Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hlutir sem Skaga­menn sætta sig alls ekki við

Jón Þór Hauks­son, þjálfari ÍA, segir að eftir tapið gegn Vestra í síðustu um­ferð Bestu deildarinnar hafi hann í fyrsta skiptið í mjög langan tíma verið virki­lega ósáttur við sitt lið. Hann vill svar frá sínum mönnum í kvöld þegar KR tekur á móti ÍA og býst Jón Þór við skemmti­legum leik gegn öflugu, hröðu en oft á tíðum kaótísku liði KR.

Fótbolti
Fréttamynd

„Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“

„Þetta var frábær leikur hjá Þrótturum. Sérstaklega hvernig Óli leggur þennan leik upp, hann var alveg búinn að vinna sína heimavinnu,“ sagði Mist Edvardsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna, þegar farið var yfir stórleik 2. umferðar Bestu deildar kvenna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ó­sáttur Ólafur á förum

Ólafur Íshólm Ólafsson, markvörður Fram, er á förum frá félaginu. Um er að kenna ósætti hans við að vera tekinn út úr byrjunarliði þess samkvæmt formanni knattspyrnudeildar félagsins. Ólafur hafi óskað eftir því að leita á önnur mið og sú beiðni samþykkt.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Ég fer bara sáttur á koddann“

KR gerði jafntefli við FH í þriðju umferð Bestu-deildar karla í kvöld. Þetta er þriðja jafntefli KR-inga í röð og var Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari liðsins, þokkalega sáttur með niðurstöðuna í leikslok.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“

„Þetta var alvöru liðsheild sem sigldi þessum sigri heim og Vestri með sjö stig eftir þrjá leiki, maður biður nú ekki um mikið meira“ sagði Daði Berg Jónsson eftir að hafa skorað og gefið stoðsendingu í 0-2 sigri Vestra gegn ÍA. Hann er ekkert að pæla í því hvort Víkingar sakni hans.

Íslenski boltinn