Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Leik lokið. 87-79 fyrir Slóveníu niðurstaðan. Líkt og í byrjun leiks eru það stuðningsmenn Íslands sem standa og kalla á lið sitt á meðan minna fer fyrir öðrum. Dagurinn hófst á gæsahúð og endar á henni sömuleiðis. Körfubolti 2.9.2025 19:01
„Auðvitað er ég svekktur“ „Fannst við aftur eiga góðan leik. Við fengum tækifæri í síðari hálfleik sem við nýttum ekki nægilega vel. Gegn góðu liði eins og Slóveníu þarf maður að nýta slík tækifæri til að halda sér inn í leiknum og gefa sér möguleika á að fara með sigur af hólmi.“ Körfubolti 2.9.2025 18:18
„Verðum að þekkja okkar gildi“ „Væntingastjórnunin var sú að sækja sigur. Við sáum tækifæri til að vinna þennan leik,“ sagði Ægir Þór Steinarsson eftir tap Íslands gegn Slóveníu á Evrópumóti karla í körfubolta. Ægir Þór var að leika sinn 100. A-landsleik. Körfubolti 2.9.2025 18:02
Kallar eftir hefnd gegn Doncic Hlynur Bæringsson kallar eftir að leikmenn íslenska landsliðsins hefni fyrir erfiðleikana sem hann varð fyrir er hann tókst á við Slóvenann Luka Doncic á EM fyrir átta árum. Ísland mætir Slóveníu á EM síðar í dag. Körfubolti 2. september 2025 13:17
EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við EM í dag var í fyrsta skipti í beinni í dag og það frá stuðningsmannasvæðinu fyrir utan Spodek-höllina. Körfubolti 2. september 2025 12:58
Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Pólskur blaðamaður hrósar stuðningsmönnum íslenska karlalandsliðsins í körfubolta í hástert. Enda fer viðvera þeirra fram hjá fáum hér í Katowice í Póllandi. Körfubolti 2. september 2025 11:32
„Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ „Nóttin var virkilega erfið og menn voru andvaka til fjögur eða fimm. Svo vakna menn ferskir í morgunmat og þá er kominn tími til að gleyma,“ segir Jón Axel Guðmundsson landsliðsmaður nokkuð sár daginn eftir tapið gegn Póllandi. Körfubolti 2. september 2025 11:00
Skemmtileg áskorun að greina Doncic Viðar Örn Hafsteinsson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, segir enga betur til þess fallna en leikmenn liðsins að rífa sig upp úr vonbrigðum helgarinnar fyrir leik dagsins við Slóveníu. Körfubolti 2. september 2025 10:02
Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Luka Doncic, leikmaður Los Angeles Lakers í NBA-deildinni, mun í annað sinn mæta Íslandi á stórmóti er Slóvenía tekst á við strákana okkar í keppnishöllinni í Katowice í Póllandi á EM í körfubolta í dag. Hann sýndi styrk sinn sem ungur pjakkur fyrir átta árum síðan. Körfubolti 2. september 2025 09:02
„Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Kristinn Pálsson landsliðsmaður viðurkenndi fúslega að nóttin eftir tapið gegn Póllandi hefði verið erfið en menn hefðu staðið saman. Allir sem einn. Körfubolti 2. september 2025 07:32
„Við getum ekki þagað yfir þessu“ „Það var erfitt að sofna en það er off dagur í dag og við náðum að sofa aðeins fram yfir til klukkan átta,“ segir Viðar Örn Hafsteinsson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, sem átti líkt og flestir í kringum íslenska liðið erfitt með svefn eftir galinn körfuboltaleik við Pólland á EM í Katowice í gær. Körfubolti 1. september 2025 22:32
Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Þýskaland fór illa með Bretland á EM karla í körfubolta. Serbía er svo áfram með fullt hús stiga. Körfubolti 1. september 2025 20:05
EM í dag: Helgin frá helvíti Mánudagar verða ekki mikið þreyttari en þessi eftir helgina í Katowice sem verður hér eftir ekki kölluð annað en helgin frá helvíti. Körfubolti 1. september 2025 16:30
Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Kári Jónsson átti erfitt með svefn líkt og flestir í íslenska landsliðinu eftir gríðarsvekkjandi tap fyrir Póllandi á EM karla í körfubolta í gær. Menn vildu síst vera einir með eigin hugsunum. Körfubolti 1. september 2025 15:48
Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Ekkert lið er með verri þriggja stiga nýtingu á Evrópumótinu í körfubolta en Ísland. Langskotin hafa ekki ratað rétta leið hjá íslenska liðinu á mótinu. Körfubolti 1. september 2025 15:00
„Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, segir það hafa verið nauðsynlegt skref að leggja fram formlega kvörtun til FIBA vegna mistaka dómaranna á lokakaflanum í tapi Íslands gegn Póllandi á EM í körfubolta í gær. Úrslitin breytist ekki en Ísland geti ekki látið valta svona yfir sig án þess að láta í sér heyra. Körfubolti 1. september 2025 12:47
KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfuknattleikssamband Íslands hefur sent formlega kvörtun til Alþjóðakörfuknattleikssambandsins, FIBA, vegna dómgæslu í leik karlalandsliðsins við Pólland á EM í gær. Körfubolti 1. september 2025 12:07
Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Stóru orðin voru ekki spöruð um stóra manninn úr Svartárkoti þegar leikur Íslands og Póllands á EM var gerður upp í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. Körfubolti 1. september 2025 12:00
Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Aðeins fimm ofurstjörnur úr NBA-deildinni eru með hærra framlag að meðaltali í leik á Evrópumótinu í körfubolta en Tryggvi Snær Hlinason. Körfubolti 1. september 2025 10:30
Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Alþjóðadómari til margra ára segir frammistöðu dómaratríósins í leik Íslands við Pólland á EM karla í körfubolta í gær til skammar. Allar stórar ákvarðanir féllu með heimamönnum undir lok leiks, og hver einasta hafi verið röng. Körfubolti 1. september 2025 09:24
„Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ „Það er alltaf ömurlegt þegar leikir ráðast á einhverju svona bulli,“ sagði körfuboltaþjálfarinn Benedikt Guðmundsson þegar dómararnir fengu að finna fyrir því í umræðum eftir tap Íslands gegn Póllandi á EM í körfubolta í gær. Körfubolti 1. september 2025 08:00
Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Það er oftast hallærislegt að kenna dómurum um er þú tapar íþróttaleik en það er ekki annað hægt en að setja dómaratríóið í leik Íslands og Póllands undir smásjána. Körfubolti 31. ágúst 2025 23:15
„Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Elvar Már Friðriksson var vonsvikinn í leikslok eftir svekkjandi tap gegn Póllandi í kvöld en að sama skapi stoltur af sínum mönnum. Hann er sannfærður um að Ísland hafi átt meira á tanknum en Pólland, en þar sem leikurinn kláraðist á vítalínunni fékk Ísland ekki tækifæri til að sýna það í verki. Körfubolti 31. ágúst 2025 22:10
„Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Ólafur Stefánsson, einn besti handboltamaður Íslands frá upphafi, hvetur hvern einasta íþróttamann hér á landi til að nota frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í körfubolta sem innblástur til að leggja meira á sig. Körfubolti 31. ágúst 2025 22:04