Innlent

Óttast á­hrifin á vinnandi mæður

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir tillögur meirihlutans um breytingar á gjaldskrá leikskóla koma niður á ákveðnum hópum en borgarfulltrúi Vinstri grænna segir þær eiga eftir að fara í samráð. Tekist var á um tillögurnar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

Innlent

Síðasti fuglinn floginn

Síðasta flugvélin merkt flugfélaginu Play er farin úr landi og stefnir nú til Noregs. Vélin er í eigu kínversks félags og átti hún að standa á vellinum þar til útistandandi skuldir Play yrðu greiddar samkvæmt nýrri reglugerð innviðaráðherra. Skuldirnar hafa enn ekki verið greiddar.

Innlent

Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn

Kona sem lagði í gjaldfrjálst stæði við Sundhöllina í Reykjavík var rukkuð af bílastæðafyrirtæki fyrir að hafa lagt án greiðslu í Hverfisgötu. Hún eyddi drjúgum tíma í að fá fyrirtækið til að fella niður rukkunina og ákvað að senda þeim reikning til baka fyrir vinnu sína.

Innlent

Síma­frí en ekki síma­bann

Barnamálaráðherra segir símabann í grunnskólum ekki á dagskrá, heldur símafrí. Börn hafi kallað eftir samræmdum reglum milli skóla og mikilvægt sé að símar trufli ekki kennslu, þótt skólar eigi að nýta sér nútímatækni. 

Innlent

Stjórnar­for­maður RÚV vill að Ísrael verði tafar­laust vikið úr Euro­vision

Stefán Jón Hafstein, formaður stjórnar RÚV, segir í aðsendri grein á Vísi að hans mati eigi að víkja Ísrael úr Eurovision tafarlaust. Greinina skrifar hann í eigin nafni, ekki nafni stjórnar. Útvarpsstjórar Norðurlanda funda í Reykjavík á næstu dögum um atkvæðagreiðslu sem fer fram í nóvember um áframhaldandi þátttöku Ísrael. Fulltrúi stjórnar Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, verður á fundinum í Reykjavík.

Innlent

Gekk ber­serks­gang og beraði sig

Maður í annarlegu ástandi vegna áfengisneyslu var handtekinn í Breiðholti í gærkvöldi eða nótt. Hann mun hafa valdið eignaspjöllum og síðan berað sig fyrir framan nágranna sína.

Innlent

Prestur á Dal­vík sver af sér kjafta­sögur um ó­kristi­lega hegðun

Séra Erla Björk Jónsdóttir prestur á Dalvík sver af sér rætnar kjaftasögur sem gengið hafa um bæjarfélagið af meintri syndugri hegðun hennar, svo sem framhjáhaldi. Henni sárnar einnig að fólk spinni um hana ósannar sögur af meintum fíknivanda. Erla áréttar að hún og eiginmaður hennar séu ekki að skilja, heldur séu hún í leyfi vegna slæmra veikinda.

Innlent

Eldur í þvotta­húsi á Granda

Slökkvilið var ræst út vegna minniháttar eldsvoða í þvottahúsinu Fjöður að Fiskislóð á Granda í vesturbæ Reykjavíkur rétt fyrir klukkan 21 í kvöld. Vel tókst að slökkva eldinn.

Innlent

Fram­kvæmdirnar komi eftir á­kall frá í­búum

Undanfarið hefur verið unnið að endurbótum á gatnamótum Fífuhvammsvegar og Dalvegar. Markmið framkvæmda á gatnamótum Fífuhvammsvegar og Dalvegar er að auka umferðaöryggi án þess að draga úr afkastagetu og þjónustustigi gatnamótanna. Íbúar í hverfinu eru sagðir hafa óskað eftir því lengi að umferðaröryggi á þessum stað yrði bætt.

Innlent

Skrítin af­staða BSRB og ASÍ

Formaður Eflingar harmar að formenn annarra stéttarfélaga fordæmi aðgerðir borgarinnar í leikskólamálum, án þess að kanna hug félagsmanna fyrst. Ástandið á leikskólum borgarinnar sé óásættanlegt og ljóst að breytinga sé þörf. 

Innlent

Tekist á um leik­skóla­mál og á­rásir á Gasa

Formaður Eflingar harmar að formenn annarra stéttarfélaga fordæmi aðgerðir borgarinnar í leikskólamálum, án þess að kanna hug félagsmanna fyrst. Ástandið á leikskólum borgarinnar sé óásættanlegt og ljóst að breytinga sé þörf.

Innlent

Rann­saka mögu­lega stunguárás

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi tilkynnt um líkamsárás í Reykjavík. Talað var um árásina sem hnífstungu.

Innlent

Göngu- og hjólabrýr yfir Elliða­ár opnast

Báðar nýju göngu- og hjólabrýrnar yfir Elliðaár í Víðidal, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hafa verið opnaðar umferð. Vinna við þær er á lokametrunum en búið að tengja þær báðar við stígakerfi Elliðaárdals.

Innlent

„Af hverju ertu svona í framan?“

Gunnar Örn Backman lýsir særandi og óviðeigandi framkomu af hálfu lögreglunnar á Akureyri þegar hann var stöðvaður við hefðbundið umferðareftirlit.  Gunnar, sem er sjáanlega lamaður öðru megin í andlitinu, segir útlitið ástæðu viðbragðs lögreglu enda vanur fordómum vegna útlits síns. Hann telur mikilvægt að brýna fyrir opinberum starfsmönnum að sýna virðingu og fagmennsku í samskiptum við fólk sem er „öðruvísi.“

Innlent

„Al­gjör­lega al­veg út í hött“

Íbúi við Grettisgötu segist upplifa valdaleysi og örvæntingu gagnvart kerfinu en að hávaðasamar framkvæmdir hafa staðið yfir steinsnar frá heimili hans mörgum mánuðum lengur en upphaflega stóð til. Hann segir framkvæmdina glórulausa og heilsuspillandi.

Innlent