Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Ísraelsher hefur fyrirskipað íbúum Gasa-borgar að yfirgefa borgina, vegna aukins þunga í loftárásum. Þá hefur forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu ráðlagt fólki að hafa sig á brott, þar sem innrás sé yfirvofandi. Erlent 9.9.2025 06:44 Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Ómögulegt er að bjarga núverandi skipan alþjóðamála og ríki Evrópu þurfa að aðlaga sig aftur að lögmáli frumskógarins eða vinna að því að skapa nýtt alþjóðakerfi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í drögum að nýrri skýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem til stendur að birta á morgun. Erlent 8.9.2025 22:41 Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Lykkjumálinu svokallaða er ekki lokið með afsökunarbeiðni forsætisráðherra Danmerkur til grænlenskra kvenna. Hin íslensk-grænlenska Inga Dóra Guðmundsdóttir segir eitthvað rotið innan danska ríkisins og það eigi enn eftir að gera upp fordóma sína í garð Grænlendinga. Erlent 8.9.2025 22:24 Opinbera bréf Trumps til Epsteins Afrit af bók sem barnaníðingurinn Jeffrey Epstein fékk að gjöf frá vinum sínum þegar hann varð fimmtugur árið 2003 er komið í hendur þingmanna. Bókin inniheldur meðal annars bréf og teikningu frá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur sagt að bréfið, sem hann skrifaði undir, sé ekki raunverulegt. Erlent 8.9.2025 19:29 Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Fylking mið- og vinstriflokka í norskum stjórnmálum mælist með meirihluta í þingkosningunum sem fram fóru í dag. Miðað við fyrstu tölur fá þeir flokkar 88 þingmenn með Verkamannaflokkinn í broddi fylkingar. Aðrir flokkar sem teljast til hægri fá 81 þingmann en 85 þarf til að hljóta meirihluta á norska stórþinginu. Erlent 8.9.2025 19:07 Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum François Bayrou, forsætisráðherra Frakklands, stóð ekki af sér vantrauststillögu á franska þinginu. Því er ríkisstjórn Frakklands fallin en hún var einungis starfandi í níu mánuði. Emmanuel Macron, forseti, þarf nú að reyna að finna fimmta forsætisráðherra landsins á tæpum tveimur árum. Erlent 8.9.2025 17:41 Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Francois Bayrou, forsætisráðherra Frakklands, reyndi að sannfæra stjórnarandstöðuna um nauðsyn þess að draga úr hallarekstri og skuldasöfnun ríkisins áður en þingið greiðir atkvæði um að setja hann af í dag. Aðgerðir Bayrou í þessum efnum eru ein helsta ástæða þess að stjórnarandstaðan býr sig undir að sparka honum úr embætti. Erlent 8.9.2025 14:06 Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Saksóknarar við Alþjóðaglæpadómstólinn ætla að leggja fram gögn til að styðja ákæru á hendur úgöndskum stríðsherra vegna stríðsglæpa og glæpi gegn mannkyninu að honum fjarstöddum. Málið er sagt geta haft fordæmisgildi þar sem grunaður maður er ekki í haldi, til dæmis fyrir Vladímír Pútín og Benjamín Netanjahú. Erlent 8.9.2025 11:37 Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Lögreglumenn drápu að minnsta kosti átta manns og særðu tugi til viðbótar þegar þeir skutu á mótmælendur sem reyndu að ryðjast inn í þinghúsið í Katmandú, höfuðborg Nepals í dag. Tugir þúsunda manna mótmæla banni stjórnvalda við flestum samfélagsmiðlum. Erlent 8.9.2025 10:58 Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Að minnsta kosti sex eru látnir eftir að tveir palestínskir byssumenn hófu skothríð á strætisvagnastoppistöð í norðanverðri Jerúsalem í morgun. