Sjávarútvegur

Sjávarútvegur

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Skatta­hækkanir á út­flutnings­greinar mun lík­lega grafa undan raun­genginu

Áform stjórnvalda um aukna skattlagningu á helstu útflutningsgreinar landsins, einkum sjávarútveginn, mun ólíklega skila tekjum í samræmi við væntingar enda munu umsvifin og samkeppnishæfni minnka á sama tíma, að sögn hlutabréfagreinanda og hagfræðings, sem furðar sig á lítilli umræðu í þjóðfélaginu um stöðu okkar mikilvægustu atvinnuvega. Þvert á yfirlýstan tilgang þá sé líklegast að skattahækkanir á útflutningsatvinnuvegina muni draga úr kaupmætti og velmegun þegar á öllu er á botninn hvolft.

Innherji
Fréttamynd

Þegar hið smáa verður risa­stórt

Það er óneitanlega stundum undarlegt að fylgjast með vandræðagangi stjórnsýslunnar við að leysa úr litlum verkefnum. Þar má nefna nauðsynlegar úrbætur á flugleiðsögubúnaði á Akureyrarflugvelli með sáralitlum tilkostnaði sem myndu stórbæta rekstraröryggi flugvallarins.

Skoðun
Fréttamynd

Sjálf­sagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálf­krafa við að ganga inn í Evrópu­sam­bandið“

Nefndarmaður Sjálfstæðisflokksins í atvinnuveganefnd segir það verulega gagnrýnisvert að atvinnuvegaráðherra hafi skrifað undir viljayfirlýsingu milli Íslands og Evrópusambandsins án þess að bera það undir þingið. Formaður atvinnuveganefndar segir sjálfsagt að taka málið fyrir á fundi þó hann sé verulega á móti Evrópusambandinu.

Innlent
Fréttamynd

Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í at­vinnu­vega­nefnd

Njáll Trausti Friðbertsson hefur óskað eftir fundi í atvinnuveganefnd með ráðherra vegna viljayfirlýsingar milli Íslands og Evrópusambandsins um „aukið samstarf í málefnum hafsins og sjávarútvegs.“ Óskað er eftir því að fundað verði sem fyrst.

Innlent
Fréttamynd

Við á­kærum – hver sveik strandveiðisjómenn?

Þannig fór um sjóferð þá. 48 dögunum sem okkur voru lofaðir gufuðu upp um miðjan júlí, fjórða árið í röð. Þá hófst leitin að sökudólgnum: hver var það sem tók 48 dagana af trillukörlum og konum? Var það ríkisstjórnin eða stjórnarandstaðan? Eða kannski einhver allt annar? Þögn í salnum – ákæruvaldið hefur orðið.

Skoðun
Fréttamynd

„Lífið er miklu meira en peningar“

Jón Pétur Zimsen þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur vakið mikla athygli, annaðhvort fyrir vasklegan framgang í þágu hagsmuna almennings eða þá hagsmuna kvótakónga og stórútgerðarinnar. Það fer eftir því hvernig litið er á umtalaða hækkun veiðigjalda. Hann kemur úr auðugri fjölskyldu, hefur verið virkur á hlutabréfamarkaði og meðal annars fjárfest í sjávarútvegsfyrirtækjum. Hann segir ástríðuna alltaf þá sömu, að hjálpa börnum og unglingum. Lífið sé svo miklu meira en peningar.

Innlent
Fréttamynd

Hví borgar út­gerðin – ekki malarnáman?

Reglulega heyrist: Fiskurinn í sjónum er sameign þjóðarinnar. Því þarf útgerðin að greiða sérstakt veiðigjald. Sanngjarnt og hóflegt. En er það svo? Og af hverju virðist þetta „sanngirni“-tal alltaf beinast að úgerðinni einni saman? Fleiri atvinnugreinar en sjávarútvegurinn nota margvíslegar auðlindir sem kalla má sameign þjóðarinnar, t.d. bændur og bjórframleiðendur.

Skoðun
Fréttamynd

Strandveiðum er lokið í sumar

Málefni strandveiða eru nú komin á borð innviðaráðherra sem segir, líkt og atvinnuvegaráðherra sagði, að engar lausnir séu fyrir hendi til að auka strandveiðikvótann. Strandveiðum er því lokið í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Strand­veiðar færast frá Við­reisn til Flokks fólksins

Ákveðið hefur verið að gera breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands þannig að byggðakerfið, sem felur meðal annars í sér strandveiðar og byggðakvóta, verður flutt frá atvinnuvegaráðuneytinu til innviðaráðuneytisins.

