Gosmóða og gasmengun yfir höfuðborginni fram eftir degi Lovísa Arnardóttir skrifar 30. ágúst 2024 10:00 Gosmóðan er sýnileg á höfuðborgarsvæðinu í dag. Vísir/Vilhelm Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur varar við að gosmóðu og gasmengun sem nú liggur nú yfir höfuðborginni og berst frá eldgosinu við Sundhnúksgígaröð. Vegna ríkjandi sunnanáttar berst gosmengun til norðurs og mun það ástand vara fram eftir degi samkvæmt Veðurstofu Íslands. Með aukinni úrkomu og vindi ættu loftgæði að batna eftir því sem líður á daginn. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að gosmóðan sé sýnileg í nokkru magni á suðvesturhluta landsins og að hún mælist mest í Vogum og í Hveragerði og Selfossi. Í morgun mældust samkvæmt tilkynningu heilbrigðiseftirlits hækkuð gildi af fínna svifryki og einnig hækkuð gildi brennisteinsdíoxíðs sem berst frá eldgosinu. Gosmóða getur orsakað slen, höfuðverk, ertingu í augum og hálsi auk flensueinkenna. Þeir sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum, og börn ættu að forðast útivist í lengri tíma og takmarka áreynslu. Þeir sem eru síður viðkvæmir geta einnig fundið fyrir einkennum og ættu einnig að takmarka áreynslu utandyra. Ekki er mælt með því að láta ung börn sofa úti í vagni við þessar aðstæður. Gosmóða inniheldur mengun sem hefur náð að umbreytast meðal annars í SO4 (súlfat) og greinist hún því ekki með hefðbundnum mælingum á brennisteinsdíoxíði (SO2) en mælingar á fínna svifryki gefa vísbendingar um að þessi mengun sé til staðar. Gosmóða eða blámóða (Volcanic smog) er loftmengun sem verður til þegar SO2, önnur gös og agnir hvarfast við súrefni og raka með tilstuðlan sólarljóssins. Hún hefur einkennandi blágráan lit sem myndast er sólarljósið brotnar á ögnum/úða. Almennar ráðleggingar varðandi gasmengun eru eftirfarandi: • Lungna og hjartasjúklingar hafi sín lyf tiltæk • Andið sem mest með nefi og forðast líkamlega áreynslu utandyra í mikill mengun því það dregur úr þeim styrk sem kemst niður í lungu. • Dvöl innanhúss með lokaða glugga og slökkt á loftræstingu veitir verulega vörn fyrir menguninni. • Athugið að rykgrímur veita enga vörn gegn gasmengun • Ráðstafanir til varnar SO2 og annarri gosmengun mengun innandyra • Lokaðu gluggum og minnkaðu umgengni um útidyr. • Hækkaðu hitastigið í húsinu. • Loftaðu út um leið og loftgæði batna utandyra. Auk ofangreindra upplýsinga má finna ráðleggingar vegna heilsufarslegra áhrifa að völdum loftmengunar á síðu landlæknis. Mælingar á loftgæðum eru aðgengilegar á vef Umhverfisstofnunar, www.loftgaedi.is, nánari leiðbeiningar um viðbrögð við styrk SO2 má fá með því að smella á tengil í vinstra horni síðunnar. Spár um gasmengun má sjá á vef Veðurstofunnar, https://www.vedur.is/eldfjoll/eldgos-a-reykjanesi/gasmengun/en taka skal fram að hún tekur ekki til gosmóðu heldur aðeins beina mengun frá gosinu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Loftgæði Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Sjá meira
Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að gosmóðan sé sýnileg í nokkru magni á suðvesturhluta landsins og að hún mælist mest í Vogum og í Hveragerði og Selfossi. Í morgun mældust samkvæmt tilkynningu heilbrigðiseftirlits hækkuð gildi af fínna svifryki og einnig hækkuð gildi brennisteinsdíoxíðs sem berst frá eldgosinu. Gosmóða getur orsakað slen, höfuðverk, ertingu í augum og hálsi auk flensueinkenna. Þeir sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum, og börn ættu að forðast útivist í lengri tíma og takmarka áreynslu. Þeir sem eru síður viðkvæmir geta einnig fundið fyrir einkennum og ættu einnig að takmarka áreynslu utandyra. Ekki er mælt með því að láta ung börn sofa úti í vagni við þessar aðstæður. Gosmóða inniheldur mengun sem hefur náð að umbreytast meðal annars í SO4 (súlfat) og greinist hún því ekki með hefðbundnum mælingum á brennisteinsdíoxíði (SO2) en mælingar á fínna svifryki gefa vísbendingar um að þessi mengun sé til staðar. Gosmóða eða blámóða (Volcanic smog) er loftmengun sem verður til þegar SO2, önnur gös og agnir hvarfast við súrefni og raka með tilstuðlan sólarljóssins. Hún hefur einkennandi blágráan lit sem myndast er sólarljósið brotnar á ögnum/úða. Almennar ráðleggingar varðandi gasmengun eru eftirfarandi: • Lungna og hjartasjúklingar hafi sín lyf tiltæk • Andið sem mest með nefi og forðast líkamlega áreynslu utandyra í mikill mengun því það dregur úr þeim styrk sem kemst niður í lungu. • Dvöl innanhúss með lokaða glugga og slökkt á loftræstingu veitir verulega vörn fyrir menguninni. • Athugið að rykgrímur veita enga vörn gegn gasmengun • Ráðstafanir til varnar SO2 og annarri gosmengun mengun innandyra • Lokaðu gluggum og minnkaðu umgengni um útidyr. • Hækkaðu hitastigið í húsinu. • Loftaðu út um leið og loftgæði batna utandyra. Auk ofangreindra upplýsinga má finna ráðleggingar vegna heilsufarslegra áhrifa að völdum loftmengunar á síðu landlæknis. Mælingar á loftgæðum eru aðgengilegar á vef Umhverfisstofnunar, www.loftgaedi.is, nánari leiðbeiningar um viðbrögð við styrk SO2 má fá með því að smella á tengil í vinstra horni síðunnar. Spár um gasmengun má sjá á vef Veðurstofunnar, https://www.vedur.is/eldfjoll/eldgos-a-reykjanesi/gasmengun/en taka skal fram að hún tekur ekki til gosmóðu heldur aðeins beina mengun frá gosinu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Loftgæði Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“