Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 14. júlí 2025 11:01 Það er með ólíkindum að á tuttugustu og fyrstu öldinni, þegar Ísland ber sig saman við vill að minnsta kosti í orði kveðnu líkjast nágrannaþjóðum sínum á hinum Norðurlöndunum, skuli stjórnvöld skuli ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, leggja í vegferð grundvallaða á jafn slælegum og ábyrgðarlausum vinnubrögðum og raun ber vitni í frumvarpi sínu um hækkun veiðigjalda. Vinnubrögð sem þekkjast hvergi á hinum Norðurlöndunum. Hér er ekki aðeins um að ræða gáleysi, heldur hreinlega ásetning og meðvitað fúsk sem stenst engin lágmarksviðmið um vandaða stjórnsýslu og lýðræðislega stjórnarhætti. Breytir engu þar um þó meirihluti Alþingis greiði atkvæði með frumvarpinu og bendi á skoðanakannanir sem lýsa yfir stuðningi við frumvarpið, máli sínu til stuðnings. Fúskið minnkar ekkert við það. Meirihlutinn getur þó fagnað því að vera handhafi Norðurlandamets í stjórnsýslulegu klúðri og fúski. Það er staðreynd að samkvæmt að minnsta kosti tveimur hæstaréttardómum að veiðigjald er skattur samkvæmt stjórnarskrá. Slíkar álögur eiga því að byggja á málefnalegum grunni, með skýrri og gegnsærri lagastoð og taka mið af áhrifum á sjávarútveginn og aðrar tengdar atvinnugreinar , samfélög og ríkissjóð. Það er ekki aðeins skynsamlegt, heldur einnig lágmarkskrafa í lýðræðisríki að slíkum skattbreytingum fylgi víðtækt og óháð áhrifamat. Á hinum Norðurlöndunum og öðrum sæmilega siðuðum samfélögum, er þetta sjálfsögð krafa – þar eru lagafrumvörp er varða skatta, hvort sem það er til hækkunnar eða lækkunnar þeirra, ekki lögð fram nema að undangengnu ítarlegu mati á áhrifum á atvinnulíf, byggðir, opinbera fjárhag og samfélagið í heild.Á Íslandi virðist hins vegar duga að taka eitt einstakt rekstrarár í sjávarútvegi, glápa á EBITA-tölur þess árs og fullyrða að svigrúm sé fyrir verulega hækkun skatta. Engin tilraun er gerð til að skoða sveiflur í afkomu greinarinnar, ólíka stöðu einstakra fyrirtækja eða hugsanleg langtímaáhrif á byggðarlög sem eru háð sjávarútvegi. Sveitarfélög, sem búa við brotthvarf atvinnustarfsemi, eru afgreidd með því einu að þau greiði ekki veiðigjald – eins og það hafi engin áhrif á þau þó atvinnulífið í heimabyggð sé lagt í rúst eða það verði fyrir alvarlegum áföllum.Þetta er ekki bara léleg stjórnsýsla. Þetta er ábyrgðarleysi og aðför gagnvart landsbyggðinni, atvinnulífinu og framtíð þjóðarbúsins. Það er ekki hægt að kalla þetta annað en fúsk. Í stað þess að horfa til þess sem best gerist á Norðurlöndum, virðast íslensk stjórnvöld einsetja sér það með galopin augu og viðvörunarljós blikkandi við hvert fótmál, að setja heila atvinnugrein og hliðargreinar hennar í algert uppnám með ófyrirséðum afleiðingum. Það á ekki að þurfa að krefja stjórnvöld um ábyrgð og vandaða stjórnsýsluhætti og vinnubrögð. Alþingi á auðvitað ekki að samþykkja skattahækkunarfrumvörp sem byggja á svona veikum grunni. Það er skylda stjórnvalda að leggja fram áhrifamat, ræða málin af ábyrgð og taka ákvarðanir á grundvelli staðreynda – ekki tilfinninga, pólitísks þrýstings eða popúlískra skammtímasjónarmiða.Innilegar hamingjuóskir með Norðurlandametið kæri stjórnarmeirihluti Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Þið lögðuð allt undir nema eðlilega stjórnsýsluhætti og eðlilega málsmeðferð í vegferð ykkar að þessu undraverða meti. Mér er þó til efs að metið standi lengi. Enda eruð þið rétt að byrja og eigið nóg inni. Vonandi smakkast kampavínið á Parliament vel. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Það er með ólíkindum að á tuttugustu og fyrstu öldinni, þegar Ísland ber sig saman við vill að minnsta kosti í orði kveðnu líkjast nágrannaþjóðum sínum á hinum Norðurlöndunum, skuli stjórnvöld skuli ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, leggja í vegferð grundvallaða á jafn slælegum og ábyrgðarlausum vinnubrögðum og raun ber vitni í frumvarpi sínu um hækkun veiðigjalda. Vinnubrögð sem þekkjast hvergi á hinum Norðurlöndunum. Hér er ekki aðeins um að ræða gáleysi, heldur hreinlega ásetning og meðvitað fúsk sem stenst engin lágmarksviðmið um vandaða stjórnsýslu og lýðræðislega stjórnarhætti. Breytir engu þar um þó meirihluti Alþingis greiði atkvæði með frumvarpinu og bendi á skoðanakannanir sem lýsa yfir stuðningi við frumvarpið, máli sínu til stuðnings. Fúskið minnkar ekkert við það. Meirihlutinn getur þó fagnað því að vera handhafi Norðurlandamets í stjórnsýslulegu klúðri og fúski. Það er staðreynd að samkvæmt að minnsta kosti tveimur hæstaréttardómum að veiðigjald er skattur samkvæmt stjórnarskrá. Slíkar álögur eiga því að byggja á málefnalegum grunni, með skýrri og gegnsærri lagastoð og taka mið af áhrifum á sjávarútveginn og aðrar tengdar atvinnugreinar , samfélög og ríkissjóð. Það er ekki aðeins skynsamlegt, heldur einnig lágmarkskrafa í lýðræðisríki að slíkum skattbreytingum fylgi víðtækt og óháð áhrifamat. Á hinum Norðurlöndunum og öðrum sæmilega siðuðum samfélögum, er þetta sjálfsögð krafa – þar eru lagafrumvörp er varða skatta, hvort sem það er til hækkunnar eða lækkunnar þeirra, ekki lögð fram nema að undangengnu ítarlegu mati á áhrifum á atvinnulíf, byggðir, opinbera fjárhag og samfélagið í heild.Á Íslandi virðist hins vegar duga að taka eitt einstakt rekstrarár í sjávarútvegi, glápa á EBITA-tölur þess árs og fullyrða að svigrúm sé fyrir verulega hækkun skatta. Engin tilraun er gerð til að skoða sveiflur í afkomu greinarinnar, ólíka stöðu einstakra fyrirtækja eða hugsanleg langtímaáhrif á byggðarlög sem eru háð sjávarútvegi. Sveitarfélög, sem búa við brotthvarf atvinnustarfsemi, eru afgreidd með því einu að þau greiði ekki veiðigjald – eins og það hafi engin áhrif á þau þó atvinnulífið í heimabyggð sé lagt í rúst eða það verði fyrir alvarlegum áföllum.Þetta er ekki bara léleg stjórnsýsla. Þetta er ábyrgðarleysi og aðför gagnvart landsbyggðinni, atvinnulífinu og framtíð þjóðarbúsins. Það er ekki hægt að kalla þetta annað en fúsk. Í stað þess að horfa til þess sem best gerist á Norðurlöndum, virðast íslensk stjórnvöld einsetja sér það með galopin augu og viðvörunarljós blikkandi við hvert fótmál, að setja heila atvinnugrein og hliðargreinar hennar í algert uppnám með ófyrirséðum afleiðingum. Það á ekki að þurfa að krefja stjórnvöld um ábyrgð og vandaða stjórnsýsluhætti og vinnubrögð. Alþingi á auðvitað ekki að samþykkja skattahækkunarfrumvörp sem byggja á svona veikum grunni. Það er skylda stjórnvalda að leggja fram áhrifamat, ræða málin af ábyrgð og taka ákvarðanir á grundvelli staðreynda – ekki tilfinninga, pólitísks þrýstings eða popúlískra skammtímasjónarmiða.Innilegar hamingjuóskir með Norðurlandametið kæri stjórnarmeirihluti Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Þið lögðuð allt undir nema eðlilega stjórnsýsluhætti og eðlilega málsmeðferð í vegferð ykkar að þessu undraverða meti. Mér er þó til efs að metið standi lengi. Enda eruð þið rétt að byrja og eigið nóg inni. Vonandi smakkast kampavínið á Parliament vel. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun