Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Leikin auglýsing á vegum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem sýnir norska athafnamenn furða sig á fyrirætlunum íslenskra stjórnvalda í sjávarútvegi, hefur fengið mikla dreifingu og uppskorið hörð viðbrögð hjá ráðamönnum. Stjórnarþingmaður og dómsmálaráðherra eru meðal þeirra sem fordæmt hafa auglýsinguna. Innlent 27.4.2025 14:27
Lægjum öldurnar Er sanngjarnt að greitt sé gjald fyrir notkun á sjávarauðlind þjóðarinnar? Já það er sanngjarnt. Auðlindagjöld sem nálgun í nýtingu takmarkaðra auðlinda er alþjóðlega viðurkennd leið og það er réttlátt að þjóðin fái arð af verðmætum náttúruauðlindum sínum líkt og fisknum í sjónum. Skoðun 27.4.2025 08:00
Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Atvinnuvegaráðherra segir að ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu með því að auka strandveiðiheimildir líkt og Samtök fyrirtækja í sjávaútvegi hafa lýst áhyggjum af. Hún segir aukinn áhuga á veiðunum ánægjuefni, unnið sé að úrlausnum. Innlent 26.4.2025 12:03
Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Stjórn Ísfélagsins hf. samþykkti á aðalfundi félagsins í dag að arðgreiðsla á árinu 2025 vegna síðasta rekstrarárs verði 2,1 milljarður króna sem greiddur verður út 16. maí næstkomandi. Viðskipti innlent 23. apríl 2025 20:49
Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun Lögreglustjórans á Vestfjörðum á niðurfellingu rannsóknar á slysasleppingu sumarið 2023 þegar á annað þúsund eldislaxar sluppu úr kví Arctic Sea Farm ehf. á Patreksfirði. Lögreglustjóri gagnrýnir lögmenn veiðifélaga og fjölmiðla fyrir meint áhugaleysi í umfjöllun um málið. Innlent 23. apríl 2025 15:42
Auðbeldi SFS Erfitt reynst mér að þegja undir rándýrum áróðri kvótaþega í fjölmiðlum þessa dagana með nytsama sakleysingja sem aðalleikara, auðsveipa undirmenn. Skoðun 23. apríl 2025 10:01
Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum um veiðigjald mun gera rekstur fiskvinnslu á Íslandi óhagkvæmari, áhættumeiri og sveiflukenndari en hann er nú. Geta til að takast á við ófyrirséða atburði mun minnka verulega og svigrúm til fjárfestinga mun minnka að sama skapi. Skoðun 23. apríl 2025 08:01
„Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Fjármálaráð gerir margvíslegar athugasemdir í umsögn sinni um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem nú er í meðförum Alþingis. Ráðið gagnrýnir meðal annars að því sé gert ókleyft að uppfylla lögbundið hlutverk sitt vegna nýs verklags, og þá er áhyggjum lýst af því að boðaðar breytingar á örorku- og ellilífeyrisbótakerfinu geri bótaþegum hærra undir höfði en launþegum. Innlent 18. apríl 2025 14:57
Rannsaka ólöglegt fiskeldi Matvælastofnun hefur til rannsóknar ólöglegt fiskeldi á Suðurlandi á vegum veiðifélags sem elur villt seiði. Innlent 17. apríl 2025 16:16
Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Matvælastofnun hefur meint ólöglegt fiskeldi veiðifélags á Suðurlandi til rannsóknar. Innan við vika er síðan stofnunin beitti veiðifélag á Suðurlandi stjórnvaldssekt fyrir sams konar brot. Innlent 16. apríl 2025 14:21
Listin við að fara sér hægt Íslenskur sjávarútvegur hefur verið hryggjarstykki í efnahagslegri hagsæld á landinu um langt árabil. Hann getur og vill vera það áfram. Íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum tekst sífellt betur upp í að gera verðmæti úr því sem úr sjó er dregið. Ef rétt verður á spilunum haldið má leysa úr læðingi mikil verðmæti á komandi árum. Skoðun 15. apríl 2025 15:01
Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu í dag atvinnuvegaráðuneytinu athugasemdir við frumvarpsdrög um breytingar á lögum um veiðigjald. Formaður samtakanna segir að þau gagnrýni vinnubrögð ráðuneytisins í málinu og einhliða tilkynningar, ekkert samtal sé í gangi á milli sjávarútvegs og stjórnvalda. Viðskipti innlent 15. apríl 2025 12:03
„Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa sent atvinnuvegaráðuneytinu athugasemdir við frumvarpsdrög um breytingar á lögum um veiðigjald. Samtökin telja frumvarpið „ganga í berhögg við stjórnarskrá“ og segja ráðuneytinu hafa skeikað milljörðum í útreikningi á heildarhækkun veiðigjaldsins. Viðskipti innlent 15. apríl 2025 07:58
Hækkun veiðigjalda rýrir virði skráðra sjávarútvegsfélaga um yfir 50 milljarða Áform ríkisstjórnarinnar um tvöföldun veiðigjalda mun valda því að verðmæti sjávarútvegsfyrirtækjanna þriggja í Kauphöllinni, sem eru að talsverðum hluta í eigu lífeyrissjóða, rýrna um samtals 53 milljarða, samkvæmt nýrri greiningu, og draga úr hvata til fjárfestingar vegna minni arðsemi. Þá er varað við því að komi jafnframt til ytri áfalla, eins og meðal annars léleg nýliðun loðnustofns og viðskiptastríðs, þá sé hætt við að umsvifin minnki verulega og sjávarútvegur verði „ekki lengur einn af máttarstólpunum í íslensku atvinnulífi.“ Innherji 14. apríl 2025 17:27
Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Rúm 80 prósent þjóðarinnar vilja að veiðigjöld taki mið af raunverulegu aflaverðmæti. Það eru niðurstöður könnunar sem Gallup framkvæmdi fyrir félagasamtökin Þjóðareign. Þar var spurt hversu hlynnt eða andvígt fólk væri því að útgerðin greiði gjald sem taki mið af raunverulegu aflaverðmæti fyrir afnot af fiskimiðunum. Viðskipti innlent 14. apríl 2025 11:21
Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir orðræðu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um að áformuð hækkun auðlindagjalda í greininni muni leiða til þess að fiskvinnslum verði lokað vera órökrétta og segir útgerðina standa í hótunum við þjóðina. Innlent 13. apríl 2025 12:13
Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út á mesta forgangi á þriðja tímanum í dag vegna leka um borð í fiskibáti sem staddur var vestur af Akranesi. Sjóbjörgunarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar tók einnig þátt í viðbragðinu. Innlent 12. apríl 2025 15:32
Engar hvalveiðar Hvals í sumar Hvalur hf. stefnir ekki á hvalveiðar í sumar. Þetta herma heimildir fréttastofu en RÚV greindi fyrst frá. Innlent 11. apríl 2025 17:34
Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Matvælastofnun hefur sektað veiðifélag um þrjár milljónir króna fyrir að hafa flutt 150 þúsund seiði í eldisstöð sem hvorki er með rekstrar- né starfsleyfi til fiskeldis. Unnið er að því að loka stöðinni. Innlent 11. apríl 2025 12:31
Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Tilteknar miðaldabækur frá norðausturhluta Frakklands er lýst sem „dularfullum“ í umfjöllun New York Times vegna þess að fræðimenn áttu ansi erfitt með að segja til um hvers konar skinn var notað til að binda þær inn. Rannsókn hefur leitt í ljós að þær hafi líklega komið frá Skandinavíu, Skotlandi, Íslandi eða Grænlandi. Erlent 11. apríl 2025 08:37
Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Þingmenn stjórnarandstöðunnar þjörmuðu að atvinnuvegaráðherra á Alþingi í morgun og sökuðu hana um óvandaða stjórnsýslu við breytingar á veiðigjöldum. Ráðherra hafnaði því og ítrekaði að málið yrði klárað á vorþingi. Innlent 10. apríl 2025 13:14
Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Það er ekki skoðun heldur staðreynd að afli nær allra fisktegunda sem hafa verið settar inn í kvótastýringu og undir veiðistjórn Hafró, hefur minnkað til muna. Það á m.a. við um loðnu, þorsk og grásleppu. Skoðun 8. apríl 2025 14:00
Allar hendur á dekk! „Allar hendur á dekk“ kölluðu eigendur stórútgerðarinnar og samtökin sem vinna fyrir þeirra málstað, SFS. Þau höfðu nefnilega orðið þess vör að bæði ríkisstjórnin og þjóðin hygðist krefjast réttlátara gjalds fyrir sjávarauðlindina. Skoðun 7. apríl 2025 13:30