Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar 31. október 2025 12:33 Við Íslendingar höfum lengi litið á okkur sem samheldið samfélag. Við segjum “við Íslendingar eru svo fámenn þjóð og við þekkjumst öll,“ og það hljómar næstum eins og ávísun á samhljóm. Samt þarf varla nema eina Facebókarfærslu um orkumál, efnahagsmál. menningu eða kynjafræði til að sjá hversu hratt við röðum okkur í fylkingar - búumst til vara eða hefjum sókn. Það er auðvelt að segja að samfélagsmiðlar hafi spillt okkur – en það er of einfalt. Átakasæknin býr dýpra. Við erum forrituð til að greina hættu og fylgja hópnum okkar. Í frumskóginum bjargaði það lífi. Í nútímanum birtist það sem pólitísk skautun, ættbálkahegðun á stafrænu formi. Þegar við finnum einhvern sem „hugsar eins og við“, losnar gleðiefni í heilanum. Þegar einhver ögrar því, kviknar líffræðilegt varnarviðbragð. Við upplifum tilfinningu, ekki bara skoðun. Í stjórnmálum er talað um átakalínur – sprungur í samfélaginu sem marka hvar átök um ákveðin málefni liggja. Þær geta snúist um efnahag, trú, kyn, menningu, eiginlega hvað sem er. Ísland hefur sínar eigin sprungur eins og höfuðborg gegn landsbyggð, með og á móti ESB, nýsköpun gegn hefð, náttúruvernd gegn atvinnuþróun. Þær eru ekki merki um bilun – heldur merki um líf. Átök geta verið drifkraftur breytinga. Vandinn er hins vegar þegar átökin verða sjálfstætt markmið. Þegar við hættum að hlusta og byrjum að loka okkur af í bergmálshelli okkar eigin skoðana og varnarhátta. Þá verða átökin ekki lengur leið til skilnings, heldur átakaleikur þar sem markmið allra er að gjörsigra hina. Það er útilokað að slökkva á átakasækni mannsins - við reynum það ekki einu sinni en það væri öllum til góðs að temja ögn átakasæknina. Að leitast við að halda út óþægilega umræðu án þess að gera hana að bardaga til sjálfsupphafningar. Að sjá að sá sem er ósammála okkur er ekki endilega óvinur eða fáviti – heldur hluti af þeirri flóknu spegilmynd sem samfélag er. Og það er ástæða fyrir því að við búum í samfélagi. Friður er ekki endilega fjarvera átaka. Friður er hæfileikinn að vera ósammála án sundrungar. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar og stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar höfum lengi litið á okkur sem samheldið samfélag. Við segjum “við Íslendingar eru svo fámenn þjóð og við þekkjumst öll,“ og það hljómar næstum eins og ávísun á samhljóm. Samt þarf varla nema eina Facebókarfærslu um orkumál, efnahagsmál. menningu eða kynjafræði til að sjá hversu hratt við röðum okkur í fylkingar - búumst til vara eða hefjum sókn. Það er auðvelt að segja að samfélagsmiðlar hafi spillt okkur – en það er of einfalt. Átakasæknin býr dýpra. Við erum forrituð til að greina hættu og fylgja hópnum okkar. Í frumskóginum bjargaði það lífi. Í nútímanum birtist það sem pólitísk skautun, ættbálkahegðun á stafrænu formi. Þegar við finnum einhvern sem „hugsar eins og við“, losnar gleðiefni í heilanum. Þegar einhver ögrar því, kviknar líffræðilegt varnarviðbragð. Við upplifum tilfinningu, ekki bara skoðun. Í stjórnmálum er talað um átakalínur – sprungur í samfélaginu sem marka hvar átök um ákveðin málefni liggja. Þær geta snúist um efnahag, trú, kyn, menningu, eiginlega hvað sem er. Ísland hefur sínar eigin sprungur eins og höfuðborg gegn landsbyggð, með og á móti ESB, nýsköpun gegn hefð, náttúruvernd gegn atvinnuþróun. Þær eru ekki merki um bilun – heldur merki um líf. Átök geta verið drifkraftur breytinga. Vandinn er hins vegar þegar átökin verða sjálfstætt markmið. Þegar við hættum að hlusta og byrjum að loka okkur af í bergmálshelli okkar eigin skoðana og varnarhátta. Þá verða átökin ekki lengur leið til skilnings, heldur átakaleikur þar sem markmið allra er að gjörsigra hina. Það er útilokað að slökkva á átakasækni mannsins - við reynum það ekki einu sinni en það væri öllum til góðs að temja ögn átakasæknina. Að leitast við að halda út óþægilega umræðu án þess að gera hana að bardaga til sjálfsupphafningar. Að sjá að sá sem er ósammála okkur er ekki endilega óvinur eða fáviti – heldur hluti af þeirri flóknu spegilmynd sem samfélag er. Og það er ástæða fyrir því að við búum í samfélagi. Friður er ekki endilega fjarvera átaka. Friður er hæfileikinn að vera ósammála án sundrungar. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar og stjórnmálafræðingur.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun