„Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Hanna Hulda Hafþórsdóttir, nemandi í kvikmyndagerð við Listaháskóla Íslands hlaut á dögunum Evu Maríu Daníels verðlaunin á Stockfish kvikmyndahátíðinni fyrir stuttmyndina sína Í takt. Lífið 27.4.2025 08:00
Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Síðasta þættinum af Sunnudagsmorgunn með Jóni Ólafssyni verður útvarpað á morgun á Rás 2. Útvarpsþátturinn hóf göngu sína í ágúst árið 2018. Innlent 26.4.2025 21:23
Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór býður landsmönnum í einstaka tónlistarveislu í haust þegar hann hyggst flytja allar plöturnar sínar í heild sinni í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Tónleikaröðin markar tímamót á ferli hans þar sem hann gefur aðdáendum tækifæri til að heyra öll lögin sín í lifandi flutningi. Lífið 26.4.2025 10:01
Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Egill Logi Jónasson er bæjarlistamaður Akureyrar 2025. Þetta var kunngjört á Vorkomu Akureyrarbæjar var haldin í Menningarhúsinu Hofi í dag. Lífið 24. apríl 2025 22:54
Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Kvikmyndin Ástin sem eftir er eftir Hlyn Pálmason, með Sögu Garðarsdóttur og Sverri Guðnasyni í aðalhlutverkum, verður heimsfrumsýnd á Cannes kvikmyndahátíðinni í maí. Myndin verður sýnd í Cannes Premiere-flokki hátíðarinnar, fyrst íslenskra mynda. Bíó og sjónvarp 24. apríl 2025 20:32
„Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Síðustu sýningar á verðlaunaleiksýningunni „Fúsi, aldur og fyrri störf“ verða á Sólheimum í Grímsnesi um helgina en sýningin fékk fjórar tilnefningar til Grímunnar á síðasta ári, meðal annars sem sýning ársins. Innlent 24. apríl 2025 20:05
Stormur í Þjóðleikhúsinu Ég sat í auga stormsins og naut hverrar mínútu. Una Torfa getur leikið, látið engan segja ykkur annað. Hún syngur og semur lög og texta sem hafa hrifið kynslóð hennar og uppfyrir. Hún er með dásamlega rödd sem þú þekkir um leið og þú heyrir hana syngja. Hún er mjög góður texta- og lagasmiður. Þú getur vart beðið um meira. Skoðun 24. apríl 2025 14:32
Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Það er til ákveðin tegund af íslenskum karlmanni sem fær kökk í hálsinn við fyrstu línuna í Heaven eftir Bryan Adams og segir þá: „Æ, þetta lag var alltaf í bílnum hjá mömmu.“ Og svo byrjar hann að hugsa um hvað hefði orðið úr honum ef hann hefði farið í nám í stað þess að byrja bara í bílaviðgerðum með Gumma frænda. Gagnrýni 24. apríl 2025 09:01
Elti ástina til Íslands „Í hvert skipti sem ég skapa þá reyni ég að byggja brú á milli ólíkra hluta, ólíkra menninga og hugmynda, því í kjarnann er ég þannig listamaður,“ segir tónlistarmaðurinn Sonny Bouraima, sem notast við listamannsnafnið snny og var að senda frá sér plötuna caféradio. Tónlist 24. apríl 2025 07:00
Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Arngunnur Ýr Gylfadóttir myndlistarkona er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2025. Menning 23. apríl 2025 20:25
Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 2025 voru veitt við hátíðlega athöfn í Höfða nú síðdegis, á síðasta vetrardegi. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri Reykjavíkurborgar afhenti verðlaun í þremur flokkum, að því er fram kemur í tilkynningu. Menning 23. apríl 2025 16:15
Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Listakonan Kristín Helga Ríkharðsdóttir hefur komið víða við í hinum skapandi heimi og lærði í New York. Hún var að opna einkasýninguna Data gígar hérlendis í nýju rými Gallery Þulu sem opnaði með pomp og prakt um síðustu helgi. Menning 23. apríl 2025 14:03
Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Evrópska tónlistarhátíðin Big Bang fer fram í Hörpu á morgun, sumardaginn fyrsta. Listrænn stjórnandi segir hátíðina skipulagða í kringum yngstu kynslóðina en henti flestum aldurshópum. Lífið 23. apríl 2025 12:11
Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir kom fram á hinni vinsælu tónlistarhátíð Coachella í Kaliforníu síðustu tvær helgar. Hún deildi myndasyrpu frá hátíðinni á Instagram þar sem má sjá hana meðal annars klædda í hvítan hlýrabol með íslenska fánanum frá íslenska fatamerkinu Takk Takk. Lífið 23. apríl 2025 11:26
Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hjartaknúsarinn Bryan Adams tók alla sína bestu slagara, söng Don Juan ballöðu til íslenskrar fyrirsætu og laumaði því til tónleikagesta að hann hefði skellt sér nakinn í íslenska náttúrulaug. Þá upplýsti hann að einn af hans helstu slögurum hefði verið saminn fyrir bíómynd um karlkyns strippara, eitthvað sem reyndist honum erfitt að sækja innblástur fyrir ástarlag. Lífið 22. apríl 2025 14:44
Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tónlistarkonan Una Torfadóttir naut sín í botn á sviðinu á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði um helgina. Klæðaburður hennar greip auga blaðamanns sem fékk að heyra nánar frá þessum sérsaumaða kjól sem vinur hennar hannaði sérstaklega fyrir Unu. Tíska og hönnun 22. apríl 2025 13:01
Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Lyklaskipti fóru fram í morgun á skrifstofu leikhússtjóra Borgarleikhússins. Egill Heiðar Anton Pálsson tók við stjórn leikhússins. Menning 22. apríl 2025 12:20
Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Katrín Eir Ásgeirsdóttir, forseti KÍNEMA, nemendafélags Kvikmyndaskóla Íslands og Breki Snær Baldursson, varaforseti, félagsins fóru með tíu leggja fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum til Ingu Sæland, félags- og vinnumarkaðsráðherra, í tilraun til að fá hana til að bjarga Kvikmyndaskólanum. Katrín og Breki ræddu mál skólans í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Innlent 22. apríl 2025 09:16
„Til hamingju hálfvitar“ Börkur Gunnarsson, fyrrverandi rektor Kvikmyndaskólans, gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega fyrir „að leggja menntastofnun í rúst“ og „ráðast gegn þekkingu og menntun“. Innlent 21. apríl 2025 19:00
Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Litla hryllingsbúðin hefur sannarlega slegið í gegn á Akureyri og hefur verið sýnd nánast sleitulaust frá því í haust fyrir fullu húsi. Leikstjóri sýningarinnar talar og syngur fyrir plöntuna í verkinu. Síðasta sýningin verður á morgun, annan í páskum. Lífið 20. apríl 2025 21:26
Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu „Lífið hefur náttúrulega breyst mjög mikið og þetta er búið að vera algjör rússíbani,“ segir leikkonan og lífskúnstnerinn Sandra Barilli sem hefur algjörlega slegið í gegn í sjónvarpsseríunni IceGuys. Sandra er viðmælandi í Einkalífinu þar sem hún fer yfir skrautlegt og skemmtilegt líf sitt á djúpum nótum. Lífið 20. apríl 2025 07:00
Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Joseph Seiders, trommari indírokksveitarinnar The New Pornographers, var handtekinn í Suður-Kaliforníu fyrr í mánuðinum og ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis, fyrir að áreita barn og brjóta gegn friðhelgi einkalífs. Lífið 19. apríl 2025 22:34
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Íslenskur framleiðandi einnar stærstu kvikmyndar heimsins í ár, segir velgengnina að einhverju leyti koma á óvart. Honum tókst að setja sitt mark á myndina og er afar ánægður með útkomuna. Bíó og sjónvarp 19. apríl 2025 22:03
Veikindafríi Páls Óskars lokið Páll Óskar tilkynnti að eftir að hafa haldið fjögurra klukkustunda „Pallaball“ sé veikindaleyfinu hans formlega lokið. Hann þríkjálkabrontaði í byrjun árs. Lífið 19. apríl 2025 16:37