Skattar og tollar

Fréttamynd

Vilja að ríkis­stjórnin leggi allt kapp í að af­stýra tollunum

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir þungum áhyggjum af áformum Evrópusambandsins um að leggja toll á kísiljárn frá Íslandi en eini kísiljárnframleiðandi Íslands er í sveitarfélaginu.  Sveitarstjórnin skorar á íslensk stjórnvöld að leggja allt kapp í að afstýra fyrirhuguðum áformum og ná samkomulagi við ESB.

Innlent
Fréttamynd

Segir af­komu hundraða ógnað með beinum hætti

Bæjarráð Akraness vill að ríkisstjórnin geri allt sem hún getur til að stöðva „óskiljanlega“ tolla sem Evrópusambandið hyggst leggja á ál frá Íslandi. Ráðið krefst fundar með ráðherrum og segir atvinnu og afkomu hundruða vera ógnað.

Innlent
Fréttamynd

Líkir veiðigjaldaáformum við sóvéska eigna­upp­töku

Guðmundur Fertram Sigurjónsson segir að líkja megi fyrirhuguðum breytingum ríkisstjórnarinnar á veiðigjaldi við sóvéska eignaupptöku. Hann segir að gríðarlegur efnahagslegur vöxtur hafi verið á Vestfjörðum undanfarin ár, en áform ríkisstjórnarinnar muni koma til með að minnka skattaframlag landshlutarins og veikja byggðirnar.

Innlent
Fréttamynd

Fimm stað­reyndir fyrir Gunn­þór Ingva­son

Forstjóri Síldarvinnslunnar og nýr formaður SFS ritar grein á þessum vettvangi undir fyrirsögninni „Tökum samtalið“. Strax í fyrstu línu fellur grein Gunnþórs Ingvasonar hins vegar á því prófi sem mikilvægast er til þess að hægt sé að eiga vitrænt og heiðarlegt samtal – prófi sannleikans.

Skoðun
Fréttamynd

Endur­skoða á­form um 1,5 milljarða skattahækkun

Ríkisstjórnin ætlar að endurskoða áform fyrri ríkisstjórnar um innviðagjald, sem heimta átti af erlendum skemmtiferðaskipum og áttu að skila ríkissjóði 1,5 milljörðum króna í auknar tekjur. Innviðaráðherra segir málið hluta af fortíðarvanda sem ríkisstjórnin glími við.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stór­fyrir­tæki flýi borgina vegna skatta

Sjálfstæðismenn í Reykjavík munu leggja til að borgarstjórn samþykki að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði og íbúðarhúsnæði við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026, þannig að tekjur borgarsjóðs af álögðum fasteignagjöldum hækki ekki milli áranna 2025 og 2026. Oddviti þeirra segir að mörg stærstu fyrirtæki landsins hafi flúið borgina undanfarin ár vegna hæstu fasteignaskatta á höfuðborgarsvæðinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Þetta er glóru­laust rugl í ráð­herra“

Enn ríkir mikil óánægja með kílómetragjaldsfrumvarp fjármálaráðherra eftir að efnahags- og viðskiptanefnd gerði breytingar á því út frá umsögnum hagsmunaaðila. Formönnum tveggja samtaka sem sendu inn umsögn finnst lítið hafa verið tekið mark á sér. 

Innlent
Fréttamynd

Öku­menn mótor­hjóla greiða meira en lands­byggðin minna

Umdeilt frumvarp um kílómetragjald er loks komið úr nefnd á þinginu. Gildistöku laganna hefur verið frestað og ökumenn bifhjóla koma til með að greiða meira en fyrirhugað var. Fjármálaráðherra segir breytingar nefndarinnar sanngjarnar og til hins betra.

Innlent
Fréttamynd

Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjald­gæfra málma

Forsvarsmenn bílaframleiðenda og annarra fyrirtækja víðsvegar um heiminn vara við því að bílaframleiðsla gæti stöðvast vegna skorts á sérstökum seglum, sem eru nánast eingöngu framleiddir í Kína. Verksmiðjum gæti verið lokað víða um heim á næstu vikum felli Kínverjar ekki niður tálma á útflutningi þessara segla og sjaldgæfra málma sem notaðir eru við framleiðslu þeirra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tollar á ál og stál hækka

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tvöfaldað almenna tolla á innflutning stáls og áls til Bandaríkjanna. Hann segir fyrri tolla ekki hafa gert nóg til að vernda bandarískan iðnað og hefur því hækkað tollana í fimmtíu prósent, úr 25 prósentum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Veitinga­maður með langan brotaferil hlaut þunga sekt

Gísli Ingi Gunnarsson, veitingamaður sem hlotið hefur nokkurn fjölda refsidóma, hefur verið dæmdur til sextán mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar og greiðslu tæplega 200 milljóna króna sektar fyrir stórfelld skattalagabrot.

Innlent
Fréttamynd

Tvö­faldar tolla á inn­flutt stál og ál

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að Bandaríkin muni tvöfalda tolla á innflutt stál og ál, úr 25 prósent í 50 prósent. Breytingin tekur gildi næsta miðvikudag. Trump greindi frá þessu á baráttufundi í Pittsburgh í Pennsylvaníu.

Viðskipti erlent