Lífið

Lúxusferðaforstjóri og kaup­maður selja í gamla Vestur­bænum

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Útsýnið af svölunum á Nýlendugötu 5A er ansi flott en húsið er staðsett í vistgötu í Gamla Vesturbænum.
Útsýnið af svölunum á Nýlendugötu 5A er ansi flott en húsið er staðsett í vistgötu í Gamla Vesturbænum. Domus Nova

Sveinn Sigurður Kjartansson, stofnandi og forstjóri Iceland Luxury Tours, og kaupmaðurinn Stella Sæmundsdóttir hafa sett einbýlishús sitt við Nýlendugötu 5 í gamla Vesturbænum til sölu.

Um er að ræða rúmlega 223 fermetra einbýli sem stendur við Nýlendugötu, vistgötu inn af Norðurstíg, en ásett verð er 219 milljónir króna. 

Húsið var byggt árið 1898 og stóð þá við Lindargötu, var flutt að Nýlendugötu 5A árið 2005 á nýsteyptan kjallara þar og er skráð byggingarár þess því 2007. Síðan þá hafa núverandi eigendur endurnýjað húsið að fullu. 

Húsið er á þremur hæðum auk íbúðar í kjallara með sérinngangi. Innra skipulag samanstendur af sex svefnherbergjum, stofu, borðstofu, tveimur baðherbergjum og þvottahúsi. 

Skjólgóður garður með heitum potti snýr í suðvestur með gróðri, grasflöt og upphitaðri hellulögn auk skjólveggja með kvöldlýsingu. Austan við húsið er innkeyrsla sem tekur tvo bíla í stæði.

Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.

Svona lítur húsið út að framan.
Gengið út í portið.
Hægt að opna út við eldamennskuna.
Geggjað veggfóður á leið inn í svefnherbergi.
Glerið er aðeins skyggt hér í stofunni.
Sólin á svölunum.
Frábært útsýni af svölunum.
Eldhúsið er með sjarmerandi múrsteinum.
Port með upphitaðri stétt.
Sólin skín í garðinum.
Skjólgóður garður með potti.
Innkeyrslan er með pláss fyrir tvo bíla.
Loftmynd af húsinu og hverfinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.