Stöðvum stjórnleysið í rekstri borgarinnar Andrea Sigurðardóttir skrifar 18. mars 2022 12:31 Alls starfa nú rúmlega 60 starfsmenn á skrifstofu miðlægrar stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Undir hana heyrir skrifstofa borgarstjóra en á tæpum áratug, fram til ársins 2018, jókst kostnaðurinn við rekstur skrifstofunnar úr 157 milljónum króna í 800 milljónir, eða um 510 prósent. Árið 2019 voru gerðar skipulagsbreytingar sem gera samanburð eftir það snúinn, en þróunin virðist hafa verið öll í eina átt í Ráðhúsinu í tíð núverandi borgarstjóra. Reykjavíkurborg er með 10 upplýsingafulltrúa þegar stærstu fyrirtækin í Kauphöll Íslands, sem sum velta tugum milljarða króna árlega, hafa aðeins einn. Sum hafa engan. Á þessu kjörtímabili hafa skuldir borgarinnar aukist um 100 milljarða króna og eru núna um 400 milljarðar. Rekstrarkostnaður borgarinnar á hvern íbúa er um 20% hærri en hjá nágrannasveitarfélögunum. Þetta eru skýrar birtingarmyndir þeirrar óráðsíu sem hefur einkennt rekstur borgarinnar undir stjórn Dags B. Eggertssonar. Dagur hefur verið borgarstjóri í 8 ár en borgarfulltrúi í tvo áratugi og lengst af í meirihluta. Það sem er dapurlegast við stjórnartíð Dags er að útþaninn rekstur Reykjavíkurborgar hefur ekki skilað sér í bættri þjónustu við borgarbúa. Þvert á móti hefur lögbundin þjónusta verið vanrækt. Sorphirðu, þrifum og almennri umhirðu er ábótavant. Biðlistar á leikskólum lengjast og ef börn eru svo heppin að fá pláss er það oft í órafjarlægð frá heimili. Nauðsynlegu viðhaldi og endurnýjun skólahúsnæðis (Fossvogur) og íþróttaaðstöðu fyrir börn (Laugardalur) er ekki sinnt þrátt fyrir hávært ákall og örvæntingu foreldra. Það er kominn tími á breytingar. Reykvíkingar eiga betra skilið. Við þurfum nýja forystu undir stjórn leiðtoga sem mun reka borgina af festu og forgangsraða í þágu þjónustu við borgarbúa. Sá leiðtogi er Hildur Björnsdóttir. Þess vegna mun ég kjósa hana í 1. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í dag og hvet alla sjálfstæðismenn til að gera slíkt hið sama. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fer fram dagana 18. og 19. mars. Kjörstaðir eru opnir til 18 báða dagana. Höfundur er viðskiptafræðingur. Inngangur greinarinnar hefur verið uppfærður með nákvæmari upplýsingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Alls starfa nú rúmlega 60 starfsmenn á skrifstofu miðlægrar stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Undir hana heyrir skrifstofa borgarstjóra en á tæpum áratug, fram til ársins 2018, jókst kostnaðurinn við rekstur skrifstofunnar úr 157 milljónum króna í 800 milljónir, eða um 510 prósent. Árið 2019 voru gerðar skipulagsbreytingar sem gera samanburð eftir það snúinn, en þróunin virðist hafa verið öll í eina átt í Ráðhúsinu í tíð núverandi borgarstjóra. Reykjavíkurborg er með 10 upplýsingafulltrúa þegar stærstu fyrirtækin í Kauphöll Íslands, sem sum velta tugum milljarða króna árlega, hafa aðeins einn. Sum hafa engan. Á þessu kjörtímabili hafa skuldir borgarinnar aukist um 100 milljarða króna og eru núna um 400 milljarðar. Rekstrarkostnaður borgarinnar á hvern íbúa er um 20% hærri en hjá nágrannasveitarfélögunum. Þetta eru skýrar birtingarmyndir þeirrar óráðsíu sem hefur einkennt rekstur borgarinnar undir stjórn Dags B. Eggertssonar. Dagur hefur verið borgarstjóri í 8 ár en borgarfulltrúi í tvo áratugi og lengst af í meirihluta. Það sem er dapurlegast við stjórnartíð Dags er að útþaninn rekstur Reykjavíkurborgar hefur ekki skilað sér í bættri þjónustu við borgarbúa. Þvert á móti hefur lögbundin þjónusta verið vanrækt. Sorphirðu, þrifum og almennri umhirðu er ábótavant. Biðlistar á leikskólum lengjast og ef börn eru svo heppin að fá pláss er það oft í órafjarlægð frá heimili. Nauðsynlegu viðhaldi og endurnýjun skólahúsnæðis (Fossvogur) og íþróttaaðstöðu fyrir börn (Laugardalur) er ekki sinnt þrátt fyrir hávært ákall og örvæntingu foreldra. Það er kominn tími á breytingar. Reykvíkingar eiga betra skilið. Við þurfum nýja forystu undir stjórn leiðtoga sem mun reka borgina af festu og forgangsraða í þágu þjónustu við borgarbúa. Sá leiðtogi er Hildur Björnsdóttir. Þess vegna mun ég kjósa hana í 1. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í dag og hvet alla sjálfstæðismenn til að gera slíkt hið sama. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fer fram dagana 18. og 19. mars. Kjörstaðir eru opnir til 18 báða dagana. Höfundur er viðskiptafræðingur. Inngangur greinarinnar hefur verið uppfærður með nákvæmari upplýsingum.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar