Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir og Stein Olav skrifa 24. janúar 2026 10:32 Í dag er sögulegt tækifæri til að koma ungu fólki í borgarstjórnarflokk Samfylkingarinnar í vor. Samfylkingin hefur aðeins einu sinni kosið sér nýjan borgarfulltrúa undir 35 ára. Ungt fólk hefur samt verið duglegt að bjóða sig fram í prófkjörum en ekki hlotið framgang. Af því tilefni hélt Ungt jafnaðarfólk, ungliðahreyfing flokksins, forprófkjör í desember. Tilgangurinn var að velja tvo fulltrúa ungs fólks sem flokksfólk gæti flykkt sér saman um. Í forprófkjörinu voru 6 frambjóðendur og mörg hundruð ungmenni í Samfylkingunni greiddu atkvæði. Við undirrituð, Bjarnveig Birta og Stein Olav, vorum kjörin fulltrúar ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar. Forprófkjör Ungs jafnaðarfólks var tilraun til að veita ungu fólki þann framgang í flokknum sem það á skilið og efla rödd ungs fólks innan borgarstjórnar. En ekkert er í hendi. Nú þarf Samfylkingin að sýna að ungt fólk fái tækifæri innan flokksins. Við ekki bara ung, við erum líka hæf. Bjarnveig Birta, er 33 ára rekstrarstjóri og þriggja barna móðir úr Grafarvogi, alin upp í Breiðholti. Hún ætlar að berjast fyrir barnafjölskyldur, vera öflugur fulltrúi úthverfanna í borgarstjórn og passa upp á reksturinn. Birta ætlar að taka til í rekstrinum og forgangsraða verkefnum sem hafa bein áhrif á líf fólks. Hún þekkir vandamálin af eigin raun og kann á rekstur. Stein Olav er 32 ára stærðfræðikennari í Hagaskóla – eini kennarinn í framboði. Hann vill að betur sé brugðist við vanlíðan ungmenna og stórum áskorunum sem við blasa í skólunum. Hann ætlar að fjölga fagfólki í skólum og gera stuðning við börn og ungmenni markvissari. Með jafnaðarstefnuna að leiðarljósi vill hann tryggja öllum börnum sömu tækifæri. Það hefur borgað sig að gefa ungu fólki tækifæri í stjórnmálum á Íslandi, ekki síst í Samfylkingunni. Kristrúnu Frostadóttir var 33 ára þegar hún var kjörin til Alþingis og 34 ára þegar hún var kjörin formaður Samfylkingarinnar. Síðan þá hefur Kristrún breytt stjórnmálum á Íslandi, fært þau nær hinum almenna manni og knúið fram raunverulegar breytingar fyrir fólkið í landinu sem forsætisráðherra. Jóhann Páll var kjörinn ásamt Kristrúnu árið 2021, þá 29 ára, og er í dag loftlags-, orku- og umhverfisráðherra þar sem hann hristir upp í hlutunum. Þau eiga framgang sinn í stjórnmálum að miklu leyti samstöðu ungs fólks að þakka. Dagur B. Eggertsson var fenginn í öruggt sæti hjá R-listanum á sínum tíma því Ingibjörg Sólrún sá í honum framtíðarleiðtoga. Hún gerði sér grein fyrir mikilvægi þess að gefa ungum og upprennandi stjórnmálamanni tækifæri og tryggja framtíð jafnaðarstefnunnar sem stjórnmálaafls. Það tókst vel og Samfylkingin stýrði borginni um árabil undir forystu Dags sem breytti Reykjavík til hins betra. Framgangur ungs fólks innan Samfylkingarinnar er nauðsynlegur til að flokkurinn verði áfram ráðandi afl á Íslandi, bæði í landsmálunum og á sveitarstjórnarstiginu. Til að við byggjum Samfylkingu til framtíðar. Við hvetjum allt Samfylkingarfólk til að kjósa unga fólkið, okkur Bjarnveigu Birtu og Stein Olav, í 3. og 4. sæti. Við erum ung, hæf og klár til verka flokki og borg til sóma. Höfundar eru frambjóðendur í 3.- og 4. sæti á lista Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Samfylkingin Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Í dag er sögulegt tækifæri til að koma ungu fólki í borgarstjórnarflokk Samfylkingarinnar í vor. Samfylkingin hefur aðeins einu sinni kosið sér nýjan borgarfulltrúa undir 35 ára. Ungt fólk hefur samt verið duglegt að bjóða sig fram í prófkjörum en ekki hlotið framgang. Af því tilefni hélt Ungt jafnaðarfólk, ungliðahreyfing flokksins, forprófkjör í desember. Tilgangurinn var að velja tvo fulltrúa ungs fólks sem flokksfólk gæti flykkt sér saman um. Í forprófkjörinu voru 6 frambjóðendur og mörg hundruð ungmenni í Samfylkingunni greiddu atkvæði. Við undirrituð, Bjarnveig Birta og Stein Olav, vorum kjörin fulltrúar ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar. Forprófkjör Ungs jafnaðarfólks var tilraun til að veita ungu fólki þann framgang í flokknum sem það á skilið og efla rödd ungs fólks innan borgarstjórnar. En ekkert er í hendi. Nú þarf Samfylkingin að sýna að ungt fólk fái tækifæri innan flokksins. Við ekki bara ung, við erum líka hæf. Bjarnveig Birta, er 33 ára rekstrarstjóri og þriggja barna móðir úr Grafarvogi, alin upp í Breiðholti. Hún ætlar að berjast fyrir barnafjölskyldur, vera öflugur fulltrúi úthverfanna í borgarstjórn og passa upp á reksturinn. Birta ætlar að taka til í rekstrinum og forgangsraða verkefnum sem hafa bein áhrif á líf fólks. Hún þekkir vandamálin af eigin raun og kann á rekstur. Stein Olav er 32 ára stærðfræðikennari í Hagaskóla – eini kennarinn í framboði. Hann vill að betur sé brugðist við vanlíðan ungmenna og stórum áskorunum sem við blasa í skólunum. Hann ætlar að fjölga fagfólki í skólum og gera stuðning við börn og ungmenni markvissari. Með jafnaðarstefnuna að leiðarljósi vill hann tryggja öllum börnum sömu tækifæri. Það hefur borgað sig að gefa ungu fólki tækifæri í stjórnmálum á Íslandi, ekki síst í Samfylkingunni. Kristrúnu Frostadóttir var 33 ára þegar hún var kjörin til Alþingis og 34 ára þegar hún var kjörin formaður Samfylkingarinnar. Síðan þá hefur Kristrún breytt stjórnmálum á Íslandi, fært þau nær hinum almenna manni og knúið fram raunverulegar breytingar fyrir fólkið í landinu sem forsætisráðherra. Jóhann Páll var kjörinn ásamt Kristrúnu árið 2021, þá 29 ára, og er í dag loftlags-, orku- og umhverfisráðherra þar sem hann hristir upp í hlutunum. Þau eiga framgang sinn í stjórnmálum að miklu leyti samstöðu ungs fólks að þakka. Dagur B. Eggertsson var fenginn í öruggt sæti hjá R-listanum á sínum tíma því Ingibjörg Sólrún sá í honum framtíðarleiðtoga. Hún gerði sér grein fyrir mikilvægi þess að gefa ungum og upprennandi stjórnmálamanni tækifæri og tryggja framtíð jafnaðarstefnunnar sem stjórnmálaafls. Það tókst vel og Samfylkingin stýrði borginni um árabil undir forystu Dags sem breytti Reykjavík til hins betra. Framgangur ungs fólks innan Samfylkingarinnar er nauðsynlegur til að flokkurinn verði áfram ráðandi afl á Íslandi, bæði í landsmálunum og á sveitarstjórnarstiginu. Til að við byggjum Samfylkingu til framtíðar. Við hvetjum allt Samfylkingarfólk til að kjósa unga fólkið, okkur Bjarnveigu Birtu og Stein Olav, í 3. og 4. sæti. Við erum ung, hæf og klár til verka flokki og borg til sóma. Höfundar eru frambjóðendur í 3.- og 4. sæti á lista Samfylkingarinnar.
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun