Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Lýsa enda­lokum vin­sæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“

Frasinn „six-seven“ eða „sex-sjö“ hefur upp á síðkastið verið afar vinsæll meðal yngri kynslóðarinnar. Vinsældir frasans, sem virðist ekki hafa neina sérstaka merkingu, má rekja til mikillar útbreiðslu á samfélagsmiðlum og hafa krakkar og unglingar víða um heim tekið upp frasann sem þykir mikið notaður í þeirra daglega tali. Svo mikið er gripið til frasans að kennurum í skóla nokkrum í Tinglev í Danmörku þótti nóg um og hafa þeir gert tilraun til að lýsa yfir endalokum frasans.

Lífið


Fréttamynd

Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum

Það var líf og fjör í Hafnarfirði síðastliðinn föstudag og margt um manninn þegar tískuverslunin Gina Tricot opnaði dyrnar á splunkunýrri verslun í stækkuðum Firðinum. Skvísur á öllum aldri lögðu leið sína á opnunina, skáluðu saman í freyðivín og gæddu sér á poppi. 

Tíska og hönnun

Mest lesið

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.

Fréttamynd

Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi

Liðnir mánuðir hafa verið viðburðarríkir hjá Helga Ómarssyni, áhrifavaldi og ljósmyndara, sem hefur á skömmum tíma lokið þremur sérhæfðum námsleiðum tengdum heilsu og vellíðan. Um síðustu helgi útskrifaðist hann sem jógakennari frá Sólheimum, þar sem hann lærði Yoga Nidra. 

Lífið
Fréttamynd

Theo­dór Elmar og Pattra í sundur

Theodór Elmar Bjarnason, fyrrverandi fótboltamaður og aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá KR, og Pattra Sriyanonge, tískubloggari og markaðsstjóri gleraugnaverslunarinnar Sjáðu, eru hætt saman. Þau voru saman í sextán ár og eiga tvö börn saman.

Lífið
Fréttamynd

Ís­lensk mæðgin slá í gegn í her­ferð Zöru

Fyrirsætan og lögfræðingurinn Kristín Lilja Sigurðardóttir hefur komið víða við í módelbransanum og tekið þátt í ýmsum verkefnum úti í heimi. Þar á meðal hefur hún nokkrum sinnum setið fyrir hjá tískurisanum Zöru ein, með eldri syni sínum Andra og nú í nýjustu herðferð fyrirtækisins slær Kristín Lilja í gegn með yngri syninum Ara. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Spennandi ung­linga­bók um sam­félag í upp­lausn, sam­kennd og heitar til­finningar

Það er óhætt að segja að söguþráður nýjustu unglingabókar Arndísar Þórarinsdóttur sé frumlegur og spennandi. Sögupersónur bókarinnar, sem heitir Sólgos, eru að gera sig tilbúnar fyrir fyrsta ballið í 10. bekk þegar rafmagnið fer af. Og ekki nóg með það heldur dettur netið líka út og bílar og flugvélar hætta að virka. Á einu augnabliki hverfa allar reglur samfélagsins og ógnin tekur yfir. Mitt í allri upplausninni má þó finna samstöðu, samkennd og heitar tilfinningar.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Ilmandi jóla­glögg að hætti Jönu

Jólavertíðin nálgast og eru margir þegar komnir í hátíðarskap. Heilsukokkurinn Jana Steingríms deilir hér uppskrift að ilmandi og hollu jólaglöggi sem er tilvalið að bjóða upp á aðventunni.

Jól
Fréttamynd

„Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raun­gerast“

Nýjasta skáldsaga Sifjar Sigmarsdóttur byggir á lífshlaupi Anniear Leifs, fyrstu eiginkonu tónskáldsins Jóns Leifs, en Sif þurfti að skálda mikið í eyðurnar sökum skorts á heimildum. Þegar bókin fór í prentun hafði maður nokkur samband við Sif og var þá nýbúinn að finna dagbók Anniear sem hafði verið grafin ofan í pappakassa í áratugi.

Menning
Fréttamynd

Kristján Guð­munds­son látinn

Kristján Guðmundsson myndlistarmaður er látinn, 84 ára að aldri. Hann var sjálflærður myndlistarmaður og einn stofnenda Gallerí SÚM. Hópurinn að baki SÚM olli straumhvörfum í íslenskri myndlistarsenu á sjöunda áratugnum.

Lífið
Fréttamynd

Simmi Vill í með­ferð

„Áfengi er hætt að vera gleðigjafi og ég hef notað það sem flóttaleið í stað þess að nálgast það af gleði og hvað þá hófsemi. Flóttaleiðirnar með áfengi hafa verið margvíslegar og engar af þeim leiðum hafa verið farsælar. Það hefur hvorki verið farsælt né heilsusamlegt, og því er þetta skref bæði rétt og tímabært.“

Lífið
Fréttamynd

Sam­bæri­legt því að spila með Real Madrid

„Það var einhver utanaðkomandi pressa fannst mér um að það sem kæmi frá mér yrði að vera algjörlega stórkostlegt og ódauðlegt og það lamaði mig algjörlega,“ segir tónlistarmaðurinn Ari Bragi Kárason sem hefur farið eigin leiðir og verið óhræddur við að ögra sér. Ari Bragi, sem er fyrrum spretthlaupari og afreksíþróttamaður, ræddi við blaðamann um ævintýralegt líf sitt í Danmörku þar sem hann vinnur með mörgu af fremsta tónlistarfólki Skandinavíu.

Lífið
Fréttamynd

Fyrir­mynd Lucy úr Narníu látin

Jill Freud, sem túlkaði hlutverk ráðskonu í breska forsætisráðuneytinu í kvikmyndinni Love Actually, lést 98 ára að aldri. Hún var einnig innblástur persónunnar Lucy í bókaröðinni um ævintýralandið Narníu.

Lífið