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á verknaðinum en Hamas-samtökin hafa lýst yfir velþóknun á honum. Erlent 8.9.2025 09:00 Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Fjórar ungar konur eru látnar eftir að eldur kom upp í húsi í Hamri í Noregi í nótt. Konurnar voru átján og nítján ára gamlar. Erlent 8.9.2025 07:50 Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Búist er við því að mótmælendur muni fylkja liði fyrir utan Defence and Security Equipment International vörusýninguna sem hefst í Lundúnum á morgun. Erlent 8.9.2025 07:37 Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Áströlsk kona hefur verið dæmd í lífstíðarfangelsi í heimalandi sínu fyrir að eitra fyrir fyrrverandi tengdaforeldrum sínum og systur tengdamóður sinnar fyrrverandi að auki. Erlent 8.9.2025 07:24 Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í viðtali við ABC í gær að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði fengið nákvæmlega það sem hann vildi þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti bauð honum til fundar í Alaska fyrir nokkrum vikum. Erlent 8.9.2025 07:01 Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líkamsleifar Bandaríkjamanns sem hjólaði að heiman árið 1973 og sneri aldrei aftur fundust í þjóðgarði í Kanada. Loksins nú hefur verið hægt að bera kennsl á þær. Erlent 7.9.2025 22:47 Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Norðmenn ganga að kjörborðinu á morgun en um helmingur kjósenda hefur þegar greitt atkvæði utan kjörfundar. Líklegt er að flókin stjórnarmyndun taki við, sama hvort vinstri- eða hægriflokkar hafi betur. Erlent 7.9.2025 21:30 Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Ítalskur piltur sem lést einungis fimmtán ára gamall árið 2005 úr hvítblæði var tekinn í dýrlingatölu af kaþólsku kirkjunni í dag. Hann er þar með fyrsti dýrlingurinn af þúsaldarkynslóðinni. Erlent 7.9.2025 19:18 Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Í nýrri rannsókn voru þjóðsöngvar 176 landa greindir út frá því hvaða tilfinningar tónlistarleg einkenni laganna geta vakið. Af þjóðsöngvum Norðurlandanna reyndist sá finnski vera gleðilegastur. Erlent 7.9.2025 14:56 Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Harðar deilur standa yfir á Evrópuþinginu um löggjöf sem skyldar netveitur og samskiptaforrit til að skanna skilaboð notenda áður en þau eru dulkóðuð, en markmiðið er að greina efni sem tengist barnaníði og tilkynna um það. Andstæðingar frumvarpsins segja áformin brjóta gegn friðhelgi einkalífs og þau opni dyr fyrir víðtæka eftirlitsheimild yfir einkasamskiptum fólks. Erlent 7.9.2025 14:43 Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Fyrsta áætlunarflug rafknúinnar flugvélar í Noregi var farið síðastliðinn fimmtudag í tilraunaskyni. Flogið var milli Stafangurs og Björgvinjar á rafmagnsflugvélinni Alia, sem framleidd er af bandaríska fyrirtækinu Beta Technologies. Flugið er liður í þróunarverkefni í átt að kolefnislausum flugsamgöngum. Erlent 7.9.2025 14:28 „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Rússar gerðu umfangsmestu eldflauga- og drónaárásir frá upphafi innrásar í Úkraínu í nótt. Minnst fjórir eru látnir, þar á meðal ungbarn, og aðsetur ríkisstjórnarinnar í Kænugarði varð fyrir skemmdum. Sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum segir þetta enn eina staðfestinguna á að Rússar taki friðartal ekki alvarlega. Erlent 7.9.2025 12:42 Forsætisráðherra Japan segir af sér Shigeru Ishiba, forsætisráðherra Japan, tilkynnti í dag að hann hygðist segja af sér, aðeins tæpu ári eftir að hann tók við embættinu. Erlent 7.9.2025 12:34 Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Yfir þrjú hundruð ríkisborgarar Suður-Kóreu voru handteknir í Bandaríkjunum fyrir helgi fyrir að starfa þar ólöglega í rafmagnsbílaverksmiðju. Suðurkóresk yfirvöld hyggjast flytja alla ríkisborgarana aftur til síns heima í leiguflugi. Erlent 7.9.2025 09:57 Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Rússar gerðu umfangsmestu eldflauga- og drónaárás frá upphafi innrásar í Úkraínu í nótt. Hið minnsta fjórir eru látnir, þar á meðal tveggja mánaða ungbarn, og aðsetur ríkisstjórnarinnar í Kænugarði varð fyrir skemmdum. Erlent 7.9.2025 07:52 Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Donald Trump Bandaríkjaforseti ýjar að því að hann muni beita nýnefndu stríðsmálaráðuneyti í Chicago-borg til þess að vísa þeim sem dvelja ólöglega í Bandaríkjunum úr landi. Erlent 6.9.2025 21:22 Webb smellti af nýburamyndum Nýjar myndir öflugasta geimsjónauka í heimi sem birtar voru í dag sýna þúsundir nýfæddra stjarna í risavaxinni stjörnumyndunarþoku í þúsunda ljósára fjarlægð frá jörðinni. Erlent 5.9.2025 15:56 Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðismálaráðherra Bandaríkjanna, deildi við öldungadeildarþingmenn beggja flokka í gær. Kennedy mætti á fund fjármálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings og varði hann stórum hluta af fundinum, sem stóð yfir í um þrjá tíma í að verja sig gegn ásökunum þingmanna. Erlent 5.9.2025 14:46 Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Alþjóðlegur leiðangur hefur staðfest að mikið magn ferskvatns er að finna undir hafsbotninum undan norðausturströnd Bandaríkjanna. Slíkir neðanjarðarforðar gætu hjálpað til við að mæta stóraukinni eftirspurn mannkynsins eftir vatni. Erlent 5.9.2025 14:00 Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Angela Rayner, aðstoðarforsætisráðherra og húsnæðismálaráðherra Bretlands, hefur sagt af sér. Athugun leiddi í ljós að hún hefði ekki greitt alla þá skatta og gjöld sem hún átti að greiða þegar hún keypti 800.000 punda íbúð í Austur-Sussex. Erlent 5.9.2025 12:02 „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Bandarískir sérsveitarmenn skutu óvopnaða Norður-Kóreumenn til bana í misheppnaðri leyniaðgerð í upphafi árs 2019. Þar voru þeir til að koma fyrir hlerunarbúnaði sem vonast var til að gæti verið notaður til að hlera samskipti Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, þegar Bandaríkjamenn voru í viðræðum við hann um kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins. Erlent 5.9.2025 11:56 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Ísraelsher hefur fyrirskipað íbúum Gasa-borgar að yfirgefa borgina, vegna aukins þunga í loftárásum. Þá hefur forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu ráðlagt fólki að hafa sig á brott, þar sem innrás sé yfirvofandi. Erlent 9.9.2025 06:44
Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Ómögulegt er að bjarga núverandi skipan alþjóðamála og ríki Evrópu þurfa að aðlaga sig aftur að lögmáli frumskógarins eða vinna að því að skapa nýtt alþjóðakerfi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í drögum að nýrri skýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem til stendur að birta á morgun. Erlent 8.9.2025 22:41
Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Lykkjumálinu svokallaða er ekki lokið með afsökunarbeiðni forsætisráðherra Danmerkur til grænlenskra kvenna. Hin íslensk-grænlenska Inga Dóra Guðmundsdóttir segir eitthvað rotið innan danska ríkisins og það eigi enn eftir að gera upp fordóma sína í garð Grænlendinga. Erlent 8.9.2025 22:24
Opinbera bréf Trumps til Epsteins Afrit af bók sem barnaníðingurinn Jeffrey Epstein fékk að gjöf frá vinum sínum þegar hann varð fimmtugur árið 2003 er komið í hendur þingmanna. Bókin inniheldur meðal annars bréf og teikningu frá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur sagt að bréfið, sem hann skrifaði undir, sé ekki raunverulegt. Erlent 8.9.2025 19:29
Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Fylking mið- og vinstriflokka í norskum stjórnmálum mælist með meirihluta í þingkosningunum sem fram fóru í dag. Miðað við fyrstu tölur fá þeir flokkar 88 þingmenn með Verkamannaflokkinn í broddi fylkingar. Aðrir flokkar sem teljast til hægri fá 81 þingmann en 85 þarf til að hljóta meirihluta á norska stórþinginu. Erlent 8.9.2025 19:07
Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum François Bayrou, forsætisráðherra Frakklands, stóð ekki af sér vantrauststillögu á franska þinginu. Því er ríkisstjórn Frakklands fallin en hún var einungis starfandi í níu mánuði. Emmanuel Macron, forseti, þarf nú að reyna að finna fimmta forsætisráðherra landsins á tæpum tveimur árum. Erlent 8.9.2025 17:41
Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Francois Bayrou, forsætisráðherra Frakklands, reyndi að sannfæra stjórnarandstöðuna um nauðsyn þess að draga úr hallarekstri og skuldasöfnun ríkisins áður en þingið greiðir atkvæði um að setja hann af í dag. Aðgerðir Bayrou í þessum efnum eru ein helsta ástæða þess að stjórnarandstaðan býr sig undir að sparka honum úr embætti. Erlent 8.9.2025 14:06
Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Saksóknarar við Alþjóðaglæpadómstólinn ætla að leggja fram gögn til að styðja ákæru á hendur úgöndskum stríðsherra vegna stríðsglæpa og glæpi gegn mannkyninu að honum fjarstöddum. Málið er sagt geta haft fordæmisgildi þar sem grunaður maður er ekki í haldi, til dæmis fyrir Vladímír Pútín og Benjamín Netanjahú. Erlent 8.9.2025 11:37
Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Lögreglumenn drápu að minnsta kosti átta manns og særðu tugi til viðbótar þegar þeir skutu á mótmælendur sem reyndu að ryðjast inn í þinghúsið í Katmandú, höfuðborg Nepals í dag. Tugir þúsunda manna mótmæla banni stjórnvalda við flestum samfélagsmiðlum. Erlent 8.9.2025 10:58
Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Að minnsta kosti sex eru látnir eftir að tveir palestínskir byssumenn hófu skothríð á strætisvagnastoppistöð í norðanverðri Jerúsalem í morgun. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á verknaðinum en Hamas-samtökin hafa lýst yfir velþóknun á honum. Erlent 8.9.2025 09:00
Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Fjórar ungar konur eru látnar eftir að eldur kom upp í húsi í Hamri í Noregi í nótt. Konurnar voru átján og nítján ára gamlar. Erlent 8.9.2025 07:50
Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Búist er við því að mótmælendur muni fylkja liði fyrir utan Defence and Security Equipment International vörusýninguna sem hefst í Lundúnum á morgun. Erlent 8.9.2025 07:37
Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Áströlsk kona hefur verið dæmd í lífstíðarfangelsi í heimalandi sínu fyrir að eitra fyrir fyrrverandi tengdaforeldrum sínum og systur tengdamóður sinnar fyrrverandi að auki. Erlent 8.9.2025 07:24
Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í viðtali við ABC í gær að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði fengið nákvæmlega það sem hann vildi þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti bauð honum til fundar í Alaska fyrir nokkrum vikum. Erlent 8.9.2025 07:01
Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líkamsleifar Bandaríkjamanns sem hjólaði að heiman árið 1973 og sneri aldrei aftur fundust í þjóðgarði í Kanada. Loksins nú hefur verið hægt að bera kennsl á þær. Erlent 7.9.2025 22:47
Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Norðmenn ganga að kjörborðinu á morgun en um helmingur kjósenda hefur þegar greitt atkvæði utan kjörfundar. Líklegt er að flókin stjórnarmyndun taki við, sama hvort vinstri- eða hægriflokkar hafi betur. Erlent 7.9.2025 21:30
Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Ítalskur piltur sem lést einungis fimmtán ára gamall árið 2005 úr hvítblæði var tekinn í dýrlingatölu af kaþólsku kirkjunni í dag. Hann er þar með fyrsti dýrlingurinn af þúsaldarkynslóðinni. Erlent 7.9.2025 19:18
Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Í nýrri rannsókn voru þjóðsöngvar 176 landa greindir út frá því hvaða tilfinningar tónlistarleg einkenni laganna geta vakið. Af þjóðsöngvum Norðurlandanna reyndist sá finnski vera gleðilegastur. Erlent 7.9.2025 14:56
Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Harðar deilur standa yfir á Evrópuþinginu um löggjöf sem skyldar netveitur og samskiptaforrit til að skanna skilaboð notenda áður en þau eru dulkóðuð, en markmiðið er að greina efni sem tengist barnaníði og tilkynna um það. Andstæðingar frumvarpsins segja áformin brjóta gegn friðhelgi einkalífs og þau opni dyr fyrir víðtæka eftirlitsheimild yfir einkasamskiptum fólks. Erlent 7.9.2025 14:43
Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Fyrsta áætlunarflug rafknúinnar flugvélar í Noregi var farið síðastliðinn fimmtudag í tilraunaskyni. Flogið var milli Stafangurs og Björgvinjar á rafmagnsflugvélinni Alia, sem framleidd er af bandaríska fyrirtækinu Beta Technologies. Flugið er liður í þróunarverkefni í átt að kolefnislausum flugsamgöngum. Erlent 7.9.2025 14:28
„Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Rússar gerðu umfangsmestu eldflauga- og drónaárásir frá upphafi innrásar í Úkraínu í nótt. Minnst fjórir eru látnir, þar á meðal ungbarn, og aðsetur ríkisstjórnarinnar í Kænugarði varð fyrir skemmdum. Sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum segir þetta enn eina staðfestinguna á að Rússar taki friðartal ekki alvarlega. Erlent 7.9.2025 12:42
Forsætisráðherra Japan segir af sér Shigeru Ishiba, forsætisráðherra Japan, tilkynnti í dag að hann hygðist segja af sér, aðeins tæpu ári eftir að hann tók við embættinu. Erlent 7.9.2025 12:34
Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Yfir þrjú hundruð ríkisborgarar Suður-Kóreu voru handteknir í Bandaríkjunum fyrir helgi fyrir að starfa þar ólöglega í rafmagnsbílaverksmiðju. Suðurkóresk yfirvöld hyggjast flytja alla ríkisborgarana aftur til síns heima í leiguflugi. Erlent 7.9.2025 09:57
Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Rússar gerðu umfangsmestu eldflauga- og drónaárás frá upphafi innrásar í Úkraínu í nótt. Hið minnsta fjórir eru látnir, þar á meðal tveggja mánaða ungbarn, og aðsetur ríkisstjórnarinnar í Kænugarði varð fyrir skemmdum. Erlent 7.9.2025 07:52
Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Donald Trump Bandaríkjaforseti ýjar að því að hann muni beita nýnefndu stríðsmálaráðuneyti í Chicago-borg til þess að vísa þeim sem dvelja ólöglega í Bandaríkjunum úr landi. Erlent 6.9.2025 21:22
Webb smellti af nýburamyndum Nýjar myndir öflugasta geimsjónauka í heimi sem birtar voru í dag sýna þúsundir nýfæddra stjarna í risavaxinni stjörnumyndunarþoku í þúsunda ljósára fjarlægð frá jörðinni. Erlent 5.9.2025 15:56
Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðismálaráðherra Bandaríkjanna, deildi við öldungadeildarþingmenn beggja flokka í gær. Kennedy mætti á fund fjármálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings og varði hann stórum hluta af fundinum, sem stóð yfir í um þrjá tíma í að verja sig gegn ásökunum þingmanna. Erlent 5.9.2025 14:46
Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Alþjóðlegur leiðangur hefur staðfest að mikið magn ferskvatns er að finna undir hafsbotninum undan norðausturströnd Bandaríkjanna. Slíkir neðanjarðarforðar gætu hjálpað til við að mæta stóraukinni eftirspurn mannkynsins eftir vatni. Erlent 5.9.2025 14:00
Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Angela Rayner, aðstoðarforsætisráðherra og húsnæðismálaráðherra Bretlands, hefur sagt af sér. Athugun leiddi í ljós að hún hefði ekki greitt alla þá skatta og gjöld sem hún átti að greiða þegar hún keypti 800.000 punda íbúð í Austur-Sussex. Erlent 5.9.2025 12:02
„Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Bandarískir sérsveitarmenn skutu óvopnaða Norður-Kóreumenn til bana í misheppnaðri leyniaðgerð í upphafi árs 2019. Þar voru þeir til að koma fyrir hlerunarbúnaði sem vonast var til að gæti verið notaður til að hlera samskipti Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, þegar Bandaríkjamenn voru í viðræðum við hann um kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins. Erlent 5.9.2025 11:56