Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 14. júlí 2025 11:01 Það er með ólíkindum að á tuttugustu og fyrstu öldinni, þegar Ísland ber sig saman við vill að minnsta kosti í orði kveðnu líkjast nágrannaþjóðum sínum á hinum Norðurlöndunum, skuli stjórnvöld skuli ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, leggja í vegferð grundvallaða á jafn slælegum og ábyrgðarlausum vinnubrögðum og raun ber vitni í frumvarpi sínu um hækkun veiðigjalda. Vinnubrögð sem þekkjast hvergi á hinum Norðurlöndunum. Hér er ekki aðeins um að ræða gáleysi, heldur hreinlega ásetning og meðvitað fúsk sem stenst engin lágmarksviðmið um vandaða stjórnsýslu og lýðræðislega stjórnarhætti. Breytir engu þar um þó meirihluti Alþingis greiði atkvæði með frumvarpinu og bendi á skoðanakannanir sem lýsa yfir stuðningi við frumvarpið, máli sínu til stuðnings. Fúskið minnkar ekkert við það. Meirihlutinn getur þó fagnað því að vera handhafi Norðurlandamets í stjórnsýslulegu klúðri og fúski. Það er staðreynd að samkvæmt að minnsta kosti tveimur hæstaréttardómum að veiðigjald er skattur samkvæmt stjórnarskrá. Slíkar álögur eiga því að byggja á málefnalegum grunni, með skýrri og gegnsærri lagastoð og taka mið af áhrifum á sjávarútveginn og aðrar tengdar atvinnugreinar , samfélög og ríkissjóð. Það er ekki aðeins skynsamlegt, heldur einnig lágmarkskrafa í lýðræðisríki að slíkum skattbreytingum fylgi víðtækt og óháð áhrifamat. Á hinum Norðurlöndunum og öðrum sæmilega siðuðum samfélögum, er þetta sjálfsögð krafa – þar eru lagafrumvörp er varða skatta, hvort sem það er til hækkunnar eða lækkunnar þeirra, ekki lögð fram nema að undangengnu ítarlegu mati á áhrifum á atvinnulíf, byggðir, opinbera fjárhag og samfélagið í heild.Á Íslandi virðist hins vegar duga að taka eitt einstakt rekstrarár í sjávarútvegi, glápa á EBITA-tölur þess árs og fullyrða að svigrúm sé fyrir verulega hækkun skatta. Engin tilraun er gerð til að skoða sveiflur í afkomu greinarinnar, ólíka stöðu einstakra fyrirtækja eða hugsanleg langtímaáhrif á byggðarlög sem eru háð sjávarútvegi. Sveitarfélög, sem búa við brotthvarf atvinnustarfsemi, eru afgreidd með því einu að þau greiði ekki veiðigjald – eins og það hafi engin áhrif á þau þó atvinnulífið í heimabyggð sé lagt í rúst eða það verði fyrir alvarlegum áföllum.Þetta er ekki bara léleg stjórnsýsla. Þetta er ábyrgðarleysi og aðför gagnvart landsbyggðinni, atvinnulífinu og framtíð þjóðarbúsins. Það er ekki hægt að kalla þetta annað en fúsk. Í stað þess að horfa til þess sem best gerist á Norðurlöndum, virðast íslensk stjórnvöld einsetja sér það með galopin augu og viðvörunarljós blikkandi við hvert fótmál, að setja heila atvinnugrein og hliðargreinar hennar í algert uppnám með ófyrirséðum afleiðingum. Það á ekki að þurfa að krefja stjórnvöld um ábyrgð og vandaða stjórnsýsluhætti og vinnubrögð. Alþingi á auðvitað ekki að samþykkja skattahækkunarfrumvörp sem byggja á svona veikum grunni. Það er skylda stjórnvalda að leggja fram áhrifamat, ræða málin af ábyrgð og taka ákvarðanir á grundvelli staðreynda – ekki tilfinninga, pólitísks þrýstings eða popúlískra skammtímasjónarmiða.Innilegar hamingjuóskir með Norðurlandametið kæri stjórnarmeirihluti Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Þið lögðuð allt undir nema eðlilega stjórnsýsluhætti og eðlilega málsmeðferð í vegferð ykkar að þessu undraverða meti. Mér er þó til efs að metið standi lengi. Enda eruð þið rétt að byrja og eigið nóg inni. Vonandi smakkast kampavínið á Parliament vel. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það er með ólíkindum að á tuttugustu og fyrstu öldinni, þegar Ísland ber sig saman við vill að minnsta kosti í orði kveðnu líkjast nágrannaþjóðum sínum á hinum Norðurlöndunum, skuli stjórnvöld skuli ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, leggja í vegferð grundvallaða á jafn slælegum og ábyrgðarlausum vinnubrögðum og raun ber vitni í frumvarpi sínu um hækkun veiðigjalda. Vinnubrögð sem þekkjast hvergi á hinum Norðurlöndunum. Hér er ekki aðeins um að ræða gáleysi, heldur hreinlega ásetning og meðvitað fúsk sem stenst engin lágmarksviðmið um vandaða stjórnsýslu og lýðræðislega stjórnarhætti. Breytir engu þar um þó meirihluti Alþingis greiði atkvæði með frumvarpinu og bendi á skoðanakannanir sem lýsa yfir stuðningi við frumvarpið, máli sínu til stuðnings. Fúskið minnkar ekkert við það. Meirihlutinn getur þó fagnað því að vera handhafi Norðurlandamets í stjórnsýslulegu klúðri og fúski. Það er staðreynd að samkvæmt að minnsta kosti tveimur hæstaréttardómum að veiðigjald er skattur samkvæmt stjórnarskrá. Slíkar álögur eiga því að byggja á málefnalegum grunni, með skýrri og gegnsærri lagastoð og taka mið af áhrifum á sjávarútveginn og aðrar tengdar atvinnugreinar , samfélög og ríkissjóð. Það er ekki aðeins skynsamlegt, heldur einnig lágmarkskrafa í lýðræðisríki að slíkum skattbreytingum fylgi víðtækt og óháð áhrifamat. Á hinum Norðurlöndunum og öðrum sæmilega siðuðum samfélögum, er þetta sjálfsögð krafa – þar eru lagafrumvörp er varða skatta, hvort sem það er til hækkunnar eða lækkunnar þeirra, ekki lögð fram nema að undangengnu ítarlegu mati á áhrifum á atvinnulíf, byggðir, opinbera fjárhag og samfélagið í heild.Á Íslandi virðist hins vegar duga að taka eitt einstakt rekstrarár í sjávarútvegi, glápa á EBITA-tölur þess árs og fullyrða að svigrúm sé fyrir verulega hækkun skatta. Engin tilraun er gerð til að skoða sveiflur í afkomu greinarinnar, ólíka stöðu einstakra fyrirtækja eða hugsanleg langtímaáhrif á byggðarlög sem eru háð sjávarútvegi. Sveitarfélög, sem búa við brotthvarf atvinnustarfsemi, eru afgreidd með því einu að þau greiði ekki veiðigjald – eins og það hafi engin áhrif á þau þó atvinnulífið í heimabyggð sé lagt í rúst eða það verði fyrir alvarlegum áföllum.Þetta er ekki bara léleg stjórnsýsla. Þetta er ábyrgðarleysi og aðför gagnvart landsbyggðinni, atvinnulífinu og framtíð þjóðarbúsins. Það er ekki hægt að kalla þetta annað en fúsk. Í stað þess að horfa til þess sem best gerist á Norðurlöndum, virðast íslensk stjórnvöld einsetja sér það með galopin augu og viðvörunarljós blikkandi við hvert fótmál, að setja heila atvinnugrein og hliðargreinar hennar í algert uppnám með ófyrirséðum afleiðingum. Það á ekki að þurfa að krefja stjórnvöld um ábyrgð og vandaða stjórnsýsluhætti og vinnubrögð. Alþingi á auðvitað ekki að samþykkja skattahækkunarfrumvörp sem byggja á svona veikum grunni. Það er skylda stjórnvalda að leggja fram áhrifamat, ræða málin af ábyrgð og taka ákvarðanir á grundvelli staðreynda – ekki tilfinninga, pólitísks þrýstings eða popúlískra skammtímasjónarmiða.Innilegar hamingjuóskir með Norðurlandametið kæri stjórnarmeirihluti Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Þið lögðuð allt undir nema eðlilega stjórnsýsluhætti og eðlilega málsmeðferð í vegferð ykkar að þessu undraverða meti. Mér er þó til efs að metið standi lengi. Enda eruð þið rétt að byrja og eigið nóg inni. Vonandi smakkast kampavínið á Parliament vel. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun