Samfylkingin Biður þingmenn að gæta orða sinna Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, bað þingmenn um að gæta orða sinna á nýhöfnu þingi. Orðum fylgi ábyrgð og tónn skipti máli. Þetta sagði hún í stefnuræðu sinni í kvöld en niðurlag ræðunnar snerist um að þingmenn ættu að virða hvorn annan og reyna að skilja hvaðan fólk sé að koma. Innlent 10.9.2025 19:58 Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. Alls taka tólf þingmenn og ráðherrar til máls á fyrsta þingfundi Innlent 10.9.2025 19:20 Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Tilkynnt var um nokkrar breytingar á skipan þingnefnda á fundi Alþingis í gær að lokinni þingsetningu. Bæði Viðreisn og Sjálfstæðisflokkur gera breytingar á nefndasetu meðal sinna þingmanna og þá hefur Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, sagt af sér sem annar varaformaður forsætisnefndar þingsins. Innlent 10.9.2025 11:51 Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Stjórnarandstaðan þarf að fá ný tæki í hendurnar til að geta sinnt sínu lýðræðislega hlutverki ef málþófsvopnið verður bitlaust með virkjun 71. greinar þingskapalaga sem heimilar takmörkun á ræðutíma. Þetta segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Þingið hafi verið komið í algjört öngstræti við afgreiðslu veiðigjaldafrumvarpsins í sumar en leiðtogar flokka þurfi nú að setjast niður og ræða hvað sé hægt að gera í staðinn, þannig sómi sé af þingstörfum. Innlent 10.9.2025 08:07 Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um það af hverju það hafi verið svona mikil fólksfjölgun á Íslandi undanfarin ár. Hún hafi til að mynda haft gríðarleg eftirspurnaráhrif á húsnæðismarkað. Hún segir að heimild til að ráðstafa séreignarsparnaði inn á húsnæðislán hafi bara verið tímabundin ráðstöfun á sínum tíma. Innlent 9.9.2025 20:22 Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Logi Einarsson ráðherra háskólamála hefur ákveðið að auka gjaldtöku á nemendur í háskólum landsins um allt að 33% með því að leyfa skólunum að hækka skrásetningargjöld nemenda. Þetta er ekki rétta leiðin til að mæta vanfjármögnun háskólastigsins. Hér er um lífskjaramál þúsunda ungs fólks að ræða og algjört grundvallaratriði í velferðarpólitík. Skoðun 9.9.2025 12:01 Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja alveg skýrt að bókun 35 verði afgreidd á þingvetrinum sem hefst í dag. Forsætisráðherra kýs að kalla svokallað „kjarnorkuákvæði“ frekar „lýðræðisákvæði“ og virðist ekki útiloka að því verði beitt á ný. Innlent 9.9.2025 11:57 Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segist líta svo á að ákvæði 71. greinar þingskaparlaga, sem heimilar takmörkun á ræðutíma þingmanna, sé ákveðið „lýðræðisákvæði.“ Beiting stjórnarmeirihlutans á ákvæðinu við umræðu um veiðigjaldafrumvarpið olli ákveðnu uppnámi á Alþingi undir lok þingsins áður en það fór í frí í sumar. Hún útilokar ekki að ákvæðinu verði beitt í umræðu um bókun 35 en segir þó ekki gengið út frá því heldur. Innlent 9.9.2025 11:33 Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Símabann í skólum, breyting á atkvæðavægi og þingsætadreifingu, og „tiltekt í útlendingamálum“ er meðal þess sem ríkisstjórnin boðar á komandi þingvetri. Ríkisstjórnin boðar 157 mál sem hún hyggst leggja fyrir Alþingi á 157. löggjafarþingi 2025-2026 sem hefst í dag. Innlent 9.9.2025 10:41 Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Leiðtogar ríkisstjórnarinnar kynna þingmálaskrá vegna komandi þingvetrar á blaðamannafundi í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru ríflega 150 mál í þingmálaskránni, sum endurflutt og önnur ný af nálinni. Líkt og venja er eru það einnig mismörg mál sem hver ráðherra hyggst leggja fyrir þingið hverju sinni. Innlent 9.9.2025 09:32 Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sextíu þúsund fermetrar í eigu eða leigu ríkisins standa nú tómir. Rúmlega fjórðungur þeirra stendur auður vegna staðfestra tilvika af raka og myglu. Heildarverðmæti fermetranna eru tæplega ellefu milljarðar króna. Innlent 6.9.2025 15:25 Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu telur Evrópusambandið fara út fyrir valdsvið sitt með tilskipun sem á að innleiða hér á landi. Hann hvetur stjórnvöld á Íslandi til að láta reyna á málið fyrir dómstólum. Viðskipti innlent 5.9.2025 21:02 Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Það stefnir í formannsslag á landsþingi Ungs jafnaðarfólks sem haldið verður eftir rúma viku. Samfélagsmiðlastjórinn vill forsetaembættið en sömuleiðis sækist sitjandi forseti eftir endurkjöri. Innlent 4.9.2025 17:15 „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Sigríður Á. Andersen, þingkona Miðflokksins, segir mikilvægt að fá að ræða málefni trans fólks. Hún fari þegar fram í skólum og fólk verði að fá að ræða til dæmis meðferð sem sé í boði við ódæmigerðum kyneinkennum. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði mikilvægt í þessari umræðu að tala ekki um trans fólk og börn sem skoðun, afstöðu eða hugmyndafræði. Tilvist þeirra sé raunveruleg og það þurfi að viðurkenna það. Innlent 4.9.2025 09:20 Fækka eftirlitsaðilum verulega Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Jóhann Páll Jóhannsson og atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, kynntu í dag á sameiginlegum fundi ráðuneytanna áform um að gera leyfisveitingar og eftirlit með matvælum, hollustuháttum og mengunarvörnum einfaldara og skilvirkara auk þess að bæta þjónustu. Með breytingunum fækkar eftirlitsaðilum úr ellefu í tvo. Innlent 2.9.2025 16:42 Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Fylgi Viðreisnar dalar um tæp tvö prósentustig á milli mánaða í skoðanakönnun Gallup. Breytingar á fylgi annarra flokka eru innan skekkjumarka. Samfylkingin mælist enn langstærsti flokkurinn með rúmlega þriðjungsfylgi. Innlent 2.9.2025 08:47 Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Róbert Marshall, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra. Róbert hefur komið víða við á sínum starfsferli og hefur meðal annars verið aðstoðarmaður ríkisstjórnar, fjallaleiðsögumaður og starfað við fjölmiðla. Róbert er þriðji aðstoðarmaður Heiðu Bjargar síðan hún tók við embætti borgarstjóra í febrúar. Róbert hefur störf í dag. Innlent 2.9.2025 08:27 Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, fer hörðum orðum um málflutning Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, um málefni hinsegin fólks og segir hann merki um bakslag í réttindabaráttu þeirra. Innlent 1.9.2025 23:41 Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri grænna, fór hörðum orðum um Jóhann Pál Jóhannsson umhverfisráðherra í setningarræðu flokksráðsfundar Vinstri grænna í dag og sagði hann ganga á náttúru Íslands í nafni fjárhagslegra hagsmuna. Innlent 31.8.2025 13:58 Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Logi Einarsson, menningarráðherra, segir skipun sonar Ölmu Möller, heilbrigðisráðherra, í stöðu formanns nefndar um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar hér á landi hafa verið faglega. Hann sagðist þó skilja áhuga fjölmiðla og fólks á skipuninni. Innlent 29.8.2025 13:45 Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Samkvæmt nýrri könnun eru aðeins nítján prósent borgarbúa ánægð með störf Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra. 45 prósent borgarbúa eru óánægð með störf hennar og 36 prósent segjast í meðallagi ánægð. Innlent 29.8.2025 10:31 Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Menntamál hafa mikið verið til umræðu upp á síðkastið til að mynda á þessu fyrsta þingi nýrrar ríkisstjórnar. Þau hafa verið mjög áberandi á samfélagsmiðlum en ekki síst í fréttum, þar sem kennarar og alþingismenn koma fram og fjalla um þá stöðu sem hefur skapast í málaflokknum. Málflutningur ákveðinna þingmanna hefur verið mjög umhugsunarverður þar sem þeir setja út á nýja ríkisstjórn fyrir hafa ekki áhuga á þessum málaflokki. Skoðun 28.8.2025 06:02 Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Menningarráðherra hefur skipað son heilbrigðisráðherra sem formann nefndar um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi. Báðir ráðherrar eru þingmenn Samfylkingarinnar. Innlent 27.8.2025 20:55 Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjálfstæðisflokkurinn er aftur orðinn stærsti flokkurinn í borginni. Það sýna nýjar niðurstöður borgarvita Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Píratar bæta við sig fylgi í borgarstjórn miðað við fylgi sem var í júní á þessu ári. Kosningar til sveitarstjórnar fara fram næsta vor. Innlent 26.8.2025 10:33 Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Ragna Sigurðardóttir, læknir og þingmaður Samfylkingarinnar, og Árni Steinn Viggósson athafnamaður skírðu frumburð sinn við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni í gær. Lífið 25.8.2025 11:03 Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Samkomulag er á milli borgarstjóra og mennta- og barnamálaráðherra að Ágúst Ólafur Ágústsson, aðstoðarmaður borgarstjóra, muni taka við nýju starfi hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu sem aðstoðarmaður Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra. Innlent 25.8.2025 10:29 Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Steindór Örn Gunnarsson, smiður, var endurkjörinn formaður Hallveigar, Ungs jafnaðarfólks í Reykjavík á aðalfundi félagsins í vikunni. Hann hefur gegnt stöðunni frá 2024. Innlent 24.8.2025 21:33 Ný sókn í menntamálum Menntakerfið er ein mikilvægasta grunnstoð íslensks samfélags þar sem grunnur er lagður að farsæld nemenda og samfélagsins í heild. Skoðun 22.8.2025 07:02 Gjörólíkt gengi frá kosningum Samfylkingin mælist með 31,6 prósenta fylgi í nýrri könnun Maskínu og hefur ekki mælst hærri í könnunum fyrirtækisins. Fylgið er helmingi meira en í kosningunum fyrir níu mánuðum á meðan fylgi Flokks fólksins hefur helmingast. Innlent 21.8.2025 15:01 Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, fagnaði nítján ára brúðkaupsafmæli með eiginmanni sínum, Hrannari Birni Arnarssyni, með indverskum mat og strætóferð. Lífið 21.8.2025 10:47 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 61 ›
Biður þingmenn að gæta orða sinna Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, bað þingmenn um að gæta orða sinna á nýhöfnu þingi. Orðum fylgi ábyrgð og tónn skipti máli. Þetta sagði hún í stefnuræðu sinni í kvöld en niðurlag ræðunnar snerist um að þingmenn ættu að virða hvorn annan og reyna að skilja hvaðan fólk sé að koma. Innlent 10.9.2025 19:58
Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. Alls taka tólf þingmenn og ráðherrar til máls á fyrsta þingfundi Innlent 10.9.2025 19:20
Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Tilkynnt var um nokkrar breytingar á skipan þingnefnda á fundi Alþingis í gær að lokinni þingsetningu. Bæði Viðreisn og Sjálfstæðisflokkur gera breytingar á nefndasetu meðal sinna þingmanna og þá hefur Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, sagt af sér sem annar varaformaður forsætisnefndar þingsins. Innlent 10.9.2025 11:51
Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Stjórnarandstaðan þarf að fá ný tæki í hendurnar til að geta sinnt sínu lýðræðislega hlutverki ef málþófsvopnið verður bitlaust með virkjun 71. greinar þingskapalaga sem heimilar takmörkun á ræðutíma. Þetta segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Þingið hafi verið komið í algjört öngstræti við afgreiðslu veiðigjaldafrumvarpsins í sumar en leiðtogar flokka þurfi nú að setjast niður og ræða hvað sé hægt að gera í staðinn, þannig sómi sé af þingstörfum. Innlent 10.9.2025 08:07
Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um það af hverju það hafi verið svona mikil fólksfjölgun á Íslandi undanfarin ár. Hún hafi til að mynda haft gríðarleg eftirspurnaráhrif á húsnæðismarkað. Hún segir að heimild til að ráðstafa séreignarsparnaði inn á húsnæðislán hafi bara verið tímabundin ráðstöfun á sínum tíma. Innlent 9.9.2025 20:22
Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Logi Einarsson ráðherra háskólamála hefur ákveðið að auka gjaldtöku á nemendur í háskólum landsins um allt að 33% með því að leyfa skólunum að hækka skrásetningargjöld nemenda. Þetta er ekki rétta leiðin til að mæta vanfjármögnun háskólastigsins. Hér er um lífskjaramál þúsunda ungs fólks að ræða og algjört grundvallaratriði í velferðarpólitík. Skoðun 9.9.2025 12:01
Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja alveg skýrt að bókun 35 verði afgreidd á þingvetrinum sem hefst í dag. Forsætisráðherra kýs að kalla svokallað „kjarnorkuákvæði“ frekar „lýðræðisákvæði“ og virðist ekki útiloka að því verði beitt á ný. Innlent 9.9.2025 11:57
Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segist líta svo á að ákvæði 71. greinar þingskaparlaga, sem heimilar takmörkun á ræðutíma þingmanna, sé ákveðið „lýðræðisákvæði.“ Beiting stjórnarmeirihlutans á ákvæðinu við umræðu um veiðigjaldafrumvarpið olli ákveðnu uppnámi á Alþingi undir lok þingsins áður en það fór í frí í sumar. Hún útilokar ekki að ákvæðinu verði beitt í umræðu um bókun 35 en segir þó ekki gengið út frá því heldur. Innlent 9.9.2025 11:33
Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Símabann í skólum, breyting á atkvæðavægi og þingsætadreifingu, og „tiltekt í útlendingamálum“ er meðal þess sem ríkisstjórnin boðar á komandi þingvetri. Ríkisstjórnin boðar 157 mál sem hún hyggst leggja fyrir Alþingi á 157. löggjafarþingi 2025-2026 sem hefst í dag. Innlent 9.9.2025 10:41
Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Leiðtogar ríkisstjórnarinnar kynna þingmálaskrá vegna komandi þingvetrar á blaðamannafundi í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru ríflega 150 mál í þingmálaskránni, sum endurflutt og önnur ný af nálinni. Líkt og venja er eru það einnig mismörg mál sem hver ráðherra hyggst leggja fyrir þingið hverju sinni. Innlent 9.9.2025 09:32
Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sextíu þúsund fermetrar í eigu eða leigu ríkisins standa nú tómir. Rúmlega fjórðungur þeirra stendur auður vegna staðfestra tilvika af raka og myglu. Heildarverðmæti fermetranna eru tæplega ellefu milljarðar króna. Innlent 6.9.2025 15:25
Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu telur Evrópusambandið fara út fyrir valdsvið sitt með tilskipun sem á að innleiða hér á landi. Hann hvetur stjórnvöld á Íslandi til að láta reyna á málið fyrir dómstólum. Viðskipti innlent 5.9.2025 21:02
Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Það stefnir í formannsslag á landsþingi Ungs jafnaðarfólks sem haldið verður eftir rúma viku. Samfélagsmiðlastjórinn vill forsetaembættið en sömuleiðis sækist sitjandi forseti eftir endurkjöri. Innlent 4.9.2025 17:15
„Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Sigríður Á. Andersen, þingkona Miðflokksins, segir mikilvægt að fá að ræða málefni trans fólks. Hún fari þegar fram í skólum og fólk verði að fá að ræða til dæmis meðferð sem sé í boði við ódæmigerðum kyneinkennum. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði mikilvægt í þessari umræðu að tala ekki um trans fólk og börn sem skoðun, afstöðu eða hugmyndafræði. Tilvist þeirra sé raunveruleg og það þurfi að viðurkenna það. Innlent 4.9.2025 09:20
Fækka eftirlitsaðilum verulega Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Jóhann Páll Jóhannsson og atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, kynntu í dag á sameiginlegum fundi ráðuneytanna áform um að gera leyfisveitingar og eftirlit með matvælum, hollustuháttum og mengunarvörnum einfaldara og skilvirkara auk þess að bæta þjónustu. Með breytingunum fækkar eftirlitsaðilum úr ellefu í tvo. Innlent 2.9.2025 16:42
Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Fylgi Viðreisnar dalar um tæp tvö prósentustig á milli mánaða í skoðanakönnun Gallup. Breytingar á fylgi annarra flokka eru innan skekkjumarka. Samfylkingin mælist enn langstærsti flokkurinn með rúmlega þriðjungsfylgi. Innlent 2.9.2025 08:47
Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Róbert Marshall, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra. Róbert hefur komið víða við á sínum starfsferli og hefur meðal annars verið aðstoðarmaður ríkisstjórnar, fjallaleiðsögumaður og starfað við fjölmiðla. Róbert er þriðji aðstoðarmaður Heiðu Bjargar síðan hún tók við embætti borgarstjóra í febrúar. Róbert hefur störf í dag. Innlent 2.9.2025 08:27
Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, fer hörðum orðum um málflutning Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, um málefni hinsegin fólks og segir hann merki um bakslag í réttindabaráttu þeirra. Innlent 1.9.2025 23:41
Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri grænna, fór hörðum orðum um Jóhann Pál Jóhannsson umhverfisráðherra í setningarræðu flokksráðsfundar Vinstri grænna í dag og sagði hann ganga á náttúru Íslands í nafni fjárhagslegra hagsmuna. Innlent 31.8.2025 13:58
Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Logi Einarsson, menningarráðherra, segir skipun sonar Ölmu Möller, heilbrigðisráðherra, í stöðu formanns nefndar um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar hér á landi hafa verið faglega. Hann sagðist þó skilja áhuga fjölmiðla og fólks á skipuninni. Innlent 29.8.2025 13:45
Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Samkvæmt nýrri könnun eru aðeins nítján prósent borgarbúa ánægð með störf Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra. 45 prósent borgarbúa eru óánægð með störf hennar og 36 prósent segjast í meðallagi ánægð. Innlent 29.8.2025 10:31
Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Menntamál hafa mikið verið til umræðu upp á síðkastið til að mynda á þessu fyrsta þingi nýrrar ríkisstjórnar. Þau hafa verið mjög áberandi á samfélagsmiðlum en ekki síst í fréttum, þar sem kennarar og alþingismenn koma fram og fjalla um þá stöðu sem hefur skapast í málaflokknum. Málflutningur ákveðinna þingmanna hefur verið mjög umhugsunarverður þar sem þeir setja út á nýja ríkisstjórn fyrir hafa ekki áhuga á þessum málaflokki. Skoðun 28.8.2025 06:02
Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Menningarráðherra hefur skipað son heilbrigðisráðherra sem formann nefndar um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi. Báðir ráðherrar eru þingmenn Samfylkingarinnar. Innlent 27.8.2025 20:55
Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjálfstæðisflokkurinn er aftur orðinn stærsti flokkurinn í borginni. Það sýna nýjar niðurstöður borgarvita Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Píratar bæta við sig fylgi í borgarstjórn miðað við fylgi sem var í júní á þessu ári. Kosningar til sveitarstjórnar fara fram næsta vor. Innlent 26.8.2025 10:33
Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Ragna Sigurðardóttir, læknir og þingmaður Samfylkingarinnar, og Árni Steinn Viggósson athafnamaður skírðu frumburð sinn við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni í gær. Lífið 25.8.2025 11:03
Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Samkomulag er á milli borgarstjóra og mennta- og barnamálaráðherra að Ágúst Ólafur Ágústsson, aðstoðarmaður borgarstjóra, muni taka við nýju starfi hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu sem aðstoðarmaður Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra. Innlent 25.8.2025 10:29
Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Steindór Örn Gunnarsson, smiður, var endurkjörinn formaður Hallveigar, Ungs jafnaðarfólks í Reykjavík á aðalfundi félagsins í vikunni. Hann hefur gegnt stöðunni frá 2024. Innlent 24.8.2025 21:33
Ný sókn í menntamálum Menntakerfið er ein mikilvægasta grunnstoð íslensks samfélags þar sem grunnur er lagður að farsæld nemenda og samfélagsins í heild. Skoðun 22.8.2025 07:02
Gjörólíkt gengi frá kosningum Samfylkingin mælist með 31,6 prósenta fylgi í nýrri könnun Maskínu og hefur ekki mælst hærri í könnunum fyrirtækisins. Fylgið er helmingi meira en í kosningunum fyrir níu mánuðum á meðan fylgi Flokks fólksins hefur helmingast. Innlent 21.8.2025 15:01
Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, fagnaði nítján ára brúðkaupsafmæli með eiginmanni sínum, Hrannari Birni Arnarssyni, með indverskum mat og strætóferð. Lífið 21.8.2025 10:47