Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar 11. apríl 2025 07:02 Undanfarna daga hefur verið rætt um áform ríkisstjórnarinnar um að afnema heimild til samnýtingar skattþrepa. Því hefur verið haldið fram að um aðför að barnafjölskyldum landsins sé að ræða og að afnám heimildarinnar bitni helst á fjölskyldum sem verða tímabundið af tekjum vegna fæðingarorlofs og þeim foreldrum sem eiga erfitt með að ná endum saman. Þetta er rangt. Greiningar fjármála- og efnahagsráðuneytisins hafa sýnt fram á að 95% þeirra einstaklinga sem njóta góðs af samnýtingu skattþrepa eru í efstu tekjutíundinni og yfir 90% þeirra eru raunar í efri helmingi efstu tekjutíundarinnar. Ekki stendur til að afnema samsköttun eins og hún leggur sig, og sameiginleg nýting persónuafsláttar verður áfram í boði. Þetta hefur þýðingu fyrir þau pör sem verða tímabundið af tekjum af ýmsum ástæðum. Með afnámi skattaívilnunar fyrir samnýtingu á skattþrepum er fyrst og fremst verið að fella brott skattafslátt sem hefur að langmestu leyti ratað til tekjuhæstu heimila landsins. Raunar hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn bent á að markmiðið með slíkri ívilnun sé óljós, að hún gagnist helst tekjuhæstu heimilunum og hafi þannig áhrif til þess að auka tekjudreifinguna fremur en jafna hana. Þetta eru ekki heimilin sem þurfa á skattafsláttum og styrkjum að halda. Ungt barnafólk með lágar tekjur og einstæðir foreldrar þurfa mun frekar á stuðningi hins opinbera að halda, enda er mun líklegra að þau séu að ala upp börn í fátækt en þau pör sem hafa haft kost á að samnýta skattþrep. Okkur ber að bæta hag þessara hópa, og það er pólitísk stefna þessarar ríkisstjórnar að hlúa betur að börnum og uppræta fátækt. Þá hefur verið bent á að þessi skattaívilnun sem við erum að afnema eykur á kynjamisrétti þar þeir einstaklingar sem njóta góðs af henni eru langflestir karlmenn. Fyrir árið 2023 var hlutfallið 82%. Þessi skattaafsláttur dregur nefnilega úr þeim hvata sem tekjulægri aðilinn, nær oftast kona, hefur til að vera á vinnumarkaði, enda er útkoman fyrir fjölskylduna af atvinnuþátttöku tekjulægri aðilans sú að fyrsta króna atvinnutekna hans (oftast hennar) er strax skattlögð eins og um tekjur í hæsta skattþrepi væri að ræða. Þetta eru neikvæð hliðaráhrif af þessum skattafslætti og mjög úr takti við það sem tíðkast í nágrannalöndum okkar. Að nýta ríkisfé til að styðja við tekjuhæsta fólkið í samfélaginu er ekki góð ráðstöfun. Nær væri að stjórnvöld notuðu krafta sína í að styðja betur við barnafólk, fólk í fæðingarorlofi og þá foreldra sem raunverulega berjast í bökkum við rekstur heimilisins. Ríkisstjórnin hefur verið skýr – og ætlar að styrkja afkomuöryggi fólks í fæðingarorlofi. Hún ætlar að bæta sérstaklega hag tekjulægri foreldra. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur ætlar að hækka lágmarksgreiðslur foreldra í fæðingarorlofi – það er aðgerð sem skilar sér til efnaminni foreldra og styður við barnafjölskyldurnar sem þurfa mest á því að halda. Fæðingarstyrkur námsmanna og til fólks utan vinnumarkaðar verða einnig hækkaðir. Þegar hefur svo verið lagt fram frumvarp um lengingu fæðingarorlofs fjölburaforeldra og foreldra sem veikjast á meðgöngu. Til stendur að tryggja að hækkanir í fæðingarorlofskerfinu gangi til allra foreldra í fæðingarorlofi, óháð fæðingardegi barns – en í dag fá foreldrar mismunandi hámarksgreiðslur þó þeir séu í fæðingarorlofi á sama tíma. Ríkisstjórnin ætlar sér að auka greiðslur til Fæðingarorlofssjóðs á hverju ári, samtals um 6,5 milljarða króna á tímabilinu sem fjármálaáætlun nær til – þetta skilar sér beint til barnafólksins í landinu. Einnig kemur fram í fjármálaáætlun að þróun barnabóta verði komið í fastar skorður og tryggt verði að fjárhæðir bótanna haldi verðgildi sínu, en sú hefur ekki verið raunin síðastliðna áratugi. Þetta kemur fram í fjármálaáætlun, sem var til umræðu í þinginu á síðustu dögum, áður en stjórnarandstaðan ákvað að þeim væri ekki fært að taka frekari þátt í umræðum um hana. Gagnleg umræða hefði getað skapast um áform ríkisstjórnarinnar og það hvernig við raunverulega bætum hag barnafjölskyldna og forgangsröðum fjármunum til þess – en þar skilaði stjórnarandstaðan auðu. Þingmenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins munu hins vegar standa vörð um hag foreldra, ungs barnafólks og börn sem glíma við fátækt – en ekki um sérhagsmuni hæstu tekjutíundanna sem minna þurfa á stuðningi ríkisins að halda. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ragna Sigurðardóttir Skattar og tollar Mest lesið Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur verið rætt um áform ríkisstjórnarinnar um að afnema heimild til samnýtingar skattþrepa. Því hefur verið haldið fram að um aðför að barnafjölskyldum landsins sé að ræða og að afnám heimildarinnar bitni helst á fjölskyldum sem verða tímabundið af tekjum vegna fæðingarorlofs og þeim foreldrum sem eiga erfitt með að ná endum saman. Þetta er rangt. Greiningar fjármála- og efnahagsráðuneytisins hafa sýnt fram á að 95% þeirra einstaklinga sem njóta góðs af samnýtingu skattþrepa eru í efstu tekjutíundinni og yfir 90% þeirra eru raunar í efri helmingi efstu tekjutíundarinnar. Ekki stendur til að afnema samsköttun eins og hún leggur sig, og sameiginleg nýting persónuafsláttar verður áfram í boði. Þetta hefur þýðingu fyrir þau pör sem verða tímabundið af tekjum af ýmsum ástæðum. Með afnámi skattaívilnunar fyrir samnýtingu á skattþrepum er fyrst og fremst verið að fella brott skattafslátt sem hefur að langmestu leyti ratað til tekjuhæstu heimila landsins. Raunar hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn bent á að markmiðið með slíkri ívilnun sé óljós, að hún gagnist helst tekjuhæstu heimilunum og hafi þannig áhrif til þess að auka tekjudreifinguna fremur en jafna hana. Þetta eru ekki heimilin sem þurfa á skattafsláttum og styrkjum að halda. Ungt barnafólk með lágar tekjur og einstæðir foreldrar þurfa mun frekar á stuðningi hins opinbera að halda, enda er mun líklegra að þau séu að ala upp börn í fátækt en þau pör sem hafa haft kost á að samnýta skattþrep. Okkur ber að bæta hag þessara hópa, og það er pólitísk stefna þessarar ríkisstjórnar að hlúa betur að börnum og uppræta fátækt. Þá hefur verið bent á að þessi skattaívilnun sem við erum að afnema eykur á kynjamisrétti þar þeir einstaklingar sem njóta góðs af henni eru langflestir karlmenn. Fyrir árið 2023 var hlutfallið 82%. Þessi skattaafsláttur dregur nefnilega úr þeim hvata sem tekjulægri aðilinn, nær oftast kona, hefur til að vera á vinnumarkaði, enda er útkoman fyrir fjölskylduna af atvinnuþátttöku tekjulægri aðilans sú að fyrsta króna atvinnutekna hans (oftast hennar) er strax skattlögð eins og um tekjur í hæsta skattþrepi væri að ræða. Þetta eru neikvæð hliðaráhrif af þessum skattafslætti og mjög úr takti við það sem tíðkast í nágrannalöndum okkar. Að nýta ríkisfé til að styðja við tekjuhæsta fólkið í samfélaginu er ekki góð ráðstöfun. Nær væri að stjórnvöld notuðu krafta sína í að styðja betur við barnafólk, fólk í fæðingarorlofi og þá foreldra sem raunverulega berjast í bökkum við rekstur heimilisins. Ríkisstjórnin hefur verið skýr – og ætlar að styrkja afkomuöryggi fólks í fæðingarorlofi. Hún ætlar að bæta sérstaklega hag tekjulægri foreldra. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur ætlar að hækka lágmarksgreiðslur foreldra í fæðingarorlofi – það er aðgerð sem skilar sér til efnaminni foreldra og styður við barnafjölskyldurnar sem þurfa mest á því að halda. Fæðingarstyrkur námsmanna og til fólks utan vinnumarkaðar verða einnig hækkaðir. Þegar hefur svo verið lagt fram frumvarp um lengingu fæðingarorlofs fjölburaforeldra og foreldra sem veikjast á meðgöngu. Til stendur að tryggja að hækkanir í fæðingarorlofskerfinu gangi til allra foreldra í fæðingarorlofi, óháð fæðingardegi barns – en í dag fá foreldrar mismunandi hámarksgreiðslur þó þeir séu í fæðingarorlofi á sama tíma. Ríkisstjórnin ætlar sér að auka greiðslur til Fæðingarorlofssjóðs á hverju ári, samtals um 6,5 milljarða króna á tímabilinu sem fjármálaáætlun nær til – þetta skilar sér beint til barnafólksins í landinu. Einnig kemur fram í fjármálaáætlun að þróun barnabóta verði komið í fastar skorður og tryggt verði að fjárhæðir bótanna haldi verðgildi sínu, en sú hefur ekki verið raunin síðastliðna áratugi. Þetta kemur fram í fjármálaáætlun, sem var til umræðu í þinginu á síðustu dögum, áður en stjórnarandstaðan ákvað að þeim væri ekki fært að taka frekari þátt í umræðum um hana. Gagnleg umræða hefði getað skapast um áform ríkisstjórnarinnar og það hvernig við raunverulega bætum hag barnafjölskyldna og forgangsröðum fjármunum til þess – en þar skilaði stjórnarandstaðan auðu. Þingmenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins munu hins vegar standa vörð um hag foreldra, ungs barnafólks og börn sem glíma við fátækt – en ekki um sérhagsmuni hæstu tekjutíundanna sem minna þurfa á stuðningi ríkisins að halda. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar