Skoðun

Hefur þú tíma?

Ósk Kristinsdóttir skrifar

Nóvember er mánuður tilboða og freistinga, okkur er stöðugt talin trú um að við þurfum meira. Hvatningarátakið Nægjusamur nóvember snýr þessari hugsun á hvolf og minnir okkur á að við eigum oft nóg ef við gefum okkur tíma til að taka eftir því og njóta þess.

Nægjusemi snýst ekki um að hafna lífsgæðum heldur að velja þau meðvitað. Þegar við hægjum á þá skapast rými fyrir tíma. Tíma til að vera með fjölskyldunni og vinum, tíma til að gera það sem okkur finnst skemmtilegast hvort sem það er að ganga fjöll eða einfaldlega njóta kyrrðar.

Með nægjusemi minnkar álagið, bæði á veskið og hugann. Við förum að meta betur það sem við eigum og upplifum meiri ró og tengingu.

Kannski er hið sanna tilboð nóvembermánaðar einfaldlega tími.

Með tíma gefst okkur tækifæri til þess að:

Meta betur það sem við eigum

Upplifa meiri ró

Tengjast fólkinu okkar og okkur sjálfum betur

Við hjá Grænfánanum og Landvernd byrjum Nægjusaman nóvember á því að deila með ykkur hugmyndum að samverustundum úti í náttúrunni, í ykkar nærumhverfi.

Með því viljum við hvetja fjölskyldur til að njóta tímans saman.

Finndu…

Uppáhalds staður

Ljóðarammi

10 hugmyndir

Höfundur er sérfræðingur hjá Grænfánanum á Íslandi.




Skoðun

Sjá meira


×