Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Njarðvík er komið í úrslit Bónus-deildar kvenna eftir að hafa sópað ríkjandi Íslandsmeisturum Keflavíkur í sumarfrí í Njarðvík í kvöld 101-89. Körfubolti 27.4.2025 18:32
Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Jón Axel Guðmundsson og félagar í San Pablo Burgos eru komnir upp í spænsku úrvalsdeildina í körfubolta en þeir eiga enn eftir að klára nokkra leiki. Körfubolti 27.4.2025 12:37
Almar Orri til Miami háskólans Íslenski unglingalandsliðsmaðurinn Almar Orri Atlason er búinn að finna sér skóla fyrir næsta tímabil í bandaríska háskólakörfuboltanum. Körfubolti 27.4.2025 10:22
„Hann er tekinn út úr leiknum“ Benedikt Guðmundsson þjálfari Tindastóls var augljóslega svekktur eftir tapið gegn Álftnesingum í kvöld, í leik þar sem Stólarnir fengu tækifæri undir lokin til að ná sigrinum og komast í 2-0 í einvíginu. Körfubolti 25.4.2025 22:10
„Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ David Okeke var mættur aftur til leiks með Álftnesingum í kvöld og var afar ánægður eftir magnaðan sigur á Tindastóli í undanúrslitum Bónus-deildarinnar. Staðan í einvíginu er jöfn eftir leik kvöldsins. Körfubolti 25.4.2025 21:59
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Álftanes jafnaði metin í undanúrslitum Bónus deildar karla körfubolta í kvöld eftir rosalegan leik gegn Tindastóli þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndu leiksins. Staðan í einvíginu 1-1 en næsti leikur liðanna fer fram á Sauðárkróki. Körfubolti 25.4.2025 18:32
Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Það verður mikið um dýrðir í Kaldalóns-höllinni á Álftanesi í kvöld er Tindastóll mætir á svæðið í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla. Körfubolti 25.4.2025 13:31
Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Fyrsta LA Lakers-treyjan sem Kobe Bryant klæddist í NBA-deildinni í körfubolta var seld á uppboði í gær og varð þar með fjórða dýrasta íþróttatreyja sögunnar. Körfubolti 25.4.2025 13:01
Klósettpappír út um allt á vellinum Tryggvi Snær Hlinason og félagar í spænska liðinu Bilbao Basket tryggðu sér á miðvikudagskvöldið fyrsta Evróputitil félagsins við mjög krefjandi aðstæður í Grikklandi. Körfubolti 25.4.2025 10:02
„Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir tap hans liðs gegn Stjörnunni í undanúrslitum Bónus-deildarinnar. Tapið þýðir að Grindavík er 2-0 undir í einvígi liðanna. Körfubolti 24.4.2025 22:43
„Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Stjörnunnar var gríðarlega ánægður með sigur Stjörnunnar á Grindavík í dag, í leik þar sem Stjörnumenn hálfpartinn stálu sigrinum á lokasekúndunum. Körfubolti 24.4.2025 21:58
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Stjarnan er komin í 2-0 gegn Grindavík í undanúrslitaeinvígi liðanna í Bónus-deild karla. Stjarnan vann 100-99 sigur eftir ótrúlega dramatík og getur tryggt sér sæti í úrslitum með sigri í þriðja leik liðanna á mánudag. Körfubolti 24.4.2025 18:30
„Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Hin sænska Paulina Hersler hefur smollið eins og flís við rass inn í lið Njarðvíkur sem nú er komið í 2-0 í undanúrslitaeinvíginu við Keflavík í Bónus-deildinni í körfubolta. Hún fann það strax að hún passaði inn í liðið, við komuna í lok janúar. Körfubolti 24.4.2025 12:01
Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Foreldrar hans og ungur, ítalskur aðdáandi voru á meðal þeirra sem gátu glaðst með Jóni Axel Guðmundssyni í gærkvöld þegar lið hans vann sig upp í efstu deild spænska körfuboltans. Körfubolti 24.4.2025 11:31
„Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Lettanum Kristaps Porzingis var ákaft fagnað í 109-100 sigri Boston Celtics á Orlando Magic í gærkvöld. Hann varð alblóðugur eftir fast olnbogaskot í þriðja leikhluta en kláraði leikinn með sárabindi og var hrósað í hástert af þjálfaranum, Joe Mazzulla. Körfubolti 24.4.2025 10:00
„Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, var hundsvekktur í leikslok þegar hans konur í Keflavík töpuðu með þremur stigum gegn Njarðvík, 73-76, og eru lentar 2-0 undir í einvígi liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar kvenna. Körfubolti 23.4.2025 23:02
Hvergerðingar í úrslit umspilsins Hamar tryggði sér sæti í úrslitum umspils um sæti í Bónus deild karla á næsta tímabili með sigri á Fjölni eftir framlengingu, 109-107, í kvöld. Körfubolti 23.4.2025 22:16
„Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Emilie Sofie Hesseldal, leikmaður Njarðvíkur, átti fantagóðan og skilvirkan leik í kvöld en hún endaði framlagshæst í liði Njarðvíkur þegar liðið lagði Keflavík 73-76 í rafmögnuðum spennuleik í Blue-höllinni í Keflavík. Körfubolti 23.4.2025 21:08
Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina San Pablo Burgos tryggði sér sæti í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta með 87-74 sigri á Fuenlabrada í kvöld. Körfubolti 23.4.2025 20:35
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Keflavík tók á móti Njarðvík í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar kvenna í kvöld en Keflavík hafði harma að hefna eftir að hafa tapað í Njarðvík í síðasta leik. Körfubolti 23.4.2025 17:28
Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Bilbao Basket, sem Tryggvi Snær Hlinason leikur með, varð í kvöld Evrópumeistari eftir þrátt fyrir 84-82 tap fyrir PAOK í Grikklandi í seinni leik liðanna í úrslitum Europe Cup. Körfubolti 23.4.2025 19:39
Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrir ellefu árum var Michael Carter-Williams kosinn nýliði ársins í NBA deildinni í körfubolta. Í næsta mánuði reynir hann fyrir sér í allt annarri íþrótt. Körfubolti 23.4.2025 16:30
„Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ Páskahelgin var eftirminnileg fyrir stelpurnar í 8. flokki Vals í körfubolta. Þær unnu þá Scania Cup í Svíþjóð. Annar þjálfara liðsins segir að það hafi lent í ýmsu mótlæti á leið sinni að titlinum en sigrast á því og eigi framtíðina fyrir sér. Körfubolti 23.4.2025 10:01
„Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Íslendingar gætu eignast Evrópumeistara í körfubolta í kvöld en Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Bilbao Basket mæta þá PAOK í seinni leiknum í úrslitum Europe Cup. Tryggvi hefur verið frá vegna meiðsla í um mánuð en er klár í slaginn fyrir leikinn mikilvæga. Körfubolti 23.4.2025 09:31