Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. desember 2024 07:56 Amnesty International segir lögin fela það í sér að þær konur sem deila myndskeiðum af sér á samfélagsmiðlum án höfuðklúts eigi yfir höfði sér að verða dæmdar til dauða. Getty/Anadolu/Fatemeh Bahrami Konur í Íran geta átt von á því að vera dæmdar til dauða eða í allt að fimmtán ára fangelsi ef þær brjóta gegn nýjum „siðferðislögum“ sem taka gildi núna í vikunni. Samkvæmt nýju lögunum má sekta þá eða hýða sem verða uppvísir að því að hylja ekki líkama sinn eða kynda með öðrum hætti undir nekt eða siðaspillingu. Þeir sem gerast ítrekað uppvísir að því að brjóta gegn lögunum eiga yfir höfði sér fimm til fimmtán ára fangelsi. Þeir sem bera siðleysið á borð fyrir erlenda aðila, svo sem fjölmiðla eða erlend samtök, geta sömuleiðis átt von á sekt eða löngum fangelsisdómi og þá geta dómarar nú fundið fólk sekt um „spillingu á jörðu“, sem getur leitt til dauðadóms. Lögin virðast fyrst og fremst beinast gegn konum sem kjósa að bera ekki höfuðklút en aðeins tvö ár eru liðin frá því að mikil mótmæli brutust út í Íran eftir að Mahsa Amini, 22 ára, lést í haldi lögreglu eftir að hún var handtekinn fyrir að bera höfuðklútinn sinn ekki rétt. Konurnar sem tóku þátt í mótmælunum, ættu yfir höfði sér langa fangelsisdóma ef þær endurtækju leikinn nú. Ung kona sem birti myndskeið af sér á dögunum þar sem hún afklæddist var handtekin og flutt á geðsjúkrahús og yfirvöld hafa tilkynnt að þau hyggist setja á laggirnar sérstakar stofnanir þar sem konur verða vistaðar sem hylja ekki hár sitt. Blaðamenn, aðgerðasinnar og sérfræðingar í mannréttindamálum í Íran hafa gagnrýnt löggjöfina harðlega og segja hana grafa verulega undan mannréttindum kvenna. Kona sem Guardian ræddi við, og tók þátt í mótmælunum vegna dauða Möhsu, segir að í raun sé verið að lögleiða ofbeldið sem hún sætti. Lögin fela nefnilega einnig í sér ákvæði um rétt og skyldu annarra til að upplýsa um einstaklinga sem virða ekki boð og bönn um siðferðilegan klæðaburð og þá eiga þeir yfir höfði sér sekt eða fangelsisdóm sem koma í veg fyrir að aðrir grípi inn í þegar kona þykir brjóta gegn lögunum. Íran Jafnréttismál Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Samkvæmt nýju lögunum má sekta þá eða hýða sem verða uppvísir að því að hylja ekki líkama sinn eða kynda með öðrum hætti undir nekt eða siðaspillingu. Þeir sem gerast ítrekað uppvísir að því að brjóta gegn lögunum eiga yfir höfði sér fimm til fimmtán ára fangelsi. Þeir sem bera siðleysið á borð fyrir erlenda aðila, svo sem fjölmiðla eða erlend samtök, geta sömuleiðis átt von á sekt eða löngum fangelsisdómi og þá geta dómarar nú fundið fólk sekt um „spillingu á jörðu“, sem getur leitt til dauðadóms. Lögin virðast fyrst og fremst beinast gegn konum sem kjósa að bera ekki höfuðklút en aðeins tvö ár eru liðin frá því að mikil mótmæli brutust út í Íran eftir að Mahsa Amini, 22 ára, lést í haldi lögreglu eftir að hún var handtekinn fyrir að bera höfuðklútinn sinn ekki rétt. Konurnar sem tóku þátt í mótmælunum, ættu yfir höfði sér langa fangelsisdóma ef þær endurtækju leikinn nú. Ung kona sem birti myndskeið af sér á dögunum þar sem hún afklæddist var handtekin og flutt á geðsjúkrahús og yfirvöld hafa tilkynnt að þau hyggist setja á laggirnar sérstakar stofnanir þar sem konur verða vistaðar sem hylja ekki hár sitt. Blaðamenn, aðgerðasinnar og sérfræðingar í mannréttindamálum í Íran hafa gagnrýnt löggjöfina harðlega og segja hana grafa verulega undan mannréttindum kvenna. Kona sem Guardian ræddi við, og tók þátt í mótmælunum vegna dauða Möhsu, segir að í raun sé verið að lögleiða ofbeldið sem hún sætti. Lögin fela nefnilega einnig í sér ákvæði um rétt og skyldu annarra til að upplýsa um einstaklinga sem virða ekki boð og bönn um siðferðilegan klæðaburð og þá eiga þeir yfir höfði sér sekt eða fangelsisdóm sem koma í veg fyrir að aðrir grípi inn í þegar kona þykir brjóta gegn lögunum.
Íran Jafnréttismál Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira