Leikirnir sem beðið er eftir Samúel Karl Ólason skrifar 12. janúar 2026 08:02 Það stefnir í hið fínasta ár, þegar kemur að tölvuleikjum allavega. Á öðrum sviðum er staðan kannski ekki jafn góð. Jólin eru liðin og grámyglulegur hverdagsleikinn er tekinn aftur við. Við Íslendingar munum væntanlega ekki fá almennilegt veður aftur í allavega fjóra mánuði og ekkert nema fullar vinnuvikur framundan. Við höfum þó enn tölvuleiki, það er eitthvað. Nýtt ár þýðir nýir tölvuleikir og það er von á mörgum efnilegum slíkum á þessu ári en það sama var upp á teningnum í fyrra. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir helstu leikina sem eiga að koma út á þessu ári og jafnvel seinna en það. Árið sem er að hefjast lítur ágætlega út en vert er að taka fram að útgáfudagar taka oft miklum breytingum. Sjá einnig: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Enn sem komið er eru tiltölulega fáir leikir á listanum komnir með útgáfudag. Við byrjum á leikjunum sem fyrir liggur hvenær þeir eiga að koma út. Hinir eru svo neðar. Fallout 3 og New Vegas endurgerðir Byrjum á tveimur skrítnum en mikil umræða á sér stað þessa dagana um að Bethesda sé við það að gefa út endurgerðir á Fallout 3 og Fallout: New Vegas. Forsvarsmenn fyrirtækisins gáfu skyndilega og án nokkurrar markaðssetningar, fyrir utan stöku lekana og niðurtalningu á netinu, út endurgerð á klassíska leiknum Elder Scrolls: Oblivion í fyrra og nú er talið að mögulega sé verið að leika sama leik aftur. Oblivion var einn söluhæsti leikurinn á Steam í fyrra. Sjá einnig: Nostalgían lifir góðu lífi Nýverið birtist á heimasíðu Fallout þáttanna niðurtalning (uppi í horninu hægra megin, ekki í skápnum vinstra megin) sem samrýmist frumsýningu lokaþáttar annarrar þáttaraðar þáttanna á Prime og hefur það leitt til áðurnefndrar umræðu, sem er orðin mjög hávær um að til standi að gefa út svipaðar endurgerðir á Fallout 3 og New Vegas (líklega besti Fallout leikurinn). Fallout 3 og New Vegas endurgerðirnar eru ekki með útgáfudag, enda byggir öll umræðan á orðrómum. Síðasti þátturinn af annarri þáttaröð Fallout verður sýndur þann 4. febrúar og þá klárast líka áðurnefnd niðurtalning. Nioh 3 Nioh 3 er, eins og glöggir lesendur vita, þriðji leikurinn í seríunni frá Team Ninja. Í þessum leik setja spilarar sig í spor Tokugawa Takechiyo, sem er barnabarn hins fræga stríðsherra Tokugawa Ieyasu. Sem hann þurfa spilarar að berjast við djöfla og illa anda til ð tryggja sér titillinn Shogun. Nioh 3 á að koma út þann 6. febrúar á PlayStation 5 og PC. Resident Evil Requiem Níundi megin-leikurinn, ef svo má segja, í hinni gífurlega langlífu leikjaseríu Resident Evil og sá fyrsti frá 2021 kemur út í febrúar. Að þessu sinni fjallar leikurinn um þau Leon Scott Kennedy, sem flestir aðdáendur leikjanna ættu að kannast við, og Grace Ashcroft, sem er ný í persóna í leikjunum. Saga leiksins gerist um þrjátíu árum eftir atburðina frægu í Racoon City og gerist leikurinn meðal annars í þeirri borg. Resident Evil Requiem á að koma út þann 27. febrúar á PlayStation 5, Xbox, Switch 2 og PC. Crimson Desert Sömu aðilar og gerðu fjölspilunarleikinn Black Desert Online eru að gefa út leikinn Crimson Desert, sem var líka á listanum í fyrra. Upprunalega átti leikurinn að fjalla um forsögu fjölspilunarleiksins en varð seinna í framleiðslunni að eigin einspilunar- ævintýraleik, sem gerist í sama söguheimi. Crimson Desert kemur út þann 19. mars á PlayStation 5, Xbox og PC. 007 First Light Starfsmenn IO Interactive, þeir sömu og gerðu HITMAN leikina um launmorðingjann 47, gefa í vor út nýjan leik um James Bond. Njósnarinn frægi er 26 ára gamall þegar leikurinn gerist og segir í tilkynningu frá IO Interactive að við spilun leiksins muni spilarar fylgja Bond víðsvegar um heiminn og takast á við fjölmörg vandamál og óvini. Svo virðist sem að Bond þurfi að kljást við annan útsendara MI6 sem gengur lausum hala. Sjá einnig: Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Forsvarsmenn IO Interactive hafa sagt að þeir vonist til þess að framleiða þríleik um breska njósnarann. 007 First Light kemur út þann 27. maí á PlayStation 5, Xbox, Switch 2 og PC. Lego Batman: Legacy of the Dark Knight Lego-leikirnir hafa ávallt verið þekktir fyrir skemmtilega spilun og húmor sem hentar bæði börnum og fullorðnum. Lítið tilefni er til að halda að það muni breytast í nýjasta leiknum um Leðurblökumanninn. Lego Batman: Legacy of the Dark Knight á að koma út þann 29. maí á PlayStation 5, Xbox, Switch 2 og PC. Phantom Blade Zero Leikurinn Phantom Blade Zero er gerður af kínverska fyrirtækinu S-Game og fjallar um launmorðingjann Soul. Hann á einungis sextíu daga eftir ólifaða og þarf að finna rætur samsæris og hnýta þó nokkra hnúta áður en yfir lýkur. PBZ var gerður með Unreal 5 og byggir á hröðum bardögum með margskonar vopnum, eftir hentisemi spilara. Phantom Blade Zero á að koma út þann 9. september á PlayStation 5 og PC. Grand Theft Auto 6 Grand. Theft. Auto. Sex. Þessum leik hefur fólk beðið eftir eins lengi og elstu menn muna. Hann átti upprunalega að koma út í fyrra en síðasti leikurinn í seríunni vinsælu kom út árið 2013. Það eru allavega þrjátíu ár síðan! Það hlýtur að vera. Útgáfunni hefur þó verið frestað tvisvar sinnum en á undanförnum dögum hefur orðrómur verið á kreiki um að til standi að fresta leiknum enn einu sinni. Sjá einnig: Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Að þessu sinni gerist leikurinn í Vice City og nærliggjandi svæðum, (Miami og Flórída) og setja spilarar sig í spor þeirra Jason Duval og Lucia Caminos. Grand Theft Auto 6 á að koma út þann 19. nóvember á PlayStation 5 og Xbox. Marvel's Wolverine Starfsmenn Insomniac, sem eru hvað þekktastir fyrir að gera hinu stórgóðu leiki um Spiderman, stefna að því að gefa á þessu ári út leikinn Marvel's Wolverine. Hann fjallar um samnefndan og oft minnislausan X-karl sem klórar menn þvers og kruss. Marvel's Wolverine er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á seinni hluta ársins á PlayStation 5. Ace Combat 8: Wings of Theve Síðasti Ace Combat leikurinn kom út árið 2019 og nú er komið að þeim áttunda í seríunni frá Bandai Namco. Þetta eru flugleikir sem snúast meira um hasar og fjör en raunveruleika. Ace Combat 8: Wings of Theve er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á árinu á PlayStation 5, Xbox og PC. The Blood of Dawnwalker Hópur fyrrverandi starfsmanna CD Projekt Red, sem er hvað þekktast fyrir Witcher-leikina, myndaði nýtt fyrirtæki sem kallast Rebel Wolves. Þeir hafa unnið að leiknum The Blood of Dawnwalker. Sá leikur gerist á fjórtándu öld í Austur-Evrópu þar sem hópur vampíra herjar á íbúa og hefur í raun tekið yfir stjórn svæðisins. Spilarar setja sig í spor ungs manns sem öðlast krafta vampíra, að hluta til, og hefur þrjátíu daga og nætur til að ná tilteknum markmiðum. Hvernig hann nær þeim markmiðum á að mestu að vera í höndum spilara að ákveða. The Blood of Dawnwalker er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á árinu á PlayStation 5, Xbox og PC. Warhammer 40k: Dawn of War 4 Ofurmennskir geimlandgönguliðar berjast við Orka og Necrons um plánetuna Kronus. Þetta hljómar eins og mikið fjör en um er að ræða sögusvið leiksins Warhammer 40k: Dawn of War 4. Þar er um að ræða herkænskuleik en þriðji leikurinn í seríunni kom út árið 2017. Warhammer 40k: Dawn of War 4 er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á árinu á PC. Star Wars: Zero Company Ef þig hefur langað að spila X-Com, nema í fjarlægri vetrarbraut og fyrir langa löngu, þá er Star Wars: Zero Company eitthvað fyrir þig. Í þessum leik stýra spilarar hópi fólks í bardögum þar sem hver persóna hreyfir sig koll af kolli. Star Wars: Zero Company er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á árinu á PlayStation 5, Xbox og PC. Marvel 1943: Rise of Hydra Steve Rogers og Azzuri, konungur Wakanda og Svarti Pardusinn, taka höndum saman í Marvel 1943: Rise of Hydra sem gerist í hersetinni París í seinni heimsstyrjöldinni. Þeir berjast gegn nasistum og meðlimum Hydra-samtakanna. Enn sem komið er hefur lítið verið gefið upp um leikinn, að undanskilinni stiklu sem birt var í mars 2024. Marvel 1943: Rise of Hydra er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á þessu ári á PC, PS5 og Xbox. Fable Fable er einn af þeim leikjum sem voru opinberaðir allt of snemma. Þriðji leikurinn sem gerist í söguheiminum Albion kom út árið 2010 en það eru orðin ansi mörg ár síðan nýi leikurinn var opinberaður. Um er að ræða ævintýraleik með grínívafi og er þessum nýjasta Fable ætlað að endurstilla söguheiminn. Fable er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á árinu og á PC og Xbox. Exodus Leikurinn Exodus var upprunalega opinberaður fyrir þremur árum síðan, á Game Awards 2023. Hann er einnig gerður af fyrrverandi starfsmönnum Bioware, sem komu að Mass Effect leikjunum. Leikurinn er hlutverkaleikur með Matthew McConaughey í aðalhlutverki. Exodus er ekki kominn með útgáfudag en hann á að koma út árið 2027 á PlayStation 5, Xbox og PC. The Expanse: Osiris Reborn Bækurnar og þættirnir um The Expanse eru af mörgum (mér líka) talið einhver heimsins besti vísindaskáldskapur. Það þykir starfsmönnum fyrirtækisins Owlcat Game líklega einnig en þeir hafa á undanförnum árum unnið að leik sem gerist í söguheimi þessum. Leikurinn er þriðju persónu hasarleikur þar sem spilarar setja sig í spor málaliða sem stýrir smáum hópi manna og freigátu. Saga leiksins er sögð tengjast sögu bókanna. The Expanse: Osiris Reborn er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á PlayStation 5, Xbox og PC. Control Resonant Remedy vinnur að nýjum Control leik, sem kallast Control Resonant. Leikurinn virðist nokkuð frábrugðin þeim fyrri og er komin ný aðalpersóna, Dylan Faden. Það er bróðir Jesse Faden, sem fyrsti leikurinn fjallaði um og gerist leikurinn í New York. Ástandið þar virðist nokkuð slæmt, miðað við stikluna. Control Resonant er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á PlayStation 5, Xbox og PC. Total War: Warhammer 40,000 Annar leikur sem gerist í hinum hræðilega söguheimi sem Warhammer 40k er og er væntanlegur er Total War: Warhammer 40,000. Sá leikur er gerður af Creative Assembly, og þykir mörgum áhugavert að sjá hvernig Total War-formúlan mun virka fyrir leik í söguheimi sem inniheldur geimskip, allskonar byssur og fjölmargt annað sem við fyrstu sýn passar ekki vel inn í áðurnefnda formúlu. Total War: Warhammer 40,000 er ekki kominn með útgáfudag en kemur út á PC. Forza Horizon 6 Það eru nokkur ár liðin frá því við fengum stóran Forza Horizon leik en núna er komið að því. Kappakstursleikirnir hafa ávallt notið mikilla vinsælda og þótt framúrskarandi þegar kemur að grafík. Forza Horizon 6 er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á Xbox og PC. Norse: Oath of Blood Þegar vondir víkingar myrða fjölskyldu Norðmannsins Gunnars og rústa heimili hans, þarf Gunnar að taka á honum stóra sínum. Gunnar þarf að byggja upp eigin víkingabyggð og ná styrk sínum á nýjan og drepa vondu víkingana. Norse: Oath of Blood er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á PlayStation 5, Xbox og PC. Witcher 4 Starfsmenn CD Projekt Red vinna nú að því að gera nýjan leik í söguheimi Witcher. Það er fjórði leikurinn í seríunni og fjallar hann um hana Ciri, fósturdóttur skrímslabanans Geralts, og hefur hún tekið sér fyrir hendur sömu störf og hann. Witcher 4 er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á PlayStation 5, Xbox og PC. Star Wars: Fate of The Old Republic Orðrómur um að verið væri að endurgera hinn gamla og klassíska hlutverkaleik Star Wars: Knights of The Old Republic hefur lengi verið töluvert hávær. Ekki er komið í ljós hvort sá orðrómur er réttur en hins vegar er búið að opinbera nýjan leik sem á að vera framhaldsleikur í anda KOTOR. Það er tiltölulega nýtt fyrirtæki sem stofnað var af Casey Hudson sem vinnur að gerð Star Wars: Fate of The Old Repblic. Hann vann á árum áður hjá Bioware og kom meðal annars að því að gera gömlu KOTOR-leikina og Mass Effect. FOTOR á, eins og gömlu leikirnir, að vera hlutverka- og einspilunarleikur. Star Wars: Fate of The Old Republic er ekki kominn með útgáfudag en vonast er til að hann verði gefinn út fyrir 2030. The Elder Scrolls 6 Ég ætla að hafa þennan leik á þessum lista, en aðallega í gríni. Bethesda birti kitlu fyrir leikinn í júní 2018! Það er skilgreint sem í gamla daga! Síðan þá hefur nánast ekkert verið gefið upp um þennan leik, annað en að það verður fullt af trjám í honum. Elder Scrolls 6 er ekki kominn með útgáfudag en hann kemur væntanlega út á einhverjar framtíðartölvur sem við eigum erfitt með að ímynda okkur. Leikjavísir Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir Leikirnir sem beðið er eftir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira
Nýtt ár þýðir nýir tölvuleikir og það er von á mörgum efnilegum slíkum á þessu ári en það sama var upp á teningnum í fyrra. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir helstu leikina sem eiga að koma út á þessu ári og jafnvel seinna en það. Árið sem er að hefjast lítur ágætlega út en vert er að taka fram að útgáfudagar taka oft miklum breytingum. Sjá einnig: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Enn sem komið er eru tiltölulega fáir leikir á listanum komnir með útgáfudag. Við byrjum á leikjunum sem fyrir liggur hvenær þeir eiga að koma út. Hinir eru svo neðar. Fallout 3 og New Vegas endurgerðir Byrjum á tveimur skrítnum en mikil umræða á sér stað þessa dagana um að Bethesda sé við það að gefa út endurgerðir á Fallout 3 og Fallout: New Vegas. Forsvarsmenn fyrirtækisins gáfu skyndilega og án nokkurrar markaðssetningar, fyrir utan stöku lekana og niðurtalningu á netinu, út endurgerð á klassíska leiknum Elder Scrolls: Oblivion í fyrra og nú er talið að mögulega sé verið að leika sama leik aftur. Oblivion var einn söluhæsti leikurinn á Steam í fyrra. Sjá einnig: Nostalgían lifir góðu lífi Nýverið birtist á heimasíðu Fallout þáttanna niðurtalning (uppi í horninu hægra megin, ekki í skápnum vinstra megin) sem samrýmist frumsýningu lokaþáttar annarrar þáttaraðar þáttanna á Prime og hefur það leitt til áðurnefndrar umræðu, sem er orðin mjög hávær um að til standi að gefa út svipaðar endurgerðir á Fallout 3 og New Vegas (líklega besti Fallout leikurinn). Fallout 3 og New Vegas endurgerðirnar eru ekki með útgáfudag, enda byggir öll umræðan á orðrómum. Síðasti þátturinn af annarri þáttaröð Fallout verður sýndur þann 4. febrúar og þá klárast líka áðurnefnd niðurtalning. Nioh 3 Nioh 3 er, eins og glöggir lesendur vita, þriðji leikurinn í seríunni frá Team Ninja. Í þessum leik setja spilarar sig í spor Tokugawa Takechiyo, sem er barnabarn hins fræga stríðsherra Tokugawa Ieyasu. Sem hann þurfa spilarar að berjast við djöfla og illa anda til ð tryggja sér titillinn Shogun. Nioh 3 á að koma út þann 6. febrúar á PlayStation 5 og PC. Resident Evil Requiem Níundi megin-leikurinn, ef svo má segja, í hinni gífurlega langlífu leikjaseríu Resident Evil og sá fyrsti frá 2021 kemur út í febrúar. Að þessu sinni fjallar leikurinn um þau Leon Scott Kennedy, sem flestir aðdáendur leikjanna ættu að kannast við, og Grace Ashcroft, sem er ný í persóna í leikjunum. Saga leiksins gerist um þrjátíu árum eftir atburðina frægu í Racoon City og gerist leikurinn meðal annars í þeirri borg. Resident Evil Requiem á að koma út þann 27. febrúar á PlayStation 5, Xbox, Switch 2 og PC. Crimson Desert Sömu aðilar og gerðu fjölspilunarleikinn Black Desert Online eru að gefa út leikinn Crimson Desert, sem var líka á listanum í fyrra. Upprunalega átti leikurinn að fjalla um forsögu fjölspilunarleiksins en varð seinna í framleiðslunni að eigin einspilunar- ævintýraleik, sem gerist í sama söguheimi. Crimson Desert kemur út þann 19. mars á PlayStation 5, Xbox og PC. 007 First Light Starfsmenn IO Interactive, þeir sömu og gerðu HITMAN leikina um launmorðingjann 47, gefa í vor út nýjan leik um James Bond. Njósnarinn frægi er 26 ára gamall þegar leikurinn gerist og segir í tilkynningu frá IO Interactive að við spilun leiksins muni spilarar fylgja Bond víðsvegar um heiminn og takast á við fjölmörg vandamál og óvini. Svo virðist sem að Bond þurfi að kljást við annan útsendara MI6 sem gengur lausum hala. Sjá einnig: Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Forsvarsmenn IO Interactive hafa sagt að þeir vonist til þess að framleiða þríleik um breska njósnarann. 007 First Light kemur út þann 27. maí á PlayStation 5, Xbox, Switch 2 og PC. Lego Batman: Legacy of the Dark Knight Lego-leikirnir hafa ávallt verið þekktir fyrir skemmtilega spilun og húmor sem hentar bæði börnum og fullorðnum. Lítið tilefni er til að halda að það muni breytast í nýjasta leiknum um Leðurblökumanninn. Lego Batman: Legacy of the Dark Knight á að koma út þann 29. maí á PlayStation 5, Xbox, Switch 2 og PC. Phantom Blade Zero Leikurinn Phantom Blade Zero er gerður af kínverska fyrirtækinu S-Game og fjallar um launmorðingjann Soul. Hann á einungis sextíu daga eftir ólifaða og þarf að finna rætur samsæris og hnýta þó nokkra hnúta áður en yfir lýkur. PBZ var gerður með Unreal 5 og byggir á hröðum bardögum með margskonar vopnum, eftir hentisemi spilara. Phantom Blade Zero á að koma út þann 9. september á PlayStation 5 og PC. Grand Theft Auto 6 Grand. Theft. Auto. Sex. Þessum leik hefur fólk beðið eftir eins lengi og elstu menn muna. Hann átti upprunalega að koma út í fyrra en síðasti leikurinn í seríunni vinsælu kom út árið 2013. Það eru allavega þrjátíu ár síðan! Það hlýtur að vera. Útgáfunni hefur þó verið frestað tvisvar sinnum en á undanförnum dögum hefur orðrómur verið á kreiki um að til standi að fresta leiknum enn einu sinni. Sjá einnig: Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Að þessu sinni gerist leikurinn í Vice City og nærliggjandi svæðum, (Miami og Flórída) og setja spilarar sig í spor þeirra Jason Duval og Lucia Caminos. Grand Theft Auto 6 á að koma út þann 19. nóvember á PlayStation 5 og Xbox. Marvel's Wolverine Starfsmenn Insomniac, sem eru hvað þekktastir fyrir að gera hinu stórgóðu leiki um Spiderman, stefna að því að gefa á þessu ári út leikinn Marvel's Wolverine. Hann fjallar um samnefndan og oft minnislausan X-karl sem klórar menn þvers og kruss. Marvel's Wolverine er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á seinni hluta ársins á PlayStation 5. Ace Combat 8: Wings of Theve Síðasti Ace Combat leikurinn kom út árið 2019 og nú er komið að þeim áttunda í seríunni frá Bandai Namco. Þetta eru flugleikir sem snúast meira um hasar og fjör en raunveruleika. Ace Combat 8: Wings of Theve er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á árinu á PlayStation 5, Xbox og PC. The Blood of Dawnwalker Hópur fyrrverandi starfsmanna CD Projekt Red, sem er hvað þekktast fyrir Witcher-leikina, myndaði nýtt fyrirtæki sem kallast Rebel Wolves. Þeir hafa unnið að leiknum The Blood of Dawnwalker. Sá leikur gerist á fjórtándu öld í Austur-Evrópu þar sem hópur vampíra herjar á íbúa og hefur í raun tekið yfir stjórn svæðisins. Spilarar setja sig í spor ungs manns sem öðlast krafta vampíra, að hluta til, og hefur þrjátíu daga og nætur til að ná tilteknum markmiðum. Hvernig hann nær þeim markmiðum á að mestu að vera í höndum spilara að ákveða. The Blood of Dawnwalker er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á árinu á PlayStation 5, Xbox og PC. Warhammer 40k: Dawn of War 4 Ofurmennskir geimlandgönguliðar berjast við Orka og Necrons um plánetuna Kronus. Þetta hljómar eins og mikið fjör en um er að ræða sögusvið leiksins Warhammer 40k: Dawn of War 4. Þar er um að ræða herkænskuleik en þriðji leikurinn í seríunni kom út árið 2017. Warhammer 40k: Dawn of War 4 er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á árinu á PC. Star Wars: Zero Company Ef þig hefur langað að spila X-Com, nema í fjarlægri vetrarbraut og fyrir langa löngu, þá er Star Wars: Zero Company eitthvað fyrir þig. Í þessum leik stýra spilarar hópi fólks í bardögum þar sem hver persóna hreyfir sig koll af kolli. Star Wars: Zero Company er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á árinu á PlayStation 5, Xbox og PC. Marvel 1943: Rise of Hydra Steve Rogers og Azzuri, konungur Wakanda og Svarti Pardusinn, taka höndum saman í Marvel 1943: Rise of Hydra sem gerist í hersetinni París í seinni heimsstyrjöldinni. Þeir berjast gegn nasistum og meðlimum Hydra-samtakanna. Enn sem komið er hefur lítið verið gefið upp um leikinn, að undanskilinni stiklu sem birt var í mars 2024. Marvel 1943: Rise of Hydra er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á þessu ári á PC, PS5 og Xbox. Fable Fable er einn af þeim leikjum sem voru opinberaðir allt of snemma. Þriðji leikurinn sem gerist í söguheiminum Albion kom út árið 2010 en það eru orðin ansi mörg ár síðan nýi leikurinn var opinberaður. Um er að ræða ævintýraleik með grínívafi og er þessum nýjasta Fable ætlað að endurstilla söguheiminn. Fable er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á árinu og á PC og Xbox. Exodus Leikurinn Exodus var upprunalega opinberaður fyrir þremur árum síðan, á Game Awards 2023. Hann er einnig gerður af fyrrverandi starfsmönnum Bioware, sem komu að Mass Effect leikjunum. Leikurinn er hlutverkaleikur með Matthew McConaughey í aðalhlutverki. Exodus er ekki kominn með útgáfudag en hann á að koma út árið 2027 á PlayStation 5, Xbox og PC. The Expanse: Osiris Reborn Bækurnar og þættirnir um The Expanse eru af mörgum (mér líka) talið einhver heimsins besti vísindaskáldskapur. Það þykir starfsmönnum fyrirtækisins Owlcat Game