Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson skrifar 30. janúar 2022 08:01 Álag á kennara og starfsfólk skóla hefur verið mjög mikið síðan um áramótin eftir að veiran fór að herja á börnin í meira mæli. Ef við tökum eitt skref aftur á bak þá hefur álag reyndar verið mjög mikið allan þann tíma sem heimsfaraldurinn hefur geisað í þjóðfélaginu enda er kennarastéttin ein af hinum svokölluðu framlínustéttum. Kennarastéttin hefur svo sannarlega staðið sína plikt og eins og oftast hlaupið hraðar, leyst málin og tekið á sig þyngri byrðar - með öðrum orðum tekið að sér hlutverk vélstjórans í Verbúðinni sem þarf að láta dallinn ganga svo hægt sé að halda áfram að fiska - látið hlutina ganga upp. Tökum þá önnur tvö skref til baka og þá sjáum við stóru myndina þar sem viðvarandi álag á kennara hefur verið of mikið í alltof langan tíma. Reyndir kennarar vita að álagið hefur aukist gríðarlega síðustu fimmtán árin eða svo og margir tengja það við innleiðingu á skóla án aðgreiningar. Langflestir kennarar vilja kenna í skóla án aðgreiningar en honum verður að fylgja aukinn stuðningur við kennara og leiðbeinendur ef fyrirkomulagið á að ganga upp. Skóli án aðgreiningar krefst þess að innan skóla sé næg fagþekking til að mæta hverju barni þar sem það er hverju sinni. Kennarar hafa nefnilega tilhneigingu til að láta hlutina einfaldlega bara ganga upp. Aðstæður eru auðvitað mismunandi í skólum, hver bekkur er ólíkur öðrum en það er óhætt að fullyrða að margir kennarar eru að sligast undan ábyrgð. Kennarar munu seint bugast en breytinga er þörf. Hversu margir kennarar glíma nú við langvinna sjúkdóma vegna álags? Hversu margir einstaklingar með kennsluréttindi kjósa að vinna annars staðar en í skólum? Réttilega hefur nokkru púðri verið eytt í að fjölga kennaranemum, enda fer meðalaldur kennara hækkandi, en starfsaðstæður í skólum verða að stuðla að því að fólk vilji vinna þar. Metnaður hvers sveitarfélags á að vera að halda mannauði sínum og búa börnunum okkar framúrskarandi jarðveg til að vaxa og dafna. Sú ósanngjarna krafa hefur orðið til að kennarar séu sérfræðingar í öllu. Þetta bitnar fyrst og fremst á nemendum en einnig kennurum og foreldrum. Þann 26. janúar síðastliðinn skrifuðu tveir þroskaþjálfar og sérkennari frábæra grein, Skóli án aðgreiningar, sem ég tek heilshugar undir. Það verður „að auka til muna þverfaglega samvinnu þar sem ýmsir fagaðilar vinna saman að málefnum nemenda“, eins og þær Halldóra, Laufey og Unnur skrifa í grein sinni. Í grunnskólum hefur skapast stuðningsfulltrúa kerfi þar sem ófaglærðir einstaklingar koma inn sem stuðningur fyrir kennara og aðstoð fyrir nemendur með sérstakar námsþarfir. Þessir starfskraftar eiga það langoftast sameiginlegt að vera ungt fólk nýlega útskrifað úr framhaldsskóla, sumir með plön um að leggja í ferðalög aðrir að draga andann djúpt fyrir frekara nám. Nær allir stuðningsfulltrúar eru tímabundnir starfskraftar og hverfa á braut um leið og traust hefur skapast milli þeirra og nemenda, þekking og reynsla hverfur á braut. Sumir þeirra halda í kennaranám og þá gleðjast kennarar iðulega. Þetta unga fólk er lífsnauðsynlegur stuðningur við nemendur og kennara í skólum en hæfni þeirra til að takast á við erfiðar aðstæður og flókinn vanda nemenda er mjög misjöfn. Þannig kannast flestir kennarar við að hafa fengið stórkostlega stuðningsfulltrúa sem auka gæði kennslunnar en einnig stuðningsfulltrúa sem auka hreinlega álagið á þá. Þetta fyrirkomulag er fullkomlega ósjálfbært og það er fáránleg krafa að reynslu minnsta starfsfólk grunnskólans eigi að vinna með þeim nemendum sem þurfa mesta aðstoð. Ég spyr mig að hversu miklu leyti hefur heilbrigðisvandamálum verið velt yfir á skólakerfið? Það er tveggja ára bið í greingarferli, barnið heldur samt skólagöngu sinni áfram. Barna- og unglingageðdeild Landspítalans er enn og aftur sprungin og mjög alvarlega veik börn líða fyrir það. Foreldrar veigra sér við því að leita til sálfræðinga vegna kostnaðar og/eða langs biðtíma. Talmeinafræðingar eru af skornum skammti og svo mætti áfram telja. En börnin mæta samt alltaf í skólana. Þar taka á móti þeim kennarar sem reyna sitt besta, reyna að láta hlutina ganga upp. Ríkið verður að greiða sveitarfélögum fyrir að taka að sér heilbrigðisþjónustu í skólum. Það er ekki í boði lengur að vanrækja stuðningskerfi barna og ætlast til kennararnir grípi alla bolta á sama tíma og þeir eiga að hlaupa hraðar. Við þurfum að hlusta á raddir fagfólks og fjölga faglærðum sérfræðingum í skólum til að aðstoða nemendur okkar betur og létta álagi af kennurum og öðru starfsfólki skólans. Ég tel þetta algjört forgangsmál til þess að bæta þjónustu, sporna gekk brottfalli og stuðla að nauðsynlegri nýliðun í kennarastéttinni á Íslandi. Höfundur er grunnskólakennari og býður sig fram í 5. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Skóla - og menntamál Samfylkingin Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Álag á kennara og starfsfólk skóla hefur verið mjög mikið síðan um áramótin eftir að veiran fór að herja á börnin í meira mæli. Ef við tökum eitt skref aftur á bak þá hefur álag reyndar verið mjög mikið allan þann tíma sem heimsfaraldurinn hefur geisað í þjóðfélaginu enda er kennarastéttin ein af hinum svokölluðu framlínustéttum. Kennarastéttin hefur svo sannarlega staðið sína plikt og eins og oftast hlaupið hraðar, leyst málin og tekið á sig þyngri byrðar - með öðrum orðum tekið að sér hlutverk vélstjórans í Verbúðinni sem þarf að láta dallinn ganga svo hægt sé að halda áfram að fiska - látið hlutina ganga upp. Tökum þá önnur tvö skref til baka og þá sjáum við stóru myndina þar sem viðvarandi álag á kennara hefur verið of mikið í alltof langan tíma. Reyndir kennarar vita að álagið hefur aukist gríðarlega síðustu fimmtán árin eða svo og margir tengja það við innleiðingu á skóla án aðgreiningar. Langflestir kennarar vilja kenna í skóla án aðgreiningar en honum verður að fylgja aukinn stuðningur við kennara og leiðbeinendur ef fyrirkomulagið á að ganga upp. Skóli án aðgreiningar krefst þess að innan skóla sé næg fagþekking til að mæta hverju barni þar sem það er hverju sinni. Kennarar hafa nefnilega tilhneigingu til að láta hlutina einfaldlega bara ganga upp. Aðstæður eru auðvitað mismunandi í skólum, hver bekkur er ólíkur öðrum en það er óhætt að fullyrða að margir kennarar eru að sligast undan ábyrgð. Kennarar munu seint bugast en breytinga er þörf. Hversu margir kennarar glíma nú við langvinna sjúkdóma vegna álags? Hversu margir einstaklingar með kennsluréttindi kjósa að vinna annars staðar en í skólum? Réttilega hefur nokkru púðri verið eytt í að fjölga kennaranemum, enda fer meðalaldur kennara hækkandi, en starfsaðstæður í skólum verða að stuðla að því að fólk vilji vinna þar. Metnaður hvers sveitarfélags á að vera að halda mannauði sínum og búa börnunum okkar framúrskarandi jarðveg til að vaxa og dafna. Sú ósanngjarna krafa hefur orðið til að kennarar séu sérfræðingar í öllu. Þetta bitnar fyrst og fremst á nemendum en einnig kennurum og foreldrum. Þann 26. janúar síðastliðinn skrifuðu tveir þroskaþjálfar og sérkennari frábæra grein, Skóli án aðgreiningar, sem ég tek heilshugar undir. Það verður „að auka til muna þverfaglega samvinnu þar sem ýmsir fagaðilar vinna saman að málefnum nemenda“, eins og þær Halldóra, Laufey og Unnur skrifa í grein sinni. Í grunnskólum hefur skapast stuðningsfulltrúa kerfi þar sem ófaglærðir einstaklingar koma inn sem stuðningur fyrir kennara og aðstoð fyrir nemendur með sérstakar námsþarfir. Þessir starfskraftar eiga það langoftast sameiginlegt að vera ungt fólk nýlega útskrifað úr framhaldsskóla, sumir með plön um að leggja í ferðalög aðrir að draga andann djúpt fyrir frekara nám. Nær allir stuðningsfulltrúar eru tímabundnir starfskraftar og hverfa á braut um leið og traust hefur skapast milli þeirra og nemenda, þekking og reynsla hverfur á braut. Sumir þeirra halda í kennaranám og þá gleðjast kennarar iðulega. Þetta unga fólk er lífsnauðsynlegur stuðningur við nemendur og kennara í skólum en hæfni þeirra til að takast á við erfiðar aðstæður og flókinn vanda nemenda er mjög misjöfn. Þannig kannast flestir kennarar við að hafa fengið stórkostlega stuðningsfulltrúa sem auka gæði kennslunnar en einnig stuðningsfulltrúa sem auka hreinlega álagið á þá. Þetta fyrirkomulag er fullkomlega ósjálfbært og það er fáránleg krafa að reynslu minnsta starfsfólk grunnskólans eigi að vinna með þeim nemendum sem þurfa mesta aðstoð. Ég spyr mig að hversu miklu leyti hefur heilbrigðisvandamálum verið velt yfir á skólakerfið? Það er tveggja ára bið í greingarferli, barnið heldur samt skólagöngu sinni áfram. Barna- og unglingageðdeild Landspítalans er enn og aftur sprungin og mjög alvarlega veik börn líða fyrir það. Foreldrar veigra sér við því að leita til sálfræðinga vegna kostnaðar og/eða langs biðtíma. Talmeinafræðingar eru af skornum skammti og svo mætti áfram telja. En börnin mæta samt alltaf í skólana. Þar taka á móti þeim kennarar sem reyna sitt besta, reyna að láta hlutina ganga upp. Ríkið verður að greiða sveitarfélögum fyrir að taka að sér heilbrigðisþjónustu í skólum. Það er ekki í boði lengur að vanrækja stuðningskerfi barna og ætlast til kennararnir grípi alla bolta á sama tíma og þeir eiga að hlaupa hraðar. Við þurfum að hlusta á raddir fagfólks og fjölga faglærðum sérfræðingum í skólum til að aðstoða nemendur okkar betur og létta álagi af kennurum og öðru starfsfólki skólans. Ég tel þetta algjört forgangsmál til þess að bæta þjónustu, sporna gekk brottfalli og stuðla að nauðsynlegri nýliðun í kennarastéttinni á Íslandi. Höfundur er grunnskólakennari og býður sig fram í 5. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun