Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2025 08:37 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Luis M. Alvarez Bandarískir öldungadeildarþingmenn fóru í gærkvöldi í mánaðarlangt sumarfrí. Það gerðu þeir án þess að hafa komist að samkomulagi um að ganga frá fjölmörgum tilnefningum Donalds Trump, forseta, til ýmissa embætta í stjórnsýslu Bandaríkjanna. Trump brást reiður við og sagði Chuck Schumer, leiðtoga Demókrataflokksins í öldungadeildinni, að „fara til helvítis“. Trump hefur þrýst mjög á Repúblikana að staðfesta tilnefningar sínar en Demókratar hafa dregið fæturna mjög. Þeir hafa meðal annars krafist nafnakalls í hverri einustu atkvæðagreiðslu og gripið til frekari aðgerða sem leitt hefur til þess að í mörgum tilfellum hefur tekið nokkra daga að koma einni tilnefningu gegnum þingið. Leiðtogar Repúblikanaflokksins segja mögulegt að þeir muni breyta reglum öldungadeildarinnar þegar þeir mæta aftur til vinnu í næsta mánuði til að flýta málum, samkvæmt AP fréttaveitunni. John Thune, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, sagði í gærkvöldi að breytingar væru nauðsynlegar. Hann sagði síðustu sex mánuði hafa sýnt fram á að tilnefningaferlið sjálft væri bilað. Halda þyrfti umfangsmikla umræðu um ferlið í framtíðinni. Sjá einnig: Vill sýna þinginu hver ræður Thune segir að nokkrum sinnum hafi lítið út fyrir að samkomulag myndi nást en það hafi ekki gengið eftir, samkvæmt frétt Politico. Chuck Schumer, leiðtogi Demókrataflokksins í öldungadeildinni.AP/Mariam Zuhaib Pólitískara ferli Undanfarna tvo áratugi hafa þingmenn beggja flokka í auknum mæli gripið til aðgerða til að hægja verulega á ferlinu þegar kemur að tilnefningum forseta hins flokksins til embætta í stjórnsýslunni og tilnefningum dómara. Ferlið hefur orðið mun pólitískara og hefur þó nokkrum sinnum verið gripið til reglubreytinga til að flýta fyrir. Trump hefur að undanförnu beitt Repúblikana miklum þrýstingi og meðal annars krafist þess að þeir hætti við að fara í frí og verji þess í stað ágústmánuði í að keyra í gegnum tilnefningaferlið og samþykkja þá fjölmörgu sem Trump hefur tilnefnt og hafa ekki hlotið staðfestingu öldungadeildarinnar. Leiðtogar flokkanna tveggja vörðu helginni í að klára nokkrar tilnefningar og í senn reyna að komast að samkomulagi um framhaldið en án árangurs. Í færslu á samfélagsmiðli sínum í gærkvöldi uppnefndi Trump Schumer og sakaði hann um að halda aftur af Bandaríkjunum og krefjast milljarðar dala í skiptum fyrir staðfestingar tilnefninga forsetans. Trump sagði að það yrði vandræðalegt fyrir Repúblikanaflokkinn að verða við slíkri kúgun. „Segið Schumer, sem er undir gífurlegum pólitískum þrýstingi úr hans eigin flokki, öfga vinstri geðsjúklingum, að FARA TIL HELVÍTIS!“ Hann sagði þingmönnum að verða ekki við kröfum Demókrata, fara í frí og útskýra fyrir kjósendum sínum hvað Demókratar væru vont fólk. Skjáskot af færslu Trumps þar sem hann segir Schumer að fara til helvítis. Schumer sagði aftur á móti að það yrðu mistök hjá Repúblikönum að grípa til reglubreytinga. Sérstaklega með tilliti til þess að Repúblikanar munu þurfa atkvæði frá Demókrötum til að samþykkja fjárlagfrumvörp og önnur á komandi mánuðum. „Donald Trump reyndi að kúga okkur, fara fram hjá okkur, hóta okkur, uppnefna okkur en hann fékk ekkert,“ sagði Schumer. Meðal þess sem Demókratar vilja er að Repúblikanar dragi úr þeim umfangsmiklum niðurskurði á ýmsum sviðum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Trump hefur þrýst mjög á Repúblikana að staðfesta tilnefningar sínar en Demókratar hafa dregið fæturna mjög. Þeir hafa meðal annars krafist nafnakalls í hverri einustu atkvæðagreiðslu og gripið til frekari aðgerða sem leitt hefur til þess að í mörgum tilfellum hefur tekið nokkra daga að koma einni tilnefningu gegnum þingið. Leiðtogar Repúblikanaflokksins segja mögulegt að þeir muni breyta reglum öldungadeildarinnar þegar þeir mæta aftur til vinnu í næsta mánuði til að flýta málum, samkvæmt AP fréttaveitunni. John Thune, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, sagði í gærkvöldi að breytingar væru nauðsynlegar. Hann sagði síðustu sex mánuði hafa sýnt fram á að tilnefningaferlið sjálft væri bilað. Halda þyrfti umfangsmikla umræðu um ferlið í framtíðinni. Sjá einnig: Vill sýna þinginu hver ræður Thune segir að nokkrum sinnum hafi lítið út fyrir að samkomulag myndi nást en það hafi ekki gengið eftir, samkvæmt frétt Politico. Chuck Schumer, leiðtogi Demókrataflokksins í öldungadeildinni.AP/Mariam Zuhaib Pólitískara ferli Undanfarna tvo áratugi hafa þingmenn beggja flokka í auknum mæli gripið til aðgerða til að hægja verulega á ferlinu þegar kemur að tilnefningum forseta hins flokksins til embætta í stjórnsýslunni og tilnefningum dómara. Ferlið hefur orðið mun pólitískara og hefur þó nokkrum sinnum verið gripið til reglubreytinga til að flýta fyrir. Trump hefur að undanförnu beitt Repúblikana miklum þrýstingi og meðal annars krafist þess að þeir hætti við að fara í frí og verji þess í stað ágústmánuði í að keyra í gegnum tilnefningaferlið og samþykkja þá fjölmörgu sem Trump hefur tilnefnt og hafa ekki hlotið staðfestingu öldungadeildarinnar. Leiðtogar flokkanna tveggja vörðu helginni í að klára nokkrar tilnefningar og í senn reyna að komast að samkomulagi um framhaldið en án árangurs. Í færslu á samfélagsmiðli sínum í gærkvöldi uppnefndi Trump Schumer og sakaði hann um að halda aftur af Bandaríkjunum og krefjast milljarðar dala í skiptum fyrir staðfestingar tilnefninga forsetans. Trump sagði að það yrði vandræðalegt fyrir Repúblikanaflokkinn að verða við slíkri kúgun. „Segið Schumer, sem er undir gífurlegum pólitískum þrýstingi úr hans eigin flokki, öfga vinstri geðsjúklingum, að FARA TIL HELVÍTIS!“ Hann sagði þingmönnum að verða ekki við kröfum Demókrata, fara í frí og útskýra fyrir kjósendum sínum hvað Demókratar væru vont fólk. Skjáskot af færslu Trumps þar sem hann segir Schumer að fara til helvítis. Schumer sagði aftur á móti að það yrðu mistök hjá Repúblikönum að grípa til reglubreytinga. Sérstaklega með tilliti til þess að Repúblikanar munu þurfa atkvæði frá Demókrötum til að samþykkja fjárlagfrumvörp og önnur á komandi mánuðum. „Donald Trump reyndi að kúga okkur, fara fram hjá okkur, hóta okkur, uppnefna okkur en hann fékk ekkert,“ sagði Schumer. Meðal þess sem Demókratar vilja er að Repúblikanar dragi úr þeim umfangsmiklum niðurskurði á ýmsum sviðum.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“