Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Þorsteinn Halldórsson íhugaði að hætta sem landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta eftir EM í sumar. Hann ákvað þó að halda áfram en tók erfiða ákvörðun um að skipta út aðstoðarmönnum og hefur nú kynnt sinn fyrsta landsliðshóp eftir þær breytingar, fyrir gífurlega mikilvæga leiki við Norður-Írland síðar í þessum mánuði. Fótbolti 14.10.2025 19:00
Írland - Armenía | Pressa á Heimi Írska karlalandsliðið í fótbolta, sem Heimir Hallgrímsson þjálfar, tapaði fyrri leiknum gegn Armeníu í undankeppni HM 2026 og má ekki við öðrum slæmum úrslitum í kvöld. Fótbolti 14.10.2025 18:17
Lettland - England | Enskir geta tryggt sig inn á HM Með sigri á Lettlandi í Ríga tryggir England sér sæti á HM 2026. Englendingar eru með fullt hús stiga í K-riðli undankeppninnar og hafa ekki enn fengið á sig mark. Fótbolti 14.10.2025 18:17
Svona var blaðamannafundur Þorsteins Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem hópur kvennalandsliðsins í fótbolta fyrir næstu leiki þess var tilkynntur. Fótbolti 14. október 2025 12:45
Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Belgar unnu góðan sigur á Wales í undankeppni HM í Cardiff í gærkvöldi og fór leikurinn 4-2. Fótbolti 14. október 2025 12:00
Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands og Svíþjóðar, hefur ekki áhuga á að taka við sem þjálfari heimaþjóðarinnar öðru sinni. Svíar hafa tapað þremur leikjum í röð og staða Danans Jon Dahl Tomassonar í þjálfarasætinu völt. Fótbolti 14. október 2025 11:20
Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Það eru ekki bara sænskir fjölmiðlar og almenningur sem eru ósáttir við Jon Dahl Tomasson, þjálfara karlalandsliðsins í fótbolta, heldur virðast leikmenn þess líka vera orðnir pirraðir á uppleggi hans. Fótbolti 14. október 2025 08:32
Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Ísland og Frakkland gerðu 2-2 jafntefli á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2026 í gær. Íslendingar voru öllu sáttari með úrslitin en Frakkar eins og sást á fjölmiðlaumfjöllun þar í landi. Fótbolti 14. október 2025 08:01
Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Stigið sem Ísland vann sér inn gegn næstbesta landsliði heims í gær, með 2-2 jafnteflinu við Frakka, gæti skipt sköpum í baráttunni um að komast á HM í fótbolta næsta sumar. Fótbolti 14. október 2025 07:32
Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Stuðningsmenn og þátttakendur í 2-2 jafntefli Íslands við Frakkland, næstefsta land heimslistans í fótbolta, gleyma sjálfsagt seint því sem á gekk í Laugardalnum í gærkvöld. Fótbolti 14. október 2025 07:01
Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Rúnar Kristinsson og Kjartan Henry Finnbogason gáfu sitt álit á því hverjir hefðu verið bestu leikmenn Íslands í 2-2 jafnteflinu við Frakkland í undankeppni HM í fótbolta í kvöld. Rúnar sagði tvo varnarmenn hafa staðið upp úr en Kjartan leit aðeins framar á völlinn. Fótbolti 13. október 2025 23:02
„Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Franski landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps ku hafa verið ósáttur með fyrsta mark Íslands í 2-2 jafntefli gegn Frakklandi og talið að það hafi ekki átt að standa. Arnar Gunnlaugsson var spurður út í málið og sagði það fallegt ljóðrænt réttlæti, eftir að mark var dæmt af Íslandi í fyrri leik liðanna. Fótbolti 13. október 2025 22:26
„Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Daníel Leó Grétarsson stóð í ströngu í miðri vörn Íslands í leiknum gegn Frakklandi í kvöld. Lokatölur 2-2 og Daníel var að vonum sáttur í leikslok. Fótbolti 13. október 2025 22:11
„Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Ég er bara feginn að við höfum náð að jafna og halda þetta út. Þetta var mjög erfitt“ sagði markaskorarinn Guðlaugur Victor Pálsson eftir 2-2 jafntefli Íslands gegn Frakklandi. Hann hefði viljað hjálp frá kollegum sínum í vörninni í fyrra marki Frakklands. Fótbolti 13. október 2025 21:52
„Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson kvaðst afar stoltur af íslenska liðinu eftir jafnteflið við það franska, 2-2, í undankeppni HM 2026 í kvöld. Hann hrósaði sínum mönnum fyrir mikla baráttu, dugnað og góða leikstjórn. Fótbolti 13. október 2025 21:39
„Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Það er ekki oft sem maður nær í úrslit á móti einu besta liði heims. Þetta er aðeins önnur tilfinning en á föstudaginn“ sagði landsliðsfyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson glaður í bragði eftir 2-2 jafntefli Íslands við Frakkland í undankeppni HM. Fótbolti 13. október 2025 21:37
„Pirraður því við áttum meira skilið“ Eduardo Camavinga, stjörnuleikmaður Real Madrid og franska landsliðsins, fór svekktur af Laugardalsvelli í kvöld og sagði Frakka hafa verðskuldað sigur gegn Íslandi. Fótbolti 13. október 2025 21:37
Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Íslenska karlalandsliðið í fótbolta gerði 2-2 jafntefli við Frakkland á Laugardalsvelli í kvöld og fyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson var maður leiksins, að mati íþróttadeildar Sýnar. Fótbolti 13. október 2025 21:13
Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Svíar, með stjörnuframherjana Alexander Isak og Viktor Gyökeres í fremstu víglínu, töpuðu í annað sinn á rúmum mánuði fyrir Kósovó í kvöld, aftur án þess að skora mark, og hafa svo gott sem kastað HM-draumnum á glæ. Fótbolti 13. október 2025 21:12
Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Tuttugu og sjö árum eftir jafnteflið fræga við heimsmeistara Frakka á Laugardalsvelli gerði íslenska karlalandsliðið í fótbolta annað jafntefli við Frakka á sama velli í kvöld. Lokatölur 2-2. Fótbolti 13. október 2025 21:00
X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar Ísland gerði 2-2 jafntefli við Frakkland í háspennuleik á Laugardalsvelli og landsmenn tjáðu skoðanir sínar á samfélagsmiðlinum X. Fótbolti 13. október 2025 20:58
„Ég vildi bara reyna að setja annað“ „Geggjuð tilfinning. Maður fékk gæsahúð við að sjá boltann í netinu,“ sagði Kristian Hlynsson eftir að hafa skorað jöfnunarmarkið sem tryggði Íslandi stig gegn franska stórliðinu í Laugardalnum í kvöld, í undankeppni HM í fótbolta. Fótbolti 13. október 2025 20:55
Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Úkraína er áfram í 2. sæti í riðli Íslands í undankeppni HM karla í fótbolta, eftir 2-1 sigur gegn Aserbaísjan á heimavelli sínum í Póllandi. Fótbolti 13. október 2025 20:42
Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Ísland og Frakkland áttust við í afar mikilvægum leik á Laugardalsvelli, í undankeppni HM karla í fótbolta sem lauk með 2-2 jafntefli. Fótbolti 13. október 2025 19:41