Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar 31. október 2025 14:31 Nýleg ákvörðun Landsbankans um að hætta að veita verðtryggð lán nema til fyrstu kaupenda hefur haft í för með sér meiri háttar áhrif á fasteignamarkaðinn. Markaðurinn hefur kólnað á örfáum dögum og óvissan magnast. Fólk er óöruggt. Keðjur fasteignakaupa rakna upp. Hvað aðrar fjármálastofnanir gera er enn ekki ljóst. Það getur enginn verið á þeirri skoðun að ástandi sé boðlegt. Engu máli skiptir hvaða stjórnmálaflokki menn tilheyra. Árið er 2025, ekki 1975. Áratuga umræða tekin af borðinu á einni nóttu Í áratugi hefur verið rætt fram og til baka hvort og hvernig draga megi úr vægi verðtryggingar. Vissulega er ákvörðun Landsbankans og eftir atvikum ákvarðanir Arion og Íslandsbanka um framboð verðtryggðra lána bein afleiðing af nýföllnum dómi Hæstaréttar. En þrátt fyrir augljósa annmarka verðtryggingar hefur hún gert þúsundum Íslendinga kleift að eignast heimili. Verðtryggingin, með öllum sínum göllum, er einfaldlega ein af grunnstoðum íslensks fjármagnsmarkaðar. Slík grundvallarstoð fjármögnunar getur ekki breyst á svipstundu, á sama tíma og þjóðin býr eitt hæsta vaxtastig í heimi. Tímasetningin getur ekki verið verri. Allt hagkerfið verður fyrir áhrifum. Greiðslubyrðin orðin óbærileg Fyrir þá lántaka sem ekki falla undir skilgreiningu fyrstu kaupenda blasir við harður veruleiki. Óverðtryggð lán Landsbankans, svo dæmi sé tekið, bera nú um 10 prósenta vexti. Þetta er ekki prentvilla. Ef vextir eru festir til eins, þriggja eða fimm ára eru þeir á bilinu 8,15 til 9,10 prósent. Það þýðir að nánast allir þurfa að festa vexti, a.m.k. til skamms tíma, en greiðslubyrðin er engu að síður gríðarleg. Fyrir venjulegar fjölskyldur og ungt fólk sem vill stækka við sig getur brotthvarf verðtryggðra lána þýtt tugþúsunda króna hærri greiðslubyrði á mánuði. Alþingi þarf að leggja línurnar Sl. fimmtudag var haldinn fundur í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis að minni beiðni.Þar var ákvörðun Landsbankans rædd og áhrif hennar metin. Gott var að heyra sjónarmið bæði ráðherra og fulltrúa bankans enda snertir þetta mál þjóðina alla. Það eru allir meðvitaðir um alvarleika stöðunnar. En staðan er enn óljós. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum veit enginn hvort og hvernig aðrar fjármálastofnanir muni fylgja í kjölfar Landsbankans, eða t.d. hvort verðtryggð lán verði einungis með föstum vöxtum.Staðreyndin er einfaldlega sú að almenningi og fyrirtækjum er ekki fyllilega ljóst hvaða kjör munu gilda á íslenskum lánamarkaði. Alþingi, stjórnvöld auk Seðlabanka þurfa að bregðast við af festu án tafar. Í því felst t.d. að meta hvort og hvernig lög og reglur um verðtryggingu, þ.m.t. um viðmið fyrir verðtryggð lán með breytilega vexti, þurfi að breytast. Snúum við - strax Við verðum að snúa af þessari leið og tryggja fyrirsjáanleika um framboð verðtryggðra lána með skýrum viðmiðum um vexti. Það blasir við að eigi að gera verulegar breytingar á framboði verðtryggðra lána verður slíkt að gerast í áföngum og á grunni samráðs allra hagaðila til að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Eignir og eigið fé almennings eru í húfi. Við megum ekki fá þessar endalausu dýfur og breytingar á lána- og fasteignamarkaði sem valda nánast jarðskjálftum í efnahagslífinu. Við í Framsókn höfum lengi talað fyrir því að draga úr vægi verðtryggingar, enda eru verðtryggð lán ein og sér ekki framtíðin. En meiri háttar breytingar á lánakjörum almennings verða að vera í takt við stöðu heimilanna, vel undirbúnar og fyrirsjáanlegar. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Vagn Stefánsson Vaxtamálið Lánamál Alþingi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Nýleg ákvörðun Landsbankans um að hætta að veita verðtryggð lán nema til fyrstu kaupenda hefur haft í för með sér meiri háttar áhrif á fasteignamarkaðinn. Markaðurinn hefur kólnað á örfáum dögum og óvissan magnast. Fólk er óöruggt. Keðjur fasteignakaupa rakna upp. Hvað aðrar fjármálastofnanir gera er enn ekki ljóst. Það getur enginn verið á þeirri skoðun að ástandi sé boðlegt. Engu máli skiptir hvaða stjórnmálaflokki menn tilheyra. Árið er 2025, ekki 1975. Áratuga umræða tekin af borðinu á einni nóttu Í áratugi hefur verið rætt fram og til baka hvort og hvernig draga megi úr vægi verðtryggingar. Vissulega er ákvörðun Landsbankans og eftir atvikum ákvarðanir Arion og Íslandsbanka um framboð verðtryggðra lána bein afleiðing af nýföllnum dómi Hæstaréttar. En þrátt fyrir augljósa annmarka verðtryggingar hefur hún gert þúsundum Íslendinga kleift að eignast heimili. Verðtryggingin, með öllum sínum göllum, er einfaldlega ein af grunnstoðum íslensks fjármagnsmarkaðar. Slík grundvallarstoð fjármögnunar getur ekki breyst á svipstundu, á sama tíma og þjóðin býr eitt hæsta vaxtastig í heimi. Tímasetningin getur ekki verið verri. Allt hagkerfið verður fyrir áhrifum. Greiðslubyrðin orðin óbærileg Fyrir þá lántaka sem ekki falla undir skilgreiningu fyrstu kaupenda blasir við harður veruleiki. Óverðtryggð lán Landsbankans, svo dæmi sé tekið, bera nú um 10 prósenta vexti. Þetta er ekki prentvilla. Ef vextir eru festir til eins, þriggja eða fimm ára eru þeir á bilinu 8,15 til 9,10 prósent. Það þýðir að nánast allir þurfa að festa vexti, a.m.k. til skamms tíma, en greiðslubyrðin er engu að síður gríðarleg. Fyrir venjulegar fjölskyldur og ungt fólk sem vill stækka við sig getur brotthvarf verðtryggðra lána þýtt tugþúsunda króna hærri greiðslubyrði á mánuði. Alþingi þarf að leggja línurnar Sl. fimmtudag var haldinn fundur í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis að minni beiðni.Þar var ákvörðun Landsbankans rædd og áhrif hennar metin. Gott var að heyra sjónarmið bæði ráðherra og fulltrúa bankans enda snertir þetta mál þjóðina alla. Það eru allir meðvitaðir um alvarleika stöðunnar. En staðan er enn óljós. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum veit enginn hvort og hvernig aðrar fjármálastofnanir muni fylgja í kjölfar Landsbankans, eða t.d. hvort verðtryggð lán verði einungis með föstum vöxtum.Staðreyndin er einfaldlega sú að almenningi og fyrirtækjum er ekki fyllilega ljóst hvaða kjör munu gilda á íslenskum lánamarkaði. Alþingi, stjórnvöld auk Seðlabanka þurfa að bregðast við af festu án tafar. Í því felst t.d. að meta hvort og hvernig lög og reglur um verðtryggingu, þ.m.t. um viðmið fyrir verðtryggð lán með breytilega vexti, þurfi að breytast. Snúum við - strax Við verðum að snúa af þessari leið og tryggja fyrirsjáanleika um framboð verðtryggðra lána með skýrum viðmiðum um vexti. Það blasir við að eigi að gera verulegar breytingar á framboði verðtryggðra lána verður slíkt að gerast í áföngum og á grunni samráðs allra hagaðila til að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Eignir og eigið fé almennings eru í húfi. Við megum ekki fá þessar endalausu dýfur og breytingar á lána- og fasteignamarkaði sem valda nánast jarðskjálftum í efnahagslífinu. Við í Framsókn höfum lengi talað fyrir því að draga úr vægi verðtryggingar, enda eru verðtryggð lán ein og sér ekki framtíðin. En meiri háttar breytingar á lánakjörum almennings verða að vera í takt við stöðu heimilanna, vel undirbúnar og fyrirsjáanlegar. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun