Reykjavík

Fréttamynd

Róbert vill leiða lista Við­reisnar í borginni

Róbert Ragnarsson, sérfræðingur í stjórnsýslu og fyrrverandi bæjarstjóri í Grindavík, hefur boðið sig fram til að leiða lista Viðreisnar í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum í maí næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Fer ekki aftur fram fyrir Sam­fylkinguna

Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, ætlar ekki að bjóða sig aftur fram í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Hún segir það ekki auðvelda ákvörðun. Hún brenni fyrir jafnaðarstefnunni en geti ekki staðið með sannfæringu sinni með núverandi stefnu flokksins í innflytjendamálum. 

Innlent
Fréttamynd

Jöfn tæki­færi fyrir börn í borginni

Ég er grunnskólakennari og vinn á hverjum degi með mikilvægustu íbúum Reykjavíkur: börnunum okkar. Veruleiki þeirra hefur breyst mikið síðustu ár – ekki bara síðan ég var sjálfur í þeirra sporum heldur líka síðan ég byrjaði að kenna!

Skoðun
Fréttamynd

Kynna breytta Reykja­víkur­leið eftir ára­mót

Líf Magneudóttir, formaður stýrihóps um leikskólaleiðina og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir stýrihópinn enn að vinna úr umsögnum um Reykjavíkurleiðina svokölluðu. Líf segir hópinn stefna á að kynna breytingar Reykjavíkurleiðinni eftir áramót.

Innlent
Fréttamynd

Heiða þurfi ekki að hafa á­hyggjur af óvinsældunum

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, segir borgarstjóra ekki þurfa að hafa miklar áhyggjur þótt hún mælist ekki sem einn af vinsælustu borgarfulltrúunum. Það sé algengt meðal Reykvíkinga að vera óánægðir með bæði meiri- og minnihluta borgarstjórnar.

Innlent
Fréttamynd

Hyggst reisa nýja flug­stöð og festa flug­völlinn í sessi

Innviðaráðherra hyggst festa Reykjavíkurflugvöll í sessi og byggja nýja flugstöð. Forsætisráðherra segir ekki hægt að láta flugvöllinn grotna niður meðan ekki finnist aðrir kostir. Forstjóri Icelandair segir að ekki muni standa á félaginu að fara í samstarf við stjórnvöld um uppbyggingu.

Innlent
Fréttamynd

Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu

Niðurstöður íbúasamráðs um gufuböð í Vesturbæjarlaug liggja nú fyrir og í annarri sánunni verður heimilt að tala en ekki í hinni. Þá verður sú síðarnefndari heitari en hin. Ekkert verður af kynjaskiptingu sánanna eða að önnur verði ilmandi en ekki hin.

Innlent
Fréttamynd

Komust yfir mynd­band af slysinu

Atburðarásin vegna alvarlegs slyss á Suðurlandsbraut í gærmorgun, þar sem ekið var á fullorðna konu, er farin að skýrast. Lögreglan hefur myndband af slysinu til skoðunar og hefur verið rætt við vitni að slysinu.

Innlent
Fréttamynd

Sauð upp úr við at­huga­semd um að vændis­konan væri karl

Erlendur karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir kaup á vændi og að hafa ráðist á vændiskonuna sem hann taldi vera karlmann. Árásarmaðurinn bar fyrir sig neyðarvörn sem dómurinn tók til skoðunar en taldi hann þó hafa gengið of langt. Athygli vekur að héraðsdómur nafngreinir karlmanninn sem er nýbreytni í vændiskaupamálum.

Innlent
Fréttamynd

„Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig á­byrgan“

Bókin Jötunsteinn eftir Andra Snæ Magnason er viðbragð við yfirstandandi uppbygingarskeiði sem höfundur lýsir sem „stóra lúffinu“.  Fólk sé ekki stolt af byggingum sem rísi á Íslandi líkt og áður fyrr heldur skammist sín ef eitthvað er. Ekki sé hægt að benda á sökudólga heldur sé ástandið afleiðing djúpstæðrar menningar. Jötunsteinn er hróp til fólks um að beygja af þessari leið.

Menning
Fréttamynd

Húsbrot og líkams­á­rás

Tveir voru handteknir fyrir húsbrot í höfuðborginni í gærkvöldi eða nótt og þá var tilkynnt um líkamsárás í póstnúmerinu 105 en meiðsl reyndust minniháttar.

Innlent
Fréttamynd

Far­þeginn enn í haldi lög­reglu

Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar fjórir lögreglubílar veittu stolnu ökutæki eftirför í gærkvöldi. Tveir voru handteknir grunaðir um þjófnað.

Innlent
Fréttamynd

Mikið við­bragð vegna umferðarslyss

Töluverður viðbúnaður viðbragðsaðila er á vettvangi vegna alvarlegs umferðarslyss á Vesturlandsvegi til móts við verslunina Útilegumanninn. Einn var fluttur á sjúkrahús.

Innlent
Fréttamynd

Slökktu eld á Stór­höfða

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi þrjá dælubíla á Stórhöfða í Reykjavík á fjórða tímanum vegna tilkynningar um eld í iðnaðarhúsnæði.

Innlent
Fréttamynd

Eldri kona stór­slösuð og vitni gefa sig fram

Vitni hafa sett sig í samband við lögreglu vegna alvarlegs slyss á Suðurlandsbraut um tíuleytið í morgun þegar ekið var á gangandi vegfaranda. Um var að ræða fullorðna konu sem er alvarlega slösuð.

Innlent
Fréttamynd

Al­var­legt slys á Suður­lands­braut

Alvarlegt slys varð við gönguljós á Suðurlandsbraut vestan við Reykjaveg um klukkan 10 í morgun þegar ekið var á gangandi vegfaranda. Tveir sjúkrabílar voru sendir á svæðið samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði og var einn fluttur á slysadeild. 

Innlent
Fréttamynd

Réðst á starfs­menn lög­reglu

Einn var í nótt handtekinn fyrir líkamsárás í miðbænum. Lögregla segir að hann hafi neitað að segja til nafns en við komu á lögreglustöð hafi hann ráðist á starfsmenn lögreglu. Sá var vistaður vegna ástands.

Innlent
Fréttamynd

Kaffi Ó-le opið á ný

Kaffihúsið vinsæla Kaffi Ó-le hefur verið opnað á ný eftir nokkurra mánaða lokun. Það er enn sem áður í sama húsnæði í Hafnarstræti og bruggar enn sama gamla kaffið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst

Nýtt húsnæði Konukots mun breyta miklu fyrir konurnar sem þangað sækja að sögn framkvæmdastjóra Rótarinnar. Aðsókn hefur verið yfir meðallagi í haust og húsið stundum yfirfullt. Borgarstjóri opnaði húsnæðið við Ármúla við athöfn í gær.

Innlent
Fréttamynd

„Mér brá við að sjá þessa tölu“

Hjálmari Sveinssyni, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, segist hafa brugðið við að sjá könnun Maskínu sem sýndi að aðeins tvö prósent svarenda vildu að Heiða Björg Hilmisdóttir yrði áfram borgarstjóri Reykjavíkur. Hann telur þó ekki þörf á nýjum oddvita og telur Heiðu ekki verðskulda svo dræmt fylgi. Hann setur fyrirvara við könnunina.

Innlent
Fréttamynd

Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við

Íbúar í Laugardal ætla að koma upp eigin ljósastýringarbúnaði við gatnamót í dalnum þar sem þrisvar sinnum hefur verið ekið á börn í haust. Þau gagnrýna borgina fyrir seinagang en borgin segir íbúana með engin leyfi til gjörningsins.

Innlent