Fréttamynd

Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna

Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór býður landsmönnum í einstaka tónlistarveislu í haust þegar hann hyggst flytja allar plöturnar sínar í heild sinni í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Tónleikaröðin markar tímamót á ferli hans þar sem hann gefur aðdáendum tækifæri til að heyra öll lögin sín í lifandi flutningi.

Lífið

Fréttir í tímaröð



Fréttamynd

Að eiga tæki frá Sti­hl er lífs­stíll

Nýlega opnuðu Garðheimar sérstaka deild fyrir þýska gæðamerkið Stihl sem m.a. framleiðir slátturorf, keðjusagir, hleðsluverkfæri og ýmis rafmagnstæki. Stihl vörurnar hafa verið seldar hér á landi í næstum hálfa öld og njóta mikilla vinsælda meðal landsmanna. Um helgina verða tilboð á völdum Stihl vörum og öðrum vörum í Garðheimum á svo kölluðum Garðadögum.

Lífið samstarf

Mest lesið

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.

Fréttamynd

Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin

Lar Park Lincoln, sem er þekktust fyrir hlutverk sín í sápuóperunni Knots Landing og hrollvekjunni Friday the 13th Part VII: The New Blood, er látinn 63 ára að aldri eftir glímu við brjóstakrabbamein.

Lífið
Fréttamynd

Sau­tján langveik börn fengu ferða­styrk

Sautján börnum og fjölskyldum þeirra, samtals um 70 manns, var í gær, á fyrsta degi sumars, afhentur ferðastyrkur úr sjóði Vildarbarna Icelandair. Afhendingin fór fram í Icelandair húsinu í Hafnarfirði.

Lífið
Fréttamynd

Syngja Húsa­vík á Húsa­vík með stúlknakórnum

Tónlistarmyndbandið fyrir „Húsavík (My Hometown)“ í flutningi Remember Monday, sem keppir fyrir hönd Bretlands í Eurovision 2025, er komið út. Myndbandið er tekið upp á Húsavík og syngur stúlknakór Húsavíkur með þríeykinu.

Lífið
Fréttamynd

Fyrsta ís­lenska myndin í Cannes Premiere-flokki

Kvikmyndin Ástin sem eftir er eftir Hlyn Pálmason, með Sögu Garðarsdóttur og Sverri Guðnasyni í aðalhlutverkum, verður heimsfrumsýnd á Cannes kvikmyndahátíðinni í maí. Myndin verður sýnd í Cannes Premiere-flokki hátíðarinnar, fyrst íslenskra mynda.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Stefán Einar og Sara Lind í sundur

Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður og Sara Lind Guðbergsdóttir, framkvæmdastjóri Climeworks á Íslandi, hafa ákveðið að halda hvort í sína áttina eftir þrettán ára samband og ellefu ára hjónaband.

Lífið
Fréttamynd

Bry­an Adams breytti Eld­borg í grát­kór ís­lenskra karla

Það er til ákveðin tegund af íslenskum karlmanni sem fær kökk í hálsinn við fyrstu línuna í Heaven eftir Bryan Adams og segir þá: „Æ, þetta lag var alltaf í bílnum hjá mömmu.“ Og svo byrjar hann að hugsa um hvað hefði orðið úr honum ef hann hefði farið í nám í stað þess að byrja bara í bílaviðgerðum með Gumma frænda.

Gagnrýni
Fréttamynd

Elti ástina til Ís­lands

„Í hvert skipti sem ég skapa þá reyni ég að byggja brú á milli ólíkra hluta, ólíkra menninga og hugmynda, því í kjarnann er ég þannig listamaður,“ segir tónlistarmaðurinn Sonny Bouraima, sem notast við listamannsnafnið snny og var að senda frá sér plötuna caféradio.

Tónlist
Fréttamynd

Taka á­kvörðun á hverjum degi að elska hvort annað

„Það er alltaf hægt að rækta neistann. Við erum alveg funheit í dag,“ segja hjónin Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi og fjölskylduráðgjafi, og Katrín Katrínardóttir, klínískur félagsráðgjafi, áfallasérfræðingur og myndlistarkona. Þau hafa verið par í fjörutíu ár og ræddu við Bítið um hver lykillinn sé að langlífu hjónabandi.

Lífið
Fréttamynd

Lauf­ey Lín skartaði ís­lenska fánanum á Coachella

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir kom fram á hinni vinsælu tónlistarhátíð Coachella í Kaliforníu síðustu tvær helgar. Hún deildi myndasyrpu frá hátíðinni á Instagram þar sem má sjá hana meðal annars klædda í hvítan hlýrabol með íslenska fánanum frá íslenska fatamerkinu Takk Takk.

Lífið