Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar 15. febrúar 2025 20:30 Eitt helsta einkenni núverandi ríkisstjórnar undir forystu Kristrúnar Frostadóttur er sterk tilhneiging til miðstýringar. Það er áhyggjuefni hvernig ríkisafskipti eru að aukast á mörgum sviðum án þess að nægur sveigjanleiki sé til staðar fyrir frumkvæði í atvinnulífinu og einkarekstri. Sósíaldemókratísk stefna leggur of oft áherslu á lausnir þar sem ríkið á að sjá um allt, frekar en að skapa skilyrði fyrir heilbrigða samkeppni og sjálfbærar lausnir. Framsókn hefur alla tíð talað fyrir jafnvægi milli ríkis og einkageirans – ríkið á ekki að kæfa frumkvæði með of miklum höftum og reglugerðum heldur styðja við fólk og fyrirtæki með skynsamlegum hætti. Þegar horft er til efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar virðist skorta þessa skynsemi og sveigjanleika. Landsbyggðin gleymd Eins og svo oft áður virðist áhersla ríkisstjórnarinnar fyrst og fremst liggja á Höfuðborgarsvæðinu, en hvað með landsbyggðina? Það er lítið sem ekkert sem bendir til þess að stjórnin hafi metnað fyrir raunverulegum aðgerðum til að styrkja byggðir utan höfuðborgarsvæðisins. Það er grundvallaratriði að tryggja sterkar byggðir um allt land með öflugri atvinnustefnu, góðri innviðaþróun og hagstæðum skattaívilnunum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Í staðinn virðist stefna ríkisstjórnarinnar fara í öfuga átt – áframhaldandi höfuðborgarmiðaðar aðgerðir sem gera lítið fyrir lífsskilyrði og framtíð fólks á landsbyggðinni. Við í Framsókn teljum að byggðastefna verði að vera öflug og markviss, ekki eitthvað sem ríkisstjórnin tekur upp í orði en ekki á borði. Það þarf að tryggja atvinnutækifæri, byggja upp samgöngur og huga að framtíðarsýn sem felur ekki bara í sér borg og miðstýrt kerfi, heldur einnig samfélög um allt land. Alþjóðastefna sem hættir að vinna gegn íslenskum hagsmunum Kristrún Frostadóttir hefur talað um nauðsyn þess að treysta alþjóðasamstarf og efla samskipti við Evrópusambandið. Þó samstarf við önnur ríki sé mikilvægt, má það ekki ganga gegn hagsmunum íslensku þjóðarinnar. Það virðist þó vera stefna ríkisstjórnarinnar að færa okkur nær Evrópusambandinu með skrefum sem veita erlendum stofnunum meira vald yfir okkar innlendum málefnum. Sérstaklega eru áhyggjur varðandi sjávarútveg og landbúnað, þar sem Íslendingar þurfa að hafa full yfirráð yfir eigin auðlindum. Framsókn hefur ávallt verið skýr í því að sjálfstæði Íslands í þessum málum er ósveigjanlegt grundvallaratriði. Við verðum að gæta þess að stefna í alþjóðamálum sé í þágu okkar eigin fólks og atvinnuvega, en ekki hluti af óraunhæfri hugmyndafræði sem setur hagsmuni Íslendinga í annað sæti. Sjálfbærar efnahagsaðgerðir – ekki skattahækkanir Ein stærsta gagnrýni sem hægt er að færa á ríkisstjórn Kristrúnar er skortur á sjálfbærni í efnahagsmálum. Í stað þess að beita markvissum lausnum til að örva hagvöxt og auka framleiðni, virðist stjórnin líta til skattahækkana sem aðalúrræðisins til að fjármagna loforð sín. Sósíaldemókratísk stefna gengur of oft út á að hækka álögur á fyrirtæki og einstaklinga, án þess að huga nægilega að langtímaafleiðingum þess fyrir hagkerfið. Ef við viljum tryggja velferðarkerfi sem stendur undir sér til framtíðar, þarf skynsamlega fjármálastjórn og stuðning við atvinnulíf, ekki stefnulausa skattahækkanastefnu sem dregur úr hvata til fjárfestinga og nýsköpunar. Tími til að stjórna af raunsæi – ekki hugmyndafræðilegum kreddum Að lokum má segja að stærsta vandamálið við ríkisstjórn Kristrúnar sé skortur á raunverulegri pragmatískri nálgun. Þegar stjórnmál eru drifin áfram af hugmyndafræðilegum forsendum sem kallast í þessi tilfelli plan Samfylkingarinnar verður stjórnin óraunsæ og lausnamiðuð nálgun víkur fyrir flokkspólitískum markmiðum. Framsókn hefur alltaf verið flokkur sem leggur áherslu á skynsamlegar, hagnýtar lausnir, fyrir ísland allt. Við þurfum ríkisstjórn sem hugsar um heildarhagsmuni landsins, ekki einungis um hvernig hægt sé að framkvæma sósíaldemókratíska stefnu án þess að horfa til raunveruleikans. Það er sú nálgun sem Framsókn stendur fyrir, og það er sú nálgun sem Ísland þarf. Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anton Guðmundsson Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framsóknarflokkurinn Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Sjá meira
Eitt helsta einkenni núverandi ríkisstjórnar undir forystu Kristrúnar Frostadóttur er sterk tilhneiging til miðstýringar. Það er áhyggjuefni hvernig ríkisafskipti eru að aukast á mörgum sviðum án þess að nægur sveigjanleiki sé til staðar fyrir frumkvæði í atvinnulífinu og einkarekstri. Sósíaldemókratísk stefna leggur of oft áherslu á lausnir þar sem ríkið á að sjá um allt, frekar en að skapa skilyrði fyrir heilbrigða samkeppni og sjálfbærar lausnir. Framsókn hefur alla tíð talað fyrir jafnvægi milli ríkis og einkageirans – ríkið á ekki að kæfa frumkvæði með of miklum höftum og reglugerðum heldur styðja við fólk og fyrirtæki með skynsamlegum hætti. Þegar horft er til efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar virðist skorta þessa skynsemi og sveigjanleika. Landsbyggðin gleymd Eins og svo oft áður virðist áhersla ríkisstjórnarinnar fyrst og fremst liggja á Höfuðborgarsvæðinu, en hvað með landsbyggðina? Það er lítið sem ekkert sem bendir til þess að stjórnin hafi metnað fyrir raunverulegum aðgerðum til að styrkja byggðir utan höfuðborgarsvæðisins. Það er grundvallaratriði að tryggja sterkar byggðir um allt land með öflugri atvinnustefnu, góðri innviðaþróun og hagstæðum skattaívilnunum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Í staðinn virðist stefna ríkisstjórnarinnar fara í öfuga átt – áframhaldandi höfuðborgarmiðaðar aðgerðir sem gera lítið fyrir lífsskilyrði og framtíð fólks á landsbyggðinni. Við í Framsókn teljum að byggðastefna verði að vera öflug og markviss, ekki eitthvað sem ríkisstjórnin tekur upp í orði en ekki á borði. Það þarf að tryggja atvinnutækifæri, byggja upp samgöngur og huga að framtíðarsýn sem felur ekki bara í sér borg og miðstýrt kerfi, heldur einnig samfélög um allt land. Alþjóðastefna sem hættir að vinna gegn íslenskum hagsmunum Kristrún Frostadóttir hefur talað um nauðsyn þess að treysta alþjóðasamstarf og efla samskipti við Evrópusambandið. Þó samstarf við önnur ríki sé mikilvægt, má það ekki ganga gegn hagsmunum íslensku þjóðarinnar. Það virðist þó vera stefna ríkisstjórnarinnar að færa okkur nær Evrópusambandinu með skrefum sem veita erlendum stofnunum meira vald yfir okkar innlendum málefnum. Sérstaklega eru áhyggjur varðandi sjávarútveg og landbúnað, þar sem Íslendingar þurfa að hafa full yfirráð yfir eigin auðlindum. Framsókn hefur ávallt verið skýr í því að sjálfstæði Íslands í þessum málum er ósveigjanlegt grundvallaratriði. Við verðum að gæta þess að stefna í alþjóðamálum sé í þágu okkar eigin fólks og atvinnuvega, en ekki hluti af óraunhæfri hugmyndafræði sem setur hagsmuni Íslendinga í annað sæti. Sjálfbærar efnahagsaðgerðir – ekki skattahækkanir Ein stærsta gagnrýni sem hægt er að færa á ríkisstjórn Kristrúnar er skortur á sjálfbærni í efnahagsmálum. Í stað þess að beita markvissum lausnum til að örva hagvöxt og auka framleiðni, virðist stjórnin líta til skattahækkana sem aðalúrræðisins til að fjármagna loforð sín. Sósíaldemókratísk stefna gengur of oft út á að hækka álögur á fyrirtæki og einstaklinga, án þess að huga nægilega að langtímaafleiðingum þess fyrir hagkerfið. Ef við viljum tryggja velferðarkerfi sem stendur undir sér til framtíðar, þarf skynsamlega fjármálastjórn og stuðning við atvinnulíf, ekki stefnulausa skattahækkanastefnu sem dregur úr hvata til fjárfestinga og nýsköpunar. Tími til að stjórna af raunsæi – ekki hugmyndafræðilegum kreddum Að lokum má segja að stærsta vandamálið við ríkisstjórn Kristrúnar sé skortur á raunverulegri pragmatískri nálgun. Þegar stjórnmál eru drifin áfram af hugmyndafræðilegum forsendum sem kallast í þessi tilfelli plan Samfylkingarinnar verður stjórnin óraunsæ og lausnamiðuð nálgun víkur fyrir flokkspólitískum markmiðum. Framsókn hefur alltaf verið flokkur sem leggur áherslu á skynsamlegar, hagnýtar lausnir, fyrir ísland allt. Við þurfum ríkisstjórn sem hugsar um heildarhagsmuni landsins, ekki einungis um hvernig hægt sé að framkvæma sósíaldemókratíska stefnu án þess að horfa til raunveruleikans. Það er sú nálgun sem Framsókn stendur fyrir, og það er sú nálgun sem Ísland þarf. Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun