Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. desember 2024 07:56 Amnesty International segir lögin fela það í sér að þær konur sem deila myndskeiðum af sér á samfélagsmiðlum án höfuðklúts eigi yfir höfði sér að verða dæmdar til dauða. Getty/Anadolu/Fatemeh Bahrami Konur í Íran geta átt von á því að vera dæmdar til dauða eða í allt að fimmtán ára fangelsi ef þær brjóta gegn nýjum „siðferðislögum“ sem taka gildi núna í vikunni. Samkvæmt nýju lögunum má sekta þá eða hýða sem verða uppvísir að því að hylja ekki líkama sinn eða kynda með öðrum hætti undir nekt eða siðaspillingu. Þeir sem gerast ítrekað uppvísir að því að brjóta gegn lögunum eiga yfir höfði sér fimm til fimmtán ára fangelsi. Þeir sem bera siðleysið á borð fyrir erlenda aðila, svo sem fjölmiðla eða erlend samtök, geta sömuleiðis átt von á sekt eða löngum fangelsisdómi og þá geta dómarar nú fundið fólk sekt um „spillingu á jörðu“, sem getur leitt til dauðadóms. Lögin virðast fyrst og fremst beinast gegn konum sem kjósa að bera ekki höfuðklút en aðeins tvö ár eru liðin frá því að mikil mótmæli brutust út í Íran eftir að Mahsa Amini, 22 ára, lést í haldi lögreglu eftir að hún var handtekinn fyrir að bera höfuðklútinn sinn ekki rétt. Konurnar sem tóku þátt í mótmælunum, ættu yfir höfði sér langa fangelsisdóma ef þær endurtækju leikinn nú. Ung kona sem birti myndskeið af sér á dögunum þar sem hún afklæddist var handtekin og flutt á geðsjúkrahús og yfirvöld hafa tilkynnt að þau hyggist setja á laggirnar sérstakar stofnanir þar sem konur verða vistaðar sem hylja ekki hár sitt. Blaðamenn, aðgerðasinnar og sérfræðingar í mannréttindamálum í Íran hafa gagnrýnt löggjöfina harðlega og segja hana grafa verulega undan mannréttindum kvenna. Kona sem Guardian ræddi við, og tók þátt í mótmælunum vegna dauða Möhsu, segir að í raun sé verið að lögleiða ofbeldið sem hún sætti. Lögin fela nefnilega einnig í sér ákvæði um rétt og skyldu annarra til að upplýsa um einstaklinga sem virða ekki boð og bönn um siðferðilegan klæðaburð og þá eiga þeir yfir höfði sér sekt eða fangelsisdóm sem koma í veg fyrir að aðrir grípi inn í þegar kona þykir brjóta gegn lögunum. Íran Jafnréttismál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Fleiri fréttir Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Sjá meira
Samkvæmt nýju lögunum má sekta þá eða hýða sem verða uppvísir að því að hylja ekki líkama sinn eða kynda með öðrum hætti undir nekt eða siðaspillingu. Þeir sem gerast ítrekað uppvísir að því að brjóta gegn lögunum eiga yfir höfði sér fimm til fimmtán ára fangelsi. Þeir sem bera siðleysið á borð fyrir erlenda aðila, svo sem fjölmiðla eða erlend samtök, geta sömuleiðis átt von á sekt eða löngum fangelsisdómi og þá geta dómarar nú fundið fólk sekt um „spillingu á jörðu“, sem getur leitt til dauðadóms. Lögin virðast fyrst og fremst beinast gegn konum sem kjósa að bera ekki höfuðklút en aðeins tvö ár eru liðin frá því að mikil mótmæli brutust út í Íran eftir að Mahsa Amini, 22 ára, lést í haldi lögreglu eftir að hún var handtekinn fyrir að bera höfuðklútinn sinn ekki rétt. Konurnar sem tóku þátt í mótmælunum, ættu yfir höfði sér langa fangelsisdóma ef þær endurtækju leikinn nú. Ung kona sem birti myndskeið af sér á dögunum þar sem hún afklæddist var handtekin og flutt á geðsjúkrahús og yfirvöld hafa tilkynnt að þau hyggist setja á laggirnar sérstakar stofnanir þar sem konur verða vistaðar sem hylja ekki hár sitt. Blaðamenn, aðgerðasinnar og sérfræðingar í mannréttindamálum í Íran hafa gagnrýnt löggjöfina harðlega og segja hana grafa verulega undan mannréttindum kvenna. Kona sem Guardian ræddi við, og tók þátt í mótmælunum vegna dauða Möhsu, segir að í raun sé verið að lögleiða ofbeldið sem hún sætti. Lögin fela nefnilega einnig í sér ákvæði um rétt og skyldu annarra til að upplýsa um einstaklinga sem virða ekki boð og bönn um siðferðilegan klæðaburð og þá eiga þeir yfir höfði sér sekt eða fangelsisdóm sem koma í veg fyrir að aðrir grípi inn í þegar kona þykir brjóta gegn lögunum.
Íran Jafnréttismál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Fleiri fréttir Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Sjá meira