Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Flughált hefur verið víða á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga. Forstöðuhjúkrunarfræðingu bráðaþjónustu segir tugi manns hafa leitað til bráðamóttökuna á dag vegna hálkunnar. Innlent 26.11.2025 23:22
„Það er búið að vera steinpakkað“ Bráðasérfræðingur mælir með notkun mannbrodda í óveðrinu á morgun, fimmtudag, en mikið álag hefur verið á bráðamóttökunni vegna hálkuslysa í dag. Hún biðlar til fólks að gefa sér tíma áður en það heldur af stað í vinuna á morgun. Innlent 26.11.2025 17:28
Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Veðurstofan gerir ráð fyrir fremur hægri breytilegri átt í dag og allvíða éljum eða skúrum. Flughált er víða um landið. Veður 26.11.2025 07:10
Framhlaup hafið í Dyngjujökli Samkvæmt GPS-hraðamælingum Jarðvísindastofnunar Háskólans er framhlaup hafið í Dyngjujökli. Dyngjujökull er þekktur framhlaupsjökull og um 20 til 30 ár líða að jafnaði á milli framhlaupa. Hann hljóp síðast fram á árunum 1998 til 2000. Veðurstofan varar við ferðum á jöklinum. Innlent 19. nóvember 2025 14:17
Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Myndarlegur skýjabakki hefur í nótt færst yfir úr vestri og má búast við úrkomu á köflum úr þessum skýjabakka á vesturhelmingi landsins, yfirleitt snjókoma með frosti. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu vöknuðu þannig við hvíta jörð í morgun og má reikna með hálku eða hálkublettum á flestum leiðum. Veður 19. nóvember 2025 07:08
Frost og víða fallegt vetrarveður Hæg norðlæg eða breytileg átt er nú í vændum og mun blása aðeins austast á landinu þar sem má gera ráð fyrir átta til þrettán metrum á sekúndu. Veður 18. nóvember 2025 07:06
Víða vindasamt á landinu Hæðahryggur liggur yfir landinu og veldur almennt hægum vindum og bjartviðri með köflum í dag og á morgun. Veður 17. nóvember 2025 07:07
Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Ekkert hef ég á móti vindmyllum eða nýtingu vindorku. Vil heldur ekki gefa mér það fyrirfram að þær séu lýti, né heldur sérstök ógn við umhverfi landsins. Um það er þó mikið deilt og ég hef alveg skilning áhyggjum fólks. Skoðun 16. nóvember 2025 11:31
Töluvert bjartviðri í dag en sums staðar þokuloft Hæðir suður af landinu og yfir Grænlandi beina hægum vestlægum áttum yfir landið næstu daga. Í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar kemur fram að það verði töluvert bjartviðri en sums staðar verður þokuloft við suður- og vesturströndina. Veður 16. nóvember 2025 07:36
Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur Vegagerðarinnar, segir að hætt sé við hálku á vegum suðvesta- og vestantil í kvöld eða nótt. Innlent 15. nóvember 2025 18:54
Skýjað og dálítil él Hæðir suður af landinu og yfir Grænlandi, ásamt lægð norðaustur af Jan Mayen, beina vestlægum áttum yfir okkur í dag með norðvestan strekkingi bæði syðst og austantil fram eftir degi. Veður 15. nóvember 2025 07:15
Skýjað og útkomulítið vestantil og þurrt fyrir austan Veðurstofan spáir suðvestlægri átt í dag, þremur til átta metrum á sekúndu, en aðeins meiri vindur norðantil eftir hádegi. Veður 14. nóvember 2025 07:26
Dálítil rigning eða slydda en lengst af þurrt sunnantil Veðurstofan gerir ráð fyrir vestanátt og skýjuðu veðri í dag. Það verður dálítil rigning eða slydda, einkum síðdegis, en lengst af þurrt sunnanlands. Veður 13. nóvember 2025 07:18
Víðast bjart veður en hvasst austast á landinu Það verður ansi hvasst austast á landinu í dag og einkum á sunnanverðu Austfjörðum þar sem varasamar hviður og sterkur meðalvindur getur valdið vegfarendum vandræðum. Gul viðvörun er í gildi fyrir Austfirði í dag og fram á kvöld. Veður 12. nóvember 2025 07:00
Gul viðvörun á Austfjörðum Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna norðvestan hvassviðris eða storms á Austfjörðum á morgun. Veður 11. nóvember 2025 12:23
Norðaustanátt og strekkingur nokkuð víða Yfir Grænlandsjökli er öflug og víðáttumikil hæð, en vestur af Írlandi er víðáttumikið lægðasvæði. Staða veðrakerfanna veldur því norðaustanátt á landinu. Veður 11. nóvember 2025 07:09
Víða lítilsháttar rigning eða snjókoma Veðurstofan spáir norðaustan 10 til 18 metrum á sekúndu um landið norðvestanvert og við suðausturströndina í dag, annars hægari vindur. Veður 10. nóvember 2025 07:07
„Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Landsmenn hafa víðast hvar notið hlýinda í veðri undanfarna daga; reyndar svo mjög að mörgum þykir það óvenjulegt í nóvembermánuði. Veðurfræðingur segir vetrarkulda á næsta leiti en að þó sé útlit fyrir fallegt hæglætisveður næstu vikurnar. Veður 9. nóvember 2025 20:25
Hvassir vindstrengir með suðausturströndinni Víðáttumikil lægð suðvestur í hafi og hæð yfir Grænlandi stýra veðrinu í dag með ákveðinni austan- og norðaustanátt og hvössum vindstrengjum með suðausturströndinni. Dálítil rigning eða slydda, en þó yfirleitt þurrt á Norðvestur- og Vesturlandi. Veður 9. nóvember 2025 09:34
Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Þrír létu lífið og að minnsta kosti fimmtán slösuðust í risaöldum sem herjuðu á Tenerife í gær. Fjöldi ferðamanna hundsaði viðvörunarskilti vegna öldugangsins með þeim afleiðingum að sjógangurinn hreif þá með sér út í sjóinn. Erlent 9. nóvember 2025 07:51
Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Búast má við rigningu og slyddu á austanverðu landinu í dag en lítilli úrkomu vestan. Þá er gert ráð fyrir norðaustan og austanvindátt upp á 5 til 13 metra á sekúndu, sem gæti náð allt að 20 metrum á sekúndu norðvestantil og við suðausturströndina. Veður 8. nóvember 2025 08:33
„Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ Reykjavíkurborg og Vegagerðin vinna nú að því að rótargreina það ástand sem kom til í þarsíðustu viku þegar um 40 sentímetrum af snjó kyngdi niður á rúmum sólarhring á suðvesturhorni landsins. Einar Pálsson, forstöðumaður vegaþjónustu hjá Vegagerðinni, er ekki viss um hvort eitthvað hefði verið hægt að gera öðruvísi en segir Vegagerðina alltaf vilja gera betur. Innlent 7. nóvember 2025 13:41
Þurrt um vestanvert landið en dálítil úrkoma austantil Eins og undanfarna daga beinir hæð yfir Grænlandi og lægðasvæði suður í hafi austan- og norðaustanátt til landsins þar sem víða verður fimm til þrettán metrar á sekúndu, en tíu til átján syðst á landinu. Veður 7. nóvember 2025 07:12
Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Karlmaður á níræðisaldri lést í mars á þessu ári þegar tvær Land Cruiser-bifreiðar lentu saman á Hrunavegi nærri Flúðum í Hrunamannahreppi þegar ökumaður annars bílsins ók inn á rangan vegarhelming. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar slasaðist alvarlega og var fluttur með þyrlu af slysstað. Hvorugur þeirra var í bílbelti þegar áreksturinn átti sér stað og telur Rannsóknarnefnd samgönguslysa, RNSA, að öryggisbelti hefðu getað verndað báða ökumenn og dregið úr áverkum þeirra. Innlent 6. nóvember 2025 11:02
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent