Rúmur helmingur óhress með Trump Rúmur helmingur Bandaríkjamanna er óánægður með frammistöðu Donalds Trump fyrstu mánuði hans í embætti forseta samkvæmt nýrri könnun. Frammistaðan er þó í takt við væntingar meirihluta þjóðarinnar. Erlent 27.4.2025 20:41
Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Nýr landstjóri Grænlands fundaði með forsætisráðherra Dana í fyrsta skipti. Þau lögðu áherslu á nútímavæðingu samveldisins og samstöðu þjóðanna á blaðamannnafundi. Erlent 27.4.2025 19:31
Áætlun Trump gangi engan veginn upp Hagkerfið er byrjað að kólna og gæti stefnt í kreppu sem að mestu má rekja til breyttrar en óljósrar stefnu Bandaríkjastjórnar í efnahags- og tollamálum. Þetta segir Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Innlent 27.4.2025 17:50
ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Evrópusambandið hefur sektað bandarísku fyrirtækin Apple og Meta um samanlagt sjö hundruð milljónir evra. Sektirnar eru til komnar vegna brota fyrirtækjanna á lögum sambandsins og munu þær að öllum líkindum auka spennuna milli ESB og ríkisstjórnar Donalds Trump. Viðskipti erlent 23. apríl 2025 11:39
Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Mikið hefur gustað um Pete Hegseth, fyrrverandi sjónvarpsmann og varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, undanfarið. Mikil óreiða er sögð hafa ríkt innan veggja ráðuneytisins, sem gengur iðulega undir nafninu Pentagon, og vantraust hefur aukist milli borgaralegra starfsmanna ráðuneytisins og hermanna sem starfa þar. Erlent 23. apríl 2025 10:38
Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Elon Musk, einn auðugasti maður heims og náinn bandamaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að draga verulega úr störfum sínum fyrir Trump í næsta mánuði. Í staðinn ætlar hann að einbeita sér að rekstri rafmagnsbílafyrirtækisins Tesla, sem birti í dag mjög neikvætt ársfjórðungsuppgjör. Viðskipti erlent 22. apríl 2025 22:53
Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Bill Owens, æðsti stjórnandi fréttaskýringaþáttarins vinsæla 60 Minutes eða 60 mínútur hefur sagt starfi sínu lausu og segir ástæðuna þá að hann hafi tapað sjálfstæði sínu í starfi. Stjórnendur CBS og móðurfélagsins Paramount hafi gert ljóst að hann muni ekki fá að stjórna þættinum með hag áhorfenda í huga lengur. Erlent 22. apríl 2025 21:07
Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur stungið upp á því að hann muni stöðva innrás sína í Úkraínu og láta af kröfum sínum til afganga fjögurra héraða í Úkraínu, sem Rússar stjórna ekki að fullu. Þetta segist hann tilbúinn til að gera í skiptum fyrir viðurkenningu Bandaríkjanna á eignarrétti Rússa á Krímskaga, sem var innlimaður ólöglega árið 2014. Erlent 22. apríl 2025 19:55
Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Markaðir í Bandaríkjunum virðast hafa brugðist nokkuð harkalega við ummælum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um seðlabankastjóra landsins. Hagfræðingur segir merki um að yfirlýst markmið Trump með tollastefnu sinni gætu snúist upp í andhverfu sína, í það minnsta til skemmri tíma. Viðskipti erlent 22. apríl 2025 14:46
Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Bandaríkjaforseti segist standa með varnarmálaráðherranum eftir að annað lekamál kom upp. Ráðherrann lak trúnaðarupplýsingum um árásir Bandaríkjahers til eiginkonu sinnar, bróður og lögfræðings. Erlent 21. apríl 2025 16:23
Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Þingmenn og lávarðar á breska þinginu kalla eftir því að Donald Trump Bandaríkjaforseta verði meinað að ávarpa þingið þegar hann kemur í opinbera heimsókn. Erlent 21. apríl 2025 15:21
Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra segir vopnahlé sem boðað var milli Rússlands og Úkraínu yfir páskana litlu máli skipta. Ásakanir hafa gengið milli aðila um brot á vopnahléinu. Innlent 20. apríl 2025 14:37
Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur fyrirskipað að hætt verði tímabundið við brottflutning venesúelskra innflytjenda úr landi. Mennirnir eru sakaðir um að tengjast glæpagengjum og flytja átti þá í fangelsi í El Salvador. Erlent 19. apríl 2025 11:59
Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Minnst 74 eru taldir af eftir loftárás Bandaríkjahers á eldsneytisgeymslur Húta við Ras Isa höfnina í Jemen í morgun. Árásin er sú mannskæðasta síðan herinn hóf að auka árásir á herstöðvar Húta í fyrra. Erlent 19. apríl 2025 00:02
Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Háskólasamfélagið í Bandaríkjunum er skelkað vegna atlögu stjórnvalda að háskólunum í landinu og fræðimenn þegar lagðir á flótta til annarra landa. Þetta segir dósent við Columbia. Íslenskur nemi við Harvard segir framtíðaráform sín í mögulega í uppnámi en ætlar ekki að láta stjórnast af ótta vegna hótana Trump-stjórnarinnar sem beinast gegn háskólum og erlendum nemendum þeirra. Erlent 18. apríl 2025 19:55
Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir koma til greina að Bandaríkin hætti aðkomu sinni að friðarviðræðum milli Rússlands og Úkraínu ef vinnunni miðar ekki áfram á næstu dögum. Viðræður hafa staðið yfir í fleiri mánuði en ekki hefur tekist að binda enda á átökin. Erlent 18. apríl 2025 10:54
Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Ríkisstjórn Repúblikana í Bandaríkjunum hefur hótað að banna Harvard háskólanum að taka við erlendum nemendum í nám skólans þar sem stjórn skólans neitaði að fara eftir skilyrðum stjórnarinnar. Meðal skilyrða er að tilkynna nemendur til alríkisyfirvalda sem eru andsnúnir „bandarískum gildum.“ Erlent 17. apríl 2025 15:42
Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómari í Bandaríkjunum segir tilefni til að ákæra ríkisstjórn Donald Trump fyrir að hunsa dómsúrskurð sem kveðinn var upp um miðjan síðasta mánuð. Málið er eitt af mörgum þar sem Trump er sakaður um að fara út fyrir valdsvið sitt. Erlent 16. apríl 2025 20:23
Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Donald Trump heldur áfram stríði sínu við háskólana og hefur hótað að svipta Harvardháskóla skattfrelsi sínu. Skólinn neitaði að verða við kröfum hans um breytingar á reglum skólans sem hann segir miða að því að sporna við gyðingahatri. Erlent 15. apríl 2025 23:09
Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Volódómír Selenskí Úkraínuforseti sé ábyrgur fyrir stríðsástandinu í landinu. Erlent 15. apríl 2025 06:59
Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Harvard háskólinn hefur neitað að fylgja skilyrðum sem Bandaríkjaforseti vill setja skólanum. Forsetinn hótar að greiða skólanum ekki ríkisstyrki verði ekki farið að tilmælunum. Erlent 14. apríl 2025 23:31
Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Stjórn Bandaríkjaforseta bannar enn fréttamönnum AP fréttaveitunnar að sitja blaðamannafundi forsetans þrátt fyrir að bandarískur dómari hefur dæmt í málinu. Erlent 14. apríl 2025 22:02
Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Breska leikkonan Aimee Lou Wood hefur fengið sjaldséða afsökunarbeiðni frá aðstandendum sketsaþáttanna SNL eftir að hún lýsti yfir óánægju með „illkvittinn og ófyndinn“ skets þar sem var gert grín að tönnum hennar. Lífið 14. apríl 2025 08:47
Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Hlutabréfaverð í Asíu hækkaði víðast hvar við opnun í nótt og er búist við því að það sama gerist í Evrópu nú á áttunda tímanum. Viðskipti erlent 14. apríl 2025 06:56