líklega einnig en þeir hafa á undanförnum árum unnið að leik sem gerist í söguheimi þessum. Leikurinn er þriðju persónu hasarleikur þar sem spilarar setja sig í spor málaliða sem stýrir smáum hópi manna og freigátu. Saga leiksins er sögð tengjast sögu bókanna. The Expanse: Osiris Reborn er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á PlayStation 5, Xbox og PC. Control Resonant Remedy vinnur að nýjum Control leik, sem kallast Control Resonant. Leikurinn virðist nokkuð frábrugðin þeim fyrri og er komin ný aðalpersóna, Dylan Faden. Það er bróðir Jesse Faden, sem fyrsti leikurinn fjallaði um og gerist leikurinn í New York. Ástandið þar virðist nokkuð slæmt, miðað við stikluna. Control Resonant er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á PlayStation 5, Xbox og PC. Total War: Warhammer 40,000 Annar leikur sem gerist í hinum hræðilega söguheimi sem Warhammer 40k er og er væntanlegur er Total War: Warhammer 40,000. Sá leikur er gerður af Creative Assembly, og þykir mörgum áhugavert að sjá hvernig Total War-formúlan mun virka fyrir leik í söguheimi sem inniheldur geimskip, allskonar byssur og fjölmargt annað sem við fyrstu sýn passar ekki vel inn í áðurnefnda formúlu. Total War: Warhammer 40,000 er ekki kominn með útgáfudag en kemur út á PC. Forza Horizon 6 Það eru nokkur ár liðin frá því við fengum stóran Forza Horizon leik en núna er komið að því. Kappakstursleikirnir hafa ávallt notið mikilla vinsælda og þótt framúrskarandi þegar kemur að grafík. Forza Horizon 6 er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á Xbox og PC. Norse: Oath of Blood Þegar vondir víkingar myrða fjölskyldu Norðmannsins Gunnars og rústa heimili hans, þarf Gunnar að taka á honum stóra sínum. Gunnar þarf að byggja upp eigin víkingabyggð og ná styrk sínum á nýjan og drepa vondu víkingana. Norse: Oath of Blood er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á PlayStation 5, Xbox og PC. Witcher 4 Starfsmenn CD Projekt Red vinna nú að því að gera nýjan leik í söguheimi Witcher. Það er fjórði leikurinn í seríunni og fjallar hann um hana Ciri, fósturdóttur skrímslabanans Geralts, og hefur hún tekið sér fyrir hendur sömu störf og hann. Witcher 4 er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á PlayStation 5, Xbox og PC. Star Wars: Fate of The Old Republic Orðrómur um að verið væri að endurgera hinn gamla og klassíska hlutverkaleik Star Wars: Knights of The Old Republic hefur lengi verið töluvert hávær. Ekki er komið í ljós hvort sá orðrómur er réttur en hins vegar er búið að opinbera nýjan leik sem á að vera framhaldsleikur í anda KOTOR. Það er tiltölulega nýtt fyrirtæki sem stofnað var af Casey Hudson sem vinnur að gerð Star Wars: Fate of The Old Repblic. Hann vann á árum áður hjá Bioware og kom meðal annars að því að gera gömlu KOTOR-leikina og Mass Effect. FOTOR á, eins og gömlu leikirnir, að vera hlutverka- og einspilunarleikur. Star Wars: Fate of The Old Republic er ekki kominn með útgáfudag en vonast er til að hann verði gefinn út fyrir 2030. The Elder Scrolls 6 Ég ætla að hafa þennan leik á þessum lista, en aðallega í gríni. Bethesda birti kitlu fyrir leikinn í júní 2018! Það er skilgreint sem í gamla daga! Síðan þá hefur nánast ekkert verið gefið upp um þennan leik, annað en að það verður fullt af trjám í honum. Elder Scrolls 6 er ekki kominn með útgáfudag en hann kemur væntanlega út á einhverjar framtíðartölvur sem við eigum erfitt með að ímynda okkur.
Leikjavísir Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir Leikirnir sem beðið er eftir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira