"Ekkert samráð“ Andri Eysteinsson skrifar 18. apríl 2019 14:25 Barr greindi frá skýrslunni í dag. Getty/Win McNamee Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, kynnti á blaðamannafundi sínum í dag, Mueller skýrsluna svokölluðu. Barr sagði niðurstöðu skýrslunnar vera þá að ekkert samráð hafi verið milli forsetans, forsetaframboðs eða starfsfólks hans og Rússa. Mueller-skýrslan er afrakstur vinnu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og teymis hans um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 og hugsanleg tengsl við framboð Donald Trump. Barr greindi frá því áð rannsókn Mueller hafði leitt í ljóst að ekkert samráð var með forsetaframboði Donald Trump og rússneskra yfirvalda eða rússneskra hópa í aðdraganda kosninganna.Ekkert samband milli Rússa og Trump Barr sagði Mueller hafa rannsakað hvort komið að framboð Trump hafi með einhverju móti tengst internet-herferð IRA (Internet Research Agency), sem vann að því að hafa áhrif á kjósendur með því að nota samfélagsmiðla, fyrir forsetakosningarnar 2016. Rannsókn Mueller leiddi í ljós að tengsl milli framboðsins og herferðarinnar voru engin. Fyrir það ættu Bandaríkjamenn að vera þakklátir sagði Barr og notaði orð sem Trump hefur verið vanur að nota „No Collusion“ eða ekkert samráð. Barr sagði einnig að við rannsókn hafi engin tengsl Trump-framboðsins fundist við rússneska tölvuþrjóta sem brutust inn í gögn og stálu þar skrám og tölvupóstum. Til dæmis nefndi ráðherran tölvupósta Hillary Clinton. Einnig fundust engin tengsl framboðsins við þá sem reyndu að dreifa gögnunum og nefndi Barr þar WikiLeaks. Barr tók það fram að WikiLeaks hafi ekki brotið lög þegar hópurinn stóð fyrir dreifingu á tölvupóstum Hillary Clinton. Hefði hópurinn staðið að baki töluvinnbrotinu hefði staðan hins vegar verið önnur. Eftir tveggja ára rannsókn, staðfestir Mueller að ríkisstjórn Rússlands reyndi að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016, án aðkomu Donald Trump, starfsmanna hans eða nokkra Bandaríkjamanna. Barr sagði sömu niðurstöðu gilda um alla liði rannsóknar Mueller „Ekkert samráð“ Forsetinn, sem alltaf hefur verið duglegur að lýsa yfir sakleysi sínu fagnaði orðum Barr með færslu, í anda Game of Thrones, á Twitter síðu sinni. pic.twitter.com/222atp7wuB — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 18, 2019 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Sjá meira
Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, kynnti á blaðamannafundi sínum í dag, Mueller skýrsluna svokölluðu. Barr sagði niðurstöðu skýrslunnar vera þá að ekkert samráð hafi verið milli forsetans, forsetaframboðs eða starfsfólks hans og Rússa. Mueller-skýrslan er afrakstur vinnu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og teymis hans um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 og hugsanleg tengsl við framboð Donald Trump. Barr greindi frá því áð rannsókn Mueller hafði leitt í ljóst að ekkert samráð var með forsetaframboði Donald Trump og rússneskra yfirvalda eða rússneskra hópa í aðdraganda kosninganna.Ekkert samband milli Rússa og Trump Barr sagði Mueller hafa rannsakað hvort komið að framboð Trump hafi með einhverju móti tengst internet-herferð IRA (Internet Research Agency), sem vann að því að hafa áhrif á kjósendur með því að nota samfélagsmiðla, fyrir forsetakosningarnar 2016. Rannsókn Mueller leiddi í ljós að tengsl milli framboðsins og herferðarinnar voru engin. Fyrir það ættu Bandaríkjamenn að vera þakklátir sagði Barr og notaði orð sem Trump hefur verið vanur að nota „No Collusion“ eða ekkert samráð. Barr sagði einnig að við rannsókn hafi engin tengsl Trump-framboðsins fundist við rússneska tölvuþrjóta sem brutust inn í gögn og stálu þar skrám og tölvupóstum. Til dæmis nefndi ráðherran tölvupósta Hillary Clinton. Einnig fundust engin tengsl framboðsins við þá sem reyndu að dreifa gögnunum og nefndi Barr þar WikiLeaks. Barr tók það fram að WikiLeaks hafi ekki brotið lög þegar hópurinn stóð fyrir dreifingu á tölvupóstum Hillary Clinton. Hefði hópurinn staðið að baki töluvinnbrotinu hefði staðan hins vegar verið önnur. Eftir tveggja ára rannsókn, staðfestir Mueller að ríkisstjórn Rússlands reyndi að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016, án aðkomu Donald Trump, starfsmanna hans eða nokkra Bandaríkjamanna. Barr sagði sömu niðurstöðu gilda um alla liði rannsóknar Mueller „Ekkert samráð“ Forsetinn, sem alltaf hefur verið duglegur að lýsa yfir sakleysi sínu fagnaði orðum Barr með færslu, í anda Game of Thrones, á Twitter síðu sinni. pic.twitter.com/222atp7wuB — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 18, 2019
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Sjá meira