England inn á HM án þess að fá á sig mark Englendingar tryggðu sér í kvöld sæti á HM næsta sumar, þegar mótið fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. England tryggði sér HM-sætið með öruggum 5-0 sigri gegn Lettlandi í Riga. Fótbolti 14.10.2025 18:17
Donni öflugur í sigri á Spáni Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson, eða Donni, skoraði fjögur mörk í kvöld þegar Skanderborg AGF vann sigur gegn Granollers á Spáni, 31-26, í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta. Handbolti 14.10.2025 20:29
Annar sigur KR kom í Garðabæ KR-ingar eru komnir með tvo sigra í fyrstu þremur leikjum sínum í Bónus-deild kvenna í körfubolta, eftir öruggan sigur gegn Stjörnunni í Garðabæ í dag, 77-60. Körfubolti 14.10.2025 20:05
Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Íslenska U21-landslið karla í fótbolta sigraði Lúxemborg 2-1 í undankeppni EM á Þróttarvelli í dag. Þetta er fyrsti sigur Íslands í riðlinum, og því mikilvæg þrjú stig. Fótbolti 14.10.2025 14:16
Jon Dahl rekinn Danski knattspyrnustjórinn Jon Dahl Tomasson hefur verið rekinn sem landsliðsþjálfari Svía en kornið sem fyllti mælinn var tap Svía gegn Kósóvó í undankeppni HM í gær. Fótbolti 14.10.2025 13:14
Sautján ára nýliði í landsliðinu Þrír nýliðar eru í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta sem mætir Norður-Írlandi í tveimur leikjum í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar síðar í þessum mánuði. Meðal þeirra er sautján ára leikmaður FH, Thelma Karen Pálmadóttir. Fótbolti 14.10.2025 13:10
Svona var blaðamannafundur Þorsteins Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem hópur kvennalandsliðsins í fótbolta fyrir næstu leiki þess var tilkynntur. Fótbolti 14.10.2025 12:45
Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Belgar unnu góðan sigur á Wales í undankeppni HM í Cardiff í gærkvöldi og fór leikurinn 4-2. Fótbolti 14.10.2025 12:00
Allt á hvolfi í NFL-deildinni NFL-deildin heldur áfram að gefa en ótrúleg úrslit eiga sér stað um hverja helgi í deildinni. Sport 14.10.2025 11:32
Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands og Svíþjóðar, hefur ekki áhuga á að taka við sem þjálfari heimaþjóðarinnar öðru sinni. Svíar hafa tapað þremur leikjum í röð og staða Danans Jon Dahl Tomassonar í þjálfarasætinu völt. Fótbolti 14.10.2025 11:20
Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Khalil Shabazz gerði 40 stig og gaf sjö stoðsendingar í síðasta leik Grindavíkinga gegn Skagamönnum í Bónus-deild karla. Sport 14.10.2025 11:00
Vekur reiði með þátttöku sinni á Steraleikunum Írski sundkappinn Shane Ryan, sem keppti á þrennum Ólympíuleikum, ætlar að taka þátt í Steraleikunum á næsta ári. Sport 14.10.2025 10:31
Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Luke Littler, heimsmeistarinn í pílukasti, hrósaði Beau Graves í hástert eftir að hún sigraði hann, 6-5, í undanúrslitum HM ungmenna í gær. Sport 14.10.2025 09:30
Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Alexander Blonz, leikmaður Álaborgar í Danmörku, var valinn í norska landsliðið í handbolta eftir nokkurt hlé. Hann hefur glímt við veikindi undanfarna mánuði. Handbolti 14.10.2025 09:01
Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Það eru ekki bara sænskir fjölmiðlar og almenningur sem eru ósáttir við Jon Dahl Tomasson, þjálfara karlalandsliðsins í fótbolta, heldur virðast leikmenn þess líka vera orðnir pirraðir á uppleggi hans. Fótbolti 14.10.2025 08:32
Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Ísland og Frakkland gerðu 2-2 jafntefli á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2026 í gær. Íslendingar voru öllu sáttari með úrslitin en Frakkar eins og sást á fjölmiðlaumfjöllun þar í landi. Fótbolti 14.10.2025 08:01
Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Stigið sem Ísland vann sér inn gegn næstbesta landsliði heims í gær, með 2-2 jafnteflinu við Frakka, gæti skipt sköpum í baráttunni um að komast á HM í fótbolta næsta sumar. Fótbolti 14.10.2025 07:32
Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Stuðningsmenn og þátttakendur í 2-2 jafntefli Íslands við Frakkland, næstefsta land heimslistans í fótbolta, gleyma sjálfsagt seint því sem á gekk í Laugardalnum í gærkvöld. Fótbolti 14.10.2025 07:01
Dagskráin í dag: Ungu strákarnir, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Það er fjörugur dagur á sportrásum Sýnar í dag þar sem hægt verður að fylgjast með fótbolta og körfubolta og NFL. Sport 14.10.2025 06:01
Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Rúnar Kristinsson og Kjartan Henry Finnbogason gáfu sitt álit á því hverjir hefðu verið bestu leikmenn Íslands í 2-2 jafnteflinu við Frakkland í undankeppni HM í fótbolta í kvöld. Rúnar sagði tvo varnarmenn hafa staðið upp úr en Kjartan leit aðeins framar á völlinn. Fótbolti 13.10.2025 23:02
Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Baldvin Þór Magnússon setti nýtt Íslandsmet í 10 kílómetra götuhlaupi um síðustu helgi en hefði viljað gera enn betur og ætlar sér að bæta metið aftur bráðlega. Hann útskýrði hvers vegna metin falla frekar utan Íslands. Sport 13.10.2025 22:31
„Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Franski landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps ku hafa verið ósáttur með fyrsta mark Íslands í 2-2 jafntefli gegn Frakklandi og talið að það hafi ekki átt að standa. Arnar Gunnlaugsson var spurður út í málið og sagði það fallegt ljóðrænt réttlæti, eftir að mark var dæmt af Íslandi í fyrri leik liðanna. Fótbolti 13.10.2025 22:26
„Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Daníel Leó Grétarsson stóð í ströngu í miðri vörn Íslands í leiknum gegn Frakklandi í kvöld. Lokatölur 2-2 og Daníel var að vonum sáttur í leikslok. Fótbolti 13.10.2025 22:11
„Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Ég er bara feginn að við höfum náð að jafna og halda þetta út. Þetta var mjög erfitt“ sagði markaskorarinn Guðlaugur Victor Pálsson eftir 2-2 jafntefli Íslands gegn Frakklandi. Hann hefði viljað hjálp frá kollegum sínum í vörninni í fyrra marki Frakklands. Fótbolti 13.10.2025 21:52