Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. febrúar 2025 10:10 Starmer er kominn til Washington og ávarpaði viðstadda í sendiherrabústaðnum. AP/Carl Court Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, er kominn til Washington D.C. í Bandaríkjunum, þar sem hann mun funda með Donald Trump Bandaríkjaforseta. Guardian segir að þess sé að vænta að Starmer freisti þess að afla stuðnings Trump við friðargæsluliða Bretlands og Frakklands í Úkraínu, ef til þess kemur að samningar nást um endalok átaka þar í landi. Trump sagði á ríkisstjórnarfundi í gær að Bandaríkjamenn myndu ekki veita Úkraínumönnum neins konar öryggistryggingar; það væri undir Evrópuríkjunum að gera það. Starmer hefur hins vegar sagt að evrópskir friðargæsluliðar þyrftu að njóta ýmis konar stuðnings frá Bandaríkjunum, meðal annars hvað varðar loftvarnir. „Öryggistryggingarnar verða að vera þannig að þær hindri [Vladimir Pútín Rússlandsforseta] frá því að snúa aftur,“ sagði Starmer við fjölmiðla á leiðinni yfir Atlantshafið. „Því áhyggjur mínar eru þær að án fælingar sé þetta bara tækifæri fyrir hann að bíða og koma svo aftur, því fyrirætlanir hans varðandi Úkraínu eru öllum ljósar,“ sagði forsætisráðherrann. Hann sagði ákvörðun stjórnvalda um að senda friðargæsluliða til Úkraínu ekki vera tekna af léttúð og að enn væri unnið að því að skoða mögulegar útfærslur. Stjórnvöld í Moskvu hafa hafnað hugmyndinni um evrópska friðargæsluliða, eftir að Trump hélt því fram að hann hefði rætt málið við Pútín og hann tekið vel í það. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti er væntanlegur til Washington á morgun, þar sem til stendur að ræða og mögulega undirrita samkomulag við Bandaríkjamenn um vinnslu auðlinda í Úkraínu. Selenskí segist þó ekki munu ganga að neinu samkomulagi fyrr en samkomulag hefur náðst um öryggistryggingar. Bandaríkin Bretland Donald Trump Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Guardian segir að þess sé að vænta að Starmer freisti þess að afla stuðnings Trump við friðargæsluliða Bretlands og Frakklands í Úkraínu, ef til þess kemur að samningar nást um endalok átaka þar í landi. Trump sagði á ríkisstjórnarfundi í gær að Bandaríkjamenn myndu ekki veita Úkraínumönnum neins konar öryggistryggingar; það væri undir Evrópuríkjunum að gera það. Starmer hefur hins vegar sagt að evrópskir friðargæsluliðar þyrftu að njóta ýmis konar stuðnings frá Bandaríkjunum, meðal annars hvað varðar loftvarnir. „Öryggistryggingarnar verða að vera þannig að þær hindri [Vladimir Pútín Rússlandsforseta] frá því að snúa aftur,“ sagði Starmer við fjölmiðla á leiðinni yfir Atlantshafið. „Því áhyggjur mínar eru þær að án fælingar sé þetta bara tækifæri fyrir hann að bíða og koma svo aftur, því fyrirætlanir hans varðandi Úkraínu eru öllum ljósar,“ sagði forsætisráðherrann. Hann sagði ákvörðun stjórnvalda um að senda friðargæsluliða til Úkraínu ekki vera tekna af léttúð og að enn væri unnið að því að skoða mögulegar útfærslur. Stjórnvöld í Moskvu hafa hafnað hugmyndinni um evrópska friðargæsluliða, eftir að Trump hélt því fram að hann hefði rætt málið við Pútín og hann tekið vel í það. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti er væntanlegur til Washington á morgun, þar sem til stendur að ræða og mögulega undirrita samkomulag við Bandaríkjamenn um vinnslu auðlinda í Úkraínu. Selenskí segist þó ekki munu ganga að neinu samkomulagi fyrr en samkomulag hefur náðst um öryggistryggingar.
Bandaríkin Bretland Donald Trump Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira