Reykjavík

Fréttamynd

Fimm skip­stjórar en engin við stýrið

Stóru tíðindin í fjárhagsáætlun Reykjavíkur 2026–2030 er ekki fögur framtíðarsýn. Meirihluti vinstri flokkanna í borgarstjórn hefur ákveðið að sleppa stýrinu og láta borgarskútuna reka næsta árið. Það er í besta falli kæruleysi. Í versta falli ábyrgðarleysi.

Skoðun
Fréttamynd

Starfs­maður Múlaborgar á­kærður

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru í máli karlmanns um tvítugt, sem er grunaður um að hafa brotið kynferðislega á börnum á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík. Gæsluvarðhald yfir manninum hefur verið framlengt um fjórar vikur.

Innlent
Fréttamynd

Gleði­efni að útkomuspá ársins sé á núlli

Borgarstjóri segir það gleðiefni að útkomuspá ársins 2025 sé komin á núllið án þess að skerða þjónustu borgarbúa. Hún segir engan kosningabrag vera á fjármálaáætlun borgarinnar sem kynnt var í dag.

Innlent
Fréttamynd

Reikna með tæp­lega ní­tján milljarða af­gangi á næsta ári

Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2026 er gert ráð fyrir að stöðugum og sterkum rekstri í A- og B-hluta. Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaða verði jákvæð um 18,7 milljarða króna og EBITDA verði 69,6 milljarðar króna. Á árunum 2027 til 2030 er gert ráð fyrir batnandi afkomu og vaxandi EBITDA. Útkomuspá fyrir árið 2025 gerir ráð fyrir að afkoma ársins verði jákvæð um 14,6 milljarða króna. Þar af verður afkoma A-hluta jákvæð um 381 milljón, samanborið við 4,7 milljarða afgang í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Kynnir sína fyrstu fjár­hags­á­ætlun

Boðað hefur verið til blaðamannafundar þar sem Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri kynnir fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir 2026 og áætlun fyrir fimm ára tímabilið til 2030. Fjárhagsáætlun verður lögð fram og rædd í borgarstjórn í dag.

Innlent
Fréttamynd

Lík­legast að Reykja­víkur­leiðin taki breytingum eftir um­sagnir

Líf Magneudóttir, formaður stýrihóps um leikskólaleiðina og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir stýrihópinn stefna að því að vinna úr umsögnum um Reykjavíkurleiðina svokölluðu hratt og örugglega. Stýrihópurinn fundar tvisvar í þessari viku. Líf segir líklegt að tillagan muni ekki vera samþykkt í þeirri mynd sem hún var lögð fram og nefnir í því samhengi tekjubil í gjaldskrá fyrir afslætti og skráningu á skráningardögum með þeim fyrirvara að hópurinn eigi eftir að taka málið til umræðu.

Innlent
Fréttamynd

Snúin staða Sönnu og sam­eigin­legt fram­boð virðist ekki í kortunum

Engar formlegar viðræður hafa farið fram um hugsanlegt sameiginlegt framboð flokka á vinstri væng í borgarstjórnarkosningunum í vor og alls óvíst hvort eitthvað slíkt verði að veruleika. Þeir flokkar sem eiga borgarfulltrúa í Reykjavík en náðu ekki fólki inn á þing í síðustu alþingiskosningum eiga allir enn eftir að taka ákvörðun um hvernig valið verður á lista fyrir kosningarnar í vor.

Innlent
Fréttamynd

Kostnaður við stjórn­sýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið

Kostnaður við stjórnsýslu Reykjavíkurborgar er mun hærri en gengur og gerist í öðrum sveitarfélögum. Hann er 10 þúsund krónum hærri á hvern íbúa en landsmeðaltalið og 26 þúsund krónum hærri en á Akureyri. Stjórnsýslufræðingur segir áhugavert að stærsta stjórnsýslueining landsins skuli ekki ná að nýta stærðarhagkvæmni sína til að auka skilvirkni og hagræði.

Innlent
Fréttamynd

Tveir fá heila­blóð­fall á hverjum degi á Ís­landi

Að jafnaði fá tveir einstaklingar heilablóðfall hér á landi á hverjum degi en slag eins og það er kallað er skerðing á heilastarfsemi, sem verður vegna truflunar á blóðflæði til heila. Eftir hádegi í dag verður gestum í Kringlunni og á Glerártorgi á Akureyri boðið að mæta í ókeypis blóðþrýstingsmælingu vegna alþjóðlega Slagdagsins.

Innlent
Fréttamynd

Á rauðu ljósi í Reykja­vík

Það hefur lengi verið meginregla að setja gönguljós yfir miklar umferðargötur til að tryggja öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Þótt þessi nálgun virki einföld og örugg fylgja henni ýmsir ókostir.

Skoðun
Fréttamynd

Val­höll aug­lýst til sölu

Sjálfstæðisflokkurinn hefur sett höfuðstöðvar sínar, Valhöll við Háaleitisbraut, á sölu. Ekkert verð er gefið upp en tilboða óskað.

Innlent
Fréttamynd

Láta forræðis­hyggju hinna full­orðnu ekki fipa sig

Í dag fór fram hrekkjavaka og var henni fagnað víða þar sem börn klæða sig í búninga og ganga í hús í leit að sælgæti. Veðurspá setti áætlanir úr skorðum en veðrið truflaði ekki krakkana á hrekkjavökuballi í Fossvogi í Reykjavík.

Lífið
Fréttamynd

Verður lík­lega mikið eftir af snjó og klaka

Þótt snjó sé tekið að leysa á höfuðborgarsvæðinu hefur umferð víða gengið hægt vegna klakabunka á vegum og stígum sem gera fólki erfitt að komast leiðar sinnar. Hálku hefur gætt víða samhliða hlýindunum.

Veður
Fréttamynd

Heillandi rað­hús Evu Maríu og Trausta til sölu

Eva María Árnadóttir sviðsstjóri samfélags og sjálfbærni hjá Listaháskóla Íslands og eiginmaður hennar, Trausti Stefánsson, menntaskólakennari, hafa sett raðhús sitt við Brekkusel í Seljahverfi á sölu. Ásett verð er 152,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Á­standið verði gjör­breytt í fyrra­málið

Veðurfræðingur á von á því að íbúar á höfuðborgarsvæðinu vakni upp við gjörbreytta og þægilegri stöðu í fyrramálið eftir mikla samfélagslega röskun sökum snjósins í vikunni. Gríðarleg umferð ofan í snjókomu á þriðjudaginn hafi þjappað niður snjónum á sama tíma og tæki Vegagerðarinnar hafi ekki komist að til að moka. Fyrir vikið hafa ökumenn í borginni kynnst skrölti sem minnir á akstur á illa viðhöldnum malarvegum á landsbyggðinni.

Innlent
Fréttamynd

Langt í frá að málinu sé lokið

Búseti íhugar alvarlega að leita réttar síns fyrir dómstólum til að verja hagsmuni íbúa félagsins við Árskóga. Félagið lítur enda svo á að enn séu uppi álitamál þrátt fyrir niðurstöðu Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, sem hafnaði kröfum Búseta um að vöruskemman alræmda í Álfabakka yrði rifin.

Innlent
Fréttamynd

Fresta hrekkja­vöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla

Mörg hverfi á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að fresta hrekkjavökuhátíð sem átti að fara fram í kvöld til morguns. Hátíðinni er frestað vegna veðurs en lægð er undan suðausturströnd sem á að valda hvassri norðaustanátt víða um land, en stormi á Suðausturlandi og á Vestfjörðum og Norðvesturlandi síðdegis og fram á kvöld.

Lífið
Fréttamynd

„Síðasta flug­tak“ Play í Gamla bíói

Það var líf og fjör í Gamla bíói liðna helgi þegar fyrrverandi starfsfólk flugfélagsins PLAY tók sitt „síðasta flugtak“ saman. Hátt í 300 manns mættu í sínu fínasta pússi og skemmtu sér langt fram eftir kvöldi í lokpartýi starfsmannafélagsins.

Lífið
Fréttamynd

„Lé­legur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“

Nýjasta plata Jóhanns Kristófers Stefánssonar, Joey 3, kom út á miðnætti. Jóhann segir óumflýjanlegt að taka persónulegar hræringar í einkalífinu inn í tónlistina. Hann vill með plötunni reyna að brúa bilið sem hefur myndast milli ólíkra hópa í núverandi menningarástandi. Til marks um það lýsir óvænt nafn veginn á plötunni.

Tónlist
Fréttamynd

„Því miður er verk­lagið þannig“

Skrifstofustjóri skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlands Reykjavíkurborgar, sem er sá hluti embættismannakerfis borgarinnar sem annast snjómokstur, segist reikna með því að mokstri ljúki og götur borgarinnar verði færar seinni partinn á morgun. Þá taki ekki viðaminna verkefni hins vegar við þegar hlýnar í veðri.

Innlent
Fréttamynd

Opnun Brákarborgar frestað enn á ný

Framkvæmdir við húsnæði leikskólans Brákarborgar á Kleppsvegi tefjast enn og nú hefur opnun hans verið seinkað um fimm mánuði. Til stóð að leikskólinn myndi hefja starfsemi í ágúst, svo var því seinkað fram til loka októbermánaðar og að lokum fram í mars á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri

Áttræð hjón hafa verið föst heima hjá sér í rúma þrjá sólarhringa þar sem gatan var ekki mokuð við heimili þeirra. Þau eru ósátt við hvernig staðið var að snjómokstri og segja fá svör að fá frá borginni.

Innlent