Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar 7. maí 2025 18:01 Alþjóða glæpadómstóllinn gaf fyrir hálfu ári síðan, í nóvember 2024, út handtökutilskipun á forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, og fyrrverandi varnarmálaráðherra ríkisins, Yoav Gallant, fyrir það brot á alþjóðalögum að nota hungurvopnið gegn óbreyttum borgurum á Gaza. Þetta er stríðsglæpur. Ríkisstjórn Ísraels, sem einhliða rauf vopnahlé við Hamas í mars, hefur síðan hert á umsátrinu og komið í veg fyrir að nokkur neyðaraðstoð berist inn á Gaza í meira en tvo mánuði. Afleiðingin er hungursneyð, þar sem sífellt fleiri látast og bíða óbætanlegan skaða. Samhliða því að svelta íbúa Gaza verða þeir fyrir linnulausum sprengiárásum. Tugir þúsunda fallinna, og hundruð þúsunda særðra. Svona svo fólk skilji stærðargráðu stríðsglæpanna, þá er fjöldi drepinna barna (um 20 þúsund) og særðra barna (yfir 100 þúsund) á Gaza þrefalt fleiri en öll börn á grunnskólaaldri á Íslandi (um 48 þúsund). Stríðsglæpamennirnir sem stjórna Ísrael eru ekkert að fela fyrirætlanir sínar: þeir segjast ætla að gjöreyða samfélagi Palestínumanna á Gaza og hrekja þá úr landi. Þetta er ísraelska útgáfan af „lokalausninni“ (eins og nasistar kölluðu útrýmingarstefnu sína gegn gyðingum), og afleiðingin er helför (holocaust) Palestínumanna. Það sem er að gerast á Gaza er sambærilegt við þjóðarmorðið í Rwanda árið 1994. Þá brást alþjóðasamfélagið og gerði ekkert til að hindra eða stöðva það þrátt fyrir að alþjóðalög leggi þær skyldur á þjóðir heims að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir þjóðarmorð. Eftirá sögðu ráðamenn á Vesturlöndum „aldrei aftur“ og „þetta má ekki gerast“. En það er að gerast aftur. Barnamorð, þjóðarmorð, þjóðernishreinsanir… og Vesturlönd standa að mestu þögul hjá eða styðja Ísrael með áframhaldandi vopnasendingum. Ríkisstjórn Íslands hefur tekið eindregna afstöðu gegn framferði Ísraelsmanna, og skipað sér við hlið Írlands, Lúxemborgar, Noregs, Slóveníu og Spánar í fordæmingu á því sem er að gerast. Því ber að fagna, en en það þarf að ganga lengra því fordæming á atferli Íraelsmanna stöðvar ekki þá helför sem er í fullum gangi. Fordæmingu í orði þarf að fylgja eftir með fordæmingu í verki. Ísland ætti að stíga fram fyrir skjöldu og í verki fordæma stríðsglæpi Ísraelsríkis með því slíta stjórnmálasambandi og krefjast þess að Ísrael verði vikið úr Sameinuðu þjóðunum fyrir glæpi sína. Þá ætti Ísland að gerast aðili að kæru Suður Afríku á hendur Ísrael sem er til meðferðar hjá Alþjóðadómstólnum, og stöðva öll viðskipti-, menningar- og íþróttasamskipti við Ísrael. Í ljósi þess hvað er að gerast á Gaza það nánast súrrealistískt að ætla að fara að tralla í góðum gír með Ísraelsmönnum í Evrópsku söngvakeppninni. Að stöðva stríðsglæpi Ísraels og helför Palestínumanna er stærsta mannúðarmál samtímans. Við getum ekki látið eins og við vitum ekki hvað er í gangi – ógnarverkin eru í beinni útsendingu í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Ég undirstrika að alþjóðalög leggja þær skyldur á þjóðir heims að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir þjóðarmorð. Krefjumst þess að stjórnvöld grípi til aðgerða sem bíta, því við viljum ekki með aðgerðarleysi vera gerð samsek í þjóðarmorði! Höfundur er prófessor emeritus Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Alþjóða glæpadómstóllinn gaf fyrir hálfu ári síðan, í nóvember 2024, út handtökutilskipun á forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, og fyrrverandi varnarmálaráðherra ríkisins, Yoav Gallant, fyrir það brot á alþjóðalögum að nota hungurvopnið gegn óbreyttum borgurum á Gaza. Þetta er stríðsglæpur. Ríkisstjórn Ísraels, sem einhliða rauf vopnahlé við Hamas í mars, hefur síðan hert á umsátrinu og komið í veg fyrir að nokkur neyðaraðstoð berist inn á Gaza í meira en tvo mánuði. Afleiðingin er hungursneyð, þar sem sífellt fleiri látast og bíða óbætanlegan skaða. Samhliða því að svelta íbúa Gaza verða þeir fyrir linnulausum sprengiárásum. Tugir þúsunda fallinna, og hundruð þúsunda særðra. Svona svo fólk skilji stærðargráðu stríðsglæpanna, þá er fjöldi drepinna barna (um 20 þúsund) og særðra barna (yfir 100 þúsund) á Gaza þrefalt fleiri en öll börn á grunnskólaaldri á Íslandi (um 48 þúsund). Stríðsglæpamennirnir sem stjórna Ísrael eru ekkert að fela fyrirætlanir sínar: þeir segjast ætla að gjöreyða samfélagi Palestínumanna á Gaza og hrekja þá úr landi. Þetta er ísraelska útgáfan af „lokalausninni“ (eins og nasistar kölluðu útrýmingarstefnu sína gegn gyðingum), og afleiðingin er helför (holocaust) Palestínumanna. Það sem er að gerast á Gaza er sambærilegt við þjóðarmorðið í Rwanda árið 1994. Þá brást alþjóðasamfélagið og gerði ekkert til að hindra eða stöðva það þrátt fyrir að alþjóðalög leggi þær skyldur á þjóðir heims að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir þjóðarmorð. Eftirá sögðu ráðamenn á Vesturlöndum „aldrei aftur“ og „þetta má ekki gerast“. En það er að gerast aftur. Barnamorð, þjóðarmorð, þjóðernishreinsanir… og Vesturlönd standa að mestu þögul hjá eða styðja Ísrael með áframhaldandi vopnasendingum. Ríkisstjórn Íslands hefur tekið eindregna afstöðu gegn framferði Ísraelsmanna, og skipað sér við hlið Írlands, Lúxemborgar, Noregs, Slóveníu og Spánar í fordæmingu á því sem er að gerast. Því ber að fagna, en en það þarf að ganga lengra því fordæming á atferli Íraelsmanna stöðvar ekki þá helför sem er í fullum gangi. Fordæmingu í orði þarf að fylgja eftir með fordæmingu í verki. Ísland ætti að stíga fram fyrir skjöldu og í verki fordæma stríðsglæpi Ísraelsríkis með því slíta stjórnmálasambandi og krefjast þess að Ísrael verði vikið úr Sameinuðu þjóðunum fyrir glæpi sína. Þá ætti Ísland að gerast aðili að kæru Suður Afríku á hendur Ísrael sem er til meðferðar hjá Alþjóðadómstólnum, og stöðva öll viðskipti-, menningar- og íþróttasamskipti við Ísrael. Í ljósi þess hvað er að gerast á Gaza það nánast súrrealistískt að ætla að fara að tralla í góðum gír með Ísraelsmönnum í Evrópsku söngvakeppninni. Að stöðva stríðsglæpi Ísraels og helför Palestínumanna er stærsta mannúðarmál samtímans. Við getum ekki látið eins og við vitum ekki hvað er í gangi – ógnarverkin eru í beinni útsendingu í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Ég undirstrika að alþjóðalög leggja þær skyldur á þjóðir heims að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir þjóðarmorð. Krefjumst þess að stjórnvöld grípi til aðgerða sem bíta, því við viljum ekki með aðgerðarleysi vera gerð samsek í þjóðarmorði! Höfundur er prófessor emeritus
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar