Ofbeldi gegn börnum

Fréttamynd

Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins

Foreldrar tíu ára drengs sem lögregla rannsakar hvort brotið hafi verið á kynferðislega að næturlagi í september töldu son sinn hafa vaknað upp við martröð þegar hann tilkynnti þeim eldsnemma morguns að maður hefði verið inni í herbergi hans. Móðirin kúgaðist og öskugrét eftir að hafa heyrt lýsingar drengsins á brotinu.

Innlent
Fréttamynd

Að jafnaði til­kynnt um tólf kyn­ferðis­brot í hverri viku

Tilkynnt kynferðisbrot voru 459 síðastliðna níu mánuði, sem jafngildir um fimmtíu slíkum brotum á mánuði og tólf í hverri viku. Þolendur í kynferðisbrotum voru í 86 prósent tilvika konur, og um tveir af hverjum þremur þeirra voru undir 25 ára og þar af næstum helmingur þolenda undir 18 ára, eða um 47 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Engin lausn og á­kveðin sjálfs­blekking að banna börnum að nota tölvu­leiki

Það er óraunhæf nálgun að vernda börn gegn óprúttnum aðilum á internetinu með því að banna þeim að spila tiltekna tölvuleiki. Slík nálgun endurspegli ákveðinn misskilning á því hvernig netumhverfi barna virkar og mun æskilegra væri fyrir foreldra að kynna sér þá leiki sem börnin eru að spila og þær stillingar og öryggistæki sem eru fyrir hendi til að tryggja öryggi þeirra á netinu og kenna þeim að umgangast netið með ábyrgum hætti. Þetta segir faðir og netöryggissérfræðingur sem telur það ekki vænlegt til árangurs að banna það sem hinir fullorðnu ef til vill ekki skilja.

Innlent
Fréttamynd

„Það getur ein­hver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“

Engin börn, sem yfir höfuð hafa aðgang að internetinu, samfélagsmiðlum eða tölvuleikjunum, eru óhult fyrir því að brotamenn reyni að tæla þau. Þetta segir framkvæmdastjóri Heimilis og skóla sem segir mikilvægt að foreldrar setji mörk, fylgist grannt með netnotkun barna sinna og helst leyfi ungum börnum sínum ekki að nota tölvuleiki á borð við Roblox þar sem hver sem er getur nær óhindrað sett sig í samband við börnin.

Innlent
Fréttamynd

Einn vistaður vegna slags­mála ung­menna í Breið­holti

Einn var vistaður í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti í gærkvöldi eða nótt. Alls gistu fjórir í fangaklefum lögreglunnar í nótt eða gærkvöldi og voru alls 45 mál skráð í kerfið lögreglunnar frá klukkan 17 og til fimm í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Karl­maður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnar­firði

Karlmaður er í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna að gruns um kynferðisbrot gegn barni í Hafnarfirði í gær. Greint var frá málinu í dagbókarfærslu lögreglunnar sem barst fjölmiðlum í morgun, en Kristján Ingi Kristjánsson, lögreglufulltrúi í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við Vísi að maður sé enn í haldi vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Mál leið­beinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um kynferðisbrot leiðbeinanda sem starfaði á leikskólanum Múlaborg er á lokametrunum og málið á leið til héraðssaksóknara. Lögregla kveðst ekki geta staðfest endanlega hversu mörgum börnum maðurinn er grunaður um að hafa brotið gegn, nú þegar rannsókn málsins er að ljúka af hálfu lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Sækir kraft í storminn sem systurnar upp­lifðu í forsjárdeilunni

París Anna Bergmann ólst upp við erfiðar aðstæður þar sem hún þurfti snemma að verða sterk og bera ábyrgð. Fjögurra ára löng forsjárdeila foreldra hennar einkenndist af óöryggi og vanrækslu, og mótaði hana djúpt. Nokkrum árum síðar varð hún fyrir alvarlegu slysi sem breytti lífi hennar varanlega. Í dag vinnur hún af heilum hug að því að rödd ungs fólks fái að heyrast þegar ákvarðanir eru teknar í samfélaginu.

Lífið
Fréttamynd

Ian Watkins myrtur af sam­föngum

Ian Watkins, fyrrverandi söngvari velsku rokkhljómsveitarinnar Lostprophets, er látinn eftir að ráðist var á hann í fangelsi, þar sem hann afplánaði 29 ára langan fangelsisdóm fyrir gróft barnaníð.

Erlent
Fréttamynd

Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd

„Það eru ekki til neinar tölur hér en bestu tölur sem hafa verið settar fram annars staðar gera ráð fyrir að um eitt prósent, einkum karlmanna því það er kannski það sem rannsóknir beina sér að, að sirka eitt prósent þeirra hafi þessar langanir,“ segir Anna Kristín Newton, sálfræðingur og sérfræðingur í barnagirnd.

Innlent
Fréttamynd

Vann á öllum deildum leik­skólans

Starfsmaður Brákarborgar sem grunaður er um kynferðisbrot gegn barni vann á öllum deildum leikskólans, samkvæmt heimildum Vísis. Foreldrum er brugðið og margir eru ósáttir við að fá ekki að vita hversu lengi starfsmaðurinn vann á leikskólanum.

Innlent
Fréttamynd

Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast

Um 2500 börn bíða eftir þjónustu Geðheilsumiðstöðvar og hefur orðið mikil fjölgun á biðlista undanfarin fjögur ár. Bið barna eftir ADHD-greiningu getur verið á fimmta ár. Umboðsmaður barna kallar eftir aðgerðum stjórnvalda og segir áhyggjufullt hve mörg börn séu með stöðu sakbornings í ofbeldismálum.

Innlent
Fréttamynd

„Skiljan­legt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“

Afbrotafræðingur segir skiljanlegt að fólki blöskri að maður gangi laus sem sé grunaður um kynferðisbrot gegn barni á grunnskólaaldri. Maðurinn var látinn laus að loknu þriggja daga gæsluvarðhaldi og fór lögregla ekki fram á lengra varðhald yfir honum. Hún segist ekki muna eftir samskonar máli og að brot gerist ekki alvarlegri.

Innlent
Fréttamynd

„Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitar­fé­lagi”

Foreldrar leikskólabarna á Tanga á Ísafirði segja börn þeirra hafa verið beitt refsingum og notast hafi verið við verðlaunakerfi sem aldrei hafi verið kynnt. Bæjarstjóri segir málið tekið alvarlega og leikskólastjóri segir um misskilning að ræða sem úttekt Miðstöð menntunar og skólaþjónustu styður. Foreldrarnir segjast finna fyrir útilokun í svo litlu samfélagi vegna baráttu fyrir réttindum barnanna. Börnin hafa nú verið útskrifuð af leikskólanum. 

Innlent
Fréttamynd

Bregðast við á­rás á barnaníðing í Fella­bæ

Sveitarfélagið Múlaþing hefur minnt íbúa sína og fleiri á að Ísland er réttarríki, vegna atviks í Fellabæ á dögunum. Atvikið varðar árás á mann sem hefur hlotið dóm fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni.

Innlent