„Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Fangelsin eru sprungin og full af fólki sem á ekki heima þar, eins og einstaklingum sem á að vísa úr landi og fólki með alvarlegar geðraskanir að sögn formanns Félags fangavarða. Ástandið hafi aldrei verið eins slæmt. Yfirvöld þurfi að bregðast við því öryggi fanga, starfsmanna og almennings sé ógnað. Innlent 25.4.2025 19:01
Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Meðal þeirra sem sérstaklega voru fengnir til að vega og meta stjórnartillögu til þingsályktunar, þeirrar sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur lagt fram um jafnréttismál, er Kennarasamband Íslands. KÍ fagnar tillögunni og vonar að hún nái fram að ganga. Innlent 25.4.2025 16:08
Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Gert er ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs vegna öryggisvistanna verði tvöfalt hærri á árinu en gert hafði verið ráð fyrir. Stórauka á framlög til málaflokksins á næstu árum og bæta lagaramma. Dómsmálaráðherra ætlar að legga fram frumvarp í haust um öryggisráðstafanir fyrir sérstaklega hættulega einstaklinga eftir fangelsisvist þeirra Innlent 25.4.2025 15:00
Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið 21.4.2025 00:10
Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Sérfræðingur í skattarétti segir áform ríkisstjórnarinnar varðandi breytingar á samsköttun hjóna og sambýlisfólks vekja ýmsar spurningar. Það sé gagnrýnisvert að draga úr skattalegum ívilnunum á meðan verulega íþyngjandi ábyrgð hjóna haldist óbreytt, sem stangist mögulega á við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Innlent 13. apríl 2025 14:53
Skattahækkun Þrátt fyrir skýr loforð Samfylkingarinnar og Viðreisnar um að flokkarnir hygðust „ekki hækka skatta á vinnandi fólk“ hefur ríkisstjórnin boðað skattahækkun á heimilin í landinu, þ.e. með afnámi samsköttunar hjóna og sambúðarfólks. Skoðun 12. apríl 2025 11:03
Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Kvikmyndaskólinn berst enn á hæl og hnakka fyrir lífi sínu. Starfsmenn hafa ekki fengið laun í tvo mánuði en þegar átti að fara að skrúfa fyrir rafmagnið, sem hefði siglt starfseminni endanlega upp á sker, efndu þeir til samskota og borguðu reikninginn – við illan leik. Innlent 11. apríl 2025 12:01
Alþingi komið í páskafrí Forseti Alþingis sendi þingmönnum, starfsfólki þingsins og fjölskyldum þeirra góðar páskakveðjur á þriðja tímanum í gær þegar Alþingi fór í páskafrí. Innlent 11. apríl 2025 10:12
Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs segir ánægjulegt að breið sátt hafði náðst meðal kröfuhafa um tillögu nefndar ráðherra vegna uppgjörs skulda ÍL-sjóðs við lífeyrissjóðina. Lífeyrissjóðir og aðrir kröfuhafar ÍL sjóðs, áður Íbúðalánasjóðs samþykktu í dag tillögu um að gang að slitum sjóðsins og uppgjöri skuldabréfa. Viðskipti innlent 10. apríl 2025 22:00
Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri í Súðavík, settist nýlega inn á þing í stað Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur fyrir Flokk fólksins. Jómfrúarræða hans fjallaði um Súðavíkurhlíð og tveimur dögum síðar lenti sonur hans þar í slysi. Innlent 10. apríl 2025 14:54
Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Á mínum nýja vinnustað, Alþingi, hefur stundum verið rætt um íslenskan vinnumarkað af mikilli vanþekkingu eða hreinlega hroka. Skoðun 10. apríl 2025 13:00
Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Sögulegar hækkanir hafa orðið á hlutabréfamörkuðum eftir að Bandaríkjaforseti ákvað að bíða með ofurtollahækkanir á öll lönd nema Kína í gær. . Hagfræðiprófessor telur að mögulega sé ákvörðunin hluti af fléttu forsetans eða viðbrögð við miklum lækkunum á öllum mörkuðum vestanhafs síðustu daga. Viðskipti innlent 10. apríl 2025 12:50
Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Íslenskir framhaldsskólar hafa við innritun nýrra nemenda lengi staðið frammi fyrir þeim vanda að geta ekki almennilega reitt sig á einkunnir úr hverjum grunnskóla fyrir sig. Þær eru ekki samræmdar og þekkt að sums staðar fær fólk almennt hærri einkunnir og sums staðar lægri. Skoðun 10. apríl 2025 10:33
„Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Ríkisstjórnin segir stjórnarandstöðuna standa fyrir málþófi til að hindra að þingmál komist til nefnda fyrir páska. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir ríkisstjórnina hafa vaðið yfir þingið í nefndum Innlent 9. apríl 2025 22:04
Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Samsköttun hjóna og sambúðarfólks eykur í langflestum tilfellum ráðstöfunartekjur tekjuhærri heimila, og hefur áhrif á innan við fimm prósent skattgreiðenda. Þetta er meðal þess sem fram kemur í minnisblaði frá fjármálaráðuneytinu þar sem einnig segir að ráðstöfunin stuðli að kynjamisrétti. Fyrirhuguð breyting á samsköttun mun að sögn sérfræðings í langflestum tilfellum hafa áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu en í mun minni mæli á barnafjölskyldur. Innlent 9. apríl 2025 15:11
Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Mikið gekk á á Alþingi í gær þegar einungis tvö mál komust á dagskrá, annars vegar niðurfelling fasteignaskatta í Grindavíkurbæ og svo umræða um menntamál. Þingfundur hófst klukkan hálf tvö og lauk ekki fyrr en á miðnætti. Innlent 9. apríl 2025 12:03
Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Félag atvinnurekenda vísar alfarið á bug að félagið hafi ekki leitast við að rökstyðja mál sitt eða afla skýringa þegar félagið gagnrýndi hæfi Ríkisendurskoðunar til að fjalla um Íslandspóst ohf. Ríkisendurskoðandi sagði í yfirlýsingu í morgun að það væri alvarlegt að saka embættið um að villa um fyrir Alþingi. Innlent 8. apríl 2025 13:03
„Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Ríkisendurskoðun segir Félag atvinnurekenda á villigötum og hafnar með öllu „tilhæfulausum aðdróttunum“ félagsins í garð Ríkisendurskoðunar um vanhæfi þeirra til að fjalla um Íslandspóst ohf. Innlent 8. apríl 2025 11:09
Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Þingmenn stjórnarandstöðunnar gengu út á Alþingi síðdegis þegar Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra fór í ræðustól til að ræða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2026-2030. Þeir sögðust ekki treysta sér til þess að eiga umræður um áætlunina. Innlent 7. apríl 2025 18:05
„Það eru ekki skattahækkanir“ Fjármála- og efnahagsráðherra vísar því á bug að ríkisstjórnin ætli að hækka skatta á almenning. Hlutfall tekna ríkisins af vergri landsframleiðslu falli samfellt allt tímabil fjármálaáætlunar til ársins 2030. Þá muni afnám samsköttunar hjóna milli skattþrepa einungis koma niður á þeim sem eru í efsta hluta tekjudreifingarinnar. Þannig skili það ekki skattahækkunum til almennings. Innlent 7. apríl 2025 16:09
Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Geðheilbrigðismál komust á dagskrá í aðdraganda síðustu kosninga og voru frambjóðendur flestra flokka sammála að málaflokkurinn hefði verið vanræktur sl. ár og jafnvel áratugi. Skoðun 7. apríl 2025 15:30
Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Þegar fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar kom út á dögunum ráku margir upp stór augu. Boðaður er óvæntur og alvarlegur niðurskurður í menntamálum. Niðurskurður sem mun stórskaða menntakerfið okkar til framtíðar. Skoðun 7. apríl 2025 14:46
Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Sannleikurinn er sagna bestur. Ég er umrædd tengdamamma í hinu umdeilda máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur og þar eru ýmis atriði sem mér þykir að þurfi að skýra. Ég kem ávallt hreint fram og hef lýst því áður, og geri það aftur hér, að ég taldi ekki viðeigandi að Ásthildur Lóa sinnti starfi barnamálaráðherra - vegna hennar forsögu og framkomu hennar við barnsföður sinn. Skoðun 7. apríl 2025 09:03
Ísland á að verja með íslenskum lögum Sem örþjóð í stóru landi eru Íslendingar auðvitað í viðkvæmri stöðu þegar stórveldi heimsins seilast grímulaust eftir áhrifum, auðlindum og landsvæðum. Umræða um varnarmál er hins vegar á algjörum villigötum ef menn ímynda sér að rétt sé að stofna íslenskan her sem varið geti landið í hefðbundum hernaði. Skoðun 6. apríl 2025 15:01
Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu-félags fanga, vill að erlendir fangar eigi frekar að afplána sína dóma fyrir brot á Íslandi í fangelsi í sínu heimalandi af mannúðarsjónarmiðum. Félagið vill sömuleiðis að Íslendingar fái að afplána sín brot erlendis á Íslandi. Innlent 5. apríl 2025 09:58