Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Safa­ríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn

Það elska allir fljótlegar og bragðgóðar uppskriftir. Hér er ein úr smiðju Lindu Benediktsdóttur matgæðings: safaríkar kjúklingabringur með bragðmikilli rjómasósu á einni pönnu. Hún segir að rétturinn slái alltaf í gegn hjá öllum fjölskyldumeðlimum.

Lífið
Fréttamynd

Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk

Á fjórðu hæð í snyrtilegu fjölbýlishúsi við Álfheima í Reykjavík er að finna bjarta og vel skipulagða fjögurra herbergja íbúð. Eignin hefur verið endurnýjuð og hönnuð á smekklegan máta. Húsið var byggt árið 1960 og teiknað af Sigvalda Thordarson arkitekt. Ómar Sigurbergsson innannhússarkitekt sá um endurhönnunina.

Lífið
Fréttamynd

Eins og sebrahestur um­kringdur ljónum

Einn af grínstjórunum sem standa að Grínkjallaranum einu sinni í viku líkir sjálfum sér við sebrahest umkringdan ljónum, enda eini gamli hnakkinn í hópnum á meðan allir hinir uppistandararnir gengu í MH. Hann segir það alvöru hark að standa fyrir gríni og glensi einu sinni í viku en segir hópinn hinsvegar vera þann eina rétta til þess að standa í slíkum stórræðum.

Lífið
Fréttamynd

Ein besta knattspyrnukona landsins frá­tekin

Íslenska landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hefur fundið ástina í örmum Ísaks Arnar Valdimarssonar. Þau hafa verið að hittast undanfarna mánuði og virðist ástin blómstra á milli þeirra. 

Lífið
Fréttamynd

Leik­konan Sally Kirkland er látin

Bandaríska leikkonan Sally Kirkland, sem vann til Golden Globe-verðlauna fyrir hlutverk sitt í myndinni Anna frá árinu 1987, er látin. Hún varð 84 ára gömul.

Lífið
Fréttamynd

Jana Stein­gríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý

Jógakennararnir og vinkonurnar Kristjana Steingrímsdóttir, jafnan þekkt sem Jana Steingríms heilsukokkur, og Lilja Ketilsdóttir stóðu nýverið fyrir bleikum góðgerðarviðburði á Sjálandi í Garðabæ. Fjöldi kvenna naut kvöldsins saman og styrkti í leiðinni gott málefni, en allur ágóði viðburðarins rann óskiptur til Krabbameinsfélagsins og Bleiku slaufunnar.

Lífið
Fréttamynd

Fellaskóli vann Skrekk

Fellaskóli vann Skrekk 2025, hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík. Atriði nemendanna fjallaði um pressu sem fylgir því að upplifa væntingar annarra.

Lífið
Fréttamynd

Fersk og bragð­góð Chimichurri-kryddblanda

Chimichurri er fersk og bragðmikil argentínsk kryddblanda úr kryddjurtum, hvítlauk, ediki og ólífuolíu. Ása Reginsdóttir, eigandi veitingastaðarins Olífa, segir þessa bragðgóðu blöndu æðislega með grilluðu kjöti og eiginlega öllu því sem hugurinn girnist.

Lífið
Fréttamynd

Kim féll

Kim Kardashian féll nýverið á prófi til lögmannsréttinda í Kaliforníuríki. Hún hyggst þó ekki gefast upp enda þekkt fyrir þrautseigju eins og sýndi sig þegar hún náði prófi fyrsta árs laganema í fjórðu tilraun og kláraði lögfræðinám á sex árum.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Uniqlo á Suður­landi

Stjörnur landsins létu til sín taka um helgina. Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fyllti miðbæinn af tónlist og góðri stemningu, Bríet gaf út nýja EP-plötu og stórstjarnan Laufey Lín Jónsdóttir var tilnefnd til Grammy-verðlauna annað árið í röð. Þá var feðradagurinn var haldinn hátíðlegur í gær og nýttu margir tækifærið til að senda feðrum sínum hlýjar og fallegar kveðjur á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“

Rúnar Hroði Geirmundsson einkaþjálfari og heimsmeistari í kraftlyftingum segist hafa skipt algjörlega um takt í lífinu. Hann segir að langlífi og heilbrigði hafi tekið við af öfgum sem tengdust kraftlyftingaferlinum.

Lífið
Fréttamynd

Hefur engan kyn­ferðis­legan á­huga á óléttri konu sinni

Spurning barst frá 33 ára karli: „Ég er í smá klemmu þessa daganna. Konan mín er ólétt og komin vel á leið með meðgönguna. Ég elska hana og við erum hamingjusöm. Vandamálið er hins vegar að eftir því sem liðið hefur lengra á meðgönguna er ég minna og minna til í að stunda kynlíf. Ég veit ekki hvað er að mér en löngunin er bara engan veginn til staðar lengur. Er þetta eitthvað sem aðrir makar þekkja og ætli það séu til góð ráð?” 

Lífið
Fréttamynd

Fékk út­skýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum

Helena Karen Árnadóttir þróaði snemma með sér erfitt samband við mat. Það sem öðrum fannst sjálfsagt að borða, eins og fiskur, kjöt og grænmeti, var henni líkamlega ógerlegt að koma niður. Þrátt fyrir að leitað hafi verið ýmissa ráða til að fá hana til að borða gekk ekkert upp og í gegnum árin var mataræði hennar afar einhæft.

Lífið