Framtíðin er líka á morgun Birkir Ingibjartsson skrifar 20. apríl 2022 18:30 Framsóknarflokkurinn er hægt og rólega að sýna á spilin fyrir komandi kosningar. Það er í sjálfu sér ágætt, þá er allavega hægt að bregðast við þeim ákúrum sem frá þeim koma. Að sögn Einars Þorsteinssonar, oddvita flokksins í Reykjavík, er nauðsynlegt að bregðast við stöðunni á húsnæðismarkaði nú þegar - framtíðin sé líka á morgun. Ágætis frasi í sjálfu sér sem kjarnar það hinsvegar um leið nokkuð vel að skipulagsmál eru langhlaup. Í þeim þarf að hafa skýra framtíðarsýn, festu og umboð til að fylgja henni eftir. Allt þetta hefur núverandi meirihluti haft enda erum við stödd á mesta uppbyggingarskeiði borgarinnar. Því til staðfestingar má benda á metfjöldi íbúða hafa byggst upp síðustu ár og þá áætlar Reykjavíkurborg að tvöfalda lóðaframboð og að fjöldi íbúða í byggingu fari úr um 1000 íbúðum á ári í yfir 2000. “Framtíðin er líka á morgun” kjarnar ágætlega að húsnæðisvandi dagsins í dag verður ekki leystur með þeim íbúðum sem rísa munu á Keldum á næstu 4-6 árum. Fyrstu íbúarnir þar munu ekki flytja inn fyrr en eftir 5 ár í fyrsta lagi. Hvernig verður húsnæðismarkaðurinn á þeim tímapunkti? Ég tek fram að ég hef ekkert á móti byggð við Keldur -> svo lengi sem sú byggð byggist frá grunni á tengingu við Borgarlínu og Strætó. Það er ekki bara loftslagsmál heldur ekki síst spurning um þá bílaumferð sem annars mun fylgja. Grafarvogurinn yrði eitt allsherjar umferðaröngþveiti ef Keldur bættust við án þess að öflugra almenningssamgangna nyti við. Hverjum hugnast það? Verða íbúar Grafarvogs eða Mosfellsbæjar ánægð ef bílaumferðin í Ártúnsbrekkunni eykst enn frekar. Ég hélt við værum öll sammála um að breyta þurfi ferðavenjum og auka hlutdeilda annara ferðamáta en einkabílsins? Við þurfum ekki að "bíða" eftir Borgarlínunni. Við getum einfaldlega ákveðið að setja meiri hraða og kraft í uppbyggingu leiðakerfis Borgarlínunnar og þeirra innviða sem það kallar á. Það sem þarf er áræðni og vilji en ekki síst skilningur á mikilvægi verkefnisins. Borgarlínan er alger lykilforsenda fyrir því að hér byggist upp öflugt borgarsamfélag sem er ekki að kafna í eigin bílaumferð. Ef hraða á íbúðauppbyggingu utan helstu kjarna höfuðborgarsvæðisins verður að hraða uppbyggingu Borgarlínunnar út í ytri byggðir borgarinnar. Borgarlínan getur ekki komið eftir á. “Framtíðin er líka á morgun” leggur það ansi skýrt á borð að fyrirhyggja, samvinna og eftirfylgni er það eina sem mun leysa úr núverandi húsnæðisvanda. Það sem við þurfum er sterkur sáttmáli um uppbyggingu húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu sem horfir til næstu 15 ára. Húsnæðissáttmála þvert á sveitarfélög þar sem m.a. samtenging við uppbyggingu Borgarlínu er tryggð og lágmarkshlutfall félagslegra íbúða er fest. Það er ekki bara rétta leiðin heldur líka sú eina raunhæfa til að koma okkur útúr endalausu sveiflum og eltingarleik á húsnæðismarkaði sem skaðar alla. Höfum við kjark, þor og úthald til að gera raunverulegar breytingar á eðli borgarinnar sem stuðla munu að auknum stöðugleika á húsnæðismarkaði og bættum forsendum fyrir fjölbreytta ferðamáta? Erum við tilbúinn að taka slaginn um meiri borg og fylgja loftslagsmarkmiðum okkar eftir? Við skuldum komandi kynslóðum það að vanda okkur við uppbyggingu borgarinnar og þróa hana til framtíðar. Þar dugir ekki að horfa einn dag eða eitt kjörtímabil fram á veginn. Við þurfum framtíðarsýn sem getur leitt okkur áfram næstu 15-20 árin og mun skila af sér í öflugri og sjálfbærari borg. Um þetta snúast komandi borgarstjórnarkosningar. Höfundur er arkitekt og skipar 8. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birkir Ingibjartsson Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn er hægt og rólega að sýna á spilin fyrir komandi kosningar. Það er í sjálfu sér ágætt, þá er allavega hægt að bregðast við þeim ákúrum sem frá þeim koma. Að sögn Einars Þorsteinssonar, oddvita flokksins í Reykjavík, er nauðsynlegt að bregðast við stöðunni á húsnæðismarkaði nú þegar - framtíðin sé líka á morgun. Ágætis frasi í sjálfu sér sem kjarnar það hinsvegar um leið nokkuð vel að skipulagsmál eru langhlaup. Í þeim þarf að hafa skýra framtíðarsýn, festu og umboð til að fylgja henni eftir. Allt þetta hefur núverandi meirihluti haft enda erum við stödd á mesta uppbyggingarskeiði borgarinnar. Því til staðfestingar má benda á metfjöldi íbúða hafa byggst upp síðustu ár og þá áætlar Reykjavíkurborg að tvöfalda lóðaframboð og að fjöldi íbúða í byggingu fari úr um 1000 íbúðum á ári í yfir 2000. “Framtíðin er líka á morgun” kjarnar ágætlega að húsnæðisvandi dagsins í dag verður ekki leystur með þeim íbúðum sem rísa munu á Keldum á næstu 4-6 árum. Fyrstu íbúarnir þar munu ekki flytja inn fyrr en eftir 5 ár í fyrsta lagi. Hvernig verður húsnæðismarkaðurinn á þeim tímapunkti? Ég tek fram að ég hef ekkert á móti byggð við Keldur -> svo lengi sem sú byggð byggist frá grunni á tengingu við Borgarlínu og Strætó. Það er ekki bara loftslagsmál heldur ekki síst spurning um þá bílaumferð sem annars mun fylgja. Grafarvogurinn yrði eitt allsherjar umferðaröngþveiti ef Keldur bættust við án þess að öflugra almenningssamgangna nyti við. Hverjum hugnast það? Verða íbúar Grafarvogs eða Mosfellsbæjar ánægð ef bílaumferðin í Ártúnsbrekkunni eykst enn frekar. Ég hélt við værum öll sammála um að breyta þurfi ferðavenjum og auka hlutdeilda annara ferðamáta en einkabílsins? Við þurfum ekki að "bíða" eftir Borgarlínunni. Við getum einfaldlega ákveðið að setja meiri hraða og kraft í uppbyggingu leiðakerfis Borgarlínunnar og þeirra innviða sem það kallar á. Það sem þarf er áræðni og vilji en ekki síst skilningur á mikilvægi verkefnisins. Borgarlínan er alger lykilforsenda fyrir því að hér byggist upp öflugt borgarsamfélag sem er ekki að kafna í eigin bílaumferð. Ef hraða á íbúðauppbyggingu utan helstu kjarna höfuðborgarsvæðisins verður að hraða uppbyggingu Borgarlínunnar út í ytri byggðir borgarinnar. Borgarlínan getur ekki komið eftir á. “Framtíðin er líka á morgun” leggur það ansi skýrt á borð að fyrirhyggja, samvinna og eftirfylgni er það eina sem mun leysa úr núverandi húsnæðisvanda. Það sem við þurfum er sterkur sáttmáli um uppbyggingu húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu sem horfir til næstu 15 ára. Húsnæðissáttmála þvert á sveitarfélög þar sem m.a. samtenging við uppbyggingu Borgarlínu er tryggð og lágmarkshlutfall félagslegra íbúða er fest. Það er ekki bara rétta leiðin heldur líka sú eina raunhæfa til að koma okkur útúr endalausu sveiflum og eltingarleik á húsnæðismarkaði sem skaðar alla. Höfum við kjark, þor og úthald til að gera raunverulegar breytingar á eðli borgarinnar sem stuðla munu að auknum stöðugleika á húsnæðismarkaði og bættum forsendum fyrir fjölbreytta ferðamáta? Erum við tilbúinn að taka slaginn um meiri borg og fylgja loftslagsmarkmiðum okkar eftir? Við skuldum komandi kynslóðum það að vanda okkur við uppbyggingu borgarinnar og þróa hana til framtíðar. Þar dugir ekki að horfa einn dag eða eitt kjörtímabil fram á veginn. Við þurfum framtíðarsýn sem getur leitt okkur áfram næstu 15-20 árin og mun skila af sér í öflugri og sjálfbærari borg. Um þetta snúast komandi borgarstjórnarkosningar. Höfundur er arkitekt og skipar 8. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun