Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. febrúar 2025 19:00 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaherra. vísir/Arnar Vopnaburður ungmenna hefur nú þegar valdið óbætanlegum skaða segir dómsmálaráðherra. Hnífaárásir megi ekki verða hluti af íslenskum veruleika og mikilvægt sé að efla geðheilbrigðisþjónustu. Undanþága frá refsingu vegna hylmingar og undanskoti sönnunargagna verði skoðuð. Foreldrar Bryndísar Klöru sem lést eftir að hafa komið öðrum til bjargar í hnífaárás á menningarnótt stigu fram í Kompás í gær. Sögðu frá stelpunni sinni, örlagadeginum, atburðarásinni og sorginni sem þau reyna nú að beina í jákvæðan farveg í gegnum minningarsjóð Bryndísar. „Okkar eina ljós er að þetta geti orðið til einhvers. Það er ekkert annað gott sem getur komið út úr þessu, nema að þetta muni bjarga einhverjum mannslífum,“ sagði Birgir Karl Óskarsson, faðir Bryndísar í Kompás. Ofbeldismálum meðal barna hefur stórfjölgað á liðnum árum og eftir árásina á menningarnótt kynnti síðasta ríkisstjórn aðgerðaráætlun sem var ætlað að sporna gegn þróuninni. Dómsmálaráðherra segir að ný ríkisstjórn muni notfæra sér þær aðgerðir sem hafi gefist vel en að stefnuyfirlýsing þeirra sé einnig skýr. „Yfirlýsingin er mjög skýr um að horfa þurfi til líðan barna og ungmenna. Að horfa til geðheilbrigðisþjónustu og efla hana og við höfum til dæmis talað um að það verði engar sumarlokanir á meðferðarstöðum,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra. Hún hvetur foreldra einnig til þess að ræða við börn um ofbeldi, mörk í samskiptum og hættur sem fylgja vopnaburði. „Þessi þáttur sýnir það mjög skýrt að við sem samfélag höfum þegar greitt dýrasta mögulega gjald fyrir það þegar barn eða ungmenni gengur um með hníf og við viljum gera allt sem við getum til að svona endurtaki sig ekki á Íslandi. Að svona hræðilegir glæpir og hræðileg mál verði aldrei íslenskur veruleiki,“ segir Þorbjörg. Í Kompás var greint frá því að forráðamenn gerandans voru handteknir og grunuðir um hylmingu. Þau sendu hann í sturtu þegar hann kom heim eftir árásina, settu föt hans í þvottavél, földu vopnið og lugu til um ferðir sínar. Samkvæmt heimildum fann lögregla fann hnífinn síðar í bakpoka í skottinu á bílnum þeirra. Mál þeirra var sent til héraðssaksóknara en fellt þar niður þar sem það er refsilaust að koma undan sönnunargögnum þegar um nána vandamenn er að ræða. Aðspurð hvort þessi undanþága sé eðlileg segir Þorbjörg að málið verði skoðað. „Það er auðvitað margt í þessari sögu sem stingur. Við skoðum alla þætti þar um. En ég ætla ekki að svara því afdráttarlaust hvað ég geri í kjölfarið hvað breytingar hvað þennan þátt varðar.“ Kompás Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Foreldrar Bryndísar Klöru sem lést eftir að hafa komið öðrum til bjargar í hnífaárás á menningarnótt stigu fram í Kompás í gær. Sögðu frá stelpunni sinni, örlagadeginum, atburðarásinni og sorginni sem þau reyna nú að beina í jákvæðan farveg í gegnum minningarsjóð Bryndísar. „Okkar eina ljós er að þetta geti orðið til einhvers. Það er ekkert annað gott sem getur komið út úr þessu, nema að þetta muni bjarga einhverjum mannslífum,“ sagði Birgir Karl Óskarsson, faðir Bryndísar í Kompás. Ofbeldismálum meðal barna hefur stórfjölgað á liðnum árum og eftir árásina á menningarnótt kynnti síðasta ríkisstjórn aðgerðaráætlun sem var ætlað að sporna gegn þróuninni. Dómsmálaráðherra segir að ný ríkisstjórn muni notfæra sér þær aðgerðir sem hafi gefist vel en að stefnuyfirlýsing þeirra sé einnig skýr. „Yfirlýsingin er mjög skýr um að horfa þurfi til líðan barna og ungmenna. Að horfa til geðheilbrigðisþjónustu og efla hana og við höfum til dæmis talað um að það verði engar sumarlokanir á meðferðarstöðum,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra. Hún hvetur foreldra einnig til þess að ræða við börn um ofbeldi, mörk í samskiptum og hættur sem fylgja vopnaburði. „Þessi þáttur sýnir það mjög skýrt að við sem samfélag höfum þegar greitt dýrasta mögulega gjald fyrir það þegar barn eða ungmenni gengur um með hníf og við viljum gera allt sem við getum til að svona endurtaki sig ekki á Íslandi. Að svona hræðilegir glæpir og hræðileg mál verði aldrei íslenskur veruleiki,“ segir Þorbjörg. Í Kompás var greint frá því að forráðamenn gerandans voru handteknir og grunuðir um hylmingu. Þau sendu hann í sturtu þegar hann kom heim eftir árásina, settu föt hans í þvottavél, földu vopnið og lugu til um ferðir sínar. Samkvæmt heimildum fann lögregla fann hnífinn síðar í bakpoka í skottinu á bílnum þeirra. Mál þeirra var sent til héraðssaksóknara en fellt þar niður þar sem það er refsilaust að koma undan sönnunargögnum þegar um nána vandamenn er að ræða. Aðspurð hvort þessi undanþága sé eðlileg segir Þorbjörg að málið verði skoðað. „Það er auðvitað margt í þessari sögu sem stingur. Við skoðum alla þætti þar um. En ég ætla ekki að svara því afdráttarlaust hvað ég geri í kjölfarið hvað breytingar hvað þennan þátt varðar.“
Kompás Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira