Palestína

Fréttamynd

Ísraels­her stöðvaði aðra skútu með vistum

Ísraelsher hefur stöðvað skútuna Handala sem var að ferja barnaformúlu til Gasastrandarinnar. Ísraelska utanríkisráðuneytið segir sjóher landsins hafa stöðvað skútuna „frá því að sigla ólöglega inn á hafsvæði Gasastrandarinnar“ og rjúfa herkví.

Erlent
Fréttamynd

Ísrael – brostnir draumar og lygar

Að alast upp við að heyra hvernig amma þín og fjölskyldan hennar náðu naumlega að flýja undan nasistum hefur áhrif. Að alast upp við að heyra hvernig ættfólk þitt sem náði ekki að flýja var annaðhvort sent í fangabúðir eða drepið, hefur áhrif.

Skoðun
Fréttamynd

Ísraelsþing á­lyktar um inn­limun Vesturbakkans

Ísraelska þingið samþykkti þingsályktunartillögu á miðvikudag þess efnis að Ísrael innlimi Vesturbakkann eða héröðin Júdeu, Samaríu og Jórdandal líkt og Ísraelar kalla þau. Þingsályktunartillagan er ekki bindandi en er til marks um bæði aukið afdráttarleysi Ísraelsmanna í ólöglegri landtöku sinni sem og lausung innan sitjandi ríkisstjórnar.

Erlent
Fréttamynd

Ísraelskur ráð­herra kynnir á­form um þjóðernishreinsun á Gasa

Fjármálaráðherra Ísraels var á meðal ræðumanna á ráðstefnu sem fór fram á þriðjudaginn í þingsal Ísraela. Hún bar yfirskriftina: „Rivíeran á Gasa: úr hugsjón í raunveruleikann“ og þar kynntu ísraelskir þingmenn og fulltrúar ólöglegra landtökumanna áætlanir sínar um þjóðernishreinsun í Palestínu.

Erlent
Fréttamynd

Alls 81 barn látist úr hungri

Alls hafa 113 manns látist úr hungri frá upphafi átaka á Gasaströndinni, þar af 81 barn. Fjörutíu manns hafa látist í þessum mánuði en af þeim voru sextán börn. 

Erlent
Fréttamynd

„Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“

Naji Asar, palestínski aðgerðasinninn sem skvetti rauðri málningu á ljósmyndara mbl.is á þriðjudag, segir að atlagan hafi ekki beinst að sjálfum ljósmyndaranum, heldur miðlinum. Ef ljósmyndarinn hafi móðgast, þyki Asar það leitt.

Innlent
Fréttamynd

Veimiltítustjórn og tug­þúsundir dáinna barna

„Til að varðveita gildi hins siðmenntaða heims er nauðsynlegt að kveikja í bókasafni. Sprengja upp mosku. Brenna ólífutré til ösku. Að klæða sig í nærföt konu sem flúði og taka svo mynd af því. Að jafna háskóla við jörðu. Að taka herfangi skartgripi, listaverk, banka, mat. Að taka börn til fanga fyrir að tína upp grænmeti. Að skjóta börn fyrir að kasta grjóti. Að senda fanga í skrúðgöngu á nærfötunum. Að brjóta tennur úr manni og troða upp í hann klósettbursta. Að siga bardagahundum á mann með Down heilkenni og skilja hann svo eftir til að deyja. Annars gæti hinn ósiðmenntaði heimur sigrað.“

Skoðun
Fréttamynd

Fröken þjóðar­morð: Þér er ekki boðið!

Fréttir bárust þess efnis í dag að von væri á Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í “vinnuheimsókn” til landsins. Þar mun hún funda með forsætis- og utanríkisráðherra og sækja bæði Grindavík og Þingvelli heim. Heimsóknina kallar Kristrún Frostadóttir „mikið fagnaðarefni“ - en er það svo?

Skoðun
Fréttamynd

Ursula von der Leyen styður þjóðar­morð!

Ursulu von der Leyen framkvæmdastjóra Evrópusambandsins er boðið til Íslands meðan þjóðarmorð stendur á Gaza. Hún hefur lýst því yfir að Ísrael fylgi sömu gildum og Evrópa, hún segir frelsi Ísraels vera frelsi Evrópu og hún segir að Ísrael sé að verja sig. Ursula styður þjóðarmorðið.

Skoðun
Fréttamynd

Reyna aftur að sigla til Gasa

Aðgerðarsinnar í Freedom Flotilla Coalition hyggjast reyna að sigla aftur til Gasastrandarinnar. Greta Thunberg, sænskur loftlagsaðgerðarsinni, var með í síðustu för hópsins sem endaði á að hópurinn var stöðvaður af ísraelska hernum.

Erlent
Fréttamynd

Ég vona að þú gleymir mér ekki

"Ég vona að þú gleymir mér ekki" eru skilaboð sem ég fæ á hverjum degi frá tugum fjölskyldna á Gaza sem ég er í sambandi við. Neyð fólks á Gaza eykst með degi hverjum og vestrænar þjóðir hafa staðið að fullu aðgerðalausar hjá á meðan murkað er lífið úr börnum Gaza með sprengjum, byssum og herkví.

Skoðun
Fréttamynd

Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans

Skorið hefur verið á fána­böndin þar sem þjóðfánar Palestínu og Úkraínu hafa blakt við ráðhús Reykjavíkur. Gerist þetta aðeins um fjórum dögum eftir að hinum palestínska var flaggað á fimmtudag. Borgin ætlar að draga þá aftur að húni þegar búið er að gera við fánaböndin.

Innlent
Fréttamynd

Vonir um vopna­hlé eins og hálm­strá

Í dag, þann 7.7.2025, ferðast stríðsglæpaforinginn Netanyahu til Washington að heimsækja helsta stuðningsmann sinn, Donald Trump í Hvíta húsinu. Netanyahu verður áreiðanlega ekki handtekinn við komuna, þrátt fyrir að vera eftirlýstur af Alþjóða stríðsglæpadómstólnum. Bandaríkin eru ekki með í þeirri mikilvægu stofnun.

Skoðun