Í beinni: Vestri - Breiðablik | Toppliðið gegn meisturunum Vestri er óvænt á toppi Bestu deildar karla í fótbolta en á erfitt verkefni fyrir höndum gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks í dag. Íslenski boltinn 27.4.2025 13:18
Í beinni: FH - FHL | Nýja liðið í leit að fyrsta markinu FH fékk ekki á sig mark í fyrstu tveimur umferðum Bestu deildar kvenna í fótbolta og mætir í dag liði FHL sem er eina liðið sem enn á eftir að skora í deildinni. Íslenski boltinn 27.4.2025 13:18
Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, segir að eftir tapið gegn Vestra í síðustu umferð Bestu deildarinnar hafi hann í fyrsta skiptið í mjög langan tíma verið virkilega ósáttur við sitt lið. Hann vill svar frá sínum mönnum í kvöld þegar KR tekur á móti ÍA og býst Jón Þór við skemmtilegum leik gegn öflugu, hröðu en oft á tíðum kaótísku liði KR. Fótbolti 27.4.2025 12:47
Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Frederik Schram mun verja mark Valsmanna á nýjan leik í Bestu deildinni í fótbolta en Valsmenn hafa samið við landsliðsmarkvörðinn um að snúa aftur á Hlíðarenda. Íslenski boltinn 25. apríl 2025 10:25
Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Það styttist í endurkomu Laugardalsvallar í íslenska fótboltann og sumardagurinn fyrsti var tímamótadagur fyrir þjóðarleikvanginn. Íslenski boltinn 25. apríl 2025 09:31
Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Ríkharð Óskar Guðnason var umsjónarmaður Stúkunnar í gær þegar þriðja umferð Bestu deildar karla var gerð upp. Íslenski boltinn 25. apríl 2025 09:01
„Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Grindvíkingar nýttu margir hverjir sumardaginn fyrsta í sjálfboðaliðastarf á fótboltavelli bæjarins. Ekki hafa farið fram íþróttakappleikir í bænum í um 18 mánuði, en það á að breytast í sumar. Íslenski boltinn 25. apríl 2025 08:02
Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Nýliðar ÍBV og Aftureldingar fögnuðu sigri í leikjum Bestu deildar karla í fótbolta í gær og nú má sjá mörkin úr báðum leikjum hér inn á Vísi. Íslenski boltinn 25. apríl 2025 07:30
„Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Þetta var frábær leikur hjá Þrótturum. Sérstaklega hvernig Óli leggur þennan leik upp, hann var alveg búinn að vinna sína heimavinnu,“ sagði Mist Edvardsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna, þegar farið var yfir stórleik 2. umferðar Bestu deildar kvenna. Íslenski boltinn 24. apríl 2025 22:47
„Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var kampakátur í leikslok eftir fyrsta sigur Aftureldingar á tímabilinu. Mosfellingar lögðu Víkinga, 1-0 og var sigurinn sá fyrsti hjá Aftureldingu í efstu deild karla í knattspyrnu Íslenski boltinn 24. apríl 2025 22:36
Ósáttur Ólafur á förum Ólafur Íshólm Ólafsson, markvörður Fram, er á förum frá félaginu. Um er að kenna ósætti hans við að vera tekinn út úr byrjunarliði þess samkvæmt formanni knattspyrnudeildar félagsins. Ólafur hafi óskað eftir því að leita á önnur mið og sú beiðni samþykkt. Íslenski boltinn 24. apríl 2025 22:22
Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Jökull Andrésson, markvörður Aftureldingar, gat ekki setið á sér þegar bróðir hans, Axel Óskar Andrésson, var tekinn tali eftir stórmerkilegan 1-0 sigur liðsins á Víkingi í kvöld. Íslenski boltinn 24. apríl 2025 22:03
Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Afturelding vann óvæntan sigur á Víkingum, 1-0, í þriðju umferð Bestu-deildar karla í Mosfellsbæ í kvöld. Hrannar Snær Magnússon skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 68. mínútu. Íslenski boltinn 24. apríl 2025 21:15
Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Þó að stuðningsmenn Vestra hafi getað fagnað góðum sigri gegn ÍA í gær þá er ekki hægt að segja að það hafi farið vel um þá í Akraneshöllinni. Ekki frekar en þann hluta stuðningsmanna ÍA sem ekki fengu sæti í stúkunni. Íslenski boltinn 24. apríl 2025 16:29
Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna ÍBV vann frekar þægilegan 3-1 sigur á Fram í rokinu í Vestmannaeyjum í dag. Leikurinn í 3. umferð Bestu deildar karla. Íslenski boltinn 24. apríl 2025 15:17
Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Ungstirnin Alexander Rafn Pálmason og Sigurður Breki Kárason munu ekki geta leikið með KR gegn Breiðabliki í fimmtu umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Þeir verða erlendis í landsliðsverkefni. Íslenski boltinn 24. apríl 2025 15:00
„Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Tveir leikir af fimm í 2. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta fóru fram innanhúss, í Boganum á Akureyri og Fjarðabyggðarhöllinni. Þetta var til umræðu í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport. Íslenski boltinn 24. apríl 2025 14:47
Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Höskuldur Gunnlaugsson var hetja Blika í stórleik gærkvöldsins í Bestu deild karla er hann skoraði sigurmark liðsins gegn Stjörnunni í uppbótartíma. 13 mörk voru skoruð í fjórum leikjum gærkvöldsins í deildinni. Íslenski boltinn 24. apríl 2025 14:19
Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Blikinn Andri Rafn Yeoman lék í kvöld sinn þrjú hundraðasta leik í efstu deild í fótbolta. Hann er sá fimmti sem nær þessum áfanga. Íslenski boltinn 23. apríl 2025 23:32
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslandsmeistarar Breiðabliks tóku á móti Stjörnunni í nágrannaslag á Kópavogsvelli þegar þriðja umferð Bestu deild karla hóf göngu sína. Það var í uppbótartíma sem fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson tryggði Breiðablik 2-1 sigur. Íslenski boltinn 23. apríl 2025 22:00
„Ég fer bara sáttur á koddann“ KR gerði jafntefli við FH í þriðju umferð Bestu-deildar karla í kvöld. Þetta er þriðja jafntefli KR-inga í röð og var Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari liðsins, þokkalega sáttur með niðurstöðuna í leikslok. Íslenski boltinn 23. apríl 2025 21:15
Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Vestri sótti 0-2 sigur gegn ÍA í Akraneshöllinni og er því enn ósigrað eftir þrjár umferðir. Daði Berg Jónsson og Diego Montiel skiptust á að skora og leggja upp fyrir gestina í fyrri hálfleik, Skagamönnum tókst síðan illa að skapa sér færi í seinni hálfleik gegn vel skipulagðri vörn. Íslenski boltinn 23. apríl 2025 20:45
„Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ „Þetta var alvöru liðsheild sem sigldi þessum sigri heim og Vestri með sjö stig eftir þrjá leiki, maður biður nú ekki um mikið meira“ sagði Daði Berg Jónsson eftir að hafa skorað og gefið stoðsendingu í 0-2 sigri Vestra gegn ÍA. Hann er ekkert að pæla í því hvort Víkingar sakni hans. Íslenski boltinn 23. apríl 2025 20:27
Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs FH og KR skildu jöfn í fjörugu jafntefli í fyrsta grasleik tímabilsins á Kaplakrikavelli í Bestu-deild karla í kvöld. Leikurinn fór 2-2 en Hafnfirðingar spiluðu einum færri lungann af seinni hálfleik og vörðust pressu KR undir lok leiks. Íslenski boltinn 23. apríl 2025 20:00