Skóla- og menntamál

Skóla- og menntamál

Fréttir af skóla- og menntamálum á Íslandi.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ríf­lega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400

Til viðbótar við þau 400 börn 12 mánaða og eldri á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík hafa 786 börn fengið boð um leikskólapláss en ekki hafið leikskólagöngu. Oddviti Sjálfstæðismanna í borginni segir meirihlutann beita gamalkunnum brellum í umfjöllun um stöðu leikskólamála.

Innlent
Fréttamynd

Lesblinda og skóla­hald á Norður­löndunum

Norðurlöndin eru almennt talin framarlega í meðhöndlun lesblindu, bæði þegar kemur að fræðslu, greiningu, snemmbúinni íhlutun og stuðningi við einstaklinga með lesblindu og lestrarörðugleika. Það stafar af sterkum velferðarkerfum, áherslu á menntun fyrir alla og mikilvægi námsstjórnunar og jafnréttis í menntakerfinu.

Skoðun
Fréttamynd

Bein út­sending: Borgar sig að van­meta menntun?

„Borgar sig að van­meta menntun?“ er yfirskrift málþings sem BHM hefur boðað til og fer fram í Grósku milli klukkan 15 og 17 í dag. Tilefnið er útgáfa nýrrar skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um virði háskólamenntunar sem unnin var fyrir BHM. Hægt verður að fylgjast með málþinginu í beinu streymi. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Borgar sig að van­meta menntun?

Í dag verður gefin út skýrsla Hagfræðistofnunar HÍ um virði háskólamenntunar. Þetta er í annað sinn sem stofnunin vinnur slíka skýrslu fyrir BHM og bætir nýja skýrslan umtalsvert við þekkingu okkar og dýpkar skilning á þessum mikilvæga þætti í starfsumhverfi háskólamenntaðra stétta.

Skoðun
Fréttamynd

Að­gerðaáætlun í mennta­málum ekki mark­viss

Ný aðgerðaáætlun í menntamálum frá mennta- og barnamálaráðuneytinu er metnaðarfullt skjal og vel upp sett. Fyrir árslok 2027 á að hrinda í framkvæmd samtals 21 aðgerð í 111 liðum eða einum slíkum aðgerðalið á viku, að frátöldum sumar- og jólaleyfum.

Skoðun
Fréttamynd

Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri

Það er fagnaðarefni að yfir 70 prósent skóla hafa sett reglur um notkun farsíma innan skólanna. Börnin ganga nú inn í skólastofuna án farsíma sinna eða með slökkt á þeim í skólatösku. Það er almennt mat kennara og þeirra barna sem rætt hefur verið við um farsímabann í skólum að félagsleg samskipti hafi aukist. Börnin tali meira saman og leiki sér meira saman á skólalóðinni.

Skoðun
Fréttamynd

Fleiri á­tök = verri út­koma í lestri?

Árið er 2025. Fjórðungur aldar er liðinn frá því að fyrsta stórátakið í lestri hófst á Íslandi og þjóðin hefur margsinnis verið minnt á mikilvægi læsis og lesskilnings. Læsi í víðum skilningi er nátengt samskiptum okkar við aðra.

Skoðun
Fréttamynd

Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur

Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hefur lagt til að skrásetningargjöld í opinbera háskóla á Íslandi geti orðið allt að 100 þúsund krónur fyrir skólaárið. Skrásetningargjöldin eru 75 þúsund krónur í dag og hafa verið óbreytt frá árinu 2014. Samþykki Alþingi tillöguna kæmi hún til framkvæmda á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Há­skólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inn­töku alþjóð­legra nema

Silja Bára Ómarsdóttir rektor Háskóla Íslands segir enga stefnubreytingu hafa orðið innan háskólans og reglur ekki verið hertar hvað varðar alþjóðlega nemendur. Hluti nemenda sem eru enn að bíða eftir dvalarleyfi til náms hefur fengið tilkynningu um að inntaka þeirra hafi verið afturkölluð vegna skorts á dvalarleyfi. Umsóknum fjölgaði um 40 prósent á milli ára.

Innlent
Fréttamynd

Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleði­legan dag læsis

Félag læsisfræðinga á Íslandi (FLÍS) fagnar um þessar mundir fimm ára afmæli. Félagið var stofnað með þá hugsjón að tengja saman fólk með menntun í læsisfræðum og skapa vettvang til að efla þekkingu og umræðu um læsi á Íslandi. Félagið er einnig aðili að evrópskum og alþjóðlegum samtökum læsisfræðinga.

Skoðun
Fréttamynd

Tölur segja ekki alla söguna

Á Íslandi höfum við lengi verið vön því að mæla námsárangur með tölum. Það gleymist hins vegar oft að tölur mæla ekki aðeins árangur. Þær móta líka sjálfsmynd, væntingar og hugmyndir okkar um gildi einstaklingsins.

Skoðun
Fréttamynd

Skólinn er ekki verk­smiðja

Á borgarstjórnarfundi á þriðjudaginn lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögur sem kalla eftir endurkomu námsmatskerfa fortíðarinnar. Þeir vilja endurvekja samræmd próf og einkunnarskalann 1-10. Kerfi sem raðar, mælir og flokkar börnin okkar eftir tölum. Eins og þau séu framleiðsluvörur á færibandi.

Skoðun
Fréttamynd

Þreytt og drullug börn

Það er líklega ekkert eins vel til þess fallið að efla seiglu og þrautseigju hjá ungu fólki eins og að fara í tjaldútilegu. Því miður er staðan þannig í dag að mjög mörg börn fara á mis við þessa upplifun. Bæði vegna hraðans í þjóðfélaginu og breyttra áhersla. Mörg fá að fara með pabba og mömmu í ferð í hjólhýsið eða jafnvel til Tene sem er auðvitað gefandi líka en ekki alveg það sama.

Skoðun
Fréttamynd

Fjöl­breytt náms­mat

Undanfarið hefur verið fjallað um nýtt samræmt mælitæki Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu (MMS), ekki síst eftir að frumvarp um nýtt námsmat var samþykkt í sumar. Nafn mælitækisins er Matsferill sem er safn mælitækja fyrir skóla til að mæla og meta námsframvindu barna.

Skoðun
Fréttamynd

Símafrí á skóla­tíma

Skólinn er einn mikilvægasti griðarstaður barna okkar. Þar eiga þau að finna öryggi, frið og fá rými til að þroskast, læra og vera í samskiptum við aðra. En með hraðri tækniþróun síðustu ára hafa skapast nýjar áskoranir fyrir okkur öll. Snjallsímar og samfélagsmiðlar hafa breytt lífi okkar og sérstaklega lífi barna og ungmenna.

Skoðun
Fréttamynd

Of­beldi í skólum: Á­skoranir og leiðir til lausna

Menntamál eru mikið í umræðunni um þessar mundir enda skólarnir að hefja nýtt kennslu ár. Deilt er um stefnur, strauma, námsmat, PISA, kerfið, kennsluhætti og aðferðir. Allir hafa skoðanir en lítið fer fyrir raunverulegum aðgerðum.

Skoðun
Fréttamynd

Von­brigði að til­lögu um símabann og sam­ræmd próf hafi verið vísað frá

Tillögu Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn um fimm aðgerðir í menntamálum var vísað frá af borgarstjórnarmeirihlutanum á fundi borgarstjórnar í dag. Hildur Björnsdóttir, oddviti flokksins, segir það mikil vonbrigði að ekki hafi verið hægt að greiða atkvæði um tillögurnar hverja fyrir sig. Umræða um tillöguna varði í um fjórar klukkustundir.

Innlent
Fréttamynd

„Ég er með meiri at­hygli í tímum og maður lærir miklu betur“

Nemendur í Garðaskóla fá að sofa lengur á mánudögum en fyrsta kennslustund mun ekki hefjast fyrr en korter í tíu á mánudögum í vetur. Nemendur eru ánægðir með breytinguna og skólastjórinn segir það verkefni heimilanna að sjá til þess að þessi aukatími nýtist í raun og veru í svefn.

Innlent