ósáttur við sitt lið. Hann vill svar frá sínum mönnum í kvöld þegar KR tekur á móti ÍA og býst Jón Þór við skemmtilegum leik gegn öflugu, hröðu en oft á tíðum kaótísku liði KR. Fótbolti 27.4.2025 12:47
Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH FH-ingar eru að fá góðan liðstyrk eftir mjög dapra byrjun á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Úlfur Ágúst Björnsson er kominn heim og hélt upp á það með framlengja samning sinn við Hafnarfjarðarliðið. Íslenski boltinn 26.4.2025 12:08
Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn 25.4.2025 07:30
Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Jökull Andrésson, markvörður Aftureldingar, gat ekki setið á sér þegar bróðir hans, Axel Óskar Andrésson, var tekinn tali eftir stórmerkilegan 1-0 sigur liðsins á Víkingi í kvöld. Íslenski boltinn 24. apríl 2025 22:03
Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Afturelding vann óvæntan sigur á Víkingum, 1-0, í þriðju umferð Bestu-deildar karla í Mosfellsbæ í kvöld. Hrannar Snær Magnússon skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 68. mínútu. Íslenski boltinn 24. apríl 2025 21:15
Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Þó að stuðningsmenn Vestra hafi getað fagnað góðum sigri gegn ÍA í gær þá er ekki hægt að segja að það hafi farið vel um þá í Akraneshöllinni. Ekki frekar en þann hluta stuðningsmanna ÍA sem ekki fengu sæti í stúkunni. Íslenski boltinn 24. apríl 2025 16:29
Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna ÍBV vann frekar þægilegan 3-1 sigur á Fram í rokinu í Vestmannaeyjum í dag. Leikurinn í 3. umferð Bestu deildar karla. Íslenski boltinn 24. apríl 2025 15:17
Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Ungstirnin Alexander Rafn Pálmason og Sigurður Breki Kárason munu ekki geta leikið með KR gegn Breiðabliki í fimmtu umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Þeir verða erlendis í landsliðsverkefni. Íslenski boltinn 24. apríl 2025 15:00
Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Höskuldur Gunnlaugsson var hetja Blika í stórleik gærkvöldsins í Bestu deild karla er hann skoraði sigurmark liðsins gegn Stjörnunni í uppbótartíma. 13 mörk voru skoruð í fjórum leikjum gærkvöldsins í deildinni. Íslenski boltinn 24. apríl 2025 14:19
Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Blikinn Andri Rafn Yeoman lék í kvöld sinn þrjú hundraðasta leik í efstu deild í fótbolta. Hann er sá fimmti sem nær þessum áfanga. Íslenski boltinn 23. apríl 2025 23:32
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslandsmeistarar Breiðabliks tóku á móti Stjörnunni í nágrannaslag á Kópavogsvelli þegar þriðja umferð Bestu deild karla hóf göngu sína. Það var í uppbótartíma sem fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson tryggði Breiðablik 2-1 sigur. Íslenski boltinn 23. apríl 2025 22:00
„Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Óli Valur Ómarsson var að vonum kampa kátur með sigur sinna manna gegn Stjörnunni í kvöld en Breiðablik skoraði sigurmarkið í uppbótartíma til þess að tryggja sér 2-1 sigur. Sport 23. apríl 2025 21:50
„Ég fer bara sáttur á koddann“ KR gerði jafntefli við FH í þriðju umferð Bestu-deildar karla í kvöld. Þetta er þriðja jafntefli KR-inga í röð og var Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari liðsins, þokkalega sáttur með niðurstöðuna í leikslok. Íslenski boltinn 23. apríl 2025 21:15
„Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jónatan Ingi Jónsson skoraði tvö marka Vals þegar liðið bar sigurð af KA, 3-1, í þriðju umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á N1-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Jónatan Ingi komst trekk í trekk í góðar stöður í þessum leik og hefði hæglega getað skorað þessu. Þessi leikni kantmaður kveðst ekki missa svefn þó þrennan hafi ekki litið dagsins ljós. Fótbolti 23. apríl 2025 20:55
Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Vestri sótti 0-2 sigur gegn ÍA í Akraneshöllinni og er því enn ósigrað eftir þrjár umferðir. Daði Berg Jónsson og Diego Montiel skiptust á að skora og leggja upp fyrir gestina í fyrri hálfleik, Skagamönnum tókst síðan illa að skapa sér færi í seinni hálfleik gegn vel skipulagðri vörn. Íslenski boltinn 23. apríl 2025 20:45
„Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, sagði leikmenn sína ekki hafa byrjað að spila eins og lagt var upp fyrr en um miðjan fyrri hálfleik þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Val í þriðju umferð Bestu-deildar karla í fótbolta í leik liðanna á N1-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Fótbolti 23. apríl 2025 20:42
„Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, stýrði liði sínu til síns fyrsta sigurs í Bestu-deild karla í fótbolta á yfirstandandi leiktíð þegar liðið lagði hans fyrrum félag, KA, að velli í þriðju umferð deildarinnar á N1-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Fótbolti 23. apríl 2025 20:39
„Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ „Þetta var alvöru liðsheild sem sigldi þessum sigri heim og Vestri með sjö stig eftir þrjá leiki, maður biður nú ekki um mikið meira“ sagði Daði Berg Jónsson eftir að hafa skorað og gefið stoðsendingu í 0-2 sigri Vestra gegn ÍA. Hann er ekkert að pæla í því hvort Víkingar sakni hans. Íslenski boltinn 23. apríl 2025 20:27
Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs FH og KR skildu jöfn í fjörugu jafntefli í fyrsta grasleik tímabilsins á Kaplakrikavelli í Bestu-deild karla í kvöld. Leikurinn fór 2-2 en Hafnfirðingar spiluðu einum færri lungann af seinni hálfleik og vörðust pressu KR undir lok leiks. Íslenski boltinn 23. apríl 2025 20:00
Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Valsmenn unnu sannfærandi sigur, 3-1, þegar þeir fengu KA-menn í heimsókn á N1-völlinn að Hlíðarenda í kvöld í þriðju umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Hvorugu liðinu hafði tekist að landa sigri í tveimur fyrstu tveimur umferðunum og sigurinn því kærkominn hjá Valsliðinu. Íslenski boltinn 23. apríl 2025 19:48
„Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugsson tóku óvænt við þjálfun ÍA eftir nokkrar umferðir sumarið 2006. Nálgun þeirra á þjálfarahlutverkið var nokkuð óvenjuleg en þeir áttu sér hauk í horni í verkalýðsleiðtoganum Vilhjálmi Birgissyni. Íslenski boltinn 23. apríl 2025 09:01
Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Vicente Valor er genginn í raðir ÍBV á nýjan leik eftir stutt stopp hjá KR. Á hann að hjálpa nýliðum ÍBV að halda sæti sínu í Bestu deild karla í knattspyrnu. Íslenski boltinn 22. apríl 2025 18:02
Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Eyjamenn eru að setja gervigras á heimavöll sinn við Hástein og spila því ekki á Hásteinsvelli á næstunni. Liðið spilar þess í stað á Þórsvellinum sem er rétt hjá. Íslenski boltinn 22. apríl 2025 15:18
Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Eftir að lenda undir snemma leiks kom Þór/KA til baka og vann 2-1 sigur á Tindastóli í Norðurlandaslag Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Akureyringar hafa nú unnið fyrstu tvo deildarleiki sína á tímabilinu. Íslenski boltinn 21. apríl 2025 15:18