Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir og Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifa 30. október 2025 09:31 Bleiki mánuðurinn október er tileinkaður baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Algengasta krabbamein kvenna er brjóstakrabbamein en árlega greinast um þrjú hundruð konur á Íslandi með brjóstakrabbamein og nýgengi eykst ár frá ári. Sem betur fer eru horfur góður hjá flestum þessum konum en því miður ekki öllum. Í bleika mánuðinum í ár er áhersla lögð á þann stóra hóp sem lifir með ólæknandi eða langvinnt krabbamein. Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi krabbameini? Annars vegar er brjóstakrabbameinið á dreifðu stigi strax við greiningu. Það þýðir að krabbameinsfrumur upprunnar í brjósti komast í blóðrás og þaðan til annarra líffæra þar sem þær mynda ný mein, svokölluð meinvörp. Hins vegar er það þegar sjúklingar sem fengið hafa læknandi meðferð við brjóstakrabbameini greinast með meinvörp í öðrum líffærum síðar, stundum mörgum árum eftir að upphaflega krabbameinið greindist. Þetta leiðir því miður enn sem komið er til ólæknandi sjúkdóms. Þegar grunur er um brjóstakrabbamein á dreifðu stigi er greining mikilvæg, bæði til að staðfesta að um brjóstkrabbamein sé að ræða og til að greina undirtegund, sem stýrir meðferð. Gróflega er um að ræða þrjár undirtegundir sem meðhöndlaðar eru með mismunandi lyfjum. Einnig koma aðrir meðferðarmöguleikar til greina, svo sem geislameðferð, í vissum tilvikum. Undanfarna áratugi hafa orðið gríðarlegar framfarir í meðferð brjóstakrabbameina og lyfjaþróun er mjög hröð. Sjúklingar með brjóstakrabbamein á dreifðu stigi lifa því almennt lengur en áður. Hvert tilfelli er þó alltaf einstakt og sumir sjúklingar fá of stuttan tíma á meðan aðrir lifa lengur. Sífellt er leitast við einstaklingsmiða meðferð með því að kanna hvort krabbameinið sýni ákveðin merki sem spá fyrir um svörun við tiltekinni meðferð. Samhliða lífslengjandi lyfjameðferð við krabbameininu er mikilvægt að sinna einnig góðri einkennameðferð í þeirri von að viðhalda lífsgæðum og draga úr aukaverkunum lyfja. Virk hreyfing og endurhæfing er mjög mikilvæg fyrir þennan sjúklingahóp og margir sækja endurhæfingu í Ljósinu sem gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki sem eina sérhæfða endurhæfingarstöðin sem er í boði fyrir krabbameinsgreinda. Ef heilsa leyfir ná sumir að snúa aftur til vinnu, að hluta til eða að fullu, á meðan aðrir geta það ekki. Með núverandi spám um fjölgun nýrra brjóstakrabbameinstilfella og betri meðferð við sjúkdómnum mun áfram fjölga í hópi þeirra sem lifa með ólæknandi brjóstakrabbamein. Það er von okkar að með tímanum muni frekari framfarir í meðferð krabbameina skila því að fleiri sem greinast með ólæknandi krabbamein lifi enn lengur þar sem hægt verði að halda sjúkdómnum niðri með lyfjum í langan tíma, eins og hverjum öðrum langvinnum sjúkdómi. Höfundar eru krabbameinslæknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Bleiki mánuðurinn október er tileinkaður baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Algengasta krabbamein kvenna er brjóstakrabbamein en árlega greinast um þrjú hundruð konur á Íslandi með brjóstakrabbamein og nýgengi eykst ár frá ári. Sem betur fer eru horfur góður hjá flestum þessum konum en því miður ekki öllum. Í bleika mánuðinum í ár er áhersla lögð á þann stóra hóp sem lifir með ólæknandi eða langvinnt krabbamein. Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi krabbameini? Annars vegar er brjóstakrabbameinið á dreifðu stigi strax við greiningu. Það þýðir að krabbameinsfrumur upprunnar í brjósti komast í blóðrás og þaðan til annarra líffæra þar sem þær mynda ný mein, svokölluð meinvörp. Hins vegar er það þegar sjúklingar sem fengið hafa læknandi meðferð við brjóstakrabbameini greinast með meinvörp í öðrum líffærum síðar, stundum mörgum árum eftir að upphaflega krabbameinið greindist. Þetta leiðir því miður enn sem komið er til ólæknandi sjúkdóms. Þegar grunur er um brjóstakrabbamein á dreifðu stigi er greining mikilvæg, bæði til að staðfesta að um brjóstkrabbamein sé að ræða og til að greina undirtegund, sem stýrir meðferð. Gróflega er um að ræða þrjár undirtegundir sem meðhöndlaðar eru með mismunandi lyfjum. Einnig koma aðrir meðferðarmöguleikar til greina, svo sem geislameðferð, í vissum tilvikum. Undanfarna áratugi hafa orðið gríðarlegar framfarir í meðferð brjóstakrabbameina og lyfjaþróun er mjög hröð. Sjúklingar með brjóstakrabbamein á dreifðu stigi lifa því almennt lengur en áður. Hvert tilfelli er þó alltaf einstakt og sumir sjúklingar fá of stuttan tíma á meðan aðrir lifa lengur. Sífellt er leitast við einstaklingsmiða meðferð með því að kanna hvort krabbameinið sýni ákveðin merki sem spá fyrir um svörun við tiltekinni meðferð. Samhliða lífslengjandi lyfjameðferð við krabbameininu er mikilvægt að sinna einnig góðri einkennameðferð í þeirri von að viðhalda lífsgæðum og draga úr aukaverkunum lyfja. Virk hreyfing og endurhæfing er mjög mikilvæg fyrir þennan sjúklingahóp og margir sækja endurhæfingu í Ljósinu sem gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki sem eina sérhæfða endurhæfingarstöðin sem er í boði fyrir krabbameinsgreinda. Ef heilsa leyfir ná sumir að snúa aftur til vinnu, að hluta til eða að fullu, á meðan aðrir geta það ekki. Með núverandi spám um fjölgun nýrra brjóstakrabbameinstilfella og betri meðferð við sjúkdómnum mun áfram fjölga í hópi þeirra sem lifa með ólæknandi brjóstakrabbamein. Það er von okkar að með tímanum muni frekari framfarir í meðferð krabbameina skila því að fleiri sem greinast með ólæknandi krabbamein lifi enn lengur þar sem hægt verði að halda sjúkdómnum niðri með lyfjum í langan tíma, eins og hverjum öðrum langvinnum sjúkdómi. Höfundar eru krabbameinslæknar.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar