Skóla- og menntamál

Skóla- og menntamál

Fréttir af skóla- og menntamálum á Íslandi.

Fréttamynd

Þegar krónur skipta meira máli en vel­ferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnar­firði

Byrjum á niðurstöðunni. Meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðismanna ætlaði að spara sér nokkrar krónur á kostnað gæða og skilvirkni. Hafnfirsk börn eru ekki krónur eða aurar og þau eiga skilið það besta. Útboðsskilmálarnir voru þannig að reyndustu og stærstu fyrirtækin á markaði treystu sér ekki til að sinna þessari þjónustu þannig að sómi sé að.

Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Þegar krónur skipta meira máli en vel­ferð barna

Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði. Byrjum á niðurstöðunni. Meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðismanna ætlaði að spara sér nokkrar krónur á kostnað gæða og skilvirkni. Hafnfirsk börn eru ekki krónur eða aurar og þau eiga skilið það besta. Útboðsskilmálarnir voru þannig að reyndustu og stærstu fyrirtækin á markaði treystu sér ekki til að sinna þessari þjónustu þannig að sómi sé að. Afleiðingin er sú að samið er við lítið fyrirtæki sem ekki hefur burði, aðstöðu, eða reynslu til að sinna þessu risastóra verkefni. Niðurstaðan er að allir tapa.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað er sköpun í skóla­starfi?

Sköpun er orð sem við notum oft, en skiljum ekki endilega eins. Margir tengja orðið við listir, myndlist eða tónlist. Í skólastarfi er sköpun hins vegar miklu víðara hugtak. Hún snýst um að láta hugmynd verða að veruleika, að tengja hugsun við verk og að læra með því að gera sjálf.

Skoðun
Fréttamynd

Falsað mynd­band af kennara og nemanda fór í dreifingu

Gervigreindarmyndband af kennara og nemanda í Víðistaðaskóla í sleik fór í dreifingu meðal nemenda við skólann. Nemandi á unglingastigi stóð á bak við myndbandið. Persónuvernd segir það að líkja eftir fólki með notkun gervigreindar geta falið í sér brot gegn persónuverndarlögum eða öðrum lögum svo sem um ærumeiðingar.

Innlent
Fréttamynd

Skrift er málið

Er skrift málið á tímum nútímatækni? Á að eyða dýrmætum kennslutíma í að kenna börnum að skrifa með skriffæri?

Skoðun
Fréttamynd

Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað

Þörfum um 95% barna er hægt að mæta vel í almennum grunnskólum eins og staðan er í dag. Stór hluti þessara nemenda eru með ýmsar greiningar og áskoranir en við skólana starfa frábærir kennarar og stuðningsstarfsfólk sem mætir þessum hópi mjög vel. Staðan er hins vegar allt önnur fyrir þau 5% barna sem þurfa sérhæfðari stuðning.

Skoðun
Fréttamynd

Fag­fólk flýi skólana verði ekkert gert

Óöryggi í starfi er ein helsta ástæða þess að kennarar skipta um starfsvettvang og dæmi eru um alvarleg ofbeldisbrot barna gegn kennurum. Sérfræðingur í hegðunarvanda barna segir að bregðast þurfi við sem allra fyrst.

Innlent
Fréttamynd

Nem­endur gangi í­trekað í skrokk á kennurum

Skólastjóri í grunnskóla segir nemendur ganga ítrekað í skrokk á kennurum. Dæmi séu um að kennarar hafi þurft að leita læknisaðstoðar og einn starfsmaður hafi sagt upp störfum innan við viku frá því hann byrjaði vegna daglegra barsmíða.

Innlent
Fréttamynd

,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“

Fyrstu skólavikurnar eru liðnar. Margsinnis hefur verið gengið í skrokk á starfsmönnum mínum á þessum dögum. Eftir örfáa daga í skólanum höfðu fjórir kennarar verið lamdir af sama nemanda. Kennararnir þurftu að stíga inn í og forða öðru barni frá því að verða lamið. Tveir þeirra þurftu að vera heima daginn eftir.

Skoðun
Fréttamynd

Mér kvíðir slæm ís­lenska ung­menna

Ungmenni Íslands eru sjúk, einhverjir myndu jafnvel segja þau fárveik. Þessi sjúkdómur sem hrjáir þorra ungu kynslóðarinnar og annað fólk er sýki sem mun valda fleiri dauðsföllum en sjálfur svarti dauði. Þetta er jú hinn illkvittna og banvæna „þágufallsýki“ sem kemur sér svo fallega fyrir í fyrirsögn þessarar greinar.

Skoðun
Fréttamynd

Deilt og drottnað í um­ræðu um leik­skóla­mál

Oft er sagt að einfaldasta leiðin í stjórnmálum sé að deila og drottna. Það virðist bera árangur þegar kemur að málefnum leikskólanna þar sem foreldrum annars vegar og leikskólastarfsfólki hins vegar er talin trú um að hagsmunir þeirra séu ósamrýmanlegir. Eina leiðin til að takast á við áskoranir leikskólastigsins sé að velta byrðunum á foreldra með því að auka kostnað þeirra og/eða fækka þeim stundum sem börnin þeirra eru í leikskólanum.

Skoðun
Fréttamynd

Fjár­festum í fram­tíðinni

Menntun er vegferð. Hún mótast af því hvernig við kjósum að taka þátt í þeirri mikilvægu samfélagsumræðu sem um hana snýst. Þótt við ræðum oft tölur og samanburð, má aldrei gleyma því sem raunverulega gerist í skólastofunum. Þar fer fram lifandi starf sem mótar framtíðina.

Skoðun
Fréttamynd

Tog­streita, sveigjan­leiki og fjöl­skyldur

Í Kópavogsbæ búa ríflega 5.300 barnafjölskyldur enda næst fjölmennasta sveitarfélag landsins - sem taldi 40.040 íbúa þann 1. janúar 2025. Þar af eru um 2.500 börn á leikskólaaldri sem skiptast mismunandi niður á þennan fjölda fjölskyldna - sem fá að greiða hæstu leikskólagjöld á höfuðborgarsvæðinu.

Skoðun
Fréttamynd

Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann

Verktakafyrirtækið Ístak og bæjaryfirvöld í Nuuk tilkynntu í dag að þau hefðu höggvið á hnút sem hindrað hefur opnun stærsta skóla Grænlands. Byggingarverkefnið er með þeim stærstu sem Íslendingar hafa annast erlendis en hefur verið stopp vegna ágreinings um brunavarnir.

Innlent
Fréttamynd

Með góðri menntun eru börn lík­legri til að ná árangri

Börnum sem njóta stöðugleika og fagmennsku í leikskólastarfi líður betur, þau læra meira og dafna í námi. Fagmennska kennara er lykilþáttur í velferð barna og ungmenna og tryggir að þau fái kennslu og stuðning sem byggir á trausti, jafnræði og þekkingu.

Skoðun