Innlent
Fréttamynd

Aukið við sóun með ein­hverjum ráðum

Eitt þeirra mála sem ekki tókst að afgreiða fyrir þinglok var frumvarp atvinnuvegaráðherra um að tryggja 48 strandveiðidaga á ári. Í umfjöllun Morgunblaðsins þann 15. júlí lýsir atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, því yfir að það sé miður að frumvarpið hafi ekki fengið hljómgrunn í þinglokaviðræðum. Jafnframt segir hún að nú sé verið að skoða hvort einhverjar leiðir séu færar til að verða við því.

Skoðun
Fréttamynd

Fagnar á­herslum ríkis­stjórnarinnar í sjávar­út­vegi

Halla Hrund Logadóttir þingkona Framsóknarflokksins segist styðja markmið ríkisstjórnarinnar um að auka ábata þjóðarinnar af sjávarútvegi. Hún ákvað að taka ekki þátt í málþófi stjórnarandstöðunnar í veiðigjaldamálinu og tók ekki þátt í lokaatkvæðagreiðslu um frumvarpið í gær.

Innlent
Fréttamynd

Valdið yfir sjávarútvegsmálunum

Vægast sagt mjög sérstakt er að heyra forystumenn Viðreisnar tala um það að þjóðin eigi að fá sanngjarna greiðslu fyrir afnot af auðlind Íslandsmiða á sama tíma og meginmarkmið flokksins er að Ísland gangi í Evrópusambandið sem meðal annars fæli í sér að valdið yfir sjávarútvegsmálum okkar Íslendinga færðist til stofnana þess. Þar á meðal ákvarðanir um það hverjir mættu veiða á miðunum í kringum landið sem yrðu þar með aðeins hluti af sameiginlegri lögsögu sambandsins.

Skoðun
Fréttamynd

Ráð­herra gengur fram án laga

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra hefur gengið fram með aðgerðum sem fara gegn grunnstoðum fiskveiðistjórnunar á Íslandi. Með því að úthluta 1.000 tonnum í viðbótar strandveiðiheimildir – án þess að lagagrundvöllur liggi fyrir – er verið að búa til hættulegt fordæmi. Slík stjórnsýsla er hvorki fagleg, lögmæt né forsvaranleg.

Skoðun
Fréttamynd

Veiðigjaldið aftur í nefnd og við­ræður komnar á lokametra

Veiðigjaldið er aftur á dagskrá á fundi atvinnuveganefndar í dag en fundurinn er hluti af þinglokaviðræðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru viðræður á lokametrunum. Búist er við stuttum fundi sem hefst klukkan 17 í dag en þar verður farið yfir ákveðna útreikninga sem þingmenn deila um.

Innlent
Fréttamynd

Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn

Atvinnuvegaráðherra hefur undirritað breytingu á reglugerð um veiðar í atvinnuskyni. Breytingin heimilar auknar aflaheimildir til strandveiða sem nemur 1.032 tonnum á fiskveiðiárinu 2024-2025. Við aukninguna eykst heildarafli á strandveiðum úr 10.000 tonnum í 11.032 tonn.

Innlent
Fréttamynd

„Jú, jú, þetta er orðið mál­þóf“

Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, viðurkennir að stjórnarandstaðan stundi nú málþóf í umræðu um veiðigjöld á Alþingi. Hún hafi skipt um skoðun síðan árið 2019 þegar hún velti fyrir sér í skoðanagrein hvort þáverandi stjórnin ætti að beita 71. grein þingskaparlaga til að takmarka umræðu í þingsal.

Innlent
Fréttamynd

Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslu­stöðvarinnar vísað frá

Hæstiréttur kvað í dag upp dóma í málum Hugins og Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum vegna úthlutunar ríkisins á aflaheimildum í makríl á árunum 2011 og 2018. Rétturinn taldi ekki unnt að miða að fullu við matsgerð í máli Hugins og dæmdi honum að álitum talsvert lægri bætur en Landsréttur hafði dæmt. Máli Vinnslustöðvarinnar var vísað frá vegna vanreifunar.

Innlent