Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Sérfræðingar í loftslagsmálum setja spurningarmerki við hvernig íslensk stjórnvöld stóðu að upplýsingagjöf um sérlausn sem þau fengu vegna hertra losunarreglna. Lausnin er opin öllum flugfélögum sem fljúga um Ísland en hún virðist ekki hafa verið auglýst fyrir erlend félög að neinu marki. Viðskipti innlent 28.10.2025 15:02
Nokkur orð um sérlausn í flugi Vísir greindi nýlega frá því að þrír flugrekendur hefðu sótt um svokallaðar viðbótarheimildir til íslenska ríkisins vegna losunar ársins 2025. Umsóknirnar tengjast tímabundinni aðlögun Íslands að breyttum reglum um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir (ETS), en kerfið tekur til losunar frá flugi á Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Skoðun 28.10.2025 06:02
Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Ísland gæti orðið fyrir miklum áhrifum af veikingu lykilhringrásar í hafinu af völdum hnattrænnar hlýnunar jafnvel þó að nyrsti hluti hennar héldist stöðugur líkt og ný rannsókn gefur vísbendingar um. Misvísandi fréttir hafa verið sagðar af niðurstöðum rannsóknar og þýðingu hennar á undanförnum dögum. Innlent 23.10.2025 07:00
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Ítalskt leiguflugfélag er á meðal þriggja flugfélaga sem hafa sótt um að fá úthlutað losunarheimildum frá íslenska ríkinu. Úthlutunin er hluti af séríslenskri undanþágu frá hertum losunarreglum fyrir alþjóðaflug en ríkissjóður gæti orðið af á sjöunda hundrað milljóna króna í tekjur af sölu heimildanna í ár vegna hennar. Viðskipti innlent 17. október 2025 06:46
Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Styrkur gróðurhúsalofttegundarinnar koltvísýrings hefur aldrei aukist meira á milli ára en í fyrra frá því að beinar mælingar á honum hófust. Athafnir manna og ákafari gróðureldar samhliða minnkandi getu lands og hafs til að taka við koltvísýringi er sögð meginorsökin fyrir aukningunni. Erlent 15. október 2025 12:05
Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Tungumálið er öflugt tæki þegar ramma á hlutina inn svo að þeir fái brautargengi. Lokuð búsetuúrræði er hugtak sem notað var til að ræða frelsissviptingu hælisleitenda á Íslandi af síðustu ríkisstjórn. Sömu bjöllur hringdu hjá undirrituðum þegar þau heyrðu um að Ísland sækist eftir því að framlengja sérlausnir í flugi. Það er hugtak sem notað er til þess að ræða undanþágu sem íslensk stjórnvöld hafa fengið síðan í byrjun árs 2024 og gildir til 2027. Undanþágan felst í því að íslenska ríkið fær úthlutað losunarheimildum frá viðskiptakerfi ESB en fær leyfi til þess að gefa þær flugfélögum sem koma til Íslands án endurgjalds, í stað þess að selja þær á almennum markaði. Skoðun 15. október 2025 12:00
Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Hlutfall þeirra sem segja að alls ekki ætti að leita að olíu í íslenskri lögsögu hefur aldrei mælst lægra frá því að byrjað var að kanna það fyrir rúmum áratug. Ríflega helmingur svarenda í skoðanakönnun er jákvæður gagnvart olíuleit við Ísland. Innlent 14. október 2025 08:57
Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Umhverfis- og orkustofnun mun sekta þrotabú flugfélagsins Play um 2,3 milljarða vegna þess að félagið greiddi ekki losunarheimildir sem það skuldaði og voru á gjalddaga daginn eftir að tilkynnt var um gjaldþrot þess. Viðskipti innlent 8. október 2025 19:13
Bein útsending: Loftslagsdagurinn Loftslagsdagurinn hefurr fest sig í sessi sem mikilvægur vettvangur umræðu um loftslagsmál á Íslandi og tengir saman almenning, stjórnvöld, atvinnulíf og vísindasamfélagið. Hann fer fram í dag í Hörpu og er hægt að fylgjast með honum í beinu streymi neðst í fréttinni. Innlent 1. október 2025 10:35
Skortur á metnaði í loftslagsmálum Stjórnvöld ætla að setja fram skýr töluleg markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda skv. tillögu umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að uppfærðu loftslagsmarkmiði Íslands undir Parísarsamningnum. Það er mikilvægt og því ber að fagna. En markmiðin eru of máttlaus, dregið hefur verið úr fjármögnun aðgerða í þágu loftslagsmála og tækifærið til að byggja ofan á þann grunn sem fyrri ríkisstjórn lagði er látið renna Íslandi úr greipum, nema breytingar verði gerðar á tillögunni. Skoðun 1. október 2025 07:00
Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Undanfarna daga hafa Viðskiptaráð og fleiri aðilar hvatt til olíuleitar á Drekasvæðinu. Alltaf stingur sá draugur upp kollinum þegar maður loksins heldur að það sé endanlega búið að kveða hann í kútinn. Skoðun 20. september 2025 08:32
Segir lítið til í orðum ráðherra Fyrrverandi sviðstjóri hjá Mannviti segir lítið til í orðum umhverfis og orkuráðherra um að sérleyfum fyrir olíuleit og vinnslu hafi verið skilað vegna þess að litlar líkur hafi verið taldar á olíufundi. Hann segir að aðeins síðasta skrefið hafi verið eftir áður en pólitík í Noregi og fjárhagskraggar hjá kínversku félagi spillti fyrir. Innlent 19. september 2025 20:02
Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Forstjóri umhverfis- og orkustofnunar segir best að stofnunin klári að yfirfara gögn frá því síðast var leitað að olíu á drekasvæðinu áður en ákvarðanir verði teknar um frekari leit. Viðskiptaráð hefur hvatt stjórnvöld til að bjóða út leyfi, þar sem möguleiki sé á miklum ávinningi fyrir ríkissjóð. Innlent 19. september 2025 13:20
Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Hátt í hundrað milljarða króna þarf til þess að fjármagna áætlanir hafnasjóða á Íslandi um uppbyggingu til ársins 2040. Áætlunum þeirra er ætlað að mæta bæði vexti í atvinnulífinu og markmiðum landsins í orkuskiptum og loftslagsmálum. Innlent 18. september 2025 15:06
„Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Hagfræðingur hjá viðskiptaráði segir olíuleit á Drekasvæðinu ekki fullreynda þó að rannsóknir hafi staðið yfir frá 1985. Olíufundur gæti skilað ævintýralegum ávinningi að hans mati. Umhverfis orku og loftslagsráðherra bendir á að fyrri leyfishafar hafi skilað inn leyfi þar sem verulega litlar líkur voru taldar á olíufundi Innlent 18. september 2025 13:19
Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Hnattræn hlýnun af völdum manna olli um það bil 16.500 viðbótardauðsföllum vegna hita í Evrópu í sumar samkvæmt mati hóps faralds- og loftslagsfræðinga. Það eru 68 prósent allra þeirra sem létust af völdum hita í álfunni. Erlent 18. september 2025 09:26
Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskiptaráð segir að olíuleit á Drekasvæðinu geti skilað gífurlegum verðmætum ef olía finnst á svæðinu. Óháð því hvort olía finnst í vinnanlegu magni geti leitin skilað tekjum í ríkissjóð fyrir leyfisgjöld sérleyfishafa. Gert er ráð fyrir í útreikningum Viðskiptaráðs að vinnsla olíu geti hafist eftir 16 til 18 ár, það er 2041-2043. Viðskipti innlent 18. september 2025 06:00
Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Óeining á meðal aðildarríkja Evrópusambandsins þýðir að það nær ekki að skila uppfærðu markmiði um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á tilsettum tíma fyrir lok mánaðarins. Ríkin eru ekki sammála um hversu metnaðarfullt markmiðið eigi að vera. Erlent 17. september 2025 09:33
Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, ræddi olíuleit í Bítinu en flokkurinn vill að það verði sett á stofn ríkisolíufyrirtæki og að ríkið leiti að olíu. Hann telur það geta skipt sköpum fyrir þjóðina finnist olía við Ísland. Viðskipti innlent 17. september 2025 09:12
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Það að vera aðgerðarsinni í loftslagsmálum er langhlaup. Það koma sprettir og það koma brekkur. Skoðun 16. september 2025 11:00
Að taka til í orkumálum Það efast engin um að við mannkynið verðum að hætta sem allra fyrst að nota jarðefnaeldsneyti og nota þess í stað endurnýjanlega orkugjafa eins og vatnsafl, jarðvarma, vind- og sólarorku. Við hér á Íslandi getum verið þakklát fyrir að 99,9% raforkuframleiðslu hérlendis er endurnýjanleg orka. Skoðun 16. september 2025 08:02
Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Töluverðir möguleikar eru til að endurheimta votlendi á ríkisjörðum þar sem ríkið situr á þúsundum hektara framræsts lands. Ekkert votlendi hefur verið endurheimt síðustu ár þrátt fyrir að framræst land sé stærsta einstaka uppspretta gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Innlent 16. september 2025 07:02
Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Umhverfisþing 2025 fer fram í Silfurbergi í Hörpu í dag og á morgun en þingið er það fjórtánda í röðinni. Meginþemu þingsins verða hafið, líffræðileg fjölbreytni og loftslagsmál. Innlent 15. september 2025 12:30
Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Vernd í hafi, líffræðileg fjölbreytni og loftslagsbreytingar eru viðfangsefni sem eru órjúfanlega tengd og kalla á raunverulegt samráð þvert á samfélagið. Þetta samtal þarf að taka alvarlega og nú er leitað til þjóðarinnar. Skoðun 15. september 2025 11:14