Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Karlmaður sem sætir ákæru fyrir að hafa beitt dóttur sambýliskonu sinnar ítrekuðu kynferðislegu ofbeldi í Hafnarfirði hefur að mestu leyti játað brot sín fyrir dómi. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson varahéraðssaksóknari í samtali við Vísi. Aðeins er óvíst um fjölda skipta sem brotin áttu sér stað. Innlent 30.1.2026 10:16
Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Fjöldi starfsmanna í Ráðhúsi Árborgar á Selfossi er orðinn það mikill að flytja þarf 10 starfsmenn í annað húsnæði rétt hjá ráðhúsinu því þeir komast ekki fyrir í núverandi húsnæði. Innlent 30.1.2026 10:03
Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Norsk yfirvöld hafa ákært tíu menn fyrir að drepa tvo úlfa í suðausturhluta landsins í fyrra. Úlfar eru taldir í bráðri útrýmingarhættu í Noregi og eru friðaðir. Nokkrir mannanna eru einnig ákærðir fyrir að reyna að drepa gaupu. Erlent 30.1.2026 09:22
Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Tulsi Gabbard, yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, leiðir umfangsmikla leit ríkisstjórnar Donalds Trump að vísbendingum um umfangsmikið kosningasvindl sem forsetinn segir að hafi kostað sig sigur í forsetakosningunum 2020. Trump hefur ítrekað haldið því fram að sú hafi verið raunin en hvorki hann né bandamenn hans hafa getað fært almennileg rök fyrir því. Erlent 29.1.2026 23:56
Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga segist harma að stjórnendur Arnarlax og Arctic fish hafi tekið þá ákvörðun að lækka laun starfsfólks í fiskeldi. Sú ákvörðun mun hafa verið tilkynnt starfsfólki fyrr í mánuðinum og á að taka gildi þann 1. maí. Innlent 29.1.2026 22:59
Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Karlmaður hefur verið handtekinn fyrir að þykjast vera fulltrúi bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) til að frelsa Luigi Mangione úr haldi. Maðurinn var með pítsaskera í fórum sínum. Erlent 29.1.2026 22:12
Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Umboðsmaður barna hefur fengið erindi á sitt borð þar sem börn spyrjast fyrir um eigin réttindi hvað varðar myndbirtingar foreldra af börnum sínum. Myndir geti verið nýttar í annarlegum tilgangi sem upphaflega voru birtar í góðri trú. Innlent 29.1.2026 22:00
Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Vegagerðin hefur lýst yfir óvissustigi á veginum í Fagradal, vegna hættu á því að snjóflóð gæti fallið á hann. Innlent 29.1.2026 21:03
„Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Oddviti Framsóknar í Reykjavíkurborg segir fyrirhugað deiliskipulag Borgarlínunnar um Suðurlandsbraut augljóslega ekki ganga upp. Frekar eigi að byggja mislæg gatnamót og gera forgangsaakreinar fyrir strætó. Innlent 29.1.2026 21:01
„Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, segir að sér þyki leiðinlegt að ekki gangi betur að ná niður verðbólgu og vöxtum. Hann muni leggja sig allan fram og ekki hvílast fyrr en árangri hafi verið náð. Innlent 29.1.2026 20:46
Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Bandarísk kona sem búsett er á Íslandi hafði aldrei heyrt minnst á handbolta áður en hún kynntist hinni handboltaóðu íslensku þjóð. Hún vinnur sem ferðaráðgjafi og hjálpar erlendum ferðamönnum að kynnast íslenskri menningu. Til að þekkja Íslendinga í raun og sann sé nauðsynlegt að skilja handbolta. Innlent 29.1.2026 19:59
Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Grindavíkurbær auglýsir forskráningu í leik- og grunnskóla fyrir haustið 2026. Ætlunin er að kanna eftirspurn. Innlent 29.1.2026 19:47
Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Ríkisstjórnin hefði mátt bíða með breytingar á opinberum gjöldum þar til verðbólgan myndi hjaðna. Þetta segir hagfræðingur Íslandsbanka. Formaður VR segir það ekki náttúrulögmál að fyrirtæki velti öllu út í verðlagið. Kjarasamningar springi í haust velji fyrirtækin að fara þá leið. Innlent 29.1.2026 19:29
Þrjár hlutu heiðursverðlaun Þrjár konur hlutu heiðursverðlaun á Viðurkenningarhátíð Félags kvenna í atvinnulífinu. Meðal verðlaunahafa er fyrrverandi borgarstjóri. Innlent 29.1.2026 19:05
Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fimm einstaklinga sem grunaðir eru um þjófnað í fjölda verslana. Innlent 29.1.2026 18:46
Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Alríkissaksóknarar í Minneapolis í Bandaríkjunum hafa hótað því að hætta í massavís. Er það vegna þess hvernig haldið hefur verið á spöðunum varðandi rannsóknir á dauða þeirra Renée Good og Alex Pretti, sem skotin voru til bana af útsendurum heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna. Erlent 29.1.2026 18:29
Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Ríkisstjórnin hefði mátt bíða með breytingar á opinberum gjöldum þar til verðbólgan myndi hjaðna. Þetta segir hagfræðingur Íslandsbanka. Formaður VR segir það ekki náttúrulögmál að fyrirtæki velti öllu út í verðlagið. Kjarasamningar springi í haust ef fyrirtækin fara þessa leið. Í kvöldfréttum fjöllum við um verðbólguna sem er umfram svartsýnustu spár. Þá mætir fjármálaráðherra í myndver og svarar spurningum. Innlent 29.1.2026 18:15
Seinka sýningum fyrir leikinn Borgarleikhúsið hefur ákveðið að seinka öllum leiksýningum um korter á morgun svo leikhúsgestir geti horft á fyrri helming af leik Íslands í undanúrslitunum á EM í handbolta. Innlent 29.1.2026 18:06
Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Frambjóðendur til oddvita Viðreisnar í Reykjavíkurborg tókust á í Pallborðinu í dag. Farið var yfir óbirta spurningu í skoðanakönnun og Airbnb-mál fyrrverandi bæjarstjóra. Enginn frambjóðandi gat valið hvern hann myndi velja í oddvitasætið fyrir utan sig sjálfan. Innlent 29.1.2026 17:07
Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Af þeim 711 bifreiðum af gerðinni Tesla Y sem farið var með í aðalskoðun í fyrra stóðust 206 ekki skoðun og fara þurfti með þær í endurskoðun. Það gerir 29 prósent bifreiðanna. Innlent 29.1.2026 16:44
Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Íbúar á Laugarvatni eru ekki allir sáttir við hugmyndir um byggingu fjögurra hæða hótels á Laugarvatni rétt við vatnið með 160 herbergjum. Um 8.600 fermetra byggingu verður að ræða. En um hvað snýst málið í raun og veru? Ásta Stefánsdóttir, er sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Innlent 29.1.2026 16:04
Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Á fjórða hundrað manns sóttust eftir því að taka sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Frestur til að skila inn framboðum rann út í fyrrakvöld. Í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum kemur fram að kjörnefnd taki nú við og muni stilla fólki upp á lista. Innlent 29.1.2026 16:04
Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði í pontu Alþingis í dag minnihlutann ekki hafa nein önnur úrræði en að halda áfram umræðum um útlendingafrumvarpið verði frumvarp um grásleppuveiðar enn á dagskrá í dag. Innlent 29.1.2026 15:54
Svona mun Suðurlandsbraut líta út Tillaga að deiliskipulagi Borgarlínu um Suðurlandsbraut er nú komin í auglýsingu. Skipulagssvæðið nær utan um breytta götumynd Suðurlandsbrautar milli Skeiðarvogar og Lágmúla og hefur borgin birt myndir sem sýna hvernig gatan mun líta út eftir breytingarnar. Innlent 29.1.2026 14:50