Reykjavík

Fréttamynd

Verið ætt­leiddur af Ís­lendingum

Það var áhrifamikil stund þegar Ross Edgley staldraði við í sjónum við Nauthólsvík til að þakka fagnandi margmenninu sem hafði beðið hans með mikilli eftirvæntingu. Eftir 115 daga á sjó, 1.600 kílómetra sundferð í kringum landið og fjölmargar áskoranir hafði honum tekist ætlunarverkið.

Innlent
Fréttamynd

Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni

Við Ægisíðu í Vesturbæ Reykjavíkur er til sölu sjarmerandi þriggja herbergja íbúð í húsi sem var byggt árið 1952. Íbúðin er í kjallara með fallegu sjávarútsýni. Ásett verð er 69,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Fanga­geymslur fullar eftir eril­sama nótt

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt og voru allar fangageymslur á Hverfisgötu fullar í morgun eftir eril næturinnar. Tilkynnt var um nokkrar líkamsárásir, fíkniefnalagabrot og ofurölvi menn til vandræða.

Innlent
Fréttamynd

Í­búar mót­mæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnars­brekku

Íbúar við Laugarásveg og í kring mótmæla byggingu nýs tvíbýlishúss á lóð við svokallað Gunnarshús. Þar er vinsæl sleðabrekka og samkomustaður fyrir börn og fullorðna í hverfinu. Rithöfundasamband Íslands, sem rekið er í Gunnarshúsi, tekur undir mótmælin. Framkvæmdastjóri segist frekar vilja börn en byggingu á lóðinni.

Innlent
Fréttamynd

Reyndi að stinga lög­reglu af á buggy

Ökumaður buggy bifreiðar reyndi að komast undan lögreglu akandi þegar lögregla reyndi að gefa sig á tal við hann í nótt. Hann var að lokum stöðvaður og handtekinn grunaður um fjölda umferðarlagabrota.

Innlent
Fréttamynd

Á­fram Breið­holt og Kjalar­nes!

Þátttaka barna og ungmenna í íþróttum og öðru skipulögðu frístundastarfi hefur aukist eftir að við hækkuðum frístundastyrkinn í Reykjavík um helming, úr 50 þúsund í 75 þúsund fyrir hvert barn í upphafi þessa kjörtímabils.

Skoðun
Fréttamynd

Vilja að­gerðir strax

Fjöldafundir verða haldnir víða um land á morgun til að sýna samstöðu með palestínsku þjóðinni og krefjast aðgerða til að stöðva þjóðarmorð sem á sér stað í Palestínu. Á annað hundrað félög, samtök og stofnanir standa að fundunum og er búist við fjölmenni.

Innlent
Fréttamynd

Á­stand á stúdenta­görðum: Í­trekuð inn­brot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi

Óprúttnir aðilar hafa gert sig heimakomna á stúdentagarðana í Gamla Garði við Hringbraut frá því í vor sem valdið hefur íbúum miklu ónæði. Námsmönnum sem búa í húsinu finnst öryggi sínu vera ógnað en mennirnir hafa ítrekað stolið mat og drykkjum frá íbúum, haft uppi ógnandi hegðun og trekk í trekk reynt að brjótast inn í húsið. Dýnur sem fundust í kjallara hússins og þvag á gólfinu bendi til þess að umræddir menn hafi haldið til í húsinu í óleyfi.

Innlent
Fréttamynd

60.000 auðir fer­metrar

Alls 60.000 fermetrar af húsnæði í eigu ríkisins stendur tómt. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn minni á Alþingi. Húsnæðið er um land allt og tilheyrir svo til öllum málaflokkum. Margt bendir til þess að ríkið vanmeti virði þessara eigna stórlega en í svarinu segir að þær séu metnar alls á 10,7 milljarða sem er um 178 þúsund krónur á hvern fermetra.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki hægt að þaga þegar stjórn­mála­menn leika sér að því að særa fram tröllin

Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn, segist standa við orð sín um fordómafullt fólk eigi ekki erindi í opinbera stefnumótun. Það sagði hann um Snorra Másson í vikunni og sætti í kjölfarið gagnrýni frá Sigríði Á. Andersen, þingkonu Miðflokksins, í Bítinu í gær. Í viðtali í Bítinu í dag sagði Einar mikilvægt að hinsegin og trans fólki sé veittur stuðningur og þá sérstaklega á sveitarstjórnarstiginu.

Innlent
Fréttamynd

Yfir­gefið hreysi víkur fyrir hundrað í­búðum

Ryð, sót og veggjakrot, brotnar rúður og flögnuð málning. Þetta er meðal þess sem blasir við nú á lóðinni við Borgartún 34-36 sem snýr að Kringlumýrarbraut. Eldur kom upp í húsinu í sumar en það er í mikilli niðurníðslu og hefur ekki verið í notkun um hríð. Húsin á lóðinni sem byggð voru á árunum 1958 til 1978 fá senn að fjúka en á lóðinni eiga að rísa hundrað nýjar íbúðir.

Innlent
Fréttamynd

Líkams­á­rás á gisti­heimili

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti tveimur útköllum í nótt þar sem tilkynnt var um líkamsárás. Önnur átti sér stað á gistiheimili í póstnúmerinu 105 en þar var einn handtekinn og annar fluttur á slysadeild.

Innlent
Fréttamynd

Móðirin á Edition gengur laus

Kona sem grunuð er um að hafa banað eiginmanni sínum og dóttur á Edition-hótelinu í júní getur nú um frjálst höfuð strokið, eftir að hafa verið sleppt úr gæsluvarðhaldi í dag. Hún hefur þess í stað verið úrskurðuð í farbann.

Innlent