Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Hinn 22 ára gamli Tyler Robinson hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa skotið Charlie Kirk til bana. Spencer Cox, ríkisstjóri Utah, greindi frá þessu á blaðamannafundi nú fyrir stundu. Erlent 12.9.2025 14:14
Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Donald Trump Bandaríkjaforseti segir „með nokkuð góðri vissu“ að búið sé að handsama grunaðan banamann hægrisinnaða áhrifavaldsins Charlie Kirk. Hinn grunaði er sagður vera karlmaður fæddur árið 2003 að nafni Tyler Robinson. Faðir Tyler hafi komið yfirvöldum á snoðir um son sinn. Boðað hefur verið til blaðamannafundar sem átti að hefjast klukkan eitt að íslenskum tíma, en hefur nú verið seinkað um að minnsta kosti þrjátíu mínútur. Erlent 12.9.2025 12:22
Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Prófessor í stjórnmálafræði telur líklegt að morðið á Charlie Kirk muni leiða til frekari skautunar í bandarísku samfélagi. Eins muni Bandaríkjaforseti líklega nýta sér tilefnið til að seilast enn lengra og taka sér frekari völd. Innlent 11.9.2025 12:59
Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Æðstu leiðtogar Hamas-samtakanna lifðu árás Ísraela í Katar í dag af en sex lægra settir leiðtogar féllu í árásinni. Þeirra á meðal er sonur Khalil al-Hayya, leiðtoga Hamas á Gasaströndinni og einn af aðstoðarmönnum hans. Erlent 9. september 2025 18:11
Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur aflétt takmörkunum sem neðra dómstig hafði sett á eftirlit með ólöglegum innflytjendum í Los Angeles. Ákvörðunin hefur það í för með sér að yfirvöld geta haldið áfram að stöðva fólk og handtaka vegna kynþáttar og málnotkunar. Erlent 9. september 2025 07:25
Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Ómögulegt er að bjarga núverandi skipan alþjóðamála og ríki Evrópu þurfa að aðlaga sig aftur að lögmáli frumskógarins eða vinna að því að skapa nýtt alþjóðakerfi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í drögum að nýrri skýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem til stendur að birta á morgun. Erlent 8. september 2025 22:41
Opinbera bréf Trumps til Epsteins Afrit af bók sem barnaníðingurinn Jeffrey Epstein fékk að gjöf frá vinum sínum þegar hann varð fimmtugur árið 2003 er komið í hendur þingmanna. Bókin inniheldur meðal annars bréf og teikningu frá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur sagt að bréfið, sem hann skrifaði undir, sé ekki raunverulegt. Erlent 8. september 2025 19:29
Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Skipuleggjendur Opna bandaríska meistaramótsins í tennis hafa beðið þá sem sýna beint frá úrslitaleiknum í karlaflokki að sýna ekki neikvæð viðbrögð áhorfenda í garð Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Sport 7. september 2025 12:30
Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Yfir þrjú hundruð ríkisborgarar Suður-Kóreu voru handteknir í Bandaríkjunum fyrir helgi fyrir að starfa þar ólöglega í rafmagnsbílaverksmiðju. Suðurkóresk yfirvöld hyggjast flytja alla ríkisborgarana aftur til síns heima í leiguflugi. Erlent 7. september 2025 09:57
Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Donald Trump Bandaríkjaforseti ýjar að því að hann muni beita nýnefndu stríðsmálaráðuneyti í Chicago-borg til þess að vísa þeim sem dvelja ólöglega í Bandaríkjunum úr landi. Erlent 6. september 2025 21:22
Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðismálaráðherra Bandaríkjanna, deildi við öldungadeildarþingmenn beggja flokka í gær. Kennedy mætti á fund fjármálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings og varði hann stórum hluta af fundinum, sem stóð yfir í um þrjá tíma í að verja sig gegn ásökunum þingmanna. Erlent 5. september 2025 14:46
„Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Bandarískir sérsveitarmenn skutu óvopnaða Norður-Kóreumenn til bana í misheppnaðri leyniaðgerð í upphafi árs 2019. Þar voru þeir til að koma fyrir hlerunarbúnaði sem vonast var til að gæti verið notaður til að hlera samskipti Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, þegar Bandaríkjamenn voru í viðræðum við hann um kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins. Erlent 5. september 2025 11:56
Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að undirrita forsetatilskipun á morgun þess efnis að nafni varnarmálaráðuneytisins verður breytt í stríðsmálaráðuneytið. Þá verður embættisheiti Pete Hegseth varnarmálaráðherra breytt í stríðsmálaráðherra. Erlent 4. september 2025 23:59
Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Leiðtogar 25 ríkja í Evrópu og Kanada hafa samþykkt að senda hermenn til Úkraínu og fleiri ríki hafi samþykkt að taka þátt í einhverskonar öryggistryggingu handa Úkraínumönnum, eftir að endir verður bundinn á innrás Rússa. Hvernig þær tryggingar myndu líta út liggur ekki fyrir og verður útlistað betur seinna meir en Bandaríkjamenn eru sagðir ætla að koma að því með stuðningu úr lofti og aðstoð við eftirlit. Erlent 4. september 2025 16:00
Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Alríkisdómari í Boston skipaði í gær ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, að skila umfangsmiklum fjárveitingum til Harvard-háskólans, sem ríkisstjórnin hafði fellt úr gildi. Um er að ræða rúma 2,6 milljarða dala fjárveitingar til rannsókna sem Trump svipti skólann vegna deilna við Harvard og aðra háskóla um námskrá, skráningu nemenda og ýmislegt annað. Erlent 4. september 2025 13:56
Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Leiðtogar Chicago í Bandaríkjunum búa sig nú undir það að fá fjölda hermanna og útsendara Innflytjendastofnunnar Bandaríkjanna (ICE) til borgarinnar. Það gera þeir meðal annars með því að fræða íbúa um réttindi þeirra og eru samfélagsleiðtogar að skipuleggja mótmæli. Erlent 4. september 2025 13:01
Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur farið fram á það við hæstarétt að tollar Trumps verði teknir þar fyrir eins fljótt og mögulegt sé. Dómarar á lægra dómstigi komust nýverið að þeirri niðurstöðu að flestir af þeim umfangsmiklu tollum sem Trump hefur beitt, séu ólöglegir. Erlent 4. september 2025 10:09
Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Hópur kvenna sem varð fyrir kynferðisofbeldi af hálfu athafnamannsins Jeffrey Epstein vinnur nú að lista yfir vini hans og kunningja, og aðra sem hann umgekkst mikið. Erlent 4. september 2025 07:50
„Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur segir „furðuutanríkisstefnu“ Bandaríkjaforseta hafa rekið Indverja í fangið á Kínverjum. Nýlegur fundur leiðtoga Rússlands, Kína, Indlands og fleiri ríkja í Tianjin og stærðarhersýning beint í kjölfarið sé vottur um vaxandi spennu í heiminum. Erlent 3. september 2025 22:43
Trump tilnefnir sendiherrann nýja Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi nýjan sendiherra á Íslandi í gær en það hefur legið fyrir í mánuð hver það verði. Sá heitir Billy Long og var ríkisskattstjóri í tvo mánuði, var rekinn þaðan og sendur til Íslands. Innlent 3. september 2025 18:40
Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Ráðamenn í Flórída ætla sér að fella niður alla bólusetningarskyldu í skólum ríkisins og á öðrum vettvangi þar sem hún er í gildi á vegum ríkisins. Joseph A. Ladapo , heilbrigðisráðherra Flórída, líkti bólusetningar skyldu í dag við þrælahald. Erlent 3. september 2025 17:06
Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að hann hefði skipað bandaríska hernum að granda hraðbát í sunnanverðu Karíbahafi sem bar fíkniefni. Ellefu menn eru sagðir hafa verið um borð í bátnum á vegum fíkniefnasamtakanna Tren de Arague, frá Venesúela. Erlent 3. september 2025 10:01
Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl „Mannkynið stendur í dag frammi fyrir valinu milli friðar eða stríðs, samtals eða átaka, ávinnings eða taps beggja aðila,“ sagði Xi Jinping, forseti Kína, þegar hann ávarpaði 50 þúsund manns á Torgi hins himneska friðar í gær. Erlent 3. september 2025 06:58
Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Úkraínumenn hyggja á umfangsmikla hernaðaruppbyggingu sem þeir vonast til að dugi til sem tryggja tilvist og sjálfstæði Úkraínu gegn Rússum í framtíðinni, og hjálpi þeim i að binda enda á núverandi innrás Rússa. Þetta gæti verið besta öryggistrygging Úkraínu, þar sem slíkar tryggingar frá Vesturlöndum virðast ekki ætla að raungerast. Erlent 2. september 2025 17:33