„Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingkona Flokks fólksins, segir mikinn létti að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið nýjan þingflokksformann. Hún hafi kviðið vetrinum undir fráfarandi forystu. Innlent 31.8.2025 10:17
Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ísland er enn eina ferðina friðsælasta lands heims, samkvæmt nýrri skýrslu Global Peace Index. Ríkið hefur vermt efsta sæti listans frá árinu 2008. Síðan byrjað var að gefa skýrsluna út á ári hverju hefur heimurinn þó aldrei verið minna friðsæll. Erlent 31.8.2025 09:49
Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Það er fjölbreytt dagskrá að vanda í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi fær til sín góða gesti og ræðir við þá samfélagsmálin sem brenna á þjóðinni. Innlent 31.8.2025 09:33
Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Sjálfstæðisflokkurinn skipti um þingflokksformann í dag. Formaður flokksins segir breytinguna ekki tengjast ólíkum fylkingum innan flokksins. Nýi þingflokksformaðurinn telur að þjóðin sé orðin þreytt á málþófi. Innlent 30.8.2025 21:28
Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Lögregla hafði í dag afskipti af manni sem var að munda hnífa í miðborginni. Honum tókst ekki að flýja lögregluna. Innlent 30.8.2025 20:54
Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Þau voru ánægð leikskólabörnin og starfsmenn í leikskólanum þeirra þegar þau heimsóttu 89 ára gamlan harmonikuleikara og konu hans í Garðabænum þar sem var mikið sungið og spilað. Innlent 30.8.2025 20:05
Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Húsnæðismálaráðherra boðar breytingar á greiðslumati til að auðvelda fólki að eignast húsnæði. Þá stefnir hún á að einfalda regluverk í kringum íbúðauppbyggingu og skorar á verktaka að lækka verð á óseldum íbúðum. Innlent 30.8.2025 19:18
Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um kött sem var fastur inni í bíl á Seltjarnarnesi. Lögregla gaf kettinum harðfisk til að róa hann niður svo auðveldara væri að fjarlægja hann úr bifreiðinni. Innlent 30.8.2025 18:26
Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Formaður Sálfræðingafélags Íslands segir það geta verið varasamt að leitast eftir sálfræðiþjónusu hjá gervigreind. Forritin segi notendum það sem þeir vilja heyra í stað þess sem þeir þurfa að heyra og skortir innsæi og næmni. Innlent 30.8.2025 18:01
Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Lögreglan í Búlgaríu leitar að Ólafi Austmann Þorbjörnssyni sem sást síðast fyrir tæplega tveimur vikum. Aðstandendur hafa ekki heyrt frá honum síðan 18. ágúst og systir hans biðlar til fólks að hafa samband ef það veit meira. Innlent 30.8.2025 17:49
Maður talinn af eftir jarðfall Einn maður er talinn af eftir að jarðfall klippti sundur E6-brautina við Nesvatnið í Lifangri í Noregi. Brautin hrundi um níuleytið í morgun og jarðvegurinn barst ofan í vatnið. Gert er ráð fyrir því að brautin verði lokuð dögum saman. Erlent 30.8.2025 17:12
Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á þriðja tímanum í dag vegna konu sem hafði slasast við Paradísarfoss við Glym. Um beinbrot var að ræða. Innlent 30.8.2025 16:07
Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Vesturbæjarlaug opnar aftur klukkan fjögur síðdegis í dag eftir stutta lokun. Innlent 30.8.2025 15:35
Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjöldur Íslands hefur vakið athygli stórblaða úti í heimi. Í dag birti Guardian forsíðufrétt þar sem fjallað er um samtökin og „systursamtök“ þeirra víða um Evrópu. Yfirlýstir hollvinir þjóðlegra gilda og verndarar kvenna sem vilja taka lögin í eigin hendur fylkja um götur borga um alla álfuna en Skildirnir svokölluðu virðast hafa vakið sérstaka athygli. Innlent 30.8.2025 15:03
Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Leiðtogum bandaríska þingsins barst í gær bréf frá Hvíta húsinu um að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlaði að stöðva um 4,9 milljarða dala fjárveitingar til þróunaraðstoðar og friðargæslu sem þingið hefði samþykkt. Fjárlög og fjárútlát eiga að vera á höndum þingsins, samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna. Erlent 30.8.2025 14:34
Skjálfti fannst í byggð Jarðskjálfti fannst í byggð klukkan 12:46. Hann mældist 3,1 að stærð og átti upptök sín við Seltún í Krýsuvík. Innlent 30.8.2025 13:02
Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Ólafur Adolfsson var staðfestur í embætti þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, á fundi þingflokksins í Valhöll dag. Hildur Sverrisdóttir, forveri hans í embætti, tilkynnti um afsögn sína í gær. Innlent 30.8.2025 12:45
„Erfið stund en mikilvæg“ Prestur segir röð áfalla á Austurlandi síðasta rúma árið hafa mikil áhrif á samfélagið þar. Mikilvægt sé að svara ákalli fjölskyldu konu sem féll fyrir eigin hendi, um úrbætur í geðheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni svo fleiri fjölskyldur þurfi ekki að upplifa slíkan harmleik. Innlent 30.8.2025 12:22
Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Kjötsúpa mun flæða um Hvolsvöll og næsta nágrenni um helgina því Kjötsúpuhátíð stendur yfir á svæðinu þar sem allir geta fengið eins mikið af ókeypis kjötsúpa eins og þeir geta í sig látið. Fjölmörg skemmtiatriði verða einnig í boði og risa grillveisla í dag svo eitthvað sé nefnt. Innlent 30.8.2025 12:12
Þorgerður á óformlegum fundi ESB Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, sat óformlegan fund utanríkisráðherra Evrópusambandsins í Kaupmannahöfn í dag. Þar var til umræðu innrás Rússlands í Úkraínu og það hvernig hægt væri að herða refsiaðgerðir gegn Rússum og grípa mögulega til aðgerða gegn skuggaflota Rússlands. Innlent 30.8.2025 12:12
Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Bandaríkjamenn hafa hafnað og afturkallað vegabréfsáritanir sendinefndar palestínsku heimastjórnarinnar en hún, með Mahmoud Abbas forseta í fararbroddi, ætlaði að sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í september. Erlent 30.8.2025 12:08
Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Prestur segir röð áfalla á Austurlandi síðasta rúma árið hafa mikil áhrif á samfélagið þar. Mikilvægt sé að svara ákalli fjölskyldu konu sem féll fyrir eigin hendi, um úrbætur í geðheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni svo fleiri fjölskyldur þurfi ekki að upplifa slíkan harmleik. Innlent 30.8.2025 11:46
Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Fyrrverandi þingforseti Úkraínu var myrtur á götum Lviv í morgun. Andríj Parúbí var einnig áður forseti þjóðaröryggisráðs Úkraínu og spilaði stóra rullu í Euromaidan mótmælunum á árum áður var skotinn til bana þegar hann var á gangi út á götu. Erlent 30.8.2025 11:39
Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Finnski flugherinn hefur ákveðið að hætta notkun hakakrossins á fánum herdeilda. Ofursti í flugher Kirjálalands segir það hafa verið gert til að forðast óþægilegar aðstæður í samvinnuverkefnum Atlantshafsbandalagsins sem Finnland gekk í árið 2023. Erlent 30.8.2025 10:41