Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar 22. maí 2025 09:01 Þrátt fyrir að innan við þrjú prósent landsmanna búi á Austurlandi, skapar svæðið vöruútflutningsverðmæti sem nemur um 240 milljörðum króna á ári. Þetta eru stórar upphæðir, verðmæti sem skipta sköpum fyrir þjóðarbúið í heild sinni. En hvað fá heimamenn til baka fyrir þá verðmætasköpun? Við í stjórn Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi fengum greiningarfyrirtækið Analytica til að greina efnahagsumsvif Austurlands. Hægt er að nálgast skýrsluna hér. Þær niðurstöður staðfesta það sem lengi hefur verið vitað en vantað hefur greiningargögn. Þrátt fyrir gríðarlega verðmætasköpun svæðisins skilar fjármagn sér ekki til baka í viðeigandi innviði sem standa undir þessari verðmætasköpun. Samgöngukerfið á Austurlandi, sem ber uppi mikla þungaflutninga, stendur afar illa því viðhaldi og nýframkvæmdum hefur ekki verið sinnt. Annað landsbyggðarmál má nefna að þrátt fyrir að íbúar búi í nálægð við virkjanir greiðir stór hluti íbúa dreifbýlistaxta sem þýðir hærri orkukostnað. Hvaða sanngirni er í því? Enn fremur má nefna að sveitarfélög verða af tekjum því þau fá ekki fasteignagjöld af orkumannvirkjum í sínu landi eins og það fengi af sambærilegri atvinnustarfsemi í sínu sveitarfélagi. Landsbyggðin í heild sinni skapar gríðarleg verðmæti sem allir landsmenn njóta góðs af. En þrátt fyrir þá staðreynd skilar fjármagn og þjónusta sér ekki til baka í samræmi við það framlag. Með því að viðhalda þessari miklu skekkju er verið að festa í sessi ósanngjarnt og miðlægt misvægi í opinberri fjárfestingu hér á landi. Þessu verður að breyta. Áhugavert og í raun mikilvægt er að greina vöruútflutningsverðmæti allrar landsbyggðarinnar með sömu aðferðarfræði af hendi Analytica og sýna þannig svart á hvítu hve landsbyggðin er gjöful og mikilvæg í verðmætasköpun fyrir land og þjóð þrátt fyrir fámenni. Tryggjum áframhaldandi verðmætasköpun á landsbyggðinni og virðingu í formi fjárfestinga, traustra innviða og sanngjarnrar skiptingar á tekjum þjóðarbúsins. Það er ekki mikil krafa, það er sjálfsögð réttlætiskrafa í nútímasamfélagi sem tryggir áframhaldandi verðmætasköpun og ýtir samhliða undir efnahagslega velferð allra hér á landi. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Berglind Harpa Svavarsdóttir Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að innan við þrjú prósent landsmanna búi á Austurlandi, skapar svæðið vöruútflutningsverðmæti sem nemur um 240 milljörðum króna á ári. Þetta eru stórar upphæðir, verðmæti sem skipta sköpum fyrir þjóðarbúið í heild sinni. En hvað fá heimamenn til baka fyrir þá verðmætasköpun? Við í stjórn Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi fengum greiningarfyrirtækið Analytica til að greina efnahagsumsvif Austurlands. Hægt er að nálgast skýrsluna hér. Þær niðurstöður staðfesta það sem lengi hefur verið vitað en vantað hefur greiningargögn. Þrátt fyrir gríðarlega verðmætasköpun svæðisins skilar fjármagn sér ekki til baka í viðeigandi innviði sem standa undir þessari verðmætasköpun. Samgöngukerfið á Austurlandi, sem ber uppi mikla þungaflutninga, stendur afar illa því viðhaldi og nýframkvæmdum hefur ekki verið sinnt. Annað landsbyggðarmál má nefna að þrátt fyrir að íbúar búi í nálægð við virkjanir greiðir stór hluti íbúa dreifbýlistaxta sem þýðir hærri orkukostnað. Hvaða sanngirni er í því? Enn fremur má nefna að sveitarfélög verða af tekjum því þau fá ekki fasteignagjöld af orkumannvirkjum í sínu landi eins og það fengi af sambærilegri atvinnustarfsemi í sínu sveitarfélagi. Landsbyggðin í heild sinni skapar gríðarleg verðmæti sem allir landsmenn njóta góðs af. En þrátt fyrir þá staðreynd skilar fjármagn og þjónusta sér ekki til baka í samræmi við það framlag. Með því að viðhalda þessari miklu skekkju er verið að festa í sessi ósanngjarnt og miðlægt misvægi í opinberri fjárfestingu hér á landi. Þessu verður að breyta. Áhugavert og í raun mikilvægt er að greina vöruútflutningsverðmæti allrar landsbyggðarinnar með sömu aðferðarfræði af hendi Analytica og sýna þannig svart á hvítu hve landsbyggðin er gjöful og mikilvæg í verðmætasköpun fyrir land og þjóð þrátt fyrir fámenni. Tryggjum áframhaldandi verðmætasköpun á landsbyggðinni og virðingu í formi fjárfestinga, traustra innviða og sanngjarnrar skiptingar á tekjum þjóðarbúsins. Það er ekki mikil krafa, það er sjálfsögð réttlætiskrafa í nútímasamfélagi sem tryggir áframhaldandi verðmætasköpun og ýtir samhliða undir efnahagslega velferð allra hér á landi